Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 20
Ilafsteinn Jóscpsson Söfnuður- inn safnaði 25 þús. krónum - til handa Hafsteini Jósepssyni Klp-Reykjavik Um fátt hefur meira veriö talaö a.m.k. hér í Reykjavik og ná- grenni, að undanförnu en skot- árásina i Breiðholti s.l. sunnudag, þar sem sakiaus maöur varð fyrir skoti og missti annan fótinn. Fólkiö ræddi fyrst um hetjulega framgöngu hans og félaga hans, þegar byssumaðurinn réöst inn á heimilið, þar sem fyrir voru börn og konur, en siðan hefur það rætt um, hvaða bætur þessi maður geti fengið. t ljós hefur komið, að þær eru ekki miklar, a.m.k. ekki i augum þeirra, sem hafa mikil auraráð. Nú hafa nokkrir aðilar farið af stað með fjársöfnun til handa Hafsteini Jósepssyni, enda var vitað mál, að margir vildu láta eitthvað af hendi rakna honum til aöstoðar. Vitað er um, að á nokkrum vinnustöðum hefur ver- ið safnað i sjóð handa honum og fjölskyldu hans, og hafa dagblöð- in tilkynnt, að þau muni taka við framlögum. Fyrstir til að leggja í sjóð handa Hafsteini voru meðlimir i Filadelfiusöfnuðinum i Reykja- vik. A samkomu, sem haldin var s.l. sunnudagskvöld, eða nokkr- um klukkutimum eftir slysið, var tekin kærleiksfórn, eins og það er kallað i söfnuðinum. Var gengið um með bauk meðal safnaðar- gesta, og safnaðist i hann yfir 25 þúsund krónur. Hafsteinn erekki i söfnuðinum, en vinnufélagi hans og vinur er það, og mun hann hafa staöið fyr- ir þessu. Þess má geta hér að lok- um, að tekið verður á móti fram- lögum til hjálpar Hafsteini á af- greiðslu Timans i Bankastræti 7. Allt í óvissu um frið á næstunni ( Fimmtudagur 18. janúar 1978 — N-Víetnamar skemmdu Da Nang-flugvöll NTB-Washington og Saigon Stjórnin í Suður-Víetnam vjsaði i gær á bug öllum fréttum um, að vopnahlé yrði gert á næstunni. Upplýsingamálaráðuneytið sagði um frétt CBS-sjónvarpsins, um að friðarsáttmáli yröi undirritaður á morgun, að hún ætti ekki við nein rök að styðjast. Bandariska her- stjórnin i Saigon skipaði i gær öll- um hernaðarráðgjöfum banda- riskum i S-Vietnam að yfirgefa vigstöðvarnar, ef á þá yrði ráðist. Þessi skipun mun vera i þvi skyni að fyrirbyggja mannfall i þeim bardögum, sem búizt er við, að muni blossa upp, ef vopnahlé verður tilkynnt. Þá munu báðir aðilar reyna að vinna sem mest landssvæði, áður en vopnahléið gengur i gildi. Talsmenn stjórnar Nixons i Washington lögðu i gær alla áherzlu á að visa á bug fregnum um, að ný vandamál hefðu skotið upp kollinum i sambandi við friðarsáttmála. Ekki létu þeir þó neitt uppi um, hvernig málin stæðu, eða hvenær gæti veriö, aö sáttmáli yrði undirritaður. Fjölmiðlar i Bandarikjunum héldu þvi fram, að bjartsýnin inn- an Hvitahússins hefði minnkað talsvert siðan i fyrradag, þegar Nixon tilkynnti, aö allar loftárás- ir á N-Vietnam hefðu verið stöðvaðar. Menn minnast þess, að i fyrradag afsannaði Ziegler, blaðafulltrúi Nixons, allar fréttir um, að friðarsáttmálinn yrði undirritaður fyrir laugardag og að Kissinger færi ekki til Parisar i vikunni. Aðrir talsmenn stjórnarinnar hafa tekið upp hanzkann fyrir Ziegler og segja, að það hafi verið nauösynlegt fyrir Nixon að biðja hann að draga úr vangaveltum um undirritun, en þeir leggja áherzlu á, að engin vandamál séu komin upp. Eftir að loftárásirnar á N-Viet- nam voru stöðvaðar, juku banda- riskar flugvélar árásir sinar á skotmörk i Laos og S-Vietnam. N-Vietnamar réðust i gær- Fara yfir Fjarðarheiði á fólksbílum morgun á hinn stóra herflugvöll Bandarikjamanna i Da Nang og léku hann svo illa, að honum var lokað. Tvær flugvélar skemmd- ust. Þá sprengdu þeir upp brú eina skammt frá Saigon og skutu niður þyrlu og sprengjuflugvél á svipuðum slóðum. t frétt frá Hanoi segir, að n-vietnamskt stórskotalið hafi á undanförnum fimm dögum skotið á þrjú banda- risk herskip undan ströndum N- Vietnam, með þeim afleiðingum, að þau loguðu. Bandariska her- stjórnin hefur enn ekkert um þetta sagt. Fjárhagsáætlun Akureyrar rædd Fjárhagsáætlun Akureyrar er til fyrri- umræðu i Bæjarstjórn Akureyrar i dag. Heildartekjur eru áætlaðar 307.2 milljónir króna.en voru á siðustu fjárhags- áætlun 264 milljónir. Er þvi um að ræða 16% hækkun á tekjuhlið áætlurtarinnar. Aætluð útsvör og aðstöðugjöld hækka úr 153 milljónum i 184.7 milljónir króna, og er það 21% hækkun. KJ—Reykjavik. — Það er ekki algengt, að fólksbilar sunnan af fjörðum séu á ferðinni á Seyðisfirði um hávet- ur, en sú er nú raunin um þessar mundir, sagði Ingimundur Hjálmarsson á Seyðisfirði i gær. Þykkvibær: Kartöflur tíndar ár og síð SG-Þykkvabæ Héðan eru nú daglega flutt milli 20 og 30 tonn af kartöflum til Reykjavikur, og eru allir uþp- teknir við að tina þær ár og sið og alla tið. Það eru nefnilega fleiri handtök, sem þarf að hafa við kartöflurnar, en kaupandinn get- ur imyndað sér, þegar hann tekur pokann i kjörbúðinni. Auk allrar umönnunar yfir sumarið, þegar búið er að setja niður, taka upp- skerustörfin drjugan tima, og vetrartimann er svo unnið að flokkun, sekkjun, vigtun og merk- ingu kartaflnanna. Menn eru hér allir með góðar geymslur.sem varðveita vel góða uppskeru frá haustinu. Hjá ein- staka manni gerir þó ákveðin sveppategund vart við sig, og veldur skemmdum á þann hátt, að svartir blettir koma fram og vaxa inn i kartöfluna. Sveppur þessi er alþekktur um alla Evrópu, og hafa hvergi fundizt þau ráð, sem duga til að ráða niðurlögum hans, en tjón af hans völdum er allmikið árlega. Fjarðarheiði var rudd á dögun- um, og hefur verið fær öllum bil- um siðan. Telst þetta til algjörra undantekninga, en svo er veður- farinu fyrir að þakka, að heiðin er nú fær. 1 fyrravetur var farið fyr- ir heiðina á bilum að vetrarlagi, en venjan hefur verið sú undan- farin ár, að Fjarðarheiði hefur verið lokuð frá þvi fyrir jól og fram á vor. Ef ekki hefur verið snjór til trafala, hefur heiðin ver- ið ófær vegna aurbleytu. Mestan hluta vetrarins hafa Seyðisfirðingar og aðrir þvi þurft að skrönglast til og frá kaupstaðnum i snjóbilum, og allir aðdrættir ofan af Héraði hafa einnig farið fram með snjóbilum. Snjóbilarnir hafa á siðari árum orðið þægilegri og harðskreiðari, en þeir eru þó engin framtiðar- lausn á samgöngum yfir Fjarðar- heiði að vetrarlagi. 7V2 millj. lesta af sprengjum NTB-Washingon Frá 1965 og til áramótanna siðustu vörpuðu bandarískar flugvélar nærri hálfri áttundu milljón lesta af sprengjum yf- •ir svæði i SA-Aslu, en þaö er þrisvar og hálfum sinnum meira en bandariskar flugvél- ar vörpuðu i siðari heims- styrjöldinni. Þessar tölur eru frá bandariska varnarmála- ráðuneytinu. Ekki var nema tólfta hluta af þessu magni varpað yfir Kóreu á sinum tima. A sl. ári var varpað niður 1.084.359 lestum af sprengjum, en það er ekki mesta magn á einu ári i Vietnamstríðinu, þvi bæði 1968 og 1969 var magnið 1,4 milljónir lcsta. Ekki var i skýrslunni sundurliðað, hversu miklu magni af sprengjum var varpað á hvert land i SA-Asiu. Vildu hærra kaup - rændu forstjóranum NTB-Pamplona Forstjóra iðnfyrirtækis i Pam- plona á Spáni var i gær rænt. Fjórir vopnaðir menn voru þar að verki, og hefur sjálfstæðis- hreyfing Baska sent frá sér til- kynningu, þar sem hún lýsir ábyrgð verknaðarins á hendur sér, og sé þetta gert til að styðja verkamenn fyrirtækis forstjórans i kröfum sinum um hærri laun. Forstjóranum var rænt frá heimili sinu á miðvikudagsnótt- ina, eftir að kona hans og börn voru lokuð inni i vinkjallara húss- ins. Ræningjarnir fóru með for- stjórann á burt i hans eigin bil, sem siðar fannst yfirgefinn um 80 km. i burtu, skammt frá landa- mærum Frakklands. 1 kröfum ræningjanna, sem sendar voru frá Biarritz i Frakk- landi, sagði, að 100 verkamenn, sem reknir hefðu verið frá fyrir- tækjum forstjórans ættu að endurráðast, launin að hækka, leyfin á launum að lengjast og sjúkradagpeningar að greiðast, ef forstjórinn yrði látinn laus að nýju. Ellsberg-réttarhöldin að hefjast: ATHYGLIN BEINIST Á NÝ AÐ HUGSANAGANGI NIXONS NTB-Washington Réttarhöldin yfir Daniel Ells- berg og Anthony Russo um hinar svokölluðu Pentagonskýrslur eru nú að hefjast i Los Angeles, nitján mánuðum eftir að bandariska stjórnin reyndi árangurslaust að fá nokkra fjölmiðla til að hætta við að birta leyniskýrslur um striðsreksturinn i Vietnam. Þeir Ellsberg og Russo hafa lýst þvi yfir, að réttarhöldin séu nýtt tækifæri til að ráðast á stefnu Bandarikjanna i Vietnam og beina athygli fólks að þeim hugsanagangi og þvi mati, er að baki stefnunni lá á sinum tima. Ákæran er i 15 atriðum, þ.á.m. samsæri, njósnir og þjófnaður á opinberum eignum. Búizt er við, að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvo mánuði. íslenzkir dýrgripir á uppboði í Höfn NTB-Kaupmannahöfn. Bréf frá islandi til vinkaup- manns i Kaupmannahöfn, sent árið 1859, er einn þeirra dýr- gripa.sem skipta mun um eig- anda á frimerkjauppboði i Kaupmannahöfn 6. fcbrúar nk. A þessum tíma voru fri- merki ekki enn komin i al- menna notkun i Danmörku. Dönsk póstyfirvöld hafa rannsakað bréfið og ábyrgj- ast, að það sé ósvikið, því aft- an á þvi er móttökustimpill. Slík bréf eru orðnir mjög verð- inætir safngripir, og búist er við, að þetta seljist á einar 90 þúsund isl. krónur. A uppboöi þessu verður citt- livað af mjög sjaldgæfuin is- len/.kum frimerkjum, svo og dönskum. Tvö þeirra munu vera um 125 þúsund króna virði, en á uppboðinu vcrða alls seld frimerki fyrir einar niu milljónir. Heimild til verkfalls- boðunar ERL-Reykjavik Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Verðandi i Vestmannaeyj- um ákvað á fundi sinum i fyrra- dag að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til að boða til vinnustöðvunar. Sam- þykktin var gerð einróma,en ekki hafa verið teknar frekari ákvarðanir, en stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands mun fá málið til meðferðar siðar, ef verkfall verður ákveðið. Nauðgunarmál í Bolungavík Talið er . að sextán ára gamalli mállausri stúlku hafi verið nauögaö i Bolungavik á mánu- dagskviildiö var. Hefur slikur at- burður ekki gerzt þar um slóðir siðan á dögum fyrirmyndar Halldórs Laxness að ólafi Ljósvikingi, verði annars talið, að þá hafi veriö um nauðgun að ræða. Farið var með telpuna til læknisskoðunar á Isafjörð, þegar upp komst, hvað gerzt hafði, en vegna málleysis sins á hún að sjálfsögðu örðugt með að tjá sig. Við áttum i gær tal við Einar Þorsteinsson, yfirlögregluþjón i Bolungarvik, er haft hefur með höndum frumrannsókn i málinu, og kvaðst hann ekkert geta látið uppi um það að svo stöddu. Væri setudómari á leið vestur, og kvaðst Einar búast við, að hann kæmi vestur siðla kvölds eða snemma nætur. Tveir aðkomumenn i Bolunga - vik eru orðaðir við þennan at- burð, annar útlendingur, en að sjálfsögðu verður ekkert fullyrt um sekt þeirra, fyrr en fullnaðar- rannsókn hefur farið fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.