Tíminn - 10.02.1973, Side 3

Tíminn - 10.02.1973, Side 3
TÍMINN Laugardagur 10. febrúar 1973 Mok loðnuveiði: Allar þrær fullar frá Seyð isfirði til Þorlákshafnar Og þá er loðnan farin að berast til Reykjavikur. Óskar Haiidórsson kom með fyrstu loðnuna'til Sildar- og fiskim jöisverksmiðjunnar á Kletti I gær. Þessi mynd var tekin.þegar verið var aö landa úr bátnum f Sundahöfn. Timamynd Róbert. ÞÓ, Reykjavík — Mok- veiði hefur verið á loðnuveiðunum siðustu sólarhringana. Vitað er um 53 skip, sem fengið hafa 14.900 lestir af loðnu siðustu tvo sólar- hringana. Eftir hádegi i gær var ekki vitað um eitt einasta skip á loðnu- miðunum úti fyrir Austurlandi. Skipin voru annað hvort á leið til hafnar með afla, eða þau biðu á höfnum eftir löndum eða á útleið aftur. Loönan heldur sig á svipuðum slóðum og áður eða um 20 sjó- mílur suðaustur af Eystra-Horni. 1 gærmorgun byrjuðu bátar að kasta á loðnu austsuðaustur af Hvalbak og virtist þar vera mjög mikið magn á ferðinni. Þá fyllti einn bátur sig f Berufjaröarál, þannig að segja má að loðnu megi fá á öllu svæðinu frá Ilvalbak suður að Eystra-Horni. Andrés Finnbogason hjá loðnu- löndunarnefndinni sagði að kunnugt væri um tuttugu báta, sem væru komnir eða á leið til hafna við Suð- og suðvesturland með loðnu. Er afli þessara báta um sex þúsund lestir, en þróar- rými verksmiðjanna á svæðinu frá Þorlákshöfn til Akraness er um 30 þúsund lestir. Þá hóf síldarverksmiðja rikis- ins á Raufarhöfn móttöku á loðnu i gær og var vitað um tvo báta, sem þangað fóru. Fleiri hefðu sjálfsagt farið, ef ekki hefði verið norðanátt með þungum sjó og frosti. Á Austfjarðahöfnum er lág- markslöndunarbið tveir sólar- hringar og þar er búið að landa i öll pláss, sem hægt er að landa i, og margir bátar liggja þar á höfn- unum og biða löndunar. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur, sagði i gær, að loðnan héldi sig ennþá á svipuðum slóð- um og áöur, eða úti af Eystra- Horni. Þó hefur sú breyting orðið á, að loðnan hefur heldur færzt nær landi, og i gærmorgun voru bátarnir byrjaðir að kasta um og innan við tuttugu milna mörkin. Hann sagði, að þeir á Árna Friðrikssyni myndu nú reyna að fylgja loðnunniupp að landinu, og ef að likum lætur, þá kemur loðn- an fyrst inn á Lónsbugtina áður en hún fer að renna vestur með landinu. Fyrsta loðnan, sem kemur til hafna á Suðurlandi kom til Þor- lákshafnar i gær og i nótt voru komnir 10 bátar þangað meö samtals 3000 lestir. Benedikt Thorarensen i Þorlákshöfn sagöi i gærkvöldi, að geymar sildar- verksmiðjunnar myndu fyllast i þessari lotu, en þeir taka 3600 lestir. Þá er loðna fryst af kappi i Þorlákshöfn, og leit loðnan mjög vel út þrátt fyrir langa siglingu með hana. Þá kom Guðmundur RE til Keflav. i fyrrinótt með 700 tonn. Með þessum farmi er Guðmundur búinn að fá um 3500 lestir og er þvi ekki hægt aö segja annað, en að vel gangi hjá Hrólfi Gunnars- syni á þessu nýja skipi. Loðnutorfurnar, sem bátarnir hafa kastað á, eru yfirleitt mjög stórar, og hafa margir bátanna sprengt næturnar. Reykjaborgin sprengdi til dæmis tvisvar sinnum en i þriðja skiptið, sem báturinn kastaði fékk hann full- fermi i einu kasti. 11500 tonn til Nes- kaupstaðar. Nú er Sfldarvinnslan h.f. búin aö taka á móti 11500 tonnum af loðnu, sagði Benedikt Guttorms- son i Neskaupstað. 1 gær lönduöu sjö bátar og voru þeir með um 1500 lestir. Bræðsla hefur gengið ágætlega, og einnig er unnið að frystingu loðnu. Þá er mikið að gera i frystihúsinu, þvi skut- togarinn Barði hefur aflað ágæt- lega. Þvi má segja að hér standi menn annað hvort i ökla eða eyra. Japanskt skip tekur loðnu Ingimundur Hjálmarsson á Seyðisfirði sagði, að þar væri japanskt skip til að taka 160 tonn af frystri loðnu. Þá komu fimm bátar með loðnu til Seyðisfjarðar i gærmorgun og þeir voru Gull- berg með 220 tonn. Asberg með 330 tonn. Helga 2,með 260 tonn, Höfrungur 3 með 260 tonn og Vörður meö 210 tonn. Þessir bátar áttu aö fá löndum hjá Hafsfld h.f. „ICELAND’ S 50 MILES and the reasons why”, nefnist nýtt kynn- ingarrit um landhelgismálið sem rikisstjórnin hefur gefið út. Heiti ritsins mætti þýöa „Hvers vegna 50 mílur”. Höfundur ritsins er Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar. Er það gefiö út í 15 þúsund eintökum, og hefur þegar verið póstlagt til liðlega 800 blaða og timarita og annarra fjöl- iniðla viðs vegar um heim og einnig verið sent islenzkum en þar losnaði 1200 tonna tankur i gærkvöldi. Sildarverksmiðja rikissin hefur enn ekki hafið bræðslu, en allir tankar hennar eru nú fullir. Bræðsla átti að hefjast þar i nótt. Gengur ekki vestur fyrir Rannsóknarskipið Arni Frið- riksson leitaði i gærmorgun að loðnu á svæðinu frá Eystra-Horni og vestur að Skinneyjarhöfða, en ekkertfannst. Virðist þvi augljóst, að loðnan ætli sér að ganga hægt vestur með landinu að þessu sinni, eins og hún gerði 1970, en þá fór loðnan . aldrei vestar en að Kötlutanga, og það ár byrjaði ekki loðnuveiði fyrr en 20. febrúar. — Þó getur verið að loðnan taki kipp á næstu dögum og fari að skriða vestur með land- inu. Hjálmar Vilhjálmsson, leið- angursstjóri á Árna Friðrikssyni sendiráðum til frekari dreifingar. Innlend fyrirtæki, félög og sam- tök, sem eiga aðild að alþjóðlegu samstarfi geta fengið ókeypis eintök af ritinu til að dreifa til samsvarandi félaga og fyrirtækja erlendis, eða viðskiptavina sinna úti um heim. Fæst ritið hjá emb- ætti blaðafulltrúa rikisstjórnar- innar. I ritinu eru margar greinar- góðar skýringarmyndir, sem sýna á glöggan hátt réttmæti og sagði i gær, að þeir á Arna hefðu fyrst leitað grunnt vestur með landinu að Skinneyjarhöfða. Þar var snúið við og haldið i austurátt aftur og farið 20 sjómilur út. A þessu svæði frá Eystra-Hormi að Skinneyjarhöfða fannst ekkert magn sem heitið gæti. Fyrsta loðnan til Reykjavikur Skömmu fyrir hádegi i gær, barst fyrsta loðnan til Reykja- vikur. Var það Óskar Halldórsson RE-157 sem kom meö frystu loðn- una um 300 tonn, en fyrst hafði báturinn landaö 50 tonnum á- Akranesi, sem fóru i frystingu. Sildar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti tók á móti þessari loðnu og strax og séð verður að loðnan fari að berast jafnt og þétt til Reykjavíkur verður verksmiðjan sett I gang. nauðsyn tslendinga til að færa landhelgi sina út i 50 milur. Gerð er grein fyrir meginsjónarmiðum tslendinga i landhelgismálinu i stuttu máli og færðar röksemdir fyrir útfærslunni. t ritinu er gerð grein fyrir þeim tveimur meginstefnum, sem tek- izt er nú á um á alþjóðavettvangi I sambandi við samninga um gerð alþjóðalaga um viðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu. Annars veg- Framhald á 22. siðu. 1 FORYSTUGREIN Nýs Lands er fjallað um náttúruhamfarirnar i Vest- mannaeyjum og nauðsyn þess að þjóðin verði öll að axla þá byrði, sem af þeim leiðir. Scgir þar, að megin- markmiðið sé að reyna með öllum hugsanlegum ráðum að tryggja áfram blómlega byggð í Eyjum. En risavaxin verkefni biða úrlausnar og um þau segir blaðið m.a.: (en grein þessi er skrifuð áður en samstaða varð á Alþingi um fjáröflun:) Ctvega þarf fjölda fólks husnæði, og er það miklum örðugleikuin bundið, ekki sizt þegar um stórar fjölskyldur er að ræða. Sjá þarf til þess að Vestmannaeyingar lifi nokkurn veginn eðlilegu lifi, ef unnt er að tala um slikt við þær aðstæður, sem nú eru. Útvega þarf vinnu og sjá börnum og unglingum fyrir skólavist. Á öllum inálum veröur að halda þannig að Vestmannaeyingar verði ekki rótslitnir frá heimabyggð sinni, heldur flvtjist þangað aftur, strax og aðstæður leyfa. Þá er ekki siður mikilvægt, að allar horfur eru á þvi, að Eyjaflotanuin hafi verið tryggð lendingaraðstaða i höfnuni suðvestanlands, þannig að sjósókn þeirra ætti ekki að ininnka til neinna vcrulegra muna. Tjónið nemur milljörðum króna llið fjárhagslega tjón sem Vestmannaeyingar hafa orðið fyrir, er enn ekki ljóst, og ekki verða öll kurl komin til grafar i þvi cfni, fyrr en löngu eftir að eldgosiö er um garð gengið. Er hér vafalaust um að ræða milljaröa króna tap. Ymsar þjóðir og þá ekki sizt frænd- þjóðir okkar hafa þegar hafið fjársöfnun, sem ðvist er hve verður mikil áður en lýkur, en liitt er ljósliað islendingar sjálfir hljóta að standa undir mcginþunganum. Alþingi hefur nú kosið sjö manna þingnefnd, sem á að undirbúa i frumvarpsformi tillögur um fjáröflun. i þessari nefnd eiga sæti, allir þing- flokkar og sýnir það bezt þá þjóðarsamstöðu, sem er i þessu máli. Er ætlunin að afla tveggja til þriggja milljarða króna, sem endast væntanlega til úrlausnar brýnustu verk- efnuni. Veltur nú á miklu, aö stjórnmálaflokkarnir nái fullri samstöðu, um, hvernig á að afla fjárins og forðist karp og illdeildur þegar svona mikið er I húfi, eins og raun ber vitni. Jaröcldurinn i Vestmanna- eyjum er auövitað sérlega þungbær fyrir Vestmanna- eyinga sjálfa, sem standa uppi eignalausir eða jafnvel skuldum vafnir, slitnir úr heimabyggð og frá lífsstarfi. Hið sálræna verður aldrei bætt, þótt reynt verði að bæta að nokkru eignatjónið En þessar ná ttúruha mf a rir minna okkur óþyrmilega á, aö i hvcrs konar landi viö búum, þrátt fyrir þau lifsþægindi og velmegun, sem þjóðin býr viö. Sjálfir atburðirnir i Vest- mannaeyjum vckja óhjákvæmilega upp spurningu um það, hvort lifvænlegt sé i þessu landi elds og isa. Vestmannaeyingar hafa með æðruleysi sinu og sam- heldni sýnt, að þeir láta ekki bugast fyrir náttúruöflunum, og á meðan svo er, er byggilegt á tslandi. Um þessar mundir eru allir ís- Icndingar Vestmannaeyingar — TK. Þessar skýringarmyndir eru úr hinu nýja dreifingarriti, sem rlkisstjórnin gaf út. Sýna þær, aö á tima- bilinu 1958 til 1970 veiddu útlendingar 48,4% aflans á tslandsmiðum, en tslendingar 51,6%. Nýtt og greinargoft kynn- ingarrit um iandhe/gismálið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.