Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 1
---------------------------- " \ ALÞÝÐU- BANKINN HF. WÖIEL LOFrífliBSf I SUNDLAUGIN er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En þad býöur líka afnot af gufubaöstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISID VINUM A HÓTEL LOFTLEIÐIR. Afgreiðslubann á ísl. fisk í Þýzkalandi? — ákvörðun tekin í næstu viku NTB-Bonn Vestur-þýzka stjórnin mun til- kynna i næstu viku, hvort hún styöur tillögu fjögurra fylkja i landinu, um að afgreiðslubann verði sett á islenzkan fisk i eina viku. Fylkin fjögur, sem um ræðir, eru Slésvik-Holtsetaland, Neðra- Saxland, Hamborg og Bremen, og hafa þau lagt fram tillöguna á grundvelli þess, að þau álita Is- lendinga brjóta alþjóðalög með Framhald á bls. 19 Reynir Leósson. REYNIR í SJÓN- VARP ERLENDIS KJ-Reykjavik i morgun fór Reynir Leós- son, aflraunamaðurinn nafn- kunni, til útlanda, og mun hann á næstunni ræða við full- trúa crlendra sjónvarps- stöðva, ásamt aðstoðarmönn- um sinum. Reynir sagði i viðtali við Timann i gær, að ferðinni væri heitið til Danmerkur, Sviþjóð- ar, Englands og Þýzkalands. Mun hann hafa meðferðis ein- tak af kvikmyndinni, sem Vil- hjálmur Knudsen hefur gert um aflraunir hans að undan- förnu. Ekki mun Reynir sýna neinar verulegar aflraunir i þessari ferð sinni, en þó getur komið til greina að hann fari i fangelsi og reyni að komast úr rammgerðum klefum. Svo sem kunnugt er, þá hef- ur Reynir fengizt við uppfinn- ingar, og m.a. hefur hann fundið upp höggdeyfi á stýri vörubifreiða. Var hann hjá Volvoverksmiðjunum fyrir nokkru, en þar er nú verið að reyna þessa uppgötvun Reynis. I utanferðinni núna, mun hann einnig koma við hjá Volvo-verksmiöjunum og eiga viðræður við ráðamenn þar. Þeir, sem fara með Reyni, eru Ásmundur Jóhannsson, lögfræðingur á Akureyri, og Baldur Þórisson, sölustjóri hjá 01 og gos i Reykjavik, en það fyrirtæki annast m.a. dreifingu á Thule-öli. Við afl- raunir sinar drekkur Reynir mikið af Thule bjór, og segir hann, að sér verði sérlega gott af þvi eftir öll átökin. Almennur fundur um þangvinnsluna vestra: Heimamenn einhuga um framkvæmdir ÓIÓ—Króksfjarðarnesi Almennur fundur var á þriðju- dagskvöldið haidinn á Reykhól- um um fyrirhugaða þang- og þaraþurrkunarverksmiðju. Sigurður Hallsson efnaverk- fræðingur kom á fundinn og skýrði frá þvi helzta, sem á góma hefur borið i málinu. Félagssamtök heimamanna, Sjávaryrkjan, samþykktu einum rómi að gerast aðili að hlutafélagi þvi, sem stofna á til að annast undirbúningsframkvæmdir við verksmiðjuna. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með skilning rikisvaldsins á málinu og kváðust vinna einhuga að framgangi þess. Fundurinn var fjölmennur, og kom þar ekki fram neitt atriði, sem ágreiningur varð um, svo mikill einhugur rikti. Atvinnumálaráðherra mun vera búinn að skipa tvo menn i stjórn væntanlegs hlutafélags, og munu þeir vera byrjaðir að annast aðkallandi undirbúning, svo sem athuganir á hafnar- og vegastæði vegna verk- smiðjunnar. Handtökumál S.A.M. fyrir Hæstarétti JGK—Reykjavík. I gær var tekið fyrir i Hæsta- rétti mál það, sem Sigurður A. Magnússon hefur höfðað gegn fjármálaráðherra f/h rikissjóðs. Forsaga þessa máls er sú, eins og áður hefur verið rakið hér, að hinn 21. desember 1968 var Sigurður handtekinn af lögregl- unni fyrir utan veitingahúsið Sigtún, eftir að hafa setið þar mótmælafund á vegum Grikk- landshreyfingarinnar. Málið hef- ur verið tekið fyrir í undirrétti, og var rikissjóður þá sýknaður af kröfunum. Kröfur Sigurðar eru byggðar á þvi, að hann hafi orðið fyrir ólög- mætri handtöku, hafi orðið að þola harðræði af hálfu lögregl- unnar og orðið að þola ærumeið- ingar i fjölmiðlum af hálfu yfir- lögregluþjónsins i Reykjavik. Þá er það skýrt tekið fram i mál- flutningnum, að Sigurður hafi enga ábyrgð borið á fundinum né mótmælagöngunni, sem ákveðin var eftir fundinn. Lögmaður Sigurðar er Jón E. Ragnarsson. Lögmaður f/h rikissjóðs, Sigurður Ólason hrl., heldur þvi fram, sem gagnrökum, að lög- reglan hafi verið i fyllsta rétti, er hún tók Sigurð fastan, og vitnar til 74. greinar stjórnarskrárinnar þvi til stuðnings. Þar segir, að lögreglan megi fylgjast með og banna mannsafnað, ef „uggvænt þykir, að af þeim leiði óspektir”. Þá heldur hann þvi fram, að þar eð áfrýjandinn, þ.e. Sigurður A. Magnússon hafi setið fundinn og hlýtt á ályktanir hans og hafi jafnframt verið i miðjum hópi göngumanna, þegar gengið var út úr húsinu, hafi hann þvi verið fullgildur þátttakandi i þvi, sem fram fór. Kröfur lögmanns Sigurðar á hendur rikissjóði eru 75 þús. krónur i miskabætur og 7% árs- vextir frá 21. des. 1968 til greiðsludags, auk þess sem rikis- sjóður greiði allan málskostnað. Lögmaður rikissjóðs krefst sýknunaraf þessum kröfum og að málskostnaður greiðist af áfrýjanda. Niðurstöðu dómsins er að vænta innan skamms. Hann er sjóklæddur eins og i ágjöf á fiskiskipi, enda er vossöm vinna að skera þang og koma þvi á bila, hvort heldur er austur á Stokkseyri eða vestur I Reykhólasveit. Skorið aftan úr 17. togaranum í gær Varðskip klippti á báða togvira brezka tog- arans Lunelda FD-134, frá Fleetwood klukkan 18.25 i gærkvöldi. Lun- elda var að veiðum 18.5 sjómilur innan fiskveiðilögsögunnar á Vopnafjarðargrunni. Skipstjóra togarans höfðu verið gefnar itrek- aðar aðvaranir sem hann sinnti i engu, og voru þá togvírar togar- ans skornir, þrátt fyrir það að liann hefði ann- ann togara sér til að- stoðar og verndar við veiðarnar. —Þetta var i annað sinn á tæpum sólarhring sem varðskip klippir á vira brezks togara. Varðskipið Týr klippti i fyrsta skipti á vira brezks togara i fyrrakvöld, eftir harða viðureign við togarann Vanessa GY 257. Þeir Týsmenn skáru á annan togvir togarans, svo liklega hefur hann ekki tapað trollinu, en lang- an tima hefur það tekið að hifa allt inn á öðrum virnum. Sex brezkir togarar höfðu veitt Vanessa aðstoð við ólöglegar veiðar út af Digranesi (á Vopna- fjarðargrunni), og einn brezku skipstjóranna gerðist meira að segja svo djarfur að ætla að sigla á varðskipið. Það var ekki fyrr en skipherrann á Tý hafði sent menn fram á hvalbak, þar sem fallbyssu var komið fyrir i stað hvalbyssu i haust, að brezku skip- stjórarnir sex létu sér segjast, og hættu að ógna varðskipinu. Varðskipið hélt sig áfram i nánd við togarann, og eftir itrek- aðar aðvaranir um kvöldið \,ar látið til skarar sk,riða gegn hon- um, og skorið á annan togvirinn. Skorið á hjá 17 togurum Frá þvi landhelgin var færð út i 50 milur 1. september s.l. hefur hinu áhrifarfka vopni viraklipp- unum verið beitt 17 sinnum gegn erlendum landhelgisbrjótum. Fjórtán sinnum hafa brezkir tog- arar orðið fyrir barðinu á klipp- unum, en i tvö skipti hefur verið skorið á hjá vestur-þýzkum tog- urum. Hafa ýmist báðir eða ann- ar togvirinn verið skorinn, en þegar skorið er á báða virana, missa togararnir trollið og það sem þvi tilheyrir. Brezkir togara- eigendur telja trollin um hálfrar milljón króna virði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.