Tíminn - 06.02.1973, Side 1
WOTEL WTIMIfí]
VEITINGABÚÐ
,/Hótel Loftleiðir" er nýjung i hótel-
rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót-
um vinsældum. Góðar veitingar, lipur
þjónusta, lágt verð —ogopið fyrirallar
aldir!
BÝÐUR NOKKUR BETUR!
V________________________________J
Hraunbrúnin aðeins 400 m
frá syðri hafnargarðinum
Iskyggilegar horfur í Eyjum
Færeyskt eðallyndi:
FÁIR AÐ TÖLU -
MIKLIR AÐ RAUSN
SJ—Reykjavik.
— Ég vil ekkert segja frá
sjálfum mér um framlög
héðan frá Færeyjum vegna
Vestmannaeyjagossins, þar
sem um gjafir er að ræða og
ekki viðeigandi fyrir mig að
fjölyrða um þær, sagði Atli
Dam, lögmaður Færeyja, i
simtali við Timann i gær.
Hann gat þess þó utan dag-
skrár, að landar sinir fyndu
til rikrar samúðar meö Vest-
mannaeyingum. Færeyingar
teldu sig náskylda þvi fólki,
sem nú hefði ýmist misst
heimili sin og jafnvel allar
eignir eða orðiö að hrekjast
frá þeim.
Margir Færeyingar hefðu
dvalizt lengur eða skemur I
Vestmannaeyjum, og
náttúruhamfarirnar þar og af-
leiðingar þeirra hefðu komið
meira við þá en hliðstæðar
fréttir annars staðar úr
heiminum geröu að jafnaði.
Almennur áhugi væri á þvi I
landinu að hjálpa Islendingum
eftir beztu getu, og teldu
Færeyingar ekki óeölilegt að
þeir legðu hlutfallslega meira
aö mörkum vegna nálægðar
og skyldleika, en aðrar fjar-
lægri þjóðir.
Landsþingið i Færeyjum
hefur tilkynnt að það muni
gefa um 10 milljónir islenzkra
króna vegna gossins, og vill
Timinn geta þess, svo að
mönnum veröi ijóst, hvflik
stórgjöf þetta er, að fjárlög
Færeyja fyrir yfirstandandi
ár nema 140 milljónum
færeyskra króna eða rúmum
1.900 milljónum Islenzkum. Þá
hefur Þórshafnarbær gefið
eina milljón fsl. kr. 100 kr. á
hvern ibúa. Fjárhagsáætlun
Þórshafnar 1973 nemur 22
milljónum færeyskra króna
eða um 315 milljónum
islenzkum og Ibúar bæjarins
eru um 10,000. Fisksölusam-
band Færeyja gefur einnig
eina milljón isl. kr.
Þá er landssöfnun hafin i
Færeyjum. Framkvæmd
hennar annast 25 landssamtök
og félög, sem eru sérstaklega
tengd Islandi. Þegar hafa
safnazt a.m.k. 3 milljónir
Islenzkra króna I Þórshöfn
einni, og búizt er viö að allt aö
8-10 milljónir safnist á öllum
Færeyjum.
Færeyingar eru um 39.000
talsins. Samkvæmt ofanrituðu
má gera ráð fyrir, að þessi
smæsta frændþjóö okkar veiti
okkur a.m.k. 20 milljónir
Islenzkra króna, fjárhags-
styrk vegna eldgossins I Eyj-
um. Það samsvarar meira en
500 íslenzkum krónum á hvert
mannsbarn i Færeyjum.
Nýr Vestmannaeyjaprestur
FAÐIRINN VÍGÐI,
BRÆÐUR OG AAÁG-
AR VÍGSLUVOTTAR
Karl Sigurbjörnsson var vigöur
til Vestmannaeyja i dóm-
kirkjunni s.l. sunnudag. t Vest-
mannaeyjaprestakalli þjóna tveir
prestar. Annar þeirra, Jóhann
Hiiðar, hlaut nýverið kosningu i
Nesprestakalli i Reykjavik, en
séra Þorsteinn Lúter Jónsson
þjónar enn I Vestmannaeyja-
prestakalii. Enginn sótti um em-
bætti séra Jóhanns er það losnaði,
en safnaöarstjórn fór fram á það
viö Karl, að hann tæki aö sér em-
bættið er hann iyki guðfræöiprófi.
Séra Karl er þriðji sonur Sigur-
björns Einarssonar biskups, sem
hlýtur prestvigslu. Var það
óvenjulegt við þessa prestvigslu,
hve mörg skyldmenni og tengda-
menn voru viðriðnir athöfnina.
Faðir Karls, herra Sigurbjörn,
vigöi hann. Tveir bræður hans,
séra Einar, sem er við fram-
haldsnám i Lundi, og séra Arni
Bergur.settur prestur i ólafsvík,
voru vigsluvottar. Það voru
einnig tveir mágar Karls, þeir
séra Bernarður Guðmundsson
æskulýðsfulltrúi, sem er kvæntur
systur hans, og séra Guöjón Guð-
jónsson, prestur I Stóra-Núps-
prestakalli, en séra Karl er
kvæntur systur hans.
Vigslu lýsti sóknarprestur
Vestmannaeyinga, sem fyrir
var, séra Þorsteinn Lúter Jóns^
son, en prófastur i Kjalarnes-
prófastsdæmi, séra Garöar Þor-
steinsson, þjónaði fyrir altari.
Þá má enn geta þess, að bróðir
séra Karls, Þorkell Sigurbjörns-
son tónskáld, samdi sérstakt
verk, sem flutt var i fyrsta sinn
við vigsluna I dómkirkjunni.
KJ, Þó—Reykjavik.
t gær tók hrauniö úr Kirkjufelli
aö renna iskyggilega mikið i átt-
ina að hafnarmynninu I Vest-
mannaeyjum, og var hraunjaðar-
inn I aðeins 400 metra fjarlægð frá
vitanum á syöri hafnargarðinum
þegar það stöðvaöist i gærkvöldi.
Um klukkan sex á sunnudags-
morguninn tók hraunið að renna i
sjó fram skammt frá þar sem
Kirkjubæirnir voru áður en þeir
fóru á kaf undir hraun og ösku.
Breiddi hraunið úr sér til norðurs,
og mun skriðið hafa verið mest
um miðjan dag á sunnudag.
A sunnudagskvöldiö jókst
rennsli nokkuð aftur og lengdist
hrauntotan þá 160 metra til NV,
eða i áttina að innsiglingunni.
Upp úr hádeginu i gær hófst
svo hraunrennslið á ný, en
stöövaöist aftur um klukkan sex.
Mældist hraunjaðarinn þá 400
metra frá syðri hafnargarðsvit-
anum og 610 metra frá Yztakletti.
Undir yfirborði sjávar er svo flái
frá hrauninu og i áttina að inn-
siglingunni. Er þar bæði um aö
ræða molnað hraun, sem brimið
hefur brotið úr hraunkantinum,
og svo einnig gosefni,sem borizt
hafa úr gignum og setzt á hafs-
botninn. Ekkert mun hafa
grynnkað á hinni venjulegu sigl-
ingaleiö meöfram Yztakletti, en
bæði vatnsleiðslan og rafmagns-
leiðslan eru liklega huldar gos-
efnum og hraunsalla, sem brotn-
að hefur úr hraunjaðrinum.
Björgunarstarfi lokið i
bili
Nú er lokið svo til allri björgun-
arstarfsemi i Eyjum, og öll bú-
slóö, sem tekin hefur verið úr
húsum er nú lögð á stað eöa
komin til Reykjavikur. — Það er
ekki þar með sagt að öll búslóð
hafi verið tekin úr húsum Vest-
mannaeyinga, þvi sumir hafa
alls ekki viljað láta hrófla við
húsmunum sinum. Til' dæmis
stendur stórum stöfum á útidyra-
hurö húss eins við Höfðaveg, en
það er vestarlega i bænum: „Hér
má ekkert hreyfa.” Þetta bendir
til þess, að a.m.k. sumir hverjir
vilji alls ekki yfirgefa Eyjarnar.
Björgunarliðar luku að mestu
við að hreinsa af húsþökum á
sunnudaginn — en þvi miður,
byrjaði vikurregn i Eyjum i gær,
og þvi má búast við að moka verði
af húsþökum næstu daga.
1300 farþegar i 13
ferðum
Varöskipin hafa mjög komið
viö sögu i björgunarstarfinu i
Eyjum, og hafa sum þeirra verið i
sifelldum feröum milli lands og
Eyja. Blaðamaður Timans var
farþegi með Ægi frá
Vestmannaeyjum til Þorláks-
hafnar I fyrrakvöld. Þar fékk
hann upplýst, að þetta væri 13.
ferð Ægis á þessari leið, og væri
skipið alls búið aö flytja um 1300
farþega fram og til baka. önnur
varöskip, aöallega óðinn og Þór,
hafa einnig fariö margar ferðir,
þannig að ætla má, að varðskipin
hafi eigi flutt færri en 2200
farþega milli Þorlákshafnar og
Vestmannaeyja.
Gullfoss, sem haföur var til
taks við Vestmannaeyjar alla
siöustu viku, ef svo skyldi fara, að
menn þyrftu að yfirgefa Eyjarn-
ar, fór frá Eyjum á sunnudags-
nóttina og með honum um 300
þreyttir björgunarliðar, sem
höfðu veriö I Eyjum frá þvi um
miðja siöustu viku. Þá fóru um
100 björgunarliöar með Ægi i
fyrrakvöld. Þegar þessir hópar
voru farnir frá Vestmannaeyjum,
var talið, að ekki væru nema um
200 manns i bænum, en á sunnu-
daginn fóru einnig mjög margir
til lands með flugvélum.
Vikurregn i gær
Um hádegisbilið i gær, snérist
vindáttin i Eyjum til suð-austurs,
og um klukkan 13.30 byrjaði aska
aö falla yfir bæinn, mest þó aust-
anvert i bænum.
Jón Eiriksson, jaröfræðingur,
Framhald á bls. 19
Séra Karl Sigurbjörnsson vigður prestur i Vestmannaeyjum. Tveir bræður hans og tveir mágar
voru vigsluvottar, en faðir hans Sigurbjörn Einarsson biskup vigði, —TImamynd:GE.