Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur (i. desember 1972 TiMINN Útgefandi: Frarasóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-!;: : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:!; :Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).> Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif^ stofur í Eddúhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.!;: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs-x ingasimi 19523. Aörar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;: 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein*;: takið. Blaðaprent h.f. Hverjar verða tillögur ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstæðinga? Innan skamms má vænta þess, að rikis- stjórnin leggi fram tillögur um lausn þess vanda, sem glimt er við á sviði efnahagsmál- anna. Nefnd sú, sem hefur unnið að úttekt á hinum ýmsu leiðum, er til greina geta komið, skilaði áliti sinu um siðustu helgi, en rikis- stjórnin og stjórnarflokkarnir hafa beðið eftir þvi og ekki þótt rétt að hefjast handa um að- gerðir fyrr en það lægi fyrir. Þótt ekki felist i þvi neinar beinar tillögur Um, hvað gera beri, er það eigi að siður mjög fróðlegt og upplýs- andi um hin ýmsu úrræði, sem helzt er um að ræða. Álit nefndarinnar hefur hins vegar dreg- izt öllu meira á langinn en gert var ráð fyrir, enda ekki óeðlilegt, þvi að gerðir hafa verið margvislegir timafrekir útreikningar. Þetta veldur þvi, að timinn, sem rikisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa til umráða, er orðinn með stytzta móti, en að þvi er að sjálfsögðu stefnt að afgreiða fjárlagafrumvarpið og helztu efnahagsaðgerðir i sambandi við það fyrir áramót. Eins og jafnan hefur verið haldið fram. hér i blaðinu, verða þessar nýju efnahagsaðgerðir ekki auðveldar frekar en þær, sem hafa verið gerðar áður, og veldur þar miklu hið sjálfvirka hjól visitölufyrirkomulagsins. Það bætir hins vegar úr skák, að efnahagsástandið hefur verið og er yfirleitt gott, þegar undan eru skilin minnkandi aflabrögð, en það atriði veldur lika miklu. Vandinn, sem fengizt er við, yrði t.d. miklu minni og efnahagsaðgerðirnar miklu auðveldari, ef menn þyrðu að reikna með, að aflinn yrði i meðallagi á næsta ári. En það væri alltof ógætilegt, eins og allar spár eru i þessum efnum, að reikna með sliku. Áreiðanlega biða menn nú með nokkurri óþr- eyju eftir þvi hverjar efnahagsaðgerðirnar verða. En menn biða ekki aðeins eftir tillögum rikisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar, heldur einnig eftir tillögum stjórnarandstöð- unnar. Stjórnarandstæðingar hafa ekki siður bent á það en stjórnarsinnar, að efnahags- vandinn væri verulegur, heldur þvert á móti gert enn meira úr honum. Eins og Ólafur Björnsson prófessor benti á, þegar hann flutti fyrirlestur i Hagfræðingafélaginu á siðastl. vetri,er það ekki siður hlutverk stjórnarand- stöðu en rikisstjórnar að bera fram ábyrgar tillögur til lausnar vandamálunum. ólafur Björnsson sýndi einnig fram á, að þetta teldu stjórnarandstæðingar i Bretlandi og á Norður- löndum sér skylt að gera. Þvi aðeins geta lika stjórnarandstæðingar með fullum rétti gagn- rýnt tillögur og úrræði rikisstjórnar og stjórn- arflokka, að þeir hafi sjálfir upp á eitthvað annað betra að bjóða að þeirra sjálfra dómi. Annars verður gagnrýni þeirra ábyrgðarlaust og marklitið nöldur. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig Jóhann, Geir og Gylfi bregðast við þessari eðlilegu og réttmætu ábendingu ólafs Björnssonar. Þ.Þ. Grein frá APN: Sovézku lýðveldin þrjú í Mið-Asíu Þar hafa orðið miklar framfarir á síðari árum i SUDURHLUTA Sovétrikj- anna eru þrjú lýðveldi, sem eru að mörgu leyti ólik, en þó lik. Túrkmenia og Úzbekistan eru stærst. Túrkmenia er 448 þús. ferkm. að flatarmáli, en Úzbekistan er 447,4 þúsund ferkm. Tadsjikistan er þeirra minnst og nær yfir 143 þúsund ferkm. svæði. En þó er ibúa- fjöldi þar um það bil 700 þúsund manns fleiri en i Túrkmeniu (3 milljónir ibúa). I Úzbekistan er ibúatalan yfir 12.5 milljón manns. Nú eru þessi lýðveldi blóm- leg og þeir, sem koma þangað, þó að það sé ekki nema i eitt þeirra, sannfærast um, að svo sé. Örlóg þeirra eru að mörgu leyti lik. Á nokkrum áratugum hefur verið sigrazt á hræði legri stöðnun á sviði efnahags- og menningarmála og hafin ör þróun. Áður voru þjóðirnar hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, nú hafa þær beizlað þau. Meira en 80 prósent Túrk- meniu eru auðnir og eyði- merkur og 97 prósent af land - svæði Tadsjikistan eru fjoll. Þar á meðal eru Pamirfjöllin, en þau eru kölluð „þak heims- ins". Sandeyðimörkin Kyzylkum (Rauðsandar) nær yfir mikinn hluta landsvæðis Úzbekistan. Tiu þúsund ferkm. vatnslaus auðn teygir sig yfir mikinn hluta landsvæðis Úzbekistan og einkum Tadsjikistan. Ferðamenn gáfu þessari auðn nafnið „Hungursteppan" vegna þess, að þar var ekkert vatn, og ,,þar sem vatnið þrýtur, þrýtur lifið lika", segir gamall málsháttur frá Mið- Asiu. FRÁ ÞVl árið 1920 og fram á okkar daga hafa áveitufram- kvæmdir i sambandi við eyði- steppurnar i Mið-Asiu haft geysimikla þýðingu. Sovézka stjórnin leggur mikið fé fram til áveitu- og vökvunarfram- kvæmda. i Tadsjikistan hafa verið gerðir 26 þúsund metrar áveituskurða og byggðar yfir 500dælustöðvar. i Úzbekistan ná þeir yfir 150 þúsund km. og þar hafa 1.5 milljón hektara lands verið ræktaðir upp með áveitum. Sáðland lýðveldisins er samanlagt 3.6 milljón hektarar. 200 þúsund hekturum af Hungursteppunni hefur þegar verið breytt i frjó- söm engi og garða. Stærsti skurðurinn i austur- hluta landsins Bolsho.i Fer ganski, var byggður árið 1939 á 45 dögum. Lengd hans var 270 kilómetrar, en breiddin 30 metrar. Ozbekistan varð aðal baðmullarræktarmiðstöð landsins. Árið 1971 var baðmullaruppskeran þar 4.6 milljón tonn, en heildarupp- skera Sovétrikjanna var 7.1 milljón tonn. Arið 1954 var byrjað á framkvæmdum Karakúmskurðarins. A túrk- mensku þýðir Karakúm „svartir sandar". Oldum saman beið fólk hræðilegan dauðdaga i söndunum. Hann gat hitnað upp i 80 gráður á celsius i hitum og þeir, sem fóru út á sandinn, steiktust lifandi. Þetta var það, sem auðnin hafði að færa. Á FIMM ÁRUM hafa verið byggðir þrfr . áfangar Karakúmsskurðarins og nær hann yfir 850 km. Pana- maskurðurinn, sem er 80 km. var byggður á 10 árum. Úr „hamingjuánni" eins og Túrk- meniubúar kqlla skurðinn, er veitt vatni á 3Ö0 þús. hektara nýræktar. Þetta hafði það i för l'"r;i Itvggingn Nureksk-oi með sér, að baðmullartekja lýðveldisins jókst upp i 920 þúsund tonn, og nú koma um 40 prósent af heildarbað- mullarframleiðslu landsins l'rá Karakúmsvæðinu. Byggingu skurðarins er haldið áfram og á hann að ná til héraða heitttempraða belti- sinsfiíað ströndum Kaspia- hafsinsog verður hann þá 1300 km. á lengd. Arið 1971 var baðmullarupp- skeran i Tadsjikistan 788 þúsund tonn. Það er eftir- tektarvert, að i byggingu áveitu- og vökvunarfram- kvæmda, eins og i upp- byggingu efnahagslifsins i heild, tóku þátt fulltrúar margra sovézkra þjóða T.d. tóku fulltrúar 36 þjóðerna Sovétrikjanna þátt i byggingu Karakúmskurðarins. i Úzbekistan eru miklar gas lindir og málmnamur. Þar eru einnig kol og olia i jörðu. Árið 1971 var gasvinnslan 33.6 milljarðar rúmmetrar. Frá lýðveldinu liggja fimm gasleiðslur og þar á meðal hinar stærstu i heimi, en það eru leiðslurnar Búkhara-Úral og leiðslan frá Mið-Asiu til miðhluta Sovétrikjanna. í iðrum jarðar i Tadsjikistan eru hundruð náma. Þar fæst járnmálmur, olia, gas, kol. salt og fl. Hvað oliuuppgröft snertir er Túrkmenia i þriðja sæti af sovézku lýðveldunum. Rúss neska lýðveldið er i fyrsta sæti og Azerbaidsjan i öðru. Árið 1971 var oliuvinnsla rúmlega 15 milljón tonn. Það er áætlað að vinna 22 milljón tonn af oliu árið 1975. Gasvinnsla i Túrkmeniu var 15 milljarðar rúmmetra, en árið 1975 verður gasvinnslan orðin 65-67 milljarðar rúm- metra. i Sovétrikjunum i heild er áætlað að vinna 320 milljarða rúmmetra gass á árinu 1975. Gaslindir Mið-Asiu i heild eru um 10 trilljónir rúmmetra. Lýðveldin eru auðug af vatnsorku. NÚ ER UNNIN meiri orka i Túrkmeniu á einum degi, heldur en allt árið 1913. i Úzbekistan árið 1970 var afl raforkuveranna 4.8 millj. kw. Þann 15. nóvember 1972 var tekinn i notkun fyrsti áfangi Nureksk-raforkuversins i Tadsjikistan. Gert er ráð fyrir, að það verði 2.7 millj kw. Þetta raforkuver verður þriðja voldugasta raforkuver Sovétrikjanna. Það eru aðeins Krasnojarsk-raforkuverið og Bratskraforkuverið i Siberiu, sem eru stærri en Nureksk. Arleg framleiðsla Nureksk- raforkuversins verður 11-12 milljarðar kw. Lónið tekur 10.5 milljarða rúmmetra vatns. Hæð stiflunnar er 317 m. Þýðing orkuversins fyrir efnahagslif Tadsjikistan og allrar Mið-Asiu er geysileg. 1 bigerð er að koma upp sam- stæðu framleiðslufyrirtækja. Kjarna þessarar iðnfyrir- lækjasamslæðu mynda Tajik- álverið og Vakhsj-köfnunar- efnisáburðarverksmiðjan. Annað meginhlutverk Nurekskversins er áveita. Með sljórnun á náttúrulegu rennsli Vakhsj og Amu Darja fljólanna verður hægt að sjá næstum 1.2 milljónum hektara lands f'yrir nægu vatni og breyta auðn i blómlegar vinjar og auka baðmuliar- framleiðsluna um hundruð þúsund tonna. Nureksk-raf- orkuverið var reist af mönnum af 40 ólikum þjóð- ernum. Hönnuðir og byggjendur versins urðu að taka mörg flókin og óvenjuleg vandamál i reikninginn. Það voru engar járnbrautarsamgöngur eða siglingaleiðir til slaðarins og þeir urðu að gera ráð fyrir allt að 8 stiga jarðskjálfta. Aður fyrr Áður f'yrr rikti algert ólæsi i Mið-Asiu. Nú er þriðji hver maður við nám. i Tadsjikistan og Túrkmeniu voru hvorki æðri menntastofnanir né mið- skólar, og i Úzbekistan voru engar æðri menntastofnanir. Nú eru i Uzbekistan 38 æðri menntastofnanir og 165 sér- hæfðir miðskólar. Sér- fræðingar, sem útskrifast með miðskóla- eða æðri menntun eru rúmlega hálf rnilljón. Fjöldi stúdenta er 234 þúsund. i lýðveldinu starfar Visinda- akademia og 146 visindastofn- anir. Meðal visindamannanna .eru 100 meðlimir aka- demiunnar og 568 doktorar. Háskóli var stofnaður i Úzbekistan árið 1920 og var sá fyrsti i Mið-Asiu. i Túrkmeniu var stofnsett Visindaaka- demia árið 1951. i sambandi við hana starfa 10 visinda- og rannsóknastofnanir. Visindastarfsmenn eru alls 727 og þar af eru 43 meðlimir akademiunnar og 29 visinda- doktorar. i Tadsjikistan stunda 80 þúsund stúdentar nám i 8 æðri menntastofnunum og 35 i sér- hæfðum miðskólum. Árið 1951 var stofnsett Visindaaka- demia og og fjöldi visinda- kandidata og doktora 1700.v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.