Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 3
Þriðjudagur 6. febrúar 1973.
TÍMINN
3
Mikið áunnizt
Sömu meöferð fær ný
fræðslulöggjöf sem einnig er i
deiglunni. Stefnt er aö þvf að
tryggja i reynd jafnan rétt til
fræðslu, ungra sem eldri, að
aðlaga fræösluna samtlm-
anum og skipuleggja upp-
byggingu skólamannvirkja.
Viihjáimur Hjálmarsson,
alþingismaður á Brekku,
skrifar grein i fyrsta tölublaö
Austra, málgagn Fram-
sóknarmanna i Austurlands-
kjördæmi. i grein þessari
gefur Vilhjálmur nokkurt yfir-
lit um störf og stefnu stórnar-
innar eftir eins og hálfs árs
stjórnarferil. Hann minnir á
aðgerðir þær, sem rikisstjórn-
in gerði strax og hún kom til
vaida I kjara- og trygginga-
málum. Um aðrar aðgerðir
rikisstjórna rinnar segir
Vilhjálmur m.a.:
Aðgerðir til efiingar at-
vinnulífi eru snar þáttur
stjórnarathafna á þessum
misserum. Framkvæmda-
stofnunin á að styðja sókn
landsmanna á þessu sviöi.
Mest hefur borið á endurnýjun
fiski (togara)- flotans og upp-
byggingu fiskiðjunnar. En
margháttaðar aðrar fram-
kvæmdir eru I gangi hjá hin-
um ýmsu atvinnugreinum.
Dæmigerð fyrir stefnubreyt-
ingu i átt til byggðajafnvægis
er dreifing nýju togaranna á
tuttugu hafnir. Fuil atvinna
fyrir alla er það markmiö,
sem að er stefnt.
Leitazt er við aö hraða
félagslegum framkvæmdum.
Framlög rikisins tii hafna,
flugvalla og vega eru aukin
mikið. Vegagerö á Skeiöarár-
sandi er sérstaks eðlis, þvi
hún opnar hringveg umhverfis
landið.
Bættar samgöngur auka
jafnvægi I byggð landsins.
Sama tilgangi þjónar þriggja
ára áætlun unt iikning rafvæð-
ingar islands og löggjöf frá
siöasta þingi um jöfnun náms-
kostnaöar.
Áfram á sömu braut
A sama hátt og hér er getið
nokkurra þeirra atriöa i
mótun félagshyggjustefn-
unnar, sem nú þegar eru
kontin á framkvæmdastig,skal
drepiö á örfá verkefni til viö-
bótar.
Rikisstjórnin hefur hafizt
handa um aukna landgræðslu,
verndun gróðurs og umhverfis
og um skipulegri nýtingu
landgæða en nú á sér staö.
i raforkumáium hefur rikis-
stjórnin markað þriþætta
stefnu: Næg orkuframleiösla
fyrir tslendinga. Orkuveitu-
svæðin tengd saman. Jöfnun
raforkuvcrðs.
Frumvarp að nýrri heil-
brigðislöggjöf er I smlöum og
stefnir að skipulegri uppbygg-
ingu heilbrigöisþjónustunnar
og aðstöðu tiiaöinna hana af
höndum á svo fullnægjandi
hátt sem auðiö veröur. Máliö
hefur áður verið sýnt og kynnt
landsmönnum sérstaklega.
Stjórn Félags isl. iðnrekenda á 40 ára afmælinu. F.v. Pétur Pétursson, Björn Þorláksson, Haukur Eggertsson, Gunnar J. Friöriksson
formaður, Daviö Sch. Thorsteinsson. Kristinn Guðjónsson og Björn Guðmundsson.
Skattheimta rikisins og
tekjustofnar sveitarfélaga er i
skoðun hjá þar til kvöddum
mönnum. Þörf úrbóta er brýn
þvi kerfið er of flókið og
tryggir þegnunum ekki rétt-
læti svo viðunandi geti taiizt.
Tekju- og verkefnaskipting
rikis og sveitarféiaga er
einnig til athugunar. Rekur
þar m.a. á eftir breytt viðhorf
i sveitarstjórnarmálum.”
—TK
Hérna eru sjö þeirra manna,sem heiðraðir voru I gær fyrir meira en 40 ára starf við islenzkan iðnað. Þeir eru f.v. Jón Oddsson I Héðni,
Ólafur ögmundsson og Jakob Einarsson úr Viði, Sigurþór Þórðarson Blikksmiðju J.B. Péturssonar, Kjartan Jónsson,Sigurður Haraldsson
og Jón Sigurðsson allir úr Héðni. (Tímamyndir Gunnar)
Iðnrekendur heiðra trygga
starfsmenn
í tilefni af 40 ára afmæli félagsins í dag
Gunnar J. Friðriksson afhendir fyrsta heiöursskjalið i gær, og viðtak-
andinn er Andreas Bergmann i Vtlundi.
KJ—Reykjavik.
Félag islenzkra iðnrekenda er
fjörutiu ára i dag, og i gær voru
milli 40 og 50 starfsmenn ýmissa
iðnfyrirtækja heiðraðir fyrir
meira en 40 ára starf að islenzk-
um iðnaði. Þá var Sveinn Valfells
kjörin heiöursfélagi FII i dag.
Gunnar J. Friðriksson for-
maður félagsins afhenti heiðurs-
skjölin, en viðstaddir voru m.a.
Magnús Kjartansson iðnaðarráð-
herra og stjórnarmenn Félags isl.
iðnrekenda.
í ræðu, sem formaðurinn hélt
við þetta tækifæri, sagði hann
m.a.
„Allir munu vera á einu máli
um það, að gifurlegar framfarir
hafi orðið i iðnaði. Þær framfarir
væru óhugsandi án stöðugs og
góðs vinnuafls og er þvi full
ástæða til að þakka þvi fólki, sem
hefur gert þessar öru framfarir
mögulegar”.
„Einn mikilsverðasti þáttur i
öllu atvinnulifi er fólkið. Það á
jafnvel enn frekar við um iðnað
en aðra framleiðslu, þar sem þar
reynir, að jafnaði, meira á
nákvæmni og vandvirkni, en við
önnur framleiðslustörf. Það hafa
verið gerðar meiri kröfur til
þeirra sem i iðnaði vinna, vegna
þess að iðnaðurinn er það ungur
hér á landi, að það var ekki til
nein hefð. Fólk varð þess vegna
að tileinka sér gjörólik vinnu-
brögð, frá þvi er áður hafði
tiðkast með þjóðinni”.
„Okkur þótti rétt að þakka
öllum þeim, sem unnið hafa allt
æfiskeið félagsins og lengur við
að byggja upp iðnaðinn, sem nú
er orðinn stærsta atvinnugrein
þjóðarinnar.” Hér á eftir fara
nöfn þeirra, sem heiðraðir voru i
gær, og nöfn fyrirtækjanna> sem
þeir vinna hjá i dag, en flestir
hafa unnið hjá sama fyrirtækinu
allan þennan tima.
Óli M. ísaksson Heklu.
Vinnufatagerð Island
Anna Kristin Þorkelsdóttir,
Kristin Kristjánsdóttir, Sig-
tryggur Jónsson og Sigurður P.
Gestsson.
Trésmiðjan Viðir
Einar Waage, Jakob Einars-
son, Þorsteinn Þórðarson, Þórir
Þorleifsson, Max Jeppesen
Ólafur ögmundsson.
Guðrún Sigurðardóttir, Faco.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Svan.
Þórdis Guðjónsdóttir og Kristin
Jónsdóttir Sjóklæðagerðinni.
Karl Einarsson, Hreini. Anna
Sveinsdóttir, Viking. Sigurður
Waage og Matthias Waage,
Sanitas. Sigurþór Þórðarson
Blikksmiðju J. B. Péturssonai;
Jón Hjörtur Jónsson Rafha.
Jóhann Kr. Þorsteinsson Hörpu.
Þorsteinn Halldórsson Isaga.
Jakobina Jóhannesdóttir, Egill
Sigurðsson og Sigriður Jónsdóttir
Alafossi. Steinunn Sigurðardóttir.
Opal.
Friðrik Danielsson, Hjalti
Gunnarsson og Ingibjörg Jóns-
dóttir Frigg. Sigurður Haralds-
son, Kjartan Jónsson Sveinn Guð-
mundsson Jón Oddsson og Jón
Sigurðsson allir úr Héðni.
Ólafur Hjartarson og Guðlaug
Pétursdóttir frá Kaffibætisverk-
smiöjunni O. Johnsen og Kaaber.
Guðjón Guðjónsson, Jón Hafliöa-
son og Andneas Bergmann frá
Völundi.
Asgeir Matthiasson Glófaxa.
Jóhanna Hannesdóttir Alafossi.
Ólafur Dagfinnsson Kassagerð
Reykjavikur. Guðmundur Kr.
Halldórsson, Jón Björnsson, Er-
lendur Jóhannsson, Þórólfur
Beck, Guðjón Ó. Guðmundsson og
Gunnar Eliasson allir starfsmenn
hjá Kristjáni Siggeirssyni h.f.
Björn Bjarnason Iðju.
Fjársöfnun skipulögð
meðal V-lslendinga
Forsætisráðherra hafa borizt
margar hluttekningarkveðjur
viða að úr heiminum, bæöi frá
einstaklingum, féiögum og rikj-
um vegna náttúruhamfaranna i
Vestmannaeyjum, m.a. frá Þjóð-
ræknisfélagi tslendinga i Vestur-
heimi.
Með bréfi dagsettu 31. janúar
sendi Grettir Leo Jóhannsson,
aðalræöismaður Islands i Winni-
peg og féhiröir Þjóðræknisfélags-
ins, forsætisráðherra hlut-
tekningarkveðjur og ávisun að
upphæð 2.640 dollara eða um
260.000 krónur frá Vestur-
Islendingum. 1 bréfinu segir
m.a.:
„Fyrsta mál, sem tekið var fyr-
ir á dagskrá 54. ársþings Þjóð-
ræknisfélags Islendinga i Vestur
heimi, voru frásagnir og um-
ræður um eldgosið i Vestmanna-
eyjum, og á hvern hátt við gætum
veitt heimaþjóðinni hluttekningu
i þeim gifurlega vanda, sem nú
hefur að höndum borið. Var
ákveðið að hefja fjársöfnun á
meðal Vestur-íslendinga sem
fyrst sem litilsháttar vott um
samhryggð okkar, og meðfylgj-
andi bankaávisun er fyrsta borg-
un, sem við látum af hendi rakna:
en við vonum, að þegar búið verð-
ur að skipuleggja fjáröflun meðal
Vestur-Islendinga yfirleitt muni
stærri upphæð verða send siðar
meir”.
Með bréfinu fylgdi listi yfir 12
aðila, sem lagt höföu fram féð.