Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 17
111111!'!]
Fimmtudagur 18. janúar lí)7:i
TÍMINN
17
Umsjón: fllfreð Þorsteinsson
.Finninn, Lasse Virén, sést hér sigra í 5000 m hlaupinu i
Mifnchen i sumar.
Beztu heimsafrekin ífrjáisum íþróttum 72:
Virén var maður
ársins í 5000
og 10000 m hl.
Finnar geta svo
sannarlega verið
ánægðir með árangur
sinna manna í hlaupum
sl. ár, ekki sízt i lang-
hlaupunum, 5000 og
10000 m, en Virén varð
Oly m piumeistari i
báðum þessum greinum
i Munchen. Hann setti
heimsmet í 10000 m, sem
stendur enn, og einnig i
5000 m, en Belgíu-
maðurinn Puttenmans
bætti það skömmu siðar.
Það eru orð að réttu, að
dagar Paavo Nurmis
séu aftur komnir!
5000 m. hlaup:
Puttemans, Belgiu 13:13,0
Virén, Finnl. 13:10,4
Bedord, Bretl. 13:17,2
McCafferty, Bretl. 13:19,8
del Buono Italiu, 13:22,4
Prefontaine, USA 13:22,8
I. Stewart, Bretl. 13:24,2
Haro, Spáni, 13:26,0
Salgado, Spáni, 13:26,4
Gammoudi, Túnis, 13:27,4
10000 m hlaup:
Virén, Finnl. 27:38,4
Puttemans, Belgiu 27:39,6
Yifter, Eþiópiu 27:41,0
Haro, Spáni 27:48,2
Shorter, USA, 27:51,0
Bedford, Bretl. 27:52,4
Gammoudi, Túnis, 27:54,8
Roelandts, Belgiu, 28,03,8
Sjarafetdinov, USSR, 28:05,2
Andrejej, USSR, 28:07,8
Maraþonhlaup: klst
Shorter, USA 2:12,19,7
Philip, V. Þýzkal. 2:12,50,0
Hill, Bretl. 2:12,51,0
Scherbak, USSR, 2:13,16,2
Lesse, A. Þýzkal. 2:13,19,4
Mosjejev, USSR, 2:14,15,6
McKenzie, Nýja Sjál. 2:14,11,2
Baranov, USSR, 2:14,15,6
Nikkari, Finnl. 2:14,47,0
Frjálsíþróttafólk
ÍR æfir af kappi
segir Guðmundur Þórarinsson, sem þjálfað hefur ÍR-inga síðan 1951
Guðmundur Þórarins-
son, iþróttakennari, hef-
ur þjálfað frjálsiþrótta-
lólk ÍR siðan 1951, þegar
frá eru talin 6 ár, sem
hann starfaði við
iþróttakennslu i Norr-
köping i Sviþjóð við góð-
an orðstir. Við ræddum
stuttlega við Guðmund
nú i vikunni um þjálfun
frjálsiþróttafólks ÍR
fyrir næsta keppnis-
limabil.
— Það er æft ágætlega i vetur.
Að visu var frekar dauft fyrir jól-
in, en nú hefur lifnað yfir æfing-
unum til muna og litur vel út, ef
allir halda áfram af fullum krafti.
Annars er mjög misjafnt hvernig
menn æfa. Þeir beztu hjá tR hafa
sennilega aldrei æft eins vel og
nú, má þar nefna Agúst Asgeirs-
son, Erlend Valdimarsson, Sigfús
Jónsson, Friðrik Þór Óskarsson,
Elias Sveinsson, Ingunni Einars-
dóttur og Lilju Guðmundsdóttur.
Þá má nefna ungan hlaupara,
sem heitir Gunnar Páll Jóakims-
son.hann tók miklum framförum
i fyrrasumar og verður enn betri i
sumar.
— llvað cr æft oft i viku?
— Inniæfingar eru fimm sinn-
um i viku og lyftingar fjórum
sinnum, en auk þess æfa margir
utanhúss að auki. Æfingarnar
fara fram i lR-húsinu gamla við
Túngötu, Baldurshaga, undir
stúku Laugardalsvallar og
Laugardalshöll.
— Þú býst þá við miklum fram-
förum, væuti cg?
— Það er nú erfitt að spá
nokkru fyrr en eftir 1 til 2 mánuði,
en vissulega gerir maður sér góð-
ar vonir, t.d. má geta þess, að ég
reikna með, að Agúst Ásgeirsson
ætti að nálgast mjög i íslandsmet
Svavars Markússonar i 1500 m
hlaupi, en það er 3:47,1 min, sett á
Olympiuleikunum i Róm 1960.
— Er það rétt sem heyrst hefur,
að ÍR-ingar verði eitthvað á
faraldsfæti á næstunni?
— Já, þeir Agúst Asgeirsson og
Sigfús Jónsson eru að hugsa um
að fara til Englands i næsta mán-
uði og ætla að taka þátt i viða-
vangshlaupum þar i landi, en þau
eru mjög algeng og vinsæl i Eng-
landi og keppendur margir. Lilja
Guðmundsdóttir fer til Sviþjóðar i
lok þessa mánaðar til að æfa og
auk þess ætlar hún að taka þátt i
innanhúsmótum þar. Hún dvelur i
mánuð ytra. Þá fer Ingunn
Einarsdóttir til Sviþjóðar i april,
æfir og keppir i mánaðartima.
—OE.
Nýmæli í íþróttakennslu ó Islandi:
Golfkennsla í bréfaskóla
Víða erlendis hefur
kennsla i undirstöðuatrið-
um einstakra íþróttagreina
átt sér stað og jafnframt
þjálfunaraðferðir verið
kenndar i fjölda mörg ár
með bréfaviðskiptum eða i
gegnum bréfaskóla, einsog
þeir eru nefndir.
Hér á landi hefur þetta fyrir-
komulag ekki verið notað til
þessa, en nú er von á breytingu á
þvi. Þessa dagana er að fara af
stað kennsla i iþróttagrein, sem
mikið hefur rutt sér til rúms hér á
landi að undanförnu og nýtur
orðið mikilla vinsælda viða um
land, en það er golfiþróttin.
Sá maður, sem ætlar aö verða
fyrstur manna hér á landi til að
plægja þennan hingað til ósána
akur i iþróttakennslu, er eini
starfandi golfkennari landsins og
jafnframt eini tslendingurinn,
sem telst atvinnumaður i iþrótt-
um, Þorvaldur Ásgeirsson
Ahugamannareglurnar i golfi eri
það strangar, að ef einhve
golfari tekur laun fyrir kennsli
eða þjálfun má hann ekki keppg
við áhugamenn i iþróttinni og þar
sem Þorvaldur fellur inn i þann
ramma, sem launaður þjálfari,
telst hann af alþjóða golfsam-
bandinu atvinnumaður.
Við höföum tal af Þorvaldi i
gær og spurðum hann, hvernig
fyrirkomulagið á þessari nýju
kennsluaðferð yrði hjá honum.
,,Ég vil taka það fyrst fram”,
sagði Þorvaldur, ,,að golf lærir
enginn til hlitar með þessari að-
ferð, enda er þetta ekki hugsað
sem kennsla fyrir byrjendur.
Hugmyndin að baki þessarar til-
raunar er sú, að ná til sem flestra
kylfinga úti á landsbyggðinni,
sem hafa lært undirstöðuatriðin
og þurfa að fá æfingu og tilsögn
yfir vetrarmánuðina. I golfi þarf
að æfa vel allt árið til að ná ein-
hverjum árangri eins og i öðrum
greinum. Yfir sumartimann er
hægt að æfa, en á veturna er litið
hægt að hafa fyrir stafni, nema að
slá i net innanhúss, sem er góð
æfing og öllum kylfingum nauð-
synleg. Þetta nota sér fáir, jafn-
vel þó að aðstæður séu fyrir
hendi, og er það fyrst og fremst
vegna þess, að tilsögnina vantar,
og menn vilja ekki slá i net, þegar
þeir hafa grun um, að þeir fari
rangt aðjannað hvort með þvi að
halda vitlaust á kylfunni, eða
standa rangt að boltanum, og þar
frameftir götunum.
Frá þvi að ég byrjaði að kenna
golf, hef ég haldið skrá yfir alla
nemendur mina. Þar fyrir utan
tel ég mig þekkja 9 af hverjum 10
kylfingum á landinu — vita um
galla þeirra og kosti i sambandi
við golfið. Þannig á það að verða
auðveldara fyrir mig að leiðrétta
og ráðleggja þessu fólki hvernig
það á að gera, og hvernig það á að
æfa, auk þess sem ég mun einnig
gefa þvi ráðleggingar i sambandi
við kaup á golftækjum og öðru
varðandi iþróttina. Byrjendum
get ég einnig kennt fyrstu undir-
stöðuatriðin á þennan hátt.
Kerfið, sem ég nota, er byggt
eftir kerfi, sem hefur gefið mjög
góða raun i Bandarikjunum og
Bretlandi, en það er gert af
heimsfrægum golfkennurum.
Fyrirkomulagið er i stuttu máli
þannig, að viðkomandi nemandi
sendir mér fyrst ósk um bréf. Ég
sendi honum siðan til baka sér-
Tveir leikir fóru fram i Islands-
mótinu i handknattleik i gær-
kvöldi.
Fyrri leikurinn var á milli Vik-
ings og ÍR. Vikingur sigraði leik-
inn með 21-18. 1 hálfleik var stað-
an 11-10 fyrir Viking.
Seinni leikurinn var á milli Vals
og FH. FH hefur haft forystu i 1.
deildinni frá upphafi keppnis-
stakt form með 5 fyrirfram
ákveðnum spurningum, sem hon-
um ber að svara, en auk þess er
ein spurning enn, sem getur þá
verið i mörgum liðum, sem hann
skrifar sjálfur. Þessum spurning-
um svara ég siðan með bréfi, þar
sem ég segi nemandanum hvern-
ig hann eigi að gera, og hvernig
hann eigi að æfa viðkomandi at-
riði. Auðveldara getur það ekki
verið”.
Þeim sem vilja ná sambandi
við Þorvald varðandi þessa sér-
stæðu iþróttakennslu, er bent á að
nota þessa utanáskrift: Þorvald-
ur Ásgeirsson, golfkennari, POB
596, Reykjavik.
Að lokum má geta þess fyrir þá,
sem búa i Reykjavik og næsta ná-
grenni, að á næstunni mun Þor-
valdur opna æfingamiðstöð inn-
anhúss, þar sem bæði verður
hægt að fá tilsögn og þjálfun, en
það verður auglýst nánar i fjöl-
miölum siðar.
— kip —
tfmabilsins og flestir bjuggust við
sigri FH, þó svo að vitað væri, að
leikurinn yrði mjög spennandi.
Þetta fór á annan veg, svo mikla
yfirburði höfðu leikmenn Vals yf-
ir andstæðingunum, og úrslitin
urðu 20-15 fyrir Val. I hálfleik var
staðan 10-5fyrir Val, og um tima i
seinni hálfleik var staðan 14-5.
Þó
I við þá spurningu (ar), sem um er að ræða.
SLÆSARÐU? Er um bolta að ræða, sem fer:
a. fyrst beint og síðan til hægri, eða b. tekur
boltinn strax beygju til hægri?
HUKKARÐU? Fer boltinn: a. fyrst beint og
beygir síðan tii vinstri, eða b. snarbeygir bolt-
inn strax til vinstri?
Flýgur boltinn í beina línu, en liægra megin skotmarks?
Flýgur boltinn í beina linu, en vinstra megin skotmarks?
Áttu erfitt með að fá boltann á loft af braut?
Sp. 6:
(frjáls)
Þetta er sýnishorn af bréfinu, sem Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari,
mun nota i sambandi við bréfaskólann i golfi, sem nú er að fara af staö.
Valur burstaði FH
— og Víkingur vann ÍR