Tíminn - 06.02.1973, Side 9

Tíminn - 06.02.1973, Side 9
Þriöjudagur 6. febrúar 1973. TÍMINN 9 <$■ mmtmm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:j arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timáns). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasóni. Ritstjórnarskrif-;: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306^: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — aúglýs-i: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald:; 2,25 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein-;| takið. Blaðaprent h.f. Norrænu gjafirnar Margir erlendir aðilar hafa brugðizt fljótt við eftir náttúruhamfarirnar i Vestmannaeyjum og lýst samúð með Islendingum og boðið fram aðstoð sina. íslendingar meta þetta að verð- leikum og er illt til þess að vita, að vissir aðilar reynda að dreifa þvi út, að rikisstjórnin hafi i upphafi tekið þessu fálega og ætlað að hafna allri erlendri aðstoð. Hér er vissulega of langt gengið i öfgafullri stjórnarandstöðu. Sennilega verður það eftirminnilegt varðandi þennan sérstæða þátt i sambandi við Heimaeyjargosið, þegar danski forsætisráðherrann neyðist til að spyrja, er blaðamaður frá Mbl. ræddi við hann um þessi mál: Ertu stjórnarandstæðingur? Þessi málflutningur hinna öfgafyllri stjórn- arandstæðinga mun þó vonandi hverfa i skuggann og hætta að setja leiðindablett á um- rædda atburði. Stjórnarsinnar munu ei gera meira úr honum en ástæða er til. Þeim kemur það ekki neitt á óvart, að i liði stjórnarand- stöðunnar eru til menn, sem halda að hægt sé að nota hin óliklegustu tækifæri til að gera rikisstjórninni erfitt fyrir og helzt til að koma henni frá. Vonandi verður þessum mönnum það fljótlega ljóst af reynslunni, að þetta styrkir stjórnina miklu fremur en hið gagn- stæða. Hér er þvi fyrst og fremst um sein- heppna stjórnarandstöðu að ræða. Það, sem á að lifa lengur og þjóðin á að minnast, er hin mikla samúð, sem þjóðir um viða veröld hafa sýnt henni og sú aðstoð, sem hefur verið boðin fram. Bandaríkin riðu fyrst á vaðið og gáfu til starfsemi Rauða krossins 2 1/2 millj. króna, auk þess sem varnarliðið bauð aðstoð sina. Vestur-Þjóðverjar fylgdu á eftir með þriggja milljóna framlagi til Rauða- krossins. Vafalitið láta þessir aðilar meira af hendi rakna siðar. Þá hefur fjarlæg þjóð, Kin- verjar, sýnt þann mikla vinarhug að gefa is- lenzka Rauða krossinum á sjöunda milljón króna, og er það stærsta gjöfin, sem hann hefur fengiðvegna Heimaeyjargossins. Þessber að minnast að Kinverjar sýna okkur vinarhug á fleiri hátt, þvi að þeir eru ein bezta stuðnings- þjóð okkar i landhelgismálinu. En þótt verulega muni um þessa og aðra aðstoð, ber þó hæst framlög frændþjóða okkur á Norðurlöndum. Þar koma Sviar fyrstir með 140 millj. króna rikisframlag, en framlög Dana og Norðmanna eru ekki minni, þegar miðað er við efni og fólkstölu. Auk þess hafa borizt stórar einkagjafir frá þessum löndum, og söfnun fer þar fram i stórum stil. Flest bendir þvi til, að hin norrænu framlög ætli að reynast okkur drýgst. Islendingar þakka innilega allar gjafir, sem þeim berast, en efalitið finnst þeimþóvænzt um gjafirnar frá Norðurlöndum. Þótt stundum risi ágreiningur milli norrænna þjóða vegna mismunandi hagsmuna, eins og t.d. i landhelgismálinu, eru þó tengslin nánari milli þeirra en nokkurra annarra þjóða og þau reynast alla jafna traustust, er mest reynir á. Þau byggjast á margvislegum skyldleika og erfðum og vaxandi skilningi á þvi, að það sé norrænu þjóðunum öllum til aukins trausts og styrktar, að halda sem mest hópinn og láta ekki leiðir skiljast, þótt vissir hagsmuna- árekstrar verði stundum. Þessvegna eru hinar höfðinglegu gjafir frá Norðurlöndum, Islendingum sérstakt fagnaðarefni i hinum miklu erfiðleikum. þ.Þ. Strobe Talbott, Time: Búlgaría er traustasta fylgiríki Sovétríkjanna Vinátta Búlgara og Rússa stendur á gömlum merg Búigarla er miður kunn útifrá en önnur fvlgiiJki Sovétrikjanna i Austur- Evrópu, en ibúar landsins, sem eru 8,5 milljónir, eru Sovétmönnum fylgispakari en íbúar flestra annarra fylgirlkja. Strobe Talbott fréttaritari timaritsins Time var á ferð I Búigarlu fyrir skömmu og lagði leið sina til helzta þéttbýlis iandsins og aöalstöðva iðnaöar og iandbúnaðar. Hann sendi riti slnu eftir- farandi grein að leiðarlok- um: VIÐ Ruski-stræti i Sofiu, höfuöborg Búlgariu, stendur ein elzta stytta, sem fyrir- finnst i kommúnistarikjunum. Það er griðar stór stytta af Alexander keisara II á hest- baki, en hann réði rikjum i Rússaveldi árin 1855-1881. í Moskvu ber hvarvetna fyrir augu myndir af Lenin og myndir af Mao blasa alls stað- ar við i Peking. Ibúar Sofíu hafa hins vegar kjörið að varöveita styttu keisarans, sem frelsaði Búlgara undan yfirráðum Tyrkja árið 1878. Búlgarar eru enn þeirrar skoðunar, að þeim sé sögulega skylt að sýna stjórnendum Rússlands þakklæti. Þessi þakkarskuld hefir á stundum oröið þeim alldýr. Sovétmenn hafa til skamms tima litið á landið sem kálgarð sinn, vinekru og tóbaksakur. Búlgarar hafa, lotið hreintrú- aðri kommúnistastjórn og keppzt við að sjá rússneskum neytendum fyrir landbúnaðarvörum, vindling- um og vini. Þeir hafa veriö öðrum háðir efnahagslega, búið við undirokun i stjórn- og menningarmálum og verið af þeim sökum þjakaðri en nokk- ur önnur þjóð i kommúnistarikjunum. RÚSSAR hafa nú tekið að beina fjármagni, hráefnum og tækni til Búlgariu I stórum stil og eru að ýta þjóðinni inn i tækniöldina. Þetta stafar fyrst og fremst af legu landsins. Búlgaria er eina trúa fylgiriki Sovétmanna á Balkanskaga. Að landinu liggja Rúmenia, sem er tiltölulega sjálfráö, undanvillingurinn Júgóslavia og Atlantshafsbandalagsrikin tvö,Grikkland og Tyrkland. Af þessum sökum er Búlgaria af- ar mikilvæg i augum Sovét- manna, enda er skammt það- an til landanna fyrir botni Miðjaröarhafsins, þar sem þeir eiga sivaxandi hagsmuna að gæta. Valdhafarnir i Kreml eru svo öruggir um hollustu Búlgara, að rússneskar hersveitir hafa ekki bæki- stöðvar i landinu, en þar eru þó stöðvar eldflauga, sem skotið er af jörðu, og Búlgör- um er trúað fyrir þessum stöðvum. Nálægð Sovétmanna er ærið rik i Búlgariu, enda þótt ekk- ert rússneskt herlið sé I land- inu. Vladimir Bazovsky sendi- herra Sovétrikjanna i Sofiu gegnir fremur hlutverki skatt- landsstjóra en sendiherra. Meðal starfsmanna sendi- ráðsins eru afar hátt settir „ráðgjafar” hers og leyni- þjónustu Búlgariustjórnar. Slik umsjón sýnist þó varla nauösynleg, þar sem leiötogar Búlgara, sem hlotið hafa þjálfun sina I Moskvu, hafa ör- uggari tök á þjóðinni en for- usta nokkurs annars kommúnistarikis. TODOR Zhivkoff er formað- ur kom múnistaflokksins. Hann er 61 árs, hefir setið að völdum I 18 ár og undir hans forustu eru eldri flokks- stjórnarmenn en i nokkru ööru kommúnistariki (meðalaldur þeirra er 64 ár). Ef til vill ber aö telja þetta eðlilegt i landi, bar sem verulegur hluti hinn- ar daglegu fæðu er yo- gourt, en hún er talin bráðholl og lengja lifið. Lista- og menntamálanefnd rikisins stjórnar menningarlifinu með járnaga, en formaður hennar er Ludmila dóttir Zhivkoffs þritug að aldri, alvörugefin og mjög ströng. Búlgarar eru frábrugðnir öðrum Austur-Evrópubúum að þvi leyti, að þeir viröast vera einlægir i vinsemd sinni i garð Rússa, sem þeir eru skyldir aö tungu, trú og upp- runa. Petar Mladenov utanrikisráðherra er 36 ára gamall, yngsti utanrikisráð- herra i Evrópu. Andrei Lukanov aðstoðarráðherra utanrikisviðskipta er 34 ára. Vinsemd þessarra ungu full- trúa skrifstofuvaldsins i Búlgariu nær meira að segja til rússnesku rikisstjórnarinn- ar. AÐ áliti Lukanovs er þaö einkum aöstoð Sovétrikjanna að þakka að Búlgaria, sem áður var vanþróaö land- búnaðarland, er nú að veröa aðsópsmikið iðnaðar- og verzlunarveldi á Balkan- skaga: „An aðstoðar Sovétrikjanna hefði okkur aldrei takizt að ná eins langt I útflutningsfram- leiðslu og raun er á orðin”, sagði hann. „Viö flytjum nú út meira en nokkur önnur þjóð af rafknúnum vöruvögnun og lyftum”. Sannleikurinn er sá, að vöruvagnarnir og iyfturnar seljast nálega einvörðungu til kommúnistarikjanna og sölu- verð þeirra er lægra en raun- hæft getur talizt. Þrátt fyrir þetta er útflutningsmarkaður Búlgara i Sovétrikjunum bæði mikill og öruggur, og sovézkri aðstoð er það að þakka, að i landinu er fjöldinn allur af stálverum, efnaverksmiðjum, oliuhreinsunarstöðvum og auk þess afar stórar verksmiöjur til úraniumvinnslu, sem mikil leynd hvilir yfir. BÚLGARAR eru mjög stolt- ir af þvi að eiga 210 þús. fólksbila, eða tuttugu sinnum fleiri en árið 1960, enda þótí starfsmenn skrifstofuvaldsins eigi þá flesta. „Við framleiðum nú þegar tvöfalt meiri matvöru en þjóð- in þarfnast”, sagöi Lukanov við höfund þessarar greinar. Þrátt fyrir þetta er grænmeti og kjöt oft af skornum skammti og i háu verði vegna þess, hve mikið Búlgarar eru knúnir til að flytja til Sovétrikjanna. Rikisstjórn landsins ætlar sýnilega að reyna að-draga úr þessum rangindum. Fjárlög rikisins i ár nema 7,11 milljörðum leva og tilkynnt hefir verið, að 412 milljónum leva af þvi eigi að verja til þess að hækka laun og bæta hag verkamanna. (Leva er rétt um 90 krónur islenzkar). ÞRATT fyrir margvlslega og þungbæra annmarka litur yfirleitt út fyrir, að hófleg þægindi séu almenn i Búlgariu, velmegun riki i þorpunum umhverfis höfuð- borgina og landbúnaðar- stofnanirnar séu atkvæða- miklar. Hinir skrautlegu al- menningsgarðar i Sófiu eru áberandi, háreistar krikjurn- ar eru uppljómaöar á kvöldin og göturnar eru lagðar gulum steini. Ibúar höfuðborgarinnar eru stoltirafþessari steinlagningu og hefir tekizt að fá borgar- yfirvöldin til að hverfa frá fyr- irætlun sinni um að fjarlægja þá og malbika göturnar. Blaðakona ein sagði höfundí þessarar greinar frá þessu með svofelldum orðum: „Við gátum auðvitað ekki liðiö þeim að umturna götun- um, sem eru lagðar gulli”. Bresnjeff og Zhikoff.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.