Tíminn - 10.02.1973, Page 1
IWOTELLOFM/fl
VEITINGABÚÐ
„Hótel Loftleiðir" er nýjung í hótel-
rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót-
um vinsældum. Góöar veitingar, lipur
þjónusta, lágt verð — og opið fyrir allar
aldir!
BÝÐUR NOKKUR BETUR!
Ótrúlegur róðrafjöldi fyrir
vestan og aflinn góður
Aöstoð við flutninga
og sprengingar
I athugun er nú aö fá banda-
riska herinn til aöstoðar viö flutn
inga á tækjum og búnaði úr at-
vinnufyrirtækjum i Eyjum. Hefur
helzt komiö til greina að fá
Herkules flutningaflugvélar ~ til
þessara flutninga, en þær eiga
auðvelt með að athafna sig á flug-
vellinum i Eyjum, og mjög auð-
velt er að ferma þær og afferma.
bá er i athugun að fá hingað til
lands sprengjusérfræðinga, sem
kanna myndu nákvæmlega allar
aðstæður i sambandi við að
sprengja rás fyrir hraunið i sjó
fram austur af Heimaey.
ÞÓ, Reykjavík — Janúar-
mánuður lék við vestfirzka
sjómenn að þessu sinni og
gæftir voru einstaklega
góðar, Flestir bátanna eru
með 20-25 róðra í
mánuðinum, er telja
verður næsta ótrúlegan
róðrafjölda á þessum árs-
tíma, þegar veður eru sem
vályndust. Afli línubáta
var yfirleitt mjög góður
allan mánuðinn, sérstak-
lega á nyrðri miðunum, en
framan af mánuðinum var
afli tregari hjá sunnar.
Heildaraflinn i mánuðinum var
4.585 lestir, á móti 4.050 lestum á
sama tima i fyrra. Alls réru 35
bátar frá Vestfjörðum I janúar,
þar af réri 31 með linu, en aðeins
fjórir með botnvörpu, en linu-
veiðarnar eru nú i mikilli sókn,
enda hefur linuaflinn glæðzt
verulega siðustu árin.
Aflahæsti linubáturinn og afla-
hæsti báturinn i fjóröungnum var
Sólrún frá Bolungavik með 220.9
lestir i 25 róðrum. Af togskipum
var Július Geirmundsson frá Isa-
firði hæstur með 212 lestir i
þrem veiðiferðum. Aflahæsta
verstöðin i mánuðinum var Isa-
fjörður með 1.130 lestir.
Eitt margra húsa, sem gosið í Eyjum hefur leikið illa. Þakið hefur látið undan
þunga gjallsins, sem hrúgast upp og veggir hússinssíðan látið undan. — Tímamynd:
Gunnar.
Ræða flutning bún-
aðar úr fyrirtækjum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja og borgarstjórn
halda sameiginlegan fund í næstu viku
KJ, Reykjavík. — Nokkrir
úr bæjarstjórn Vestmanna-
eyja mun koma saman í
fyrramálið, og ræða þá
m.a. um björgun og brott-
flutning á tækjum úr at-
vinnufyrirtækjum í Eyjum
með tilliti til þess að bát-
arnireru nú búnir að koma
sér fyrir í ýmsum verstöðv-
um, og þurfa á margs
konar þjónustu að halda,
sagði Sigurgeir Kristjáns-
son forseti bæjarstjórnar er
Tíminn ræddi við hann í
gær.
Sigurgeir sagði,að bæjarstjórn-
in hefði ekki fram til þessa mælt
með þvi að tæki yrðu flutt frá
Eyjum i stórum stil, en þjónustu-
fyrirtæki bátaflotans væru nú
mörg hver búin að koma sér fyrir
á fastalandinu, og þvi væri ekkert
eðlilegra en aö Vestmanna-
eyingar sem þar störfuðu fengu
tæki og áhöld úr fyrirtækjunum i
Eyjum.
Þá sagði Sigurgeir, að i fisk-
vinnslustöðvunum i Eyjum væru
tæki og áhöld upp á tugi og hundr-
uð milljóna króna, og þegar
hraunið ógnaði nú innsiglingunni
eins og raun ber vitni, þá þyrfti að
gera ráðstafanir til að bjarga
þessum tækjum, og vera við öllu
búin.
Að lokum sagði hann, að ákveð-
ið hefði verið að Bæjarstj. Vest-
mannaeyja og Borgarstjórn
Reykjavikur kæmu saman á
þriðjudaginn, til að ræða ymis
þau vandamál, sem upp hafa
komið vegna brottflutnings fólks-
ins frá Eyjum.
Skoða hús
Svo sem kunnugt er af fréttum
þá hafa frændþjóðirnar boðist til
að gefa Islendingum tilbúin hús,
og eru nú á förum til útlanda fjór-
ir menn sem skoða munu þessi
hús, og ákveða hvers konar hús
það verða, sem hingað veröa
send. 1 þessari sendinefnd eru
þeir Bárður Danielsson bruna-
málastjóri rikisins, Guðmundur
G. Þórarinsson verkfræðingur og
Vestmannaeyingarnir Hafsteinn
Stefánsson og Jóhann Friðfinns-
1000 númer
tekin úr símstöð-
inni í Eyjum
Þó, Ileykjavik. —
,,Jú, það er rétt, að
við höfum hugsað
okkur að minnka
sjálfvirku simstöðina
i Vestmannaeyjum,”
sagði Þorvarður
Jónsson, yfirverk-
fræðingur Landsim-
ans, er við inntum
hann eftir þvi.
Hann sagði, að i sjálfvirku
simstöðinni i Vestmannaeyj-
um væru 1600 númer, en áætl-
að væri að taka þaðan 1000
númer og flytja þau til lands.
Sexhundruð númer verða skil-
in eftir og á það að teljast
nægilegt i bráð. Sá hluti sjálf-
virku stöðvarinnar, sem flutt-
ur verður i land, verður settur
niður einhvers staðar á land-
inu, þar sem skortur er á sim-
um og hefur verið rætt um
Reykjavik eða Akureyri i þvi
sambandi.
— Við tókum þessa ákvörð-
un, þar sem simstöðvarhúsið
er ekki i nema 450-500 metra
fjarlægð frá hraunjaðrinum,
sagði Þorvarður.
Þá spurðum við hann, hvort
sæsimastrengirnir væru i
einhverri hættu. Hann kvað
svo ekki vera. Aftur á móti
væri sæsimastöðin i sjálfu
stöðvarhúsinu, og rætt hefði
verið um að flytja hana. Rætt
hefur verið um tvo staði.
Annað hvort að flytja stöðina
til Vikur i Mýrdal, eða að
koma sæsimastöðinni fyrir á
öðrum stað i Vestmanna-
eyjum, þar sem stöðin yrði
ekki i neinni hættu. Sæsima-
strengirnir koma á land i vik-
inni Klauf, sem er rétt noröan
við Stórhöfða, og liggur
strengurinn meðfram flug-
vellinum og vestan við veginn
niður i simstöðvarhús, og telst
hann ekki vera i hættu, enn
sem komið er.
Tiu manns starfa nú hjá
Pósti- og sima i Vestmanna-
eyjum og sjá þeir um loft-
skeytastöðina, sæsimann og
sjálfvirku stöðina. 1 dag er
ætlunin að senda flokk manna
til Eyja til að taka niður þann
hluta sjálfvirku stöðvarinnar,
sem fluttur verður i land.