Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Miðvikudagur (i. desember 1972
að Paterson kynni þá og þegar að fara framhjá afleggjaranum heim í
þorpið. Þá sæi hún hann aldrei framar, og hann áliti hana látna ásamt
hinum.
Hún varðstrax að komast niður á veginn aftur!
Þegar frú Betteson hafði tekizt að koma Connie út úr bilnum og henni
sjálfri hafði heppnazt að komast að dyrunum, upplifði hún hræðileg
augnablik. Hvita leðurbeltið á kjólnum hennar festist i handfanginu á
bilhurðinni og hún barst ásamt bilnum á ofsahraða siíellt nær tortim-
ingunni. Þá hræðilegu stund, sem hún hókk fösl i handlanginu, var
ómögulegt að mæla í sekúndum, hana var einungis hægt að mæla i ótta.
Aðra höndina varð hún að nota til að varna þvi.að gleraugun rynnu
lram af nefinu á henni. Neðar og neðar hrapaði hún i sifellu og baslaði I
örvænlingu við að losna af handfanginu. Annarri hendi righélt hún I
gleraugun og yfir augun bæði til að koma i veg fyrir, að gleraugun
brotnuðu og hún fengi flisar i augun og lika til að losna við að sjá
svifandi grjótið og bensinbrúsana, sem þá og þegar virtust mundu
verða henni að fjörtjóni — einn þeyttist rétt ofan við höfuðið á henni á
fleygiferð eins og spýtudrumbur i íossi.
Loksins losnaði hún af hurðinni. Hún tók báðum höndum lyrir and-
litið og einasta hugsun hennar var: Gleraugun! Gleraugun min! Hún
vissi, að án þeirra yrði hún bjargarlaus. Henni kom aldrei til hugar, að
hún kynni að láta lifið i f-allinu. Munninum lauk hún ekki upp i eitt
einasta skipti. Flugfer*in um loftið bjóst hún við að endaði með þvi að
hún klesstist niður og heyrði um leið hljóminn af gleri, sem brolnar,
umhverlis sig.
Hún lenti á sandi og skoppaði eins og bolti nokkrum sinnum áður en
dró úr íerðinni og hún staðnæmdist. Hún hafði verið komin lengst niður
i brekkuna áður en hún losnaði við bilinn. Hraðinn i fallinu var giíur-
legur,og eftir að hún snerti jörðina.hélt hún lengi áfram að vella niður.
Alla leiðina var hún fullkomlega með sjálfri sér og hélt höndunum
gaumgæl'ilega fyrir andlilinu, meðan hún valt og valt.
Seint og um siðir stöðvaðist hún og stóð þá næstum upprétt. Siðustu
melrana hafði hún runnið á bakinu með fæturna á undan, svo lentu
l'ætur hennar á einhverju hörðu, sennilega kletli, hún stanzaði snöggt
og þess vegna reis hún næstum upp.
í sama bili týndi hún gleraugunum. Henni hafði komið svo á óvarl, að
hún slóð alll i einu upprétt, að hún reif hendurnar frá andlitinu til þess
að ná jafnvægi, og i sömu svifum missti hún gleraugun.
Henni fannst hún standa nakin, rétl eins og gleraugun hefðu verið
hennar eina flik.Hún kenndi til I viðkvæmum augunum, og það var
næstum eins og brolin úr gleraugunum væru komin upp i þau — hún
t'ann stingandi næstum óbærilegan sársauka alveg inn i heila. Hún
varð sjálfri sér gröm. Að hugsa sér, að hún skyldi hafa henzt niður alla
þessa löngu brekku án þess að kenna sér meins, en slysast svo að þvi
loknu til að lapa gleraugunum. Fyrir augum hafði hún nú ekkert
annað en skellibjarta þoku. Hún var nógu snarráð til þess að hreyfa
ekki l'æturna eða þreifa i kringum sig eítir gleraugunum. Sólin bankaði
á hvirl'il hennar með vendi af glóandi geislum, einna likast dropum af
bráðnu blýi — en hugsunin var skýr og rökrétt. Hún var sér þess óþægi-
lega meðvitandi, að án gleraugnanna voru henni allar bjargir bann-
aðar
Einhvers staðar ofan við hana kom hnullungur skoppandi niður
brekkuna, hún heyrði óreglulega dynkina, sem bergmáluðu milli
klettaveggjanna og bambusskógarins. Nú greip óttinn hana, hún sneri
sér við skelfingu lostin og leit i þá átt, sem hljóðið kom úr, en sá ekkert
annað en bjarla þokuna, og henni súrnaði i augum. Hún beygði sig
ósjálfrátt og kúrði alveg viður.
Þá lagði hún hönd sina oían á gleraugun. Á næsta andarlaki þaut
hnullungurinn hvinandi l'yrir ofan höfuðið á henni, og nokkrum
sekúndum seinna heyrði hún hann lenda með braki og brestum i bam-
busskóginum við brekkuræturnar. Gleraugun lágu oían á sandinum,
þau voru heil — guði sé lof, þau voru heil.
Þar sem hún slóð þarna gleraugnalaus, fór hún allt i einu að hrið-
skjálía. Umhugsunin um grjóthnullunginn, sem kom á fljúgandi ferð
beinl i áttina til hennar, skelídi hana meira en endurminningin um
veltandi bilinn. En það, að hún hafði næstum glatað gleraugunum,
hafði eiginlega mesl áhrif á hana. Einu sinni hafði það komið fyrir, að
gleraugun hennar brotnuðu, og maður hennar neyddist til skrifa til
Hangoon eftir nýjum glerjum. Fáeina daga hafði hún fálmað sig áfram
i húsinu, alls staðar rakst hún á og öllu velti hún um koll. Blind eins og
moldvarpa hafði hún eigrað um garðinn og klippt og klippt i blindni i
viðleitni sinni til að halda rækt i gróðrinum. Fegurð blómanna og dýr-
lega liti þeirra hafði hún farið á mis við þessa daga, þar til báturinn frá
Kangoon kom með nýju glerin. Jú, hún þekkti bölvun blindunnar, þótt
hún hefði aðeins verið timabundin hvað henni viðvék. Hún vissi,
hvernig var að lifa i formlausum og litlausum heimi, að vera lokuð inni
ásamt sinum eigin myrku hugsunum i fullkomnu bjargarleysi.
Nú kynntist hún aftur bölvun blindunnar um stund. Hún sat dálitla
stund hreyfingarlaus. Grjóthrunið heyrðist ekki lengur. Upphrópun
Burmamannanna var of fjarri til að ná eyrum frú Betteson. Hún sat
kyrr og endurlifði svo að segja bölvun blindunnar. Hrollur fór um hana,
er henni varð hugsað til þess, hversu nærri lá, að hún yrði ofurseld
slikum hryllingi.
Nokkrar minútur liðu áður en hún lagði i að setja upp gleraugun.
Glerin voru alþakin örsmáum rykkristöllum, sem sindruðu i sól-
skininu. Gleraugun hlutu að hafa verið rök af svita.þegar hún missti
þau. Hún fór ósjálfrátt að þurrka af þeim á kjólfaldinum sinum.
Skjálftinn hvarf, þegar hún var búin að setja upp gleraugun og sá
aftur. Óttinn við að týna gleraugunum og sársaukafull endurminningin
um þá reynslu, sem hún hafði orðið fyrir, þegar hún varð að vera án
þeirra dögum saman, höfðu leitt huga hennar frá þvi hræðilega slysi,
sem hún hafði lent i. Nú, þegar hún hafði fengið fulla sjón á ný, fór
hún að hugleiða, hvað fyrir hana hefði getað komið og hvað fyrir þau
hin hefði komið.
Hún hafði lent skammt undir hengifluginu i miðri hlíðinni. Brúnin
ofan við hana var mjög skörðótt og viða sundurskorin eftir monsún-
rigningarnar. Undir henni tóku við gulbrún klettabelti allt að fimm
metrum á hæð og niðri á gilinu var bambuskjarr, sem huldi sendinn
botninn.
Slrax hugkvæmdist henni, að hún yrði að klifra niður. Þegar hún leit
lil baka upp hliðina, vakti það furðu hennar, að hún sá ekki veginn.
Hún hugsaði ekki meira út i það, en tók þegar til við að klifra niður i
gilið.
Grjótið var svo heitt, að hún átti erfitt með að snerta það. 1 hvert
skipli, sem hún náði taki, varð hún að hreyfa fingurna til að þola hitann
— þelta leit óttalega kjánalega út og hún brenndi sig þrátt fyrir það.
Gegnum hreinu gleraugun sá hún greinilega hverja rauf og hvern stein
i hliðinni, sem var brún og óslétt eins og ryðbrunnið járn.
Það tók hana næstum hálfa klukkustund að komast niður i gilið. Hún
var ekkert upp með sér af þessu framtaki sinu. Nú, þegar hún var búin
að fá gleraugun aftur, fannst henni hún fær i ílestan sjó.
Hún settist niður og hallaði sér upp að klettaveggnum til að hvila sig
dálitla stund. Hún horfði inn i bambusskóginn, þar sem sólargeislarnir
1277
Lárétt
1) Kyrrð.- 5) Fag,- 7) Reyki.-
9) Lærði,- 11) FélL- 12) Leit,-
13) Planta,- 15) Röð,- 16)
Ólga.- 18) Belgur,-
Lóðrétt
1) Blóm,- 2) Þrir,- 3) Tveir
eins,- 4) Bára,- 6) Itreka.- 8)
Úrid,- 10) flát,- 4) Verkfæri,-
15) Barn,- 17) Guð -
Ráðning á gátu no. 1276
Lárétt
1) Einráð,- 5) Aar,- 7) Sám,-
9) Sót,- 11) TT,- 12) La,- 13)
Uss.- 15) Gaf,- 16) Æfa.- 18)
Flaska,-
Lóðrétt
1) Eistun,- 2) Nám,- 3) Ra,-
4) Árs.-6) Stafla.-8) Ats,- 10)
Óla,- 14) Sæi - 15) Gas,- 17)
Fa,-
, V.' j t->
fi
MIDVIKUDAGUR
6. desember
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl'. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.) 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.45. Morgunleikfimi kl.
7.50. Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Einar Logi
Einarsson byrjar lestur á
sögu sinni „Ævintýri á hafs-
botni” (1). Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt log á milli liða.
Kitningarlestur kl. 10.25:
Séra Kristján Róbertsson
les úr bréfum Páls postula
kl. 10.40 Sálmalög, Norski
einsöngvarakórinn syngur.
Fréttir kl. 11.00. Tónlist úr
„Rósamundu” eftir Schu-
bert; Aafje Heynis og kór
hollenzka útvarpsins flytja
ásamt Concertgebouw-
hljómsveitinni i Amster-
dam. Bernard Haitink
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Ljáðu mér eyra. Séra
Lárus Halldórsson svarar
spurningum hlustenda.
14.30 Siðdegissagan: „Gömul
kynni” eftir Ingunni Jóns-
dóttur.Jónas R. Jónsson á
Melum les (10).
15.00 Miödegistónleikar:
íslenzk túnlist.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir.
16.25 Popphornið. Jón Þór
Hannesson kynnir.
17.10 Tónlistarsaga. Atli
Heimir Sveinsson sér um
þáttinn.
17.40 Litli barnatiminn.
Þórdis Ásgeirsdóttir og
Gróa Jónsdóttir sjá um tim-
ann.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Á döfinni. Þorbjörn
Broddason stjórnar um-
ræðuþætti um Bernhöfts-
torfuna. Meðal þátttak-
enda: Guðrún Jónsdóttir
arkitekt og Baldvin
Tryggvason framkvæmda-
stjóri.
20.00 Kvöldvaka.
21.30 Að tafli. Guðmundur
Arnlaugsson flytur skák-
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. útvarps-
sagan: „Strandið” eftir
Hannes Sigfússon. Erlingur
E. Halldórsson les (3).
22.45 Nútimatónlist. Halldór
Haraldsson kynnir verk eft-
ir finnska tónskáldið Erik
Bergman.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
i
liill
Miðvikudagur
6. desember 1972
18.00 Teiknimyndir
18.15 Chaplin
18.35 Óskirnar þrjár Brúðu-
leikhús. Stjórnandi Kurt
Zier. Áðurá dagskrá 11. mai
1969.
18.55 IHé
20.00 Fréttir
20.25 \'eður og auglýsingar
20.50 Bókakynning Eirikur
Hreinn Finnbogason,
borgarbókavörður, getur
nokkurra nýrra bóka.
20.40 Þotufólk. Bandariskur
teiknimyndaflokkur. Á
vængjum söngsins.Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
21.10 Kjörgripir og hof i Kóreu
Mynd frá Suður-Kóreu, þar
sem skoðuð eru gömul
Búdda-mysteri og söfn
fornra listmuna. Þýðandi og
þulur Ellert Sigurbjörnsson.
21.40 Kloss höfuösmaður
Pólskur njósnamynda-
flokkur, 3. þáttur. Álgjört
le yndarmál. Þý ða nd i
Þrándur Thoroddsen.
22.35 Dagskrárlok.