Tíminn - 10.02.1973, Síða 7

Tíminn - 10.02.1973, Síða 7
Laugardagur 10. febrúar 1973 TÍMINN 7 Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja tekinn til starfa í Reykjavík Nemendur úr Gagnfræöaskóla Vestmannaeyja fyrir utan Laugalækjar skóla, þar sem þeir munu stunda nám, það sem eftir er vetrar. Eyjólfur Pálsson, skólastjóri úr Eyjum, vinnur aö skipulagningu skólastarfsins i Reykjavik, ásamt kennurunum Björgu Bjarnadóttur og Birgi Baldvinssyni. Timamyndir Róbcrt. MEÐAL ÞEIRRA fjöl- mörgu vandkvæöa, sem steðja að vegna skyndilegs brottflutnings Vestmanna- eyinga, er að börn og ung- lingar á skólaskyldualdri eru rifin frá heimkynnum sínum og skólum á miðjum vetri, og eiga fyrirsjáan- lega ekki afturkvæm á þessum vetri. Er því ekki um annað að ræða, en að koma börnunum fyrir í öðr- um skólum, þótt flestir eða allir þeirra séu fullsetnir, sem kunnugt er. Reynt hef- ur verið að skipuleggja áframhaldandi skólagöngu Vestmannaeyjabarna eflir föngum en skólamönnum er mikill vandi á höndum, því f jölsky Idurnar eru dreifðar víða um landið og fæstarþeirra vita hvarþær verða búsettar næstu mán- uði. Langflestar Eyjafjölskyldur eru i Reykjavik og þar er þörfin fyrir viðbótarskólahúsnæði brýn- ust. Sá háttur hefur verið hafður á i Reykjavik og annars staðar, að börnum á barnaskólaaldri hefur verið komið i þá skóla, sem næstir eru þeim heimilum, sem þau búa nú í, þar sem ekki er mögulegt, til dæmis i Reykjavik, að láta ung börn ferðast daglega um langan veg til að sækja skóla. Eru þvi börnin sett i bekkjardeildir með jafnöldrum sinum, hvert i sinum skóla. Sama er að segja um ung- linga á gagnfræðastigi, nema i Reykjav.. Þar er Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja áfram og hófst kennsla i gær. Flestar bekkjar- deildir hafa fengið inni Lauga- lækjarskólanum, en einnig fer kennsla fram i nokkrum bekkjum i Laugarnesskóla og Langholts- skóla. Timinn haföi i gær tal af Eyjólfi Pálssyni, skólastjóra Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja, er hann var önnum kafinn við að skipu- leggja kennsluna og koma skóla- starfinu i eins eðlilegt horf, og unnt er við slikar aðstæður, er skapazt hafa. Sagði hann, aö af 260 nemendum skólans væru nú 175 skráð i Reykjavik. Aðrir nemendur skólans, sem búsettir eru utan Reykjavikur eru i gagn- fræðaskólum þar sem þau búa, nokkrir nemendur hafa sótt um að komast að i héraðsskólum, og enn er dálitill hópur, sem ekki hefur gert vart við sig, og þvi ei vitað hvar þeir nemendur eru nið- ur komnir eða hvar þeir hyggjast sækja skóla. Það er áberandi hve nemendur eldri bekkjanna hafa margir látið skrá sig, en af tveim yngstu árgöngunum vantar enn 40 til 50%. t Laugalækjarskóla hefur ann- ar til fimmti bekkur fengið inni i nýrri áfanga skólabyggingarinn- ar, alls átta bekkjardeildir. í Langholtsskólanum er sjöundi bekkur barnaskólans i Vest- mannaeyjum, en hann telst til gagnfræðadeildar og i Laugar- nesskóla er sjötti bekkur Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja. í hvorum siðarnefndu skólanna eru þrjár bekkjardeildir Vestmanna- eyinga. Við Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja starfa 12 fastráðnir kennarar og átta stundakennar- ar. Allir fastráðnu kennararnir halda áfram kennslu við skólann og þeir af stundakennurunum, sem þörf er fyrir. Eyjólfur sagði að höfuðáher2la verði lögð á að halda áfram kennslu i bóklegum greinum, en fella verði niður kennsiu i matreiðslu, handavinnu og sennilega i iþróttum og jafnvel fleiri greinum. Skólastarfið hefst kl. 1 eftir hádegi, og lýkur kl. 5 i flestum deildum. En á laugardög- um er fri i þeim skólum, sem Eyjamenn hafa fengið inni i og verður þá hægt að kenna fyrir hádegi og verður húsnæði og tim- inn nýttur eins og kostur er á. — Ég held, að þegar á allt er litið, hafi gengið vonum framar, að koma skólastarfinu af stað aft- ur, sagði Eyjólfur. Kennslan féll niður i rúmlega tvær vikur, og þótt hún hefjist i dag, er ýmislegt sem á vantar, t.d. bækur og fleira, sem nemendurnir hafa enn ekki fengið i hendur. Okkur er kunnugt um að fleiri af nemendunum vilja koma hing- að og halda áfram námi sinu, hjá þeim kennurum sem þeir höfðu, og með skólasystkinum sinum. Þótt þeir séu setztir i aðra skóla eru ávallt erfiðleikar þvi samfara að skipta um skóla á miðjum vetri. Yfirferð i námi og náms- bækur eru nokkuð breytilegar eft- ir skólum og getur tekið langan tima fyrir nemendur að samlag- ast námskerfinu i öðrum skólum. Það má ekki skilja þetta svo að aðrir gagnfræðaskólar séu á neinn hátt verri en okkar skóli, heldur aðeins að það er eðlilegra fyrir unglingana að vera i sama skólanum allt skólaárið. Oskar Magnússon, skólastjóri Laugarlækjarskóla, sagði að hús- rými skólans væri sannarlega fullnýtt. Hefði skólinn verið full- setinn fyrir, en samt væri sjálf- sagt að rýma fyrir Vestmannaey- ingunum, eins og nokkur kost- ur væri á, og væri hver smuga i skólanum notuð. Rýmdar voru átta stofur i öðrum áfanga byggingarinnar kl. 1 og þeir bekkir, sem þar voru að jafnaöi, og ekki hafa lokið daglegri skóla- göngu þá væru færðir i aðrar stof- ur, sem losnuðu. Yrði af þessu að visu nokkurt rask, en mikilvægt þætti, að nemendur og kennarar Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja gætu haldið hópinn eins og kostur er á og þvi hafi einnig verið ákveðið að þeim bekkjum skól- ans, sem ekki er nokkur leið að koma fyrir i Laugalækjaskóla væru i þeim skólum sem næstir eru, þ.e. Langholtsskóla og Laugarnesskóla. í Laugalækjarskóla er fyrir 500 nemendur. Siðan bætast Vest- mannaeyingarnir við og á kvöldin eru þar til húsa Kvöldskólinn og Námsflokkar Reykjavikur. Sagöi skólastjórinn að nærri léti að milli 1600 og 1700 nytu kennslu i hús- næði skólans núna. — OÓ. Fyrsta kennslustund 4. bekkjar A úr Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja I Laugalækjarskóla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.