Tíminn - 10.02.1973, Síða 15

Tíminn - 10.02.1973, Síða 15
14 TÍMINN Laugardagur 1(). febrúar 1973 Laugardagur 10. febrúar 1973 TÍMINN 15 HÚS SEM HAFA *150ö BRUNNIÐj GOSEFNI SEM HLEÐST UPP S.JAVAHHITI 40' JARÐSKORPAN m? Ifp *8vr *$*r{ WiM mifo m UCYKtlAVIK* | Heimaeyjargosið í sænsku blaði TRÚVISINDAKIRKJAN er undarlegt fyrirbæri, sem hefur höfuðstöðvar sinar i Englandi, en teygir arma sina viða um lönd. öðrum þræði að minnsta kosti virðist þetta vera harðsvirað gróðafyrirtæki — gerir kröfu til þess að flokkast til trúarbragða, en leggur mest kapp á að selja ráðvilltum unglingum vonir um hamingju og jafnvægi á einhvers konar námskeiðum, sem kosta of fjár, auk þess sem þeir eru beygðir undir afarharðan aga. Höfuðstöðvar þessarar hreyf- ingar i SviþjóðeruiGautaborg, og þar hefur húa valdið miklu fiaðrafoki. Skelfdir foreldrar hafa snúið sér til borgarlæknis- embættisins, félagsráðgjafa og sálfræöinga og beðið þá að stöðva innrás þeirra manna, sem þarna eru að verki. Þeir telja, að börn sin hafi orðið ginningarfifl afla, sem sizt ættu að kenna sig við mannlega hamingju. Tryggve Andén, borgarlæknir i Gauta- borg, hefur i höndum skilriki, sem sanna, að trúvisindahreyf- ingin hefur beitt fjárkúgun við fyrrverandi þátttakendur, og grátandi mæður eru tiðir gestir i biðstofu hans. Fjölskyldur hafa sundrazt af völdum þessara ham- ingjumiðlarai og foreldrum er meinað að ná tali af börnum sin- um. Fyrirspurn hefur meira að segja verið borin fram um það i, sænska þinginu, hvort stjórnar- völdin teldu sér ekki heimilt að gripa i taumana, en fram aö þessu hefur svarið verið neikvætt, þar eð trúfrelsi fólks væri hemill á slikum afskiptum. „Dóttir min er aldrei heima nokkurt kvöld. Við getum ekki lengur talað saman. Hún hefur eytt öllum þeim peningum, sem ég var búin að spara saman handa henni, og þeir hafa allir farið til að borga námskeið þess- arar trúvisindahreyfingar”. „Þegar trúvisindahreyfingin náði tökum á dóttur minni, varð okkur ógerlegt að tala saman. Hún hætti námi til þess að gefa sig að þessum furðufræðum. Ekki löngu seinna settist að henni sjúk- legt þunglyndi, sem hún hefur siðan verið haldin — það er nú orðin fjögur ár”. Þetta er frásögn mæöra i Svi- þjóð, sem orðið hafa fyrir þvi óláni, að dætur þeirra lentu i klóm trúvisindamannanna. Stúlka, sem komizt hefur i kynni við hreyfinguna, segir svo þannig frá: „Ég var einmana og mig lang- aði til þes að komast i sam and við einhverja. Ég flúði til trú- visindamannanna, sem ég hélt, að byðu það, sem ég þráði. En ég uppgötvaði, að þetta var blekk- ing. Þeir sóttust ekki eftir öðru en peningum”. öllu kastað á glæ vegna hreyfingarinnar Fólki stendur svo mikill stugg- ur af þessari hreyfingu, að for- eldrarnir, sem bera upp kvartan- ir sinar, þora ekki að láta nafns sins getið. Þeir óttast, að það verði hefnzt á börnum þeirra. Móðir i Stokkhólmi segir: — Dóttir min lenti i þessu i sumar. Hún breyttist á skömm- um tima — ég þekki hana ekki lengur. Hún stekkur upp á nef sér, hvað litiö sem út af ber, og ef ég yrði á hana, hvessir hún á mig augun eins og reiöur dómari. Hún er búin aö eyða þrjátiu til fjörutiu þúsund krónum, sem við höfum sparað saman i mörg ár, og hún hefur jafnvel selt af sér kápuna til þess að ná i meiri pen- inga. Allt fer þetta til þess að borga þátttökuna i námskeiðun- um, og ég sé, að bækur, sem hún hefur verið látin kaupa, hafa kostað mörg þúsund krónur. Hún er hjá þeim i höfuðstöðvunum við Drottningargötu, fer að heiman klukkan átta á morgnana og kem- ur sjaldnast fyrr en um miðnætti. Hún vinnur og vinnur fyrir þá, en kaup fær hún ekki — stöku sinn- um svo sem fjögur hundruð krón- ur og þaðan af minna. Ég veit ekki, hvar þetta lendir. Iðulega getur hún ekki sofið — liggur vak- andi i rúminu og hugsar um eitt- hvað, sem henni hefur verið talin trú um. Unglingarnir sefjaðir, engri bráð sleppt Móðir i Gautaborg segir frá á þessa leið: — Dóttir min var ekki nema fimmtán ára gömul, þegar hún lenti i neti þessara manna. Hún skrapp i borgarbókasafnið eitt kvöldið og kom heim með einhver skjöl. Skrifaðu á þetta, sagði hún — ég ætla á námskeið. Ég gerði það, sem hún bað um, og gaf henni tvö þúsund krónur upp i gjaldið. Allt hátterni hennar breyttist snögglega. Alls konar undrahugmyndum skaut upp, og hún sagði, að þarna hefði hún hitt gott fólk. Hún virtist ganga um i gleðivimu. Ég vildi sýna, aö ég væri áhugasöm móðir, og eitt kvöldið fór ég með henni til þess að hlusta á fyrirlestur hjá trúvis- indamönnunum. Fyrirlesturinn var ekki annað en þvættingur, að minu viti, órar og hugarflug — engum spurningum var svarað. Eigi að siður var eins og ein- hver sefjunarkraftur fylgdi þess- um manni, sem talaði. Hann virð- ist ná undarlegum tökum á ungl- ingunum, svo órökvist sem allt var, er hann sagði. Dóttir min hætti skólanámi eft- ir fáa mánuði. Hún var á ein- hverjum trúarhátiðum hjá læri- feðrum sinum fram til klukkan tvö og hálf-þrjú á nóttunni. Ef ég hringdi og fór þess á leit, að hún yrði látin koma heim, var mér svarað: Þvi verður hún að ráða sjálf. Það var eins og þeir svæfðu samvizku hennar. Mér varð ljóst, að hún hafði beðið tjón á sálu sinni. Skapgerðin hafði breytzt til hins verra. Ég reyndi að fá aðra foreldra, sem orðið höfðu fyrir hinu sama, til þess að mynda samtök gegn þessum ófögnuði. En það þorði það ekki. Það óttað- ist hefnd. Ég hef leitað ásjár hjá fræðsluráði, félagsmálastjórn og dómsmálaráðuneyti. En það er trúfrelsi i landinu, og enginn telur sig hafa heimild til þess að taka i taumana. Þó eru ekki bornar brigður á, aö starfsemi þessarar hreyfingar hefur valdið mörgum sálartjóni og jafnvel leitt til geð- veiki. Einskis svifizt, segja andstæðingarnir Hin svokallaða heimspeki, sem þessi hreyfing byggist á, er sam- suða úr ýmsum áttum — dul- speki, trúaratriði ýmiss konar og dálitið af fræðum, sem sótt eru i sálgreiningu. Þeir boða frelsun og upphafningu, sem nær hlustum ráðvilltra unglinga, sem ekki vita, hvað þeir eiga af sér að gera. Hinir duglegu eiga að verða enn duglegri. Þeir láta gera við sig skriflega samninga, og marg- ir foreldrar hafa i hugsunarleysi skrifað nöfn sin undir þess konar plögg hjá börnum sinum — þessi skilriki eru á ensku og látið heita, að þetta sé eins konar skátahreyf- ing. Forystumenn heimta full- komið vald yfir þeim, er ganga þeim 4iönd, og þeir eiga ekki sjö dagana sæla, er yfirgefa þessa hreyfingu. Hótunum rignir yfir þá, og til flestra ráða gripið til þess að kúga þá. Sálfræðingur i Gautaborg, sem gerzt hefur skjólstæðingur manns, sem haföi gengið i hreyf- inguna, þegar hún hófst i Astraliu upp úr 1950, en sagði siðan skilið við hana, segir svo frá, að þriveg- is hafi þessum manni verið sýnt banatilræði, áður en hann komst brott úr Astraliu. Yfirleitt er hreyfingin mjög hörð i horn að taka og árásar- gjörn, og geðlæknar og sálfræð- ingar i Sviþjóð hafa hvað eftir annað orðið fyrir áreitni af henn- ar hálfu. Flugritum er dreift og ráðizt á ýmsar stofnanir og starfslið þeirra og þvi brugðið um alls kyns vammir og skammir. En vigorðin lofa öllu fögru: „Trúvisindi — brúin frá öngþveiti til fullkomins frelsis. Rón biður þin við hinn brúarsporðinn”. Rón er upphafsmaður hreyfing- arinnar, Ron Hubbard, sem lifir heldur léttu lifi á lystisnekkju á Miðjarðarhafinu á milli þess, sem hann rannsakar sálarlif tómata. Þess vegna eru lika sjóferðir út úr landhelgi einn þátturinn i þessu öllu. — J.H. SURTSEY V.: " ' * . • •• . » \;V| I ÖSKU RIGNIR YFIR SVÆÐIÐ OG HÆTTA nár det hánder fÚl KR A AI) HUN FÆRI ALLT i KAP [miðbærJ] IIÖFNIN e/' ... MIKIÐ hefur verið skrifað um náttúru- hamfarirnar í Veslmannaeyjum i erlendum blöðuin og hundruð mynda hafa verið birtar jaf gosinu og öðru sem þvi viðvikur, auk i imynda með viðtölum við fólk og frá hjálpar- starfinu. Þessi skemm tilega teikning af Vestmanna- eyjum og gosinu þar birtist i sænska blaðinu SE n“ íyrir skömmu. Blaðið sendi hingað tvo MvslllfiffHSH menn, sem tóku fjöida mynda og skrifuðu I Ianga grein um hamfarirnar. Eftir myndun- um og upplýsingum þeirra féiaga teiknaði WmtfwunMj/íw svo te*knari blaðsins, Charlie Bood, þessa WítJ/mumÉr ágætu inynd og setti inn útskýringar, en þær jhöfum við þýtt yfir á islcnzku. I hægra horni MWtMm myndarinnar hefur hann komið fyrir teikn- ÍWÍJ/ÆvœX. ingu af virkum gosbeltum á islandi. > w< '+K&H* i/3% (72 ú ‘Ýi/ . } 'Mífír m 1 v 'mmim / . I9S9 fVn- W(.J /Vij ‘i " T v ÍV.^ nXít/ODWiSW* IJ90 /21/ 7 /23/ / llt 6 X AG BASALTI Mtev Suerse* /96S TRÚ- VÍSINDA- HREYF- INGIN mmmmmmmmíímm’. FYRIRBÆRI, SEAA GERIR USLA INNAN AAARGRA FJÖLSKYLDNA í NÁGRANNA- LÖNDUAA OKKAR ’mmmmmmmmmmmm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.