Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 6. febrúar 1973. Klæjar þig i nefið, herra forseti? Maðurinn, sem þið sjáið hér á myndinni hangandi i mörgum linum hefur með hendi mjög sérstæða atvinnu. Hann er ráðinn til þess að pússa nefið á fjörum látnum forsetum Bandarikjanna. Vinnustaður hans er i 500 metra hæð yfir jörðu i Rushmorefjöllum i Black Hills i Suður Dakota i Banda- rikjunum. Hann og starfs- félagar hans tveir eiga tvisvar sinnum á ári að athuga útlita hinna geysistöru úthöggnu andlita bandarikjaforsetanna fjögurra — Abrahams Lincolns, George Washingtons, Thomas Jeffersons og Theodore Roose- velts. Þremenningarnir eru bundnir i mikil bönd, svoi þeir hrapi ekki niður úr andlitunum, og verkið er svo umfangsmikið, að þeir hafa alls ekki tima til þess að njóta útsýnisins sem er hreint og beint stórkostlegt þarna um slóðir. Það var dansk-ameriski listamaðurinn Gutzon Borglum, sem gerði myndirnar af forsetinum. Hann hóf verkið árið 1929, en lauk þvi ekki, en hann lézt árið 1941. Þá var töluvert eftir til þess að hægt væri að segja, að höggmyndir þessar væru full- gerðar, og lauk sonur Gutzon, Lincoln verkinu. A myndinni er verið að hreinsa nefnið á Abra- ham Lincoln. Jólag jafir handa 7 einkariturum. John Kell Martin i Palm Beach á Florida fór út að verzla með öllum einkariturunum sinum, 7 að tölu. Þær máttu velja sér jólagjafir hver fyrir sig að upphæð 100 dollara, eða 10.000 isl. króna. Val þeirra var eins margbreytilegt og þær voru margar, og tók allt allt frá stutt- buxum til siðkjóla og hvers konar snyrtivarnings. 1 staðinn gáfu þær honum tvær rúllu- kragapeysur. Fjölhæf stúlka Það er sannarlega gott að vera fjölhæfur, og þaö er ekki annað hægt að segja, en hún Mabel Hagelin sé það. Hún hefur bæði sýnt, að hún er ágætis leikkona og fyrirmyndar ljósmynda- fyrirsæta. Þar að auki hefur hún unnið i gestamóttöku á hóteli, verið skiðakennari og leiðsögu- maður ferðamanna. Henni gengur ekki eins vel að hneppa hnöppum, eins og allt hitt, sem hún gerir af mikilli prýði, en hver vill annars að hún hneppi aðsér? Er ekki miklu skemmti- legra að sjá hana svona frá- hneppta? —Gögnuöu gleraugun þér eitthvað, eða ertu enn með bletti fyrir augunum? —Það reynast ágætlega. Nú sé ég blettina miklu betur. Henrik hafði fengið falskar tennur og var ekki rétt ánægður með þær. Hann fór til tannlæknis, sem spurði hvort hann hefði tann pinu á næturnar. —Ég veit það eiginlega ekki, svaraði Henrik, — þvi ég sef ekki i sama herbergi og tennurnar. DENNI DÆMALAUSI ■V7 Ég sá þessa mynd, þegar ég var á þinum aldri. — Var hún nokkuð betri þá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.