Tíminn - 10.02.1973, Page 5
Laugardagur 10. febrúar 1973
HMIW
5
F'W i
Flytur með manni
sínum til
Danmerkur
Norska sönkonan Wenche
Myhre hefur nú ákveðið að flytj-
ast með manni sinum, danska
tannlækninum Torben Frris
Möller til Danmerkur, en þar
hefur hann ákveðið að setja á fót
tannlæknast. Wenche, sem er
talin i röð með Dorte Kollo og
Gitte Hænning, er mjög vinsæl i
Noregi, og einnig er hún vel-
þekkt i Þýzkalandi og i Sviþjóð.
Þau Wenche og Torben hittust
fyrst árið 1965 þegar þau voru
bæði i sveitum Sameinuðu þjóð-
anna, sem sendar voru til Kýp-
ur. Þar vann Torben sem lækn-
ir, en ekki fylgir sögunni hvað
Wenche gerði. í þrjú ár fréttist
litið af vinskap þeirra, en árið
1969 giftu þau sig með pomp og
pragt. Torben opnaði tann-
læknastofu i miðborg Oslóar, og
hefur starfað þar siðan, en kona
hans hefur komiö fram opinber-
lega viöa á Noröurlöndum, þó
☆
mest i Noregi. Þó hefur hún
heldur minnkað vinnuna við sig
að undanförnu og haldið sig
heima við og gætt sonar sins, en
með haustinu ætla þau hjón
semsagt að flytjast til Dan-
merkur, og þá geta Danir farið
að njóta söngs hennar.
☆
Hættulegt tré
1 Mexikó eru tré sem hættulegt
er að koma nálægt. Hver svo
sem snertir ,,Tré vondu
konunnar” á á hættu að fá hita
og verða fyrir eitrun. Tré
þessarar tegundar vex
einungis i Moreloshéraði,
og eru þau sérstaklega merkt
„hættuleg”. Annað óvenjulegt
tré, sem vex i Mexíkó er „dina-
mittréð.” Fræpokar þess
springa með miklum krafti,
þegar þeir eru fullþroska.
☆
Ætlar að gerast
kaþólsk
Það hafa verið mikil umsvif i
kringum Diönu Dors. Hún hefur
oft verið nefnd i slúðurdálkum
stórblaöanna, og mönnum hefur
ekki likað allt, sem hún hefur
tekið sér fyrir hendur. Nú er svo
komið, að það eina, sem hún
óskar sér er friður og ró, og að
hún megi hverfa i fjöldann, og
fá að lifa lifinu óáreitt. Undan-
farna mánuði hefur hún kynnt
sér kaþólska trú, og kennari
hennar og lærifaðir er kaþólski
presturinn faöir Verona i Berks-
hire i Englandi. Leikkonan seg-
ir, að hún ætli sér að verða betri
kaþóliki en hún hefur hingað til
verið mótmælandi.
SS1B5
'k
mm**i
wammm
vW.v.v;/."
y* > * * f H(
Höfuðhreyfingar í
jó rnbrautarlestum
Yfirmenn brezku járn-
brautanna hafa farið þess á leit
viö visindamenn, aö þeir rann-
saki nákvæmlega hvernig
höfuðhreyfingar farþega járn-
brautarlestanna eru, á meðan
lestirnar eru á ferð.
Rannsókninni stjórnar dr.
Geoffrey Walsh i Edinborg, og
er talið að niðurstöðurnar verði
mjög gagnlegar, þegar gerðar
verða teikningar að nýjum far-
☆
þegavögnum lestanna. Megi
eftir þessa rannsókn búa sætin
út á þann hátt, sem muni gera
farþegunum feröina sem allra
þægilegasta.
Sólskinsbros
og atvinna
Sólskinsbrosið á andliti Miriam
Laing, varð til þess að henni
bauðst atvinna, sem margar
stúlkur munu öfunda hana af. 1
mai i vor byrjar Miriam, sem er
18 ára gömul, og ættuð frá
Birmingham i Englandi að
vinna sem einkaritari á hóteli á
Riviera-strönd Italiu. Sólskinið
ætti ekki að fara úr svip hennar
eftir að hún byrjar að vinna á
ströndinni, þvi þar mun vera
ósköp skemmtilegt að vera.
TIL ALLRA ATTA
OSLO STOKKHOLMUR KAUPMANNAHÖFN LUXEMBOURG
MANUDAGA MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA ALLA DAGA
FOSTUDAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA
GLASGOW
LAUGARDAGA