Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur IS. jaiuiar lí)7:i
TÍMINN
5
Nýfasistahreyfingar á
Norðurlöndum leita lags
Þjóöernissinnaðar hreyfingar
viröast á uppleiö i Sviþjóö um
þessar mundir. llvort sem áhang-
endur þeirra telja sig nasista eöa
hægri haröiinumenn, eru fyrir-
heitin um sælurikið næsta iik.
Viögang sinn þakka þeir erki-
óvinunum, þeim, sem eru yzt til
vinstri i stjórnmáium. „Pendúil-
inn slæst til baka”, segir Göran
Assar Oredsson i Norræna rikis-
flokknum, sem er nasistiskur.
„Vinstri stefnan hefur dregið at-
hygiina aö sér og gefið okkur
tækifæri tii gagnaögerða”, segir
Wcrner Öhrn i sænska þjóðernis-
flokknum.
Þessar ofangreindu hreyfingar
eru nú orðnar að skipulögðum
samtökum, þótt áhrif þeirra séu,
enn sem komið er að minnsta
kosti, hverfandi. Hreyfingarnar
eiga margt sameiginlegt, þær
gera mikið úr sænskum þjóðar-
einkennum, eru á móti
innflytjendum, beita sér gegn
stuðningi við þjóöir þriðja heims-
ins, lita á kommúnismann sem
uppsprettu alls hins illa. Þeir
hafna þingræðisfyrirkomulaginu
sem stjórnarformi og krefjast
aðgerða gegn klámi.
Á hinn bóginn bera yfirlýsingar
þeirra vott um nýja afstöðu gagn-
vart Gyðingum. Orðin nasismi og
fasismi eru eitur i beinum þess-
ara hreyfinga. Bæði þessi hugtök
eru baggi á herðum þeirra, þegar
þau reyna að útbreiða fylgi sitt.
Aðeins Oredson, sem áður er
vitnað til, er óhræddur við
nasistastimpilinn. Hann er lika á
góðri leið með að ná um sig
nokkru fjöldafylgi, og hann ætlar
að bjóða fram til þingkosninga i
haust.
Milli hreyfinganna innbyrðis
eru litil tengsl, og litil viðleitni i
þá átt að auka þau.
Einn af helztu sérfræðingum
Sviþjóðar um nasisma og
fasisma, Eric Qarenstam, álitur
að hreyfingarnar muni að svo
komnu máli leggja áherzlu á að
sigla undir fölsku flaggi. t bók um
fasistahreyfingarnar segir hann:
„Þeir reyna að aðlaga sig þeim
nýju aðstæðum, sem nú eru fyrir
hendi, og leyna um leið hinum
rétta tilgangi sinum. Jafnframt
stuðla þeir að aukinni samvinnu
við skyldar hreyfingar i gömlum
og nýjum alræðisrikjum. Þrátt
fyrir allar yfirlýsingar hefur
hreyfingin þróazt upp i aftur-
haldssinnaðan og andlýðræðis-
sinnaðan sértrúarsöfnuð”.
Per Engdal, einn af leiötogum
hreyfingarinnar, tekur ekki þess-
rikisflokksins, sem berst fyrir
sambandsriki Norðurlanda undir
nasistiskri stjórn, lýsir þvi yfir,
að hann hafi fullan skilning á
þeirri afstöðu Sovétmanna að
visa úr landi þeim Gyðingum,
sem ekki fella sig við sovézkt
stjórnarfar, jafnvel þótt hann á
sama tima hafi enga samúð með
sovézkum stjórnarháttum.
Ný stefnuskrá
I nýrri stefnuskrá, sem Sænski
þjóðernisflokkurinn, flokkur
Werners öhrns hefur dreift meðal
almennings, eru slagorð aftur-
haldssinna allsráðandi. Þar er
krafizt sterkra varna, lægri
skatta, laga og reglu, friðhelgi
eignarréttarins, þriðji heimurinn
hjálpi sér sjálfur, o.s.frv. Lýð-
ræðisfyrirkomulagið verður ekki
fyrir beinum árásum eins' og á
fjórða áratugnum. Nú er aöeins
sagt, að flokkarnir séu grunn-
einingarnar i þjóðfélaginu, og að
stjórnin eigi að taka tillit til allra
flokkanna en ekki einungis sinna
stuðningsflokka.
Hvernig endanleg stefnuskrá
mun lita út, og hver semur hana,
þýðir ekki að reyna að gera sér i
hugarlund. En leiðtogi samtak-
anna, Werner öhrn, segir: „Við
komum til að láta heyra i okkur.
Ekki með stofnun flokks af gamla
taginu, heldur söfnun við félögum
og rekum áróður. Þegar réttur
timi er kominn, er fljótlegt að
breyta samtökunum i flokk. I dag
mundi þátttaka i kosningum að-
eins valda sundrungu borgara-
legra afla i landinu”. Jafnframt
ásakar hann frjálslynda menn
fyrir linkind, sem sósialistum
komi vel, meðan þeir undirbúa
valdatöku sina.
Lengra til hægri
Sem flokkur myndu samtökin
færast lengra til hægri, og Werner
öhrn, leitar vaxandi stuðnings
við kröfurnar. Blað samtakanna
„Frjálst orð”, kemur nú út i
nokkrum þúsundum eintaka.
Fjárstuðningur hefur haldið blað-
inu gangandi, og nú i haust barst
blaðinu 66 þús. krónur að gjöf
(Röskar 1,3 millj. isl. kr.)
Eric Warenstam litur á Sænska
þjóðernisflokkinn sem andlýð-
ræðislegan og nasistiskan.
„Spurningin er”, segir „að hve
miklu leyti hann segir skilið við
gömlu vigorðin frá fimmta
áratugnum".
Dagens Nyheter JGK.
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
SENDlBiL ASTODIN HT
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJÓLASTILLINGAR
MOTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR
Látið stilla í tíma. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-10 0
ar uuiMdim aivanega. lai , Warenslams segir hann fullt af óskilgreindum hugtökum og þvi . »Við velfum nuntaí
ekki hægt að ræða við hann á jafnréttisgrundvelli. Engdal - það borgar sig
þessi skrifaði árið 1942 á nasista- ritið „Vegurinn áfram” greinina „Uppgangur kommúnismans ýtir undir Gyðingaveldið”. -
nntal - ofnar h/f.
Biöst ekki afsökunar <• Síðumúla 27 . Reykjavík
Hann biður engan afsökunar á þvi, sem hann sagði fyrir 30 árum - siðan, en hann mundi ekki segja Símar 3-55-55 og 3-42-00
það sama i dag. Þá var
grunntónninn i grein Engdals, að
andkommúnisk barátta væri
stefnulaus, nema hún hefði hrein-
ar linur i afstöðunni til Gyðinga.
Og afstaða hans nú er að einangra
Gyðinga. Hann vill banna inn-
flutning þeirra til landsins, banna
hjónaband milli Svia og Gyöinga,
Gyðingar skulu að hans áliti vera
reknir úr ábyrgðarstöðum i þjóð-
félaginu og vera undir eftirliti
rikisins.
Orefsson, foringi Norræna
Stúlkur-Atvinna
Stúlka óskast til léttra skrifstofustarfa
hálfan daginn (eftir hádegi).
Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst
merkt „Eftir hádegi”.
Ibúð til leigu í Grindavík
fyrir hjón,sem geta ráðið sig i fiskvinnu út
vertiðina. Aðeins vant fólk (flatnings-
maður) kemur til greina.
Simi 92-6920 og 92-8107.
r
Sinfóníuhljómsveit Islands
Til áskrifenda
Siðustu tónleikar fyrra misseris verða 25.
janúar og fyrstu tónleikar siðara misseris
8. febrúar. Endurnýjun áskriftarskirteina
og sala nýrra er hafin, og óskast endur-
nýjun tilkynnt fyrir mánaðamót.
Skrifstofan er flutt að Laugavegi 3, 3. hæð,
sími 22260.
-=-25555
I ^ 14444
wm/fí
BILALEIGA
HVJ2RFISGÖTU 103
YWSeirdiferðabifreið-VW 5 manna-VWsveínvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
Bíll óskast
til kaups, Volkswagen eða Benz (rúg-
brauð). Upplýsingar i sima 92-6920 og 92-
8107 á kvöldin.
Hraðfrystihús á Suðurnesjum
vill ráða nokkrar stúlkur til fiskvinnu.
Ennfremur nokkra karlmenn vana flökun
og flatningu. Upplýsingar hjá verkstjóra i
sima 92-6920 og 92-1684 á kvöldin.
ELEKTRON
Fyrirferöarlitil
mjög fullkomin
HLEÐSLUTÆKI
sem er handhægt aö hafa i bil-
skúrnum eöa verkfærageymsl-
unni til viðhalds rafgeyminum
ARMULA 7 - SIMI 84450