Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 20

Tíminn - 06.02.1973, Qupperneq 20
Þriftjudagur 6. fcbrúar 1973. Auglýsingasímar Tímans eru 1-95-23 & 18-300 Hlégarður g <-Samkomusalir t til leigu fyrir: Arshátiöir, Þorrablót, fundi, % ráðstefnur, afmæiis- og ferm- ingarveizlur. Fjölbreyttar ^ veitingar, stjórir og litlir salir, ' stórt dansgólf. Uppl. og pantan- hjá húsverði i sima 6-61-95. ©GQÐI ,L J fyrir tjóóan mai $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Umferðarljós komin á versta hornið Um helgina voru tengd umferðarijós á einum mestu slysagatnamótum borgarinnar....Kringlu- mýri/Háaleitisbraut. Þessi gatnamót hafa löngum vaidið ökumönnum og lögreglunni hinum mestu vandræðum, enda hafa þarna orðið margir árekstrar og slys á undanförnum mánuðum. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar urðu á þessum gatnamótum 36 árekstrar á siöasta ári. Þar fyrir utan urðu 2 árekstrar þar sem siys varð á farþegum og ökumönnum, og f einu tilfelli var ekið á hjólreiöamann. Þá hafa oröiö margir árekstrar á þessum gatnamótum.þar sem lögreglan hefur ekki veriö tilkvödd og sömuleiðis margir árekstrar f næsta nágrenni við þau. —Timamynd Robert VÍETNAM: Heimför Bandaríkja- manna dregst á langinn NTB—Saigon, Parfs. Fyrstu meðlimir alþjóðlegu gæziusveitarinnar fóru frá Saigon á mánudagsmorgun til að hefja starf sitt á vigvöllunum. Þeir flugu til Hue, Da Nang og Pleiku, en ætlunin er að setja upp aðal- stöðvar á sjö stöðum i landinu. Þá fengu eftirlitsmennirnir það verkefni að rannsaka tildrög þess, að Norður-Vietnamar tóku flotahöfn i nánd við hlutlausa beltið milli Suður og Norður Vietnam. Suður Vietnamar tóku stöð þessa tyeim minútum áður en vopnahlé gekk i gildi, en urðu aö láta hana af hendi nokkrum dögum siðar fyrir eldflaugahrið og kúlnaregni andstæöinga. Her- stjórn Suður Vietnam hefur mótmælt þessu og kveöur 100 Suður Vietnama hafa falliö eða særzt I þessari viðureign. Leiötogar Norður Vietnam og Þjóöfrelsishreyfingar S-Vietnam hafa ákveðið að fresta heimsend- ingu bandariskra striðsfanga. Astæðan fyrir þvi er sú, að banda- riskir embættismenn hafa ekki enn viljað leggja fram nákvæma áætlun um hvenær bandarlskir hermenn veröa kallaöir heim frá Vfetnam. Fregnir frá hinni sam- eiginlegu nefnd styrjaldaraðil- anna herma ennfremur, að Þjóö- frelsishreyfingin hafi enn beöið um timaáætlun i gær. En fulltrúi Bandaríkjamanna, Gilbert Wood- ward, hafi svaraö þvi einu, að hann vissi aðeins þrð, aö 28. marz yrðu allir bandarískir hermenn farnir frá Vietnam. Brian McCauley aðmiráll og 14 samstarfsmenn hans flugu til Hanoi i gær til aö ræða með hverjum hætti bandarisk tundurdufl veröa fjarlægö úr ám, höfnum og frá ströndum N-Viet- nam. Fulltrúar Saigon-stjórnar og bráöabirgöabyltingarstjórnar S- Vietnam héldu fund i Paris i gær og ræddu stjórnmálalega framtlö S-Vietnam. Báöir aðilar gáfu i skyn, að senn hæfust i Saigon umræöur um myndun þjóöarráös, sem vinna skal að sáttum og samvinnu. Þjóðarráðið á að undirbúa og stjórna kosningu nýs þings S-Vietnam.Það á einnig að ákveða hvað gera skuli við póli- tiska fa*|ga þá, sem Þjóðfrelsis- hreyfingni og s-vietnömsk yfir- völd haldaNenn. 1 ráðinu eiga að vera 90 markns valdir af Saigon- stjórn, ÞjóðWelsishreyfingu og hlutlausum hópum I S-Vietnam. Samkvæmt vopnahléssamningn- um á ráðið að komast á laggirnar 90 dögum eftir vopnahlésdaginn. „Eins og á síldarárunum” segja Austfirðingar - 11 þúsund lestir af loðnu bárust til Austfjarða í gær ÞO—Reykjavik Geysimikil loðnuveiöi var út af Eystra-Horni i fyrrinótt. Um hádegi I gær var vitað um 40 báta, sem fengið höfðu einhverja veiði, samtals um ellefu þúsund lestir. Eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið, hefur aldrei fengizt jafn mikiö loðnu- magn á einni nóttu. Þessi gifurlega veiði hefur oröiö til þess, að löndunarstöðvun er nú á öllum höfnum austanlands allt frá Hornafirði til Seyðis- fjarðar, en i dag var þess að vænta, að 3500 tonna þróarrými losnaði á hinum ýmsu Aust- fjarðarhöfnum. Að sjálfsögðu eru Austfirðingar mjög ánægðir yfir þvi mikla loönumagni, sem rú berst á hafnirnar, og sumir þeirra, sem við ræddum við i gær, sögðu, að þetta væri að verða eins og á sildarárunum. Menn væru við vinnu, eins og þá, og nefnd voru dæmi um, að menn hefðu ekki hvilzt i tvo sólarhringa. Hjálmar Vilhjálmsson, sem nú er leiðangursstjóri á Arna Friö- rikssynúsagði i samtali viö blaðið i gær, að aðalveiöisvæöi bátanna I fyrrinótt hefði veriö 23 sjómilur suðaustur af Eystra-Horni og loðnan hefði litið hreýft sig til suðurs siðustu sólarhringana. Hann sagði,að veiðin i fyrrakvöld hefði ekki byrjað fyrr en eftir kl. 10, en fram til þess tima var bræla á miðunum. Bátarnir þurftu stundum ekki að kasta nema einu sinni eða tvisvar Framhald á bls. 19 ÖRVÆNTING í BELFAST NTB—Belfast- Meiri sundrung, reiöi og beizkja rikti i gær I Belfasthöfuö- borg N-trlands. en nokkru sinni áöur á nær fjögurra ára timabili óeiröa i Ulster eftir geigvænlegar blóösúthellingar um helgina. Tiu óbreyttir borgarar féllu fyrir byssukúlum brezkra her- manna og hryöjuverkamanna. Fimmtán manns hafa látiö lifiö á fjórum dögum, og þar meö var tala fallinna komin upp i 711 frá þvi 1969. Hinn opinberi hluti irska lýð- veldishersins tilkynnti I gær, að hann mundi styöja alla hópa, sem ákveða aö reisa götuvirki og giröa af kaþólsk hverfi til að koma i veg fyrir hryöjuverk. t maí I fyrra lýsti hinn opinberi hluti Lýöveldishersins yfir vopnahléi i bardaganum við lið — sveitir Breta I landinu. Málgögn mótmælenda ræddu I gær, að ef til vill væri timi til kominn, að herstjórn tæki völd I N-lrlandi. 545 FRANSKIR LÆKNAR JÁTA FÓSTUREYÐINGAR NTB—Parls- Tvöhundruö franskir læknar skýröu frá þvi I gær, aö þeir ætluöu aö viöurkenna opinber- lega, aö þeir heföu framkvæmt fóstureyöingu eöa aöstoöaö viö slika aögerö. Aöur höföu 345 starfsbræöur þeirra franskir gert hliöstæöa játningu, en læknarnir vilja, aö fóstureyöingar veröi lög- legar I Frakklandi. Yfirlýsing læknanna er liður i áralangri baráttu fyrir afnám 52 ára gamalla laga, sem banna bæöi fóstureyöingar og getnaöar- varnir I Frakklandi. Læknarnir 200 hafa rannsakað vandamál i sambandi viö fóstur- eyöingar. Skýringar þeirra á þvi hversvegna þeir hafi framkvæmt slikar aðgeröir verða birtar á miðvikudag, og þá munu þeir jafnframt hvetja yfirvöld til að leyfa fóstureyöingar i vissum til- fellum. Fyrri hópurinn er kröfuharðari — hann vill alveg frjálsar fóstur- eyðingar og kynferðismála- fræðslu fyrir allar konur, einnig undir lögaldri. Þessir 345 læknar uröu fyrstir mann I Frakklandi til aö játa á sig óíöglegar fóstureyö- ingar og þar meö lögbrot. Framhald á bls. 19 v J Samband isl. samvinnufélaga 'j IN N FLUTN1NGSDEILD TÍGRIS \Í»|lf antfaiay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjpf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.