Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.02.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 10. febrúar 1973 n Japönsku risarnir KATO vökvadrifnir bílkranar 39m 1,5ton Enginn býður betur NK-IIOH "oi oöí NK-20B OO á oöl NK-28 ENGINNannar vökvadrifinn bílkrani hefur slíka lyftihæð og útbúnað, miðað við stærð og verð. ALLIR Kato bílkranar eru seldir f ullbúnir og hafa m.a. tvö spil, frítengsli, átaksvog og margt fleira. KATO framleiddir í stærðunum: 5, 11, 16, 20, 28, 32, 36 og 75 tonn. EN þrátt fyrir stærðina og hinn fullkomna út- búnað býður enginn lægra verð né hag- stæðari greiðsluskilmála. — Leitið upplýsinga. Söluumboð á Islandi: Björn Ólafsson * Sím i 4-38-33 | Ndmskeið í morsi og radíótækni fyrir byrjendur þá, sem ljúka vilja nýliða- prófi radióamatöra verður haldið á vegum Félags islenzkra radióamatöra og Náms- flokka Reykjavikur og hefst 12. febrúar, verði næg þátttaka. Innritun fer fram hjá Námsflokkum Reykjavikur, Tjarn- argötu 12, milli kl. 3-4 dagana 8.9.og 12. febrúar. Einnig má hala samband vi félagiB i félagsheimili t.R.A. Vesturgötu 68, kl. 8-9 dagana 8. og 9. febrúar. UTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingardætlunar óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti við byggingu 314 ibúða i Breiðholtshverfi í Reykjavik. Hita- og hreinlætislagnir Raflagnir Blikksmiði Gluggasmiði Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Lágmúla 9, Reykjavik, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 27. febrúar 1973, kl. 14.00. 1 'IIIII Hilj ifflW M M Reykjavik, 5. feb. 1973. TILLÖGUR UM NAFNGIFTIR Landfari góður — Nokkrar nafngiftir hafa verið á kreiki, þegar nýja fellið í Eyjum hefur borið á góma, og einhvers- staðar sá ég eftir biejarstjóranum haft, að hann teldi Kirkjufells- nafnið, sem var notað öðrum fremur, ekki sem hentugast. Ég er á sama máli. Kirkjufellin, sem fyrir eru, munu draga nafn af kirkju- eða kistulögun sinni, en þvi er ekki til að dreifa um nýja fellið. Þaö var lika heitið eftir Kirkjubæ, býlinu sem stóð i nám- unda við gigagjána og hvarf fyrst undir hraun. Vist fer vel á þvi, að skira nýja fellið eftir bænum, og þvi legg ég til, að notaður verði siðari liður nafnsins, svo út komi Bæjarfell. Sá kostur er það að auki við nafnið, að ekki mun vera um samnefni að ræða annars- staðar. Sniðskólinn Sniðná mskeið. Kennt að sníða dömu- og barnafatnað. Innritun i sima 34730. Sniðskóli Bergljótar ólafsdóttur, Laugarnesvegi 62. GlMÓN a Styrkárssoií J hæsta rétta r lög maður Aðalstræti 9 — Simi 1-83-54 Bifreiða- viðgerðir Fljótt og vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bí freiöastí I lingín Siðumúla 23, sími 81330. (Aður en ég yfirgef Vest- mannaeyjar, langar mig til að benda á það innan sviga, hversu ankannalegt er að heyra menn sperrast við að bera fram greini- legt a á samskeytum orðshlut- anna i orðunum Vestmannaeyjar og Vestmannaeyingar. Þetta heyrist i slikum tilvikum, þegar sérhljóðar koma saman. Hvað margir hafa t.d. þrjíi skýr og skil- merkileg u i framburði á tölunni 21? Úrfellingar eru sjálfsagðar til þjállar meðferðar á tungunni og jafnvel nauðsynlegri i ljóðaflutn- ingi en endranær, þvi að annars breytist hrynjandin til stórra lýta og lemstrunar á kvæðinu, sem sk- áldið orti með háttbundinni hrynjandi). Úr þvi að ég er farinn að stinga upp á nafngiftum, ætla ég að hætta mér lengra út á þá braut. Nú þegar unnið er sem ákafast að hringvegi um landið, þ.e.a.s. að vegarlagningu milli Fljótshverfis og öræfasveitar, þarf að fara að gefa þessum nýja kafla nafn. „Jötuninn stendur með járnstaf i hendi jafnan við Lómagnúp” segir Jón Helgason i Aföngum, og þar sem þetta tignarlega fjall er mesta kennileiti i umræddri leið, væri viðeigandi finnst mér að kenna nýja veginn við landvætt Suðurlands og kalla Jötunslóö. Slóð hefur viða merkingu, sem hér á vel við, þýðir t.d. vegur, leiö, svæði. Sem varatillögu set ég nafnið vatnaslóð, sem er með vissu réttnefni. Loks er þess að geta, að ég heyrði myndlistarmann i sjónvarpsviðtali lýsa eftir nafni á nýja myndlistarhúsið á Miklatúni i Reykjavik. Mér kemur i hug nafnið Litvangur. Vangur á að visu kannski fremur við útisvæði en inni. Ég held þó, að þetta komi ekki að sök, þvi að stefnt mun vera að samfelldu, listrænu list- sýningarsvæði út fyrir hús- veggina, út á túnið og tjálundina i kring. Baldur Pálmason. UPPGÖTVUN Norður- Þingeysks hugvitsmanns BÓK ER TIL eftir Asgeir nokk- urn Jakobsson og heitir Menn i brúnni. Maður þessi kvað skrifa mjög um sjómenn og sjó- mennsku. Það er leiðinlegt, að hann virðist ekki vera sem bezt að sér og láta sitthvað fjúka ógrundað. 1 þessari bók segir til dæmis, að linurennan, sem sjómenn þekkja gerla og fleiri kannast við, hafi borizt hingað frá Noregi. Þarna skýtur skökku við i meira lagi. Linurennan er islenzk uppfinning. Höfundurinn var hugvitsmaður og snilldar hagleiksmaður norður á Melrakkasléttu, Kristinn Kristjánsson i Nýhöfn, er lézt fyrir mjög skömmu. Alþingi veitti honum á fjár- lögum viðurkenningu fyrir upp- götvun sina, linurennuna, sem orðið hefur þjóðinni mikils Virði, og hugvit hans i þessu efni og á mörgum öðrum sviðum hefur á siðustu misserum einmitt verið rifjað upp i fjöllesnum Islenzkum blöðum. Annaðhvort hefur Ásgeir Jakobsson lesið illa eða hann er fjarska gleyminn. Skrifstofustúlka óskast sem fyrst. Verzlunarskóla- hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar veitir starfsmannadeild. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 eða UR I URvali Er þér kalt kona? Sokkabuxur ull/nylon XL kr.v400/- Nylon/orlon kr. 345/- Sendum i Póstkröfu LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 Slmi 25644. Sendisveinn óskast Duglegur og áreiðanlegur sendisveinn óskast hálfan daginn. Þarf að hafa reiðhjól eða litið mótorhjól. Tilboð sendist i pósthólf 350. Til sölu Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðú verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.