Tíminn - 26.01.1973, Page 17
Föstudagur 26. janúar 1973
TÍMINN
17
Umsjón: Alfreð Þorsteinssonl
Leikur Víkings og KR minnti
á gömlu Hálogalandsdagana
- mikið markaregn var, þegar liðin mættust og voru t.d. 18 mörk skoruð á síðustu 15 mín. leiksins,
sem Víkingur vann 27:21. Einar Magnússon skoraði tíu mörk í leiknum
STAÐAN
Vfk. 8 5 1 2 183-163 11
FH 7 5 1 1 128:124 11
Valur 7 5 0 2 149:113 10
Fram 7 4 1 2 138:126 9
ÍR 7403 139:130 8
Arm. 7 2 1 4 122-145 5
llaukar 7 115 119:136 3
KH 8 0 1 7 137-178 1
Aðalfundur
Aðalfundur Körfuknattleiks-
deildar Fram verður haldinn
þriðjudaginn 30. janúar kl. 20,30 i
Alftamýrarskóla.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
26 valin
Alf—Reykjavik.
— Sundfólk er farið að hugsa
sér til hreyfings vegna væntan-
íegra verkefna landsliðsins á
þessu ári,og hefur nú verið valinn
28 manna hópur til æfinga.
Fyrirhuguð er landskeppni við
tra og þátttaka i 8-landa keppni i
Sviss.
Eftirgreint sundfólk hefur verið
valið til æfinga:
Bára ólafsdóttir
Bjarnfriður Vilhjálmsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Guðrún Pálsdóttir
Hallbera Jóhannsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Hildur Kristjánsdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir
Salóme Þórisdóttir
Sigriður Guðmundsdóttir
Vilborg Júliusdóttir
Vilborg Sverrisdóttir
Þórunn Alfreðsdóttir
Arni Eyþórsson
Axel Alfreðsson
Elias Guðmundsson
Finnur Garðarsson
Guðjón Guðmundsson
Guöjón Guðnason
Guðmundur Björnsson
Guðmundur Gislason
Guðmundur ólafsson
Gunnar Kristjánsson
Hafþór B. Guðmundsson
Sigurður Ólafsson
Stefán Stefánsson
Orn Geirsson
Landsliðsnefnd skipa auk liðs-
stjóra og landsliðsþjálfara Guð-
brandur Guðjónsson og Stefán .
Stefánsson,
Leikur Vikings og KR bauð upp
á mikið markaregn, þar sem
Víkingur hafði betur og skoraði 27
mörk.gegn 21 marki KR. í siðari
hálfieik, sem liktist oft og tiðum
skripaleik, voru þá skoruð 28
mörk á 30 mín. i leik liðanna I
fyrri umferðinni skeði sama
sagan, þá voru skoruð 55 mörk,
eða 32:23 fyrir Viking. Leikir
liðanna minna marga á gömlu
Hálogalandsdagana, þegar það
kom oft fyrir, að mark var skorað
á minútu. KR-liðið stóð i Viking i
byrjun, þegar fyrri hálfieikur var
hálfnaður, var staðan 6:6 — þá
settu Víkingar mann á Björn
Pétursson, sem var drýgstur hjá
KR. Viggó Sigurðsson, fékk það
hlutverk að gæta Björns eða
Blöffa, eins og hann er kallaður.
Staðan i hálfieik var 11:9 fyrir
Víking — siðasta mark fyrri hálf-
leiks skoraði Björn Blöndal
beint úr aukakasti.
í siðari hálfleik byrjaði marka-
regnið, Vikingsliði komst fyrst á
bragðið og staðan var orðin 16:9
eftir 10 min. Þá skoraði Steinar
Friðgeirsson. Staðan var orðin
19:11 um miðjan hálfleikinn. A
siðustu 15 minútunum voru
skoruö 18 mörk og sýnir það,hvaö
varnarleikur liðanna var lélegur,
þvi að margar sóknarlotur
enduðu með skotum fram hjá
mörkunum. Lokastaöan varð
27:21 fyrir Viking.
Einari Magnússyni likaði lifið i
leiknum, hann skoraði tiu mörk, i
fyrri umferðinni skoraði hann niu
mörk gegn KR. Páll Björgvinsson
lék vel i leiknum, hann brauzt oft
skemmtilega i gegnum vörn KR,
þá hafði hann opin augun fyrir
linusendingum.
Björn Pétursson og Haukur
Ottesen voru athafnamestir hjá
KR, eins og vanalega, þeir
skoruðu hvor sin sjö mörk. Mark-
varzlan var litil sem engin hjá
liðinu, enda varnarleikur liðsins i
molum.
Eftirtaldir menn skoruðu mörk
liðanna i leiknum:
VIKINGUR: Einar Magnússon
10 (4 viti), ólafur Friðriksson 4,
Guðjón Magnússon 3, Jón
Sigurðsson 3, Páll Björgvinsson
2, Viggó Sigurðsson 2, Skarp-
héðinn óskarsson 2 og Magnús
Sigurösson eitt.
KR: Björn Pétursson 7 (1 viti),
Haukur Ottesen 7 (2 viti), Björn
Blöndal 3, Bjarni Kristinsson 2,
Ævar Sigurðsson og Steinar Frið-
geirsson eitt hvor.
Leikinn dæmdu þeir Einar
Hjartarson,og Kjartan Steinbeck.
SOS
Hér á myndinni sést Páll Björgvinsson vera búinn að brjótast í gegnum lélega vörn KR og senda knöttinn i netið fram hjá ívari L. Gissurarsyni,
markverði KR. (Timamynd Róbert)
Seyðfirðingar vilja hjálpa
Ræða um
húsbyggingu
Aðalfundur TBR. verður hald-
inn þriðjudaginn 30. janúar að
Hótel Esju og hefst kl. 20,30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Onnur mál (upplýsingar og um-
ræður um húsbyggingarmálið)
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
Iþróttakennarar
félagsfundur verður haldinn
fimmtudaginn 1. febrúar n.k. að
Hótel Esju kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Kjaramál
2. önnur mál.
Stjórnin.
IH—Seyðisfirði.
Það er hér sem annars staðar,
að allir bera mikla samúð i
brjósti til Vestmannaeyinga, sem
nú hafa orðið að yfirgefa byggð-
arlag sitt og heimili.
Á fundi bæjarráðs Seyöisfjarð-
ar var fjallað um málið i gær7og
þar var gerð eftirfarandi sam-
þykkt: Bæjarráð Seyðisfjarðar
lýsir yfir samúð sinni vegna
þeirra hörmunga, sem dunið hafa
Klp—Reykjavik
Við sögðum frá þvi um siðustu
helgi, að menntamálaráðuneytið
hefði fengið hið nýja Siðumúla-
fangelsi að láni hjá dómsmála-
ráöuneytinu um óákveðinn tima
til bráðabirgðavistunar afbrota-
unglinga, en menntamálaráðu-
neytið hefur með mál unglinga
undir 16 ára aldri að gera.
Rannsóknarlögreglan hefur nú
þegar fengið leyfi til að setja ung-
linga þarna inn, meðan á rann^-
sókn máls þeirra stendur. Er einn
piltur búinn að dvelja þar siðan
fyrir helgi, en það er piltur sá,
sem einna oftast hefur verið I
yfir Vestmannaeyjar I þeim nátt-
úruhamförum, sem nú standa yf-
ir. Bæjarráð samþykkir að veita
Vestmannaeyingum alla þá að-
stoð og hjálp, sem bæjarfélagið
hefur aðstöðu og getu til að veita.
1 þvi sambandi bendir bæjarráð
á, að á Seyðisfirði er aðstaða til
að taka á móti fólki i lengri eða
skemmri tima þar sem auðvelt er
að standsetja verbúðir hér á
Seyðisfirði með litlum fyrirvara.
fréttum undanfarið fyrir innbrot
og aðra óknytti hér i Reykjavik.
Siðasta ,,afrek” hans var inn-
brot i biðskýlið við Dalbraut, en
þar stal hann ásamt tveim
félögum sinum frá Upptöku-
heimilinu i Kópavogi, sem hann
náði i um nóttina til að hjálpa sér
við innbrotið, miklu magni af
sigarettum.
Rannsóknarlögreglan hefur
lengi beðið eftir þvi að koma
þessum pilti, sem er 15 ára
gamall, inn á eitthvert heimili,
þar sem eftirlit sé haft með
honum, en hann hefur fengið að
ganga laus i marga mánuði vegna
Á Seyðisfirði eru starfandi tvö
frystihús og fiskim jölsverk-
smiöja, og verksmiðja SR er til
reiðu.ef þörf krefur. Þannig aö
Klp—Reykjavlk
Nokkrir krakkar i Árbæjar-
húsnæðisvandræða fyrir svona
pörupilta.
Um helgina voru tveir piltar til
viðbótar settir inn i Siðumúla-
fangelsið grunaðir um þjófnað.
Þeim var sleppt út aftur i gær, en
þá höfðu þeir viðurkennt 7 inn-
brot, sem þeir hafa til þessa
neitað a* eiga nokkurn þátt i.
Piltarnir, sem þarna eru settir
inn, dvelja ekki I sjálfum fanga-
klefunum, heldur I skrifstcfuher-
bergjum ; sem i framtiðinni eru
ætluð fangavörðunum til afnota.
Gæzlu á þessum piltum annast
kennarar, sem unnu áður við
Upptökuheimilið i Kópavogi, og
gera þeir það i aukavinnu.
mestar likur eru á þvi, að Seyð-
firðingar geti veitt fólki, sem vill
koma, atvinnu.
hverfinu tóku sig saman, þegar
fréttist um fólksflutningana frá
Vestmannaeyjum á þriðjudaginn,
og söfnuðu saman leikföngum,
sem þau gátu hæglega séð af og
gáfu þau börnum úr Eyjum.
Fóru þau með leikföngin upp i
Arbæjarskóla, þar sem nokkrar
fjölskýldur dvöldu og gáfu hinum
allslausu jafnöldsum sinum úr
Eyjum þau. Þetta mun hafa
verið all mikiö af leikföngum, þvi
hópurinn var stór, þó ékki væri
hann eins stór og viðtakenda-
hópurinn.
Börnin munu hafa fundið þetta
upp hjá sjálfum sér, og enginn
fullorðinn haft vitneskju um það
fyrr en á eftir.
VEUUM ÍSLENZKT-/W\
ÍSLENZKAN IÐNAT UM
Unglingar settir í Síðumúlafangelsið
Börnin gáfu leikföngin sín