Tíminn - 29.12.1972, Síða 5

Tíminn - 29.12.1972, Síða 5
Föstudagur 29. desember 1972 TtMlNN 5 E3 New HOU.AND BINDIVÉLAR Jóakim Arason, Múla, Gufudalssveit: Finnum nýtt vegarstæði yfir Kollafjarðarheiði til (safjarðar Flugfreyjur LOFTLEIÐIR H.F. ætla frá og með maímánuði 1973 að ráða allmargar nýjar flugfreyjur og flugþjóna til starfa. í sambandi við væntanlegar umsóknir, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu — eða verði 20 ára fyrir 1. júli 1973 og ekki eldri en 26 ára. Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáll. 2. Líkamsþyngd svari til hæðar. 3. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskelð í febrúar/marz n.k. (ca. 5 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 4. Á umsóknaréyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. 5. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. 6. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá félaginu, skulu hafa borlzt starfsmannahaldi fyrir 7. janúar n.k. 7. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu félagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum úti um land, og skulu hafa borizt starfsmannahaldi, Reykjavíkur- flugvelli, fyrir 7. janúar n.k. í:g er fæddur og uppalinn i Gufudalssveit i Barðastranda- svslu og dvaldi þar við bústörf fram til ársins 1!I54. Þá fór cg eins og æði niargir sveitamenn hingað suður og stundaði almenn störf hér. Fyrir þremur árum tók ég mig upp og liélt lieim i fæðingar- sveit mina og hóf þar búskap. Litið fannst mér hafa breytzt i Gufudalssveit á þessum rúmlega 15 árum, sem ég hafði verið á braut, annað en það, að bæjum i byggð i hreppnum hafði fækkað um helming. Það voru 20 býli i ábúð i Gufudalssveiþer ég fór, en þau voru aðeins 10,þegar ég kom aftur. Gufudalssveit er þó góð til bú- skapar. Nú er spurningin sú, hvort þessi þróun heldur áfram og fólki heldur áfram að fækka á þessum slóðum, eða hvort takast mun að verjast þvi,að þessi ágæta sveit fari öll i eyði. Þá leitar sú spurning á, hverjar séu helztu orsakirnar fyrir þvi.að fólkið fer á braut. Og hvað það er, sem breyta má i þessu efni á þann veg, að menn vilji fremur reyna að haldast þarna við en flosna upp. Þarna er sjálfsagt um marga samverkandi þætti að ræða og sumir eru hluti almennrar þjóð- félagsþróunar, sem erfitt kann að vera að breyta. En ég ætla að ræða hér aðeins einn þátt i þessari mynd, þátt, sem ég tel, að ráði einna mestu um þróunina.og fram f októbermánuð, þá getur tekið fyrir allar samgöngur á ör- láum dögum og getur verið nær alveg lokað fram i mai, ef vetur er snjóþungur. Nútimafólk unir ekki lengur sliku samgöngu- og og sambandsleysi og hlýtur að hverfa frá þeim stöðum, sem slika ókosti hafa,ef i boði er eitt- hvað skárra annars staðar. Ungt fólk, sem vill hafa eðlileg félags- leg samskipti við sina jafnaldra og eiga völ einhverra dægrastytt- inga i fásinninu, sættir sig ekki lengur við að geta ekki einu sinni komizt á milli bæja innansveitar á vetrum. Slikt samgönguleysi kemur i veg fyrir, að það girnist að hefja búskap við slikar að- stæður. Ég tel þvi einsýnt.að fólki muni halda áfram að fækka i Gufu- dalssveit og viðar, þar sem likt er ástatt, nema það takizt að bæta samgöngur á vetrum verulega frá þvi, sem nú er. En hvað er þá til ráða? Nú hefur verið rætt um tvær leiðir norður að tsafjarðardjúpi. Annars vegar er það um Þorska- fjarðarheiði, sem nú er farin. Hún er há og löng og það mun reynast erfitt að halda henni opinni á vetrum, þótt vegur yrði þar veru- lega bættur. Hinsvegar er nú rætt um möguleika á að leggja nýja leið vestur Gufudalssveit og yfir Kollafjarðarheiði, sem er miklu lægri en Þorskafjarðarheiði og ekki snjóþung. Þetta er að visu heldur lengri leið á leið til Djúps, en miklu greiðfærari og margfalt öruggari á vetrum. Þarna er nú ruddur vegur, en aðeins sumar- fær. En tilefni þess að ég hripa G/obusi LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Jóakim Arason þann þáttinn, sem ég tel.að megi breyta þannig að byggðaþróun á þessu svæði gæti jafnvel snúizt við á næstu árum. Hér á ég við samgöngumálin. Þau eru i hinum mesta ólestri á þessu svæði. Á haustin t.d. þegar kemur Af öllum tegundum bindivéla, sem seljast i Bretlandi eru 40% af New Holland gerö og hér er hlutfalliö mun hærra. HVERS VEGNA? Vegna þess að New Holland bindivélarnar eru hagkvæmar í veröi, afkastamiklar og lögð er áherzla á góða þjónustu. Við eigum væntanlegar nokkar bindivélar á gamla verðinu og viljum benda bændum á að fyrirhuguð er allmikil hækkun á vélunum á næstunni og er því mikill hagur að kaupa vél nú. Hafið samband og kynnið yður okkar hagstæða verðog skilmála. þessar linur er það, að ég teLað ekki eigi að legga nýjan veg um Kollafjarðarheiði i farvegi þessa ruðnings, sem nú er, heldur fara nýja leið yfir heiðina, sunnan við svokölluð Borgarvötn milli Fjarðarhornsdals og Húsadals. Milli Dalbotnanna eru tæpir 6 km og er sú leið þvi miklu styttri en ruðningsleiðin, og að auki er mjög snjólétt þarna á heiðinni milli þessara dalbotna. Þess vegna tel ég,að þeir forráðamenn, sem vinna nú að bættum samgöngum á Vestfjörðum, þurfi að athuga þessa hugmynd rækilega, áður en ákvörðun verður tekin um aðrar leiðir. Eg er sannfærður um.að vetrarfærð eftir þessari leið með sæmilega uppbyggðum vegi yrði svipuð og á Heydalsvegi i Hnappadalssýslu. Ég er vel kunnugur á þessum slóðum og hef oft farið þarna um á vetrum og þykist þvi geta talað um snjóalög á þessum slóðum af nokkurri reynslu. Ef þessi leið yrði valin i stað Þorskafjarðarheiðar, myndi fjallvegur styttast um 20 km. Má gera miklar vegabætur i byggð fyrir það fjármagn, sem 20 km fjallvegur kostar og gæti það komið á móti þvi, að leiðin vestur til Djúps lengist svolitið. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar til starfa við endurhæfingar- og bæklunarlækninga- deild Landspitalans. Allar upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og i sima 24160. Reykjavik, 28. desember 1972 Skriístofa rikisspitalanna. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar til starfa við handlækningadeild Landspitalans. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160, og á staðnum. Reykjavik, 28. desember 1972 Skrifstofa rikisspitalanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.