Tíminn - 10.02.1973, Side 6
6
TÍMINN
Laugardagur 10. febrúar 1973
Vilji fólks-
ins sigrar
að lokum
UM SIÐUSTU HELGI var staddur hér á landi hópur bandariskra
slúdenta. Hópurinn, sem var nokkub á annab hundrað manns, var á leið
til Kaupmannahafnar, þar sem stúdentarnir munu stunda nám sitt á
þvi misseri, scm nú cr að hef jast. Dvöl þeirra hér á landi tók aðeins yfir
tvær nætur og daginn á milli þeirra, og lítill timi gafst til afskipta
hlaðamanna af þeim, þvi að þeir urðu að fylgja strangri áætlun.
Stúdentaráð Hi tók á móti þeim f hátlðasal háskólans fyrra kvöldið,
þarsem island og háskólinn voru kynnt, og kvöldiðeftir héldu Islenzkir
stúdentar félögum sinum bandariskum samsæti og ball á Hótel Loft-
leiðum. Laugardeginum var svo varið til kynnisferða um Reykjavik og
nágrenni hennar, cn stúdentahópurinn var hér sem viðdvalargestir
Loftleiða, en það félag vita ameriskir stúdentar, að veitir ódýrastar
flugferðir yfir Noröur-Atlantshaf, og nafn þess er eitt af þrcm
þekktustu islenzkum heitum fslenzkum vestanhafs — hin eru Reykja-
vik og Geysir.
4 brosmildir stúdentar frá Vanderbilt University, sem viö ræddum við á leið þcirra til Kaupmannahafn-
ar. Frá vinstri: Lois Shaver, sem lærir sálfræði, Jim Mahan, viðskiptafræðinemi, Patrick Holmes með
sögu að aðalgrein, og Pcrry Steche enskustúdent.
Timamyndir Gunnar
Við náðum þó síðdegis á
laugardag að hitta nokkra úr
hópnum, og tefja þá lltið eitt frá
undirbúningi kvöldfagnaðarins.
A6 sjálfsögöu tóku hinar sígildu
umræður um fyrri vitneskju um
tsland og islenzkar aðstæður
drjúgan tima, Hitinn hér á
veturna og miðnætursólinn á
sumrin verða oft vinsælustu efni
mörlandans, er þeir hitta fólk af
erlendum þjóðum, ásamt öðru
þviliku.
Við reyndum þó að stytta
þennan þátt málanna og snúa
okkur að viðhorfum amerisks
æskufólks i dag, einkum gegn
ástandinu þar i landi eða þvi
ástandisem hin bandariska þjóða
hefur átt drjúgan þátt i að skapa.
Þar eö allir stúdentarnir, sem
við náðum að hitta, virtust sam-
mála um öll helztu atriði þessara
mála, mun ekki hér verða rakið
eftir hverjum og einum, heldur
þeim sex, sem við höfðum tal af, i
heild.
Langflestir stúdentarnir eru frá
tveim háskolum, öðrum i New
York en hinum i Nashville i
Tennesee. Sá skóli nefnist
Vanderbilt University, og þannig
vill til aðallir viðmælendur okkar
stunduðu þar nám sitt. Þó voru
heimafylki þeirra eins mörg og
einstaklingarnir, eða sex.
Ekki hlaut Nixon at-
kvæði þeirra.
Nixon bandarikjaforseti hefur
verið mikið i fréttum að undan-
förnu, og gerðir hans mismun-
andi vel liðnar, eins og við Is-
lendingar ættum að kannast við.
Okkur verður þvi fyrst fyrir að
spyrja um álit þeirra á honum og
hvort þau hafi kosið hann.
öll svara þau þvi neitandi, og
velja forseta sinum heldur fúkleg
orð, enda þótt þau segist viður-
kenna að karlinum sé alls ekki
alls varnað.heldur misnoti hann
aðstöðu sina mjög, og sé snjall að
auglýsa sjálfan sig sem góðan
karl. — Það mistókst honum þó
svo sem bezt má sjá á nýgerðum
B-52 árásum á Laos.
— Þið eigið þá ekki von á
striðslokum að sinni?
— Nei, við vantreystum Nixon,
enda þótt hann hafi unnið með
friðarloforðum sinum einn
stærsta kosningasigur i Banda-
rikjunum, — „landslide”. Það
hefur áður komið fyrir, að friðar-
sigrar hafa verið gleymdir innan
tiðar, eins og t.d. 1964 þegar
Johnson gjörsigraði Barry Gold-
water, og hélt þá fram þeirri
stefnu, að Bandarikin ættu að
draga sig út úr öllum striðsrekstri
i Vietnam, en efndirnar kannast
allir við.
„show business”
er slyngur
karlinn.
Hvað olli einkum stuðningi
ykkar við McGovern?
— Það var auðvitað fyrst og
fremst gamalgróin andstaða hans
gegn striðsrekstrinum i
Indókina, en hún féll þó viða i
skuggann. Við álitum að afstaða
hans til innanlandsmála, t.d.
efnahags- og atvinnumála, hafi
verið til muna skynsamlegri, en
þessi mál hafa rekið nokkuð á
reiðanum hjá Nixon, og kemur
það e.t.v. bezt fram i veiku gengi
dollarans, og óhagstæðum
greiðslujöfnuði.
— Ykkur finnst þá að forsetinn
heiur meðal hennar, gegn strið-
inu. Það má þvi segja, að orð Ho
Chi Minhs um að bandariska
þjóðin yrði að lokum bezti banda-
maður þjóðfrelsisaflanna' i Viet-
nam, hafi rætzt.
Skipting heimsins
i áhirfasvæði ekki
lengur i gildi
— Nú hafa Bandarikjamenn her-
stöðvar hér á landi. Hvert er álit
ykkar á þeim málum?
— Það er ekki hægt að ætla það
nokkurri þjóð, að hún samþykki
dvöl erlends herliðs i landi sinu,
— Andstaða bandarísks almennings g<
í Víetnam hefur or
að bandarísk stjórnvöld hafa dregið sig út
úr stríðsrekstrinum
stríðinu
núna fyrir jólin, segir eitt þeirra.
Viðskiljum að hér muni átt við
jólagjafir hans til Vietnam , og
snúum okkur að striðinu þar.
— Já, nú segja þeir, að striðinu sé
lokið, en allir, sem eitthvað sjá og
skilja, vita, að enn er langt i frá
að svo sé. Striðinu er að visu lokið
i Vietnam á pappirnum en hingað
til hafa hin rikin i Indókina
gleymzt i öllum fréttaaustrinum
frá Vietnam.Nú fara menn að
ranka ^við sér, og muna, að
styrjöld hefur geisað i öllu Indó-
Kina i fjölda ára, og stendur enn.
Bandarikjamenn hafa heldur
ekki dregið sig út úr striðinu þar,
Ileimafólkinu
lika að sinna
verður
— Þið segist ekki hafa kosið
Nixon, en hvað um aðra ameriska
stúdenta? Var ekki meirihluti
þeirra lika stuðningsmenn
McGoverns?
Nei, svo furulega vill til, að
meirihluti ameriskra stúdenta
mun hafa kosið Nixon, og það eitt
getur e.t.v. sannað, hve fólk
getur látið slá miklu ryki i augun
á sér. Okkar skóli er reyndar
mjög ihaldssamur, en þar kaus
verulegur meirihluti Nixon. Hann
John Bumgarner, heimspekinemi frá Orlando I Florida, og John Fred Cantrell, sem leggur stund á list-
fræði og listasögu, en hann er frá Danville i Kentucky.
ætti að láta sér annara um sitt
heimafólk, en hann hefur gert?
— Já tvimælalaust. Það er ekki
nóg að fara um hálfan heiminn til
að auglýsa sjálfan sig. Svo
framarlega sem það leiðir til
einhvers góðs, er auðvitað allt i
lagi með slikt, en það má bara
ekki gleyma sinu heimafólki. Það
er það sem veitir brautargengið
til að hafa áhrif á gang heims-
málanna og þvi verður lika að
sinna.
Ekki réttlátt að kenna
Nixon einum um það
sem aflaga fer
— Og þið teljið Nixon hafa
brugðizt fólkinu i landinu?
— Það er nú of sterkt að orði
komizt. Hann hefur auðvitað gert
sumt gott, þó að annað sé verra.
En það má heldur ekki gleyma
þvi, að bak við forsetann standa
menn, sem ráða gangi mála. Það
er þvi alls óréttlátt að kenna
honum einum um allt sem miður
fer, og gera hann sem tákn fyrir
slikt. Það er auðvitað hagnaður
margra iðnrekenda, sem hefur
m.a. valdið hinu langa striði i
Vietnam. Þeir græða vel á vopna-
og vélasölu, þó að þúsundir þjáist
fyrir það, bæði af þeirra eigin
þjóð og öðrum. En nú er vissum
aðilum loks að skiljast, að
mannslifin eru allra mest verð,
og í samræmi við það er stefnan
að breytast.
En hverjir eru það, að ykkar
áliti, sem valda mestu um breytta
stefnu mála i afskiptum
Bandarikjamanna i Vietnam?
— Það er bandaríska þjóðin sjálf,
ogsú vaxandi andstaða, sem gætt
og það er engan veginn i sam-
ræmi við æskilega stefnu á friðar-
timum, að svo sé gert. Við gætum
rétt imyndað okkur, hvernig á
það yrði litið heima fyrir, ef þar
væru að staðaldri nokkrar
milljónir erlendra hermanna og
skylduliðs þeirra, en svo væri
með sama hlutfalli við fólks-
fjölda. Nú, hvað þá ef þessir
menn væru t.d. Rússar.
— En hvert haldið þvi, að hlut-
verk herstöðvarinnar sé?
Kannski að vernda okkur fyrir
Rússum, og að þeir komi og taki
Island, um leið og ameriski
herinn yfirgefur það?
— Nei, svo grunnhygginn getur
enginn verið. Það er valdajafn-
vægið, sem gengið var frá I lok
heimsstyrjaldarinnar, sem verið
er að berjast við að halda, en sú
skipting i áhrifasvæði stór-
veldanna, sem þá var gerð, hefur
ekki verið meðtekin af öllum
þjóðum, og þar er að leita fyrstu
orsakanna á striðinu I Vietnam.
Það er dautt hlutverk að berjast
fyrir þeirri skiptingu heimsins,
sem gengið var frá i Potsdam
1945 og fæddi járntjaldið, sem
fyrsta afkvæmi sitt.
Þegar hér er komið við sögu,
gefst ekki meiri timi til viðræðna
við þetta alúðlega fólk, sem er,
eins og Amerikanar flestir, ein-
staklega létt i viðmóti brosmilt og
þægilegt viðræðu. Að morgni
halda þessir stúdentar til Kaup-
mannahafnar, þar sem ný kynni
biða ásamt framhaldandi námi i
heilt skólamisseri. Við óskum
þeim góðrar ferðar og velgengni
um leið og við kveðjum og
þökkum fyrir, og þau láta enn
einusinni i ljósi aðdáun sina á ís-
landi eftir hin stuttu kynni. -Erl.
Rabbað við nokkra
ameríska stúdenta
í stuttri dvöl: