Tíminn - 26.01.1973, Page 6

Tíminn - 26.01.1973, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 26. janúar 1973 Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar i Vestmannaeyjum, viö gosstöövarnar ásamt bæjarstjóra og bæjarverkfræöingi. — Tímamynd: Gunnar Þetta eru miklir atburðir, er orðið hata, og mikið í húfi Rætt við Sigurgeir Kristjánsson, forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja KJ—Vestmannaeyjum. Annasamt hefur verið hjá bæjarstjórnarmönnum í Vest- mannaeyjum aö undanförnu, og hafa þeir haft i mörgu aö snúast. Bæjarstjórnin meö þá Sigurgeir Kristjánsson, forseta bæjar- stjórnar og Magnús Magnússon, bæjarstjóra i broddi fylkingar, hefur þurft að taka margskonar ákvaröanir fyrirvaralitið og bæjarstjórnarmenn eiga erfitt starf fyrir höndum, jafnvel þótt gosið fari aö minnka. Fréttamaður Timans ræddi viö Sigurgeir Kristjánsson i Vest- mannaeyjum i gærmorgun, en hann var þá að búa sig undir að fara til Reykjavikur. — Þiö hafiö ákveöið að skipta bæjarstjórninni og starfa á tveim stöðum, Sigurgeir? — Já, viö veröum á tveim stööum núna til aö byrja með, og verö ég i Reykjavfk og bæjar- stjórinn verður i Vestmanna- eyjum Ég mun veröa i nánu sam- starfi viö Almannavarnir rikisins og rikisstjðrnina i framhaldi af þeim aðgerðum, sem þessir aöilar hafa gert, vegna hinna ógnvekjandi atburða hér i Eyjum. — Hvernig hafa stjórnvöld brugöizt viö málaleitan ykkar, Sigurgeir? — Sérstök nefnd hefur verið skipuö, Strax um morguninn, eftir að fréttist um gosiö tií Reykjavikur, hélt rikisstjórnin sérstakan fund um þessa ógn- vekjandi atburði og á þessum fundi voru mótaðar þriþættar ráðstafanir, sem unniö hefur verið siöan eftir. Það er i fyrsta lagi, aö almannavörnum er i samráöi við bæjarstjórn hér i Vestmannaeyjum falið að sjá um ráðstafanir i sambandi við náttúruhamfarirnar, svo sem að fylgjast með útbreiðslu eldsins, vernda lif manna og eignir, eftir þvi sem mannafli er til i Eyjum. Undir þetta heyrir starf lögreglu, slökkviliðs, og læknisþjónusta hér i Eyjum. Þá var i gær haldinn fundur með almannavarnaráöi i framhaldi af ráðstöfunum, sem þegar hafa verið samþykktar. Almannavarnaráð var mjög vin- samlegt, og það var ánægjulegt að vera á þeim fundi og finna þá velvild og hlusta á úrræði, þeirra Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, Sigurjóns Sigurðssonar, lögreglustjóra, Sigurðar Jóhannssonar, vega- málastjóra, Ólafs Ólafssonar, landlæknis, og Jón Skúlasonar, póst- og simamálastjóra og Ólafs Walters Stefánssonar, skrifstofu- stjóra I dómsmálaráöuneytinu. Þaö er mikill styrkur og öryggi að hafa slika starfsemi, sem þessa i landinuoggetatreystá hana undir kringumstæðum sem þessum. Þá hafa þrir ráðuneytisstjórar haft meö höndum, ýmsa fyrirgreiöslu i sambandi við þá Vestmanna- eyinga, sem voru fluttir burt gos- nóttina, er þar um aö ræöa að út- vega þeim húsnæði, koma börnum fyrir I skóla, koma sjuklingum fyrir á sjúkrahúsum og hugsanlega aö útvega Vest- mannaeyingum atvinnu á þeim stöðum sem þeir velja. Þá hefur rikisstjórnin skipað nefnd sem fjalla mun um efnahagsmál Vestmannaeyja, og er Tómas Arnason, hæstaréttarlögmaður og einn af framkvæmdastjórum Framkvæmdastofnunar rikisisns formaður hennar, en með honum i nefndinni eru Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, Guðmundur Hjartarson, fram- kvæmdastjóri, Guðlaugur Gisla- son, alþingismaður og Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri — Hvernig brást bæjarstjórnin við i fyrstu eftir að gosiö brauzt út? — Við vorum, eins og aðrir Vestmannaeyingar, flestir heima hjá okkur, en fljótlega komum viö niöur á bæjarskrifstofur um nóttina, og um klukkan tiu morguninn eftir var svo haldinn formlegur fundur bæjarstjórnar og ýmissa þeirra aöila, sem störfuöu að björgunarmálum hér. Siðan má segja aö það hafi verið samfellt starf nótt og dag hjá okkur, — og fréttamaður verður að skjóta þvi hér inni i, að sfðast- liöna nótt varö litill svefnfriður hjá Sigurgeiri, þvi á klukkustund- arfresti- komu ýmsir eða hringdu til hans og leituðu úrræða og ákvarðana hjá bæjarstjórninni I sambandi viö hin margvislegustu mál. — Það hefur verið mikið talað um það, Sigurgeir, að brott- flutningur fólksins hafi gengiö vel? — Já, það má með sanni segja, aö brottflutningurinn gekk alveg vonum framar, og svo er guði fyrir að þakka, að engin slys urðu á fólki. Fyrst og fremst má þakka þetta æðruleysi og hugarró fólksins, og þá ekki sizt dugnaði og áræðni skipstjóranna og út- gerðarmannanna, sem stóðu á bryggjunni og leiðbeindu fólkinu i bátana, er það kom þangað á bilum sinum. Ef maður hugsar málið þannig, aö þá voru flestir nýsofnaðir og vakna svo við það að jöröin er logandi i nokkur hundruð metra fjarlægð, og að þar sé tveggja kilómetra eld- veggur, sem girðir af austurhluta eyjarinnar, þá verður að segja eins og er, að fólkið sýndi mikla rósemi. Fólkið allt frá öldungum og niður i nýfædd börn, sjúklingar og farlama fólk var drifið út á sjó i talsveröir brælu, eins og var þarna um nóttina. Þá voru sjúklingar og gamalmenni drifin upp á flugvöll og þaðan voru þau flutt til Reykjavikur. Það má þakka fyrir að það var flugfært þarna um nóttina, og ekki var verra i sjóinn. Daginn áöur hefði verið ógerningurað koma fólkinu I burtu á þessum skamma tima, þvi að þá var austan hvassviðri, ófært fyrir flugvélar og þá illlend- andi eða ómögulegt að lenda bátum I Þorlákshöfn. — Hvernig hafa atvinnurek- endur i Eyjum brugðizt viö þessum ógnaratburöum, sem hér hafa dunið yfir? — Þeir hafa brugðizt vel við og staðið sig vel eins og Vestmanna- eyingar. Þeir brugöu skjótt við og gerðu ráðstafanir til að fly tja burt útflutningsverðmæti og bjarga þannig hundruðum milljóna. Sér- stök nefnd útgeröarmanna i Vest- mannaeyjum hefur nú til at- hugunar hvað gera skal við flot- ann I vetur, og ég verð að segja að ég vænti þess og vona, að sjó- menn, þeir, sem ráðnir voru á bátana i Eyjum, bregðist ekki þrátt fyrir þetta áfall. — En ef við litum til framtiðar- innar, hvernig er- útlitið séð frá þinum sjónarhóli i dag? — Það er erfitt að segja um framtiðina i þessum efnum. Framtið byggðarlagsins er undir þvi komin hve gosið heldur áfram lengi og hvað það verður mikið. Þegar vikrinum rignir yfir byggðina, eins og gerði i nótt, verður maður dálitið svartsýnn. Eins og er rennur hraunið niður i flæðarmál i noöurátt og siðan I suöurátt meðfram ströndinni, og það er það hagstæöasta eftir að- stæðum. En það væri verra ef það rynni i norður og siðan I vestur i áttina að innsiglingunni. Eins og er ógnar hrauniö ekki rafmagns — og vatnsleiðslum, sem liggja á botni innsiglingarinnar, en við værum illa staddir, ef rafmagns- og vatnsleiðslurnar rofnuðu. Viö höfum að visu vararafstöð hér I Eyjum. Hvað vatn snertir erum við algjörlega háðir leiðsl- unni, sem liggur á milli lands og Eyja, hvað þá nú þegar aska liggur á öllum húsaþökum og vatnsbrunnar, sem voru við hvert hús áður eru nú margir hverjir ónýtir. — Ég myndi segja það, aö ef gosiö tæki á sig fasta og ákveöna mynd og væri ekki mjög ógnvekjandi, og á þvi yrðu ekki neinar stórbreytingar frá degi til dags, þá geri ég ráð fyrir, aö at- vinnurekendur fari að hugsa til hreyfings. Ég fæ þó ekki séð, að það sé mögulegt, strax, að hefja atvinnurekstur, eins og gosið er I dag. Það finnst mér óeðlileg bjartsýni. Ef loðnan kæmi á miðin við Eyjar,'þá kæmi mikill þrýstingur á að landa loðnunni, svo framarlega, sem það er unnt. Þá myndi það verða upphafið að þvi, að atvinnulifið færi i gang á ný. Þetta verður allt undir þvi komið hvernig gosið hagar sér. Verði mikið öskufall verður naumast hægt að landa loðnunni, og einnig ef hraunið fer að hlaðast upp i innsiglinguna, þá verður það ekki hægt. — Heldurðu ekki, að fólkið komi strax aftur til Eyja og tækifæri gefst? — Það má ekki koma fyrir, að fólkiö yfirgefi þennan stað, þvi að margt afþvi i fólki, sem fór héðan um gosnóttina, er borið hérna og barnfætt. Búið að koma sér hér upp fallegum heimilum, og á hér miklar eignir, sem það skildi eftir eftirlitslitið. Löggæzlan verður að vera vel á verði, til að vernda eignir borgaranna og annað, þó svo aö það sé ótrúlegt,að mann- skepnan sé til þess likleg að fara að ráöast á eignir manna undir þessum aðstæðum, sem nú eru hér. Að lokum vildi ég segja það, sagði Sigurgeir, að ég vona að þetta ástand standi sem stytzt, og aðskaðinn verði sem minnstur og fólkið komi sem fyrstaftur. Þá vil ég i lokin ekki láta hjá lfða, aö þakka öllum þeim, sem hafa stutt okkur og hjálpaö í öllum þessum ósköpum. Slfkt var útsýnið yfir höfnina og hjarta bæjarins um það leyti sem gosiöst<>ð sem hæst. Eins og sjá má á myndinni.stóö gufa upp úr sjónum lang- leiðina fyrir hafnarmynniö, en ekki hefur enn oröiö vart grynnkunar á siglingaieiðinni inn. Þar sem gufumökkurinn rfs hæst, rennur hraunið 1 sjó fram, en það mun nú hafa stækkað eyjuna um þaö bil um einn fer- kólómetra, og hefur runnið 200 metra isjó fram. Aöeins voru 1200 metrar i Yztaklett, svo að engan veginn er útséð um,aö höfnin lokist ekki, þótt enn horfi ekki illa i þeim efnum. Tfmamynd: Kári.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.