Tíminn - 26.01.1973, Qupperneq 8

Tíminn - 26.01.1973, Qupperneq 8
1 ALÞINGI TÍMINN Föstudagur 26. janúar 1973 U m sjon: Elias Snæland Jonsson Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis: Þjóðin vill tvímælalaust að sam- ábyrgð allra landsmanna komi til Alþingismenn votta Vestmannaeyingum samúð sína „Það fer ekki á milli mála, að hér á Alþingi munu menn snúa bökum saman við lausn þessara miklu vandamála, sem fjölmargir einstaklingar og þjóðin i heild standa nú frammi fyrir”, — sagði Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, er hann fjallaði um atburðina i Vestmannaeyjum i upphafi fundar þingsins i gær. Þingmenn vottuðu Vest- mannaeyingum samúð sina með þvi að risa úr sætum en, eins og forseti Sameinaðs þings sagði i ræðu sinni, þá munu þessir atburir hafa mikil áhrif á störf Alþingis á næstunni. Alþingi kom saman til fundar aö nýju eftir jölaleyfi í gær, og var þá fundur í Sameinuöu þingi. I upphafi fundarins flutti Ey- steinn Jónsson ávarp, og sagöi þá: „Siöan viö vorum hér siöast saman á Alþingi, hefur oröiö einn geigvænlegasti atburöur i sögu þjóöarinnar, þegar gjósa tók á Heimaey og ibúar Vestmanna- eyja uröu aö yfirgefa heimili sin og byggöarlag á einni nóttu svo gersamlega, aö i eyöi mátti kalla i bili. Þyngst kemur þetta niöur á þvi fólki, sem oröiö hefur aö yfirgefa allt sitt og stendur vegalaust uppi, en þjóöinni allri valda þessir atburöir stórfelldum bú- sifjum. Munu þessar náttúrham- farir mörgu breyta, af- leiöingarnar reynast þungbærar og hafa áhrifa á hag hvers manns i landinu, og þaö jafnvel þótt betur rætist úr en á horfist nú, sem viö veröum þó fastlega aö vona. Hljóta þessi atvik öli aö hafa mikil áhrif á störf Alþingis í næst- Læknisþjónusta fyrir Vestmannaeyinga Erl Reykjavík Vestmannaeyjalæknar og Læknafélag Reykjavik- ur hafa beðið blaðið að birta eftirfarandi upp- lýsingar um læknaþjónustu fyrir Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu: I Domus Medica hafa verið opnaðar stofur, og verða viðtalstímar sem hér segir: Ingunn Sturlaugsdóttir frá kl. 9.00 til 11.30 og frá 13.00-15.00. Sími 2-65-19. Einar Guttormsson mánudaga og föstudaga kl. 14.00-16.00. Aðra daga nema laugardaga kl. 10.00- 12.00. Simi hans er 11-6-84. Kristján Eyjólfsson hér- aðslæknir kl. 10.00-12.00. Sími þar er 1-57-30. Hann hefur einnig viðtalstíma á Digranesvegi 12 í Kópavogi kl. 14.00-16.00. Sími þar er 4-15-55. Óli Kr. Guðmundsson yfirlæknir. Tímapantanir eftirsamkomulagi í síma 1- 57-30. Einar Valur Bjarnason yfirlæknir. Tími auglýstur síðar. Þá mun einn læknir hafa þjónustu að staðaldri í Vestmannaey jum, og munu læknarnir skiptast á um hana. Heilsugæzla verður sem hér segir: Ungbarnaeftirlit verður í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, og þar mun verða heilsuverndarhjúkrunar- kona frá Vestmannaeyj- um. Fólki, sem dvelst í Kópa- vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði er heimilt að leita til Heilsuverndar- stöðva viðkomandi svæða, en tímapantanir þar eru æskilegar. Mæðraeftirlitið fyrir Stór-Rey k j a v í k u rsvæð i ð verður í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Tímapant- anir þar eru einnig æski- legar. Skólafólk úr Eyjum skráð Þó—Reykjavik. 1 frétt, sem Menntamálaráöu- neytiö hefur sent frá sér, segir.aö ráöuneytiö sé nú aö athuga I sam- ráöi viö skólastjóra barna- og gagnfræöaskóla i Vestmannaeyj- um og fræöslustjóra i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði meö hvaða móti unnt sé aö veita nem- endum úr Vestmannaeyjum kennslu, svo aö þeir geti haldiö námi sinu áfram. Eigi er vitaö,hvar nemendur þessir dvelja nú.og þess vegna hefur veriö ákveðiö aö biöja nem- endur aö skrá sig eftir dvalarstaö föstudaginn 26. janúar á timanum 1—6 siödegis. I Reykjavik, Kópa- vogi og Hafnarfiröi fer skráning fram í fræösluskrifstofum þess- ara staða, en annars staöar eru skólastjórar næsta skóla beönir aö annast skráninguna. Aö skráningu lokinni veröur svo ákveöiö. meö hvaöa hætti kennslu veröur hagaö, og athugaö verður, hvort unnt verði aö láta bekkjar- deildir halda sér aö einhverju leyti. unni, þvi hér hefur brostiö um sinn ein styrkasta stoöin i at- vinnulffi landsmanna, svo stór- fellt hefur veriö framlag Vest- mannaeyinga til þjóöarbúsins. Læt ég i ljós þá von, aö giftu- samlega takist aö ráöa fram úr þeim miklu vandkvæöum, sem leysa þarf. Mun þaö auövelda Al- þingi og rikisstjórn störfin, að þjóðin vill tvimælalaust,aö sam- ábyrgð allra landsmanna komi til, þegar slikir atburöir gerast, og margt mun leysast fyrir hjálp- fýsi og fórnarlund manna,eins og þegar hefur komiö fram. Þá mun miklu bjarga framtak, dugnaöur og kjarkur þess fólks, sem hér á hlut aö máli, og liklegast er allra manna til þess aö finna færar leiöir úr hverjum vanda. Það fer ekki á milli mála, aö hér á Alþingi munu menn snúa bökum saman viö lausn þessara miklu vandamála, sem fjöl- margir einstaklingar og þjóöin i heild standa nú frammi fyrir. Skýrist nú enn, aö allir eru á sama báti, en meö dugnaði, sam- hjálp og góöum samtökum mun þjóöinni takast aö standast þetta áfall. Efa ég ekki, aö Alþingi muni takast aö vinna einhuga að málum þessum og þannig mun þjóöin vilja láta aö þeim vinna og vilja vinna sjálf, og hefur þegar sýnt það i verki eins og svo oft áður, þegar vanda hefur boriö aö höndum. Rik ástæða er til að þakka þá einstöku guösmildi, aö ekkert manntjón varð viö þessar ham- farir allar. Einnig frábært björg- unarstarf þeirra mörgu, sem viö sögu komu. Þá ber aö þakka þá stillingu og æðruleysi Vest- mannaeyinga, sem fyrir uröu þessu óvænta áfalli. Hefur fram- koma þeirra vakiö aödáun al- þjóðar,og mun minningin um þaö meö þvilikum manndómi þeir brugðust við háskanum lengi lifa meö þjóöinni og reynast henni dýrmæt eign. Bið ég hv. alþingismenn að taka undir þessar þakkir og votta samúö sina þeim, sem fyrir þessu þungbæra áfalli hafa oröiö meö þvi að risa úr sætum”. Þingmennrisu siðan úr sætum. Alþingi kom saman aö nýju til funda i gær. Þrir varaþing- menn tóku þá sæti á alþingi. Tómas Karlsson (F) tók sæti Einars Agústssonar, utan- rikisráðherra, sem er er- lendis i opinberum erindum, Ingi Tryggvason (F) tók sæti Jónasar Jónssonar, sem áður sat á þingi sem varamaöur Gisla Guömundssonar, sem enn er forfallaður vegna veik- inda og Hannes Baldvinsson, sildarmatsmaöur, (AB) tók sæti Ragnars Arnalds, sem er erlendis i opinberum erinda- gjörðum,- önnur mál voru ekki á dag- skrá sameinaös þings i dag, en alþingi heldur áfram fundum eftir helgina, og er taliö, aö ráðstafanir vegna atburöanna i Vestmannaeyjum muni mjög setja svip sinn á þingstörfin. A fjölmennum fundi Framsóknarfélags kvenna I Reykjavik f fyrradag var samþykkt aö gefa hundraö þúsund krónur i Vestmannaeyjasöfnunina. Stjórn félagsins fór i gær I skrifstofu Rauöa krossins og afhenti peningana. A myndinni eru Halidóra Sveinbjörnsdóttir, Solveig Alda Pétursdóttir, Þóra Þor- leifsdóttir og Eggert Asgeirsson, framkvæmdastjóri Rauöa krossins. Tímamynd: Róbert Framlögum veitt móttaka Tekiö er á móti framlögum vegna atburöanna i Vestmanna- eyjum, bæöi háum og lágum fjárhæöum, i giróreikning nr. 90.000, svo og beint til skrifstofu Rauöa krossins, öldugötu 4. Hafa eftirtaldar fjárhæöir m.a. borizt: Frá Rafha, Hafnarf...... 100.000 Frá St. Georgsskátum, Akureyri................ 50.000 Frá Björgunarsveitinni Garöi .................. 50.000 Frá lsbirninum hf...... 100.000 Frá Kventeiaginu Hringnum (meö ósk um aö fjárhæöin gangi til barna)....... 100.000 Frá Timburverzlun Arna Jónssonar......... 100.000 Frá Lúövik Storr....... 300.000 Þá hafa starfsmenn Steindórs- prents, Sinavik-klúbburinn o.fl. samtök og einstaklingar sent myndarlegar fjárhæöir. Samtök Lionsklúbba á Noröurlandi hafa og boöiö fram aðstoö. Þá hafa Grimseyingar sent kr. 121.500,00, sem nemur kr. 1.500,00 á hvert mannsbarn, og er vert aö senda sérstakar þakkir til þeirra fyrir þessa höfðinglegu bróöur- kveöju. Loks skal tilkynnt, aö sendi- herra Vestur-Þýzkalands kom i dag á skrifstofu Rauða krossins og afhenti rúmlega 3 millj. kr. framlag frá rikisstjórn sinni, sem stjórn Rauöa krossins þakkar af alhug. Erl—Reykjavik Hagtrygging h.f. hefur ákveöiö aö veita þeim Vestmannaeying- um, sem eru meö gildar heimilis- tryggingar hjá félaginu, fjár- hagsstyrk i sama formi og Abyrgð h.f. hefur beitt sér fyrir, og sagt frá I blaöinu I gær, en þar var reiknaö með 10.000 krónum á Húsnæði fyrir Eyjamenn Askorun til húseigenda frá Hús- eigendafélagi Reykjavíkur: Hér með skorum viö á alla húseigend- ur að láta Vestmannaeyingum í té allt þaö ibúöarhúsnæöi, sem þeir hafa nú laust, eöa geta losaö á næstunni, hvort sem er einstök herbergi eða ibúðir. Stjórn Húseigendafélags Reykjavikur. hvern einstakling upp i fjögurra manna fjölsky.ldu, eða 40.000 krónur hæst. Geta þvi þeir Vestmannaey- ingar, sem eiga gildar heimilis- tryggingar hjá félaginu, haft samband við aðalskrifstofu Hag- tryggingar h.f., sem er til húsa að Suðurlandsbraut 10. Hagtrygging veitir Vest- mannaeyingum aðstoð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.