Tíminn - 10.02.1973, Qupperneq 23
Laugardagur 10. febrúar 197j
TÍMINN
23
Tekið á móti loðnu
á Raufarhöfn?
Verksmiðjan þarfnast endurbóta
ÞÖ, Reykjavik. — Nú má
fastlega gera ráð fyrir þvi, að
Sildarverksmiðja rikisins á
Raufarhöfn taki á móti loðnu tii
bræðslu á næstunni. Stjórn Síldar
verksmiðja rikisins hefur setið á
fundum og fjallað um þetta mál,
en ákvörðun verður tekin ein-
hvern næstu daga.
Við fengum þær upplýsingar á
skrifstofu rikisverksmiðjanna i
gær, að nokkur timi gæti liðið
þangað til verksmiðjan yrði tilbú-
in til loðnumóttöku. Stafar það af
þvi, að verksmiðjan hefur ekki
verið notuð siðan á sildarárunum
og hefur litið verið haldið við
siðan.
Ef hægt á að vera aðbræða loðnu i
verksmiðjunni i vetur, þá þarf að
gera ýmsar endurbætur á henni.
Fyrst og fremst þarf að endur-
bæta vatnsveitu verksmiðjunnar,
en verksmiðjan fær vatn ofan af
heiði, og á þessum árstima er
ekki hægt að stóla á vatn þaðan
vegna frosta. Til stendur að
tengja vatnsleiðslu verksmiðj-
unnar inn á vatnsleiðslu Raufar-
hafnarhrepps, en sá galli er á gjöf
Njarðar, að hreppurinn hefur
ekki of mikið vatn.
Þá var okkur sagt, að endur-
bæta þyrfti þrær verksmiðjunnar
áður en loðnumóttaka gæti hafist.
Einnig er talið að mannekla geti
tafið fyrir móttöku. Talsmaður
verksmiðjanna sagði ennfremur,
að ef loðnuflotinn hefði sinnt rik-
isverksmiðjunum undanfarin ár,
þá hefði verksmiðjan vafalaust
verið tilbúin til móttöku á loðnu
nú. Og einnig væru stjórnendur
verksmiðjunnar hræddir um að
magnið, sem bærist til Raufar-
hafnar, yrði ekki það mikið, að
það borgaði sig að hefja bræðslu
þar.
Sildarverksmiðja rikisins á
Raufarhöfn er með stærstu
sildarverksmiðjum á landinu.
Sólarhringsafköst hennar eru um
1000 tonn á sólarhring.
Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknir á Egilsstöðum:
Bréf til ritstjóra Tímans
EFNI: Hvatning til
samstöðu i bliðu og
striðu.
Herra ritstjóri. t Timanum 6.2.
1973 birtist grein á blaðsiðu 13,
eftir Ólaf Gunnarsson lénssál-
fræðing. Fyrirsögn: Að standa
saman i bliðu og striðu.
Ég vil vekja athygli á fyrstu 30
linum greinarinnar, sérstaklega
þvi, sem ég hefi undirstrikað:
„Vorið 1964 var ég kvaddur til
þess af Vestmannaeyingum að
skipuleggja og stjórna fyrsta
starfsfræðsludegi, er haldinn var
i Eyjum, og samtimis þeim sið-
asta. Ari siðar tókst litilmótleg-
asta vesalmenni, sem setið hefur
i sæti hugsjónamannsins og
snillingsins Jónasar Jónssonar
frá Hriflu, þ.e. sæti menntamála-
ráðherra, að ganga af starfs-
fræðslunni dauðri með aðstoð
auðvirðilegustu skussanna á sviði
fræðslumála. Hverjir skussarnir
voru kemur ekki þessari grein
við. Menntamálaráðherra taldi
þá alla upp i þingræðu, sem hann
flutti á útmánuðum 1965 og mun
ég fljótlega rifja upp nöfn þeirra
upp fyrir islenzku þjóðina, eink-
um unglingana, sem eiga fulla
heimtingu á að vita hverjir það
voru, sem lögðust gegn einu
mesta nauðsynjamáli islenzkrar
æsku. Ræðu sina um starfsfræðsl-
una flutti menntamálaráðherra i
sambandi við fyrirspurn frá Karli
Kristjánssyni frá Húsavfk, einum
gáfaðasta heiðursmanni, sem átt
Dýr í
neyzluvatni
VEGNA rannsókna á dýrum i
neyzluvatni, sem undirritaður
vinnur að, eru þeir sem vita til
þess, að dýr hafi fundizt i vatni,
sem notað hefur verið til neyzlu,
vinsamlegast beðnir að gefa
undirrituðum upplýsingar um
hvaða dýr hafi sézt i vatninu,
hvenær og á hvaða stað (bæ eða
sýslu) dýrin hafi fundizt.
Ennfremur þarf að gefa
upplýsingar um i hvers konar
vatnsbóli dýrin hafi verið t.d.
brunni, tjörn, á eða læk.
Geir Gigja
Pósthólf 1166
Reykjavik.
Þak skíða-
skólans
brotnaði
JJ, — Höfðakaupstað. — Enginn
getur farið á skiði nema snjór
falli, og cnginn, sem skiðaiþrótt
iðkar, amast við dálitlum vetrar-
snjó En svo getur komið fyrir, að
fannalögin verði svo mikil, að þau
valdi óskunda, jafnvel skiða-
mönnunum sjálfum Það hefur
gerzt hér.
Uppi i Spákonufellsborginni
ofan við kaupstaðinn er skiða-
skáli. 1 snjóalögunum miklu fyrr i
vetur lagðist á hann afarmikil
fönn, og varð þunginn svo mikill,
að þakið brotnaði undan honum.
hefur sæti á Alþingi islendinga á
seinni árum”.
Grein Ólafs að öðru leyti vil ég
leiða gjörsamlega hjá þeim at-
hugasemdum sem áðurnefndar
linur hennar gefa mér tilefni til að
koma á framfæri^
Abyrgö fjölmiðla er mikil, ekki
sizt á timum náttúruhamfara og
hörmunga. Ber að hafa i huga
kenningar Kanadamannsins Mac
Luhan, „boðleiðin er boðskapur-
inn” (The medium is the mess-
age).
Málflutningur af sama tagi og i
tittnefndum 30 linum greinar
Ólafs, ætti aldrei að sjást eða
heyrast i fjölmiölum og má alls
ekki birta, þegar heill okkar
byggist á einlægri samstöðu i
bliðu og striðu.
Guðmundur Sigurðsson,
læknir á Egilsstöðum.
I)r. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns lslands, með eina af
myndunum eftir Kjarval, scm verða happdrættisvinningar á sýning-
unni, sem haldin verður til styrktar Vestmannaeyingum. — Timamynd
GE.
Selja listaverk til
stuðnings
Vestmannaeyingum
MYNDLISTARMENN leggja sitt
af mörkum til aðstoðar Vest-
mannaeyingum. Þeir hófust
þegar handa er söfnunin byrjaöi
Ályktanir frá Stúdentaráði
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi ályktanir frá Stúdentaráði
Háskóla íslands:
Stúdentaráð Háskdla íslands
kunngerir fullkominn stuðning
sinn við útfærslu islenzku fisk-
veiðilögsögunnar.
Norðaustur-Atlantshafið hefur
verið nefnt stærsti eggjahvitu-
efnabanki jarðarinnar. Verndun
Fjársöfnun á
Suðurnesjum
— 1 Keflavik, Sandgerði og
Njarðvikum hefur verið ákveðin
almenn fjársöfnun vegna
náttúruhamfaranna i Vest-
mannaeyjum miðvikudaginn 7.
febrúar og fimmtudaginn 8.
febrúar, sagði séra Björn Jónsson
i simtali við blaðið i gær.
Það verður gengið fyrir hvers
manns dyr og tekið við fram-
lögum gegn kvittun frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar.
Þar syðra sem annars staðar er
fólk varað við því að láta peninga
eða önnur verðmæti af hendi
rakna til ókunnugs fólks nema
gegn réttum skilrikjum.
þess og skynsamleg nýting er þvi
óheyrilega áriðandi sveltandi
heimi vorra tima. Stúdentaráð
telur útfærslu islenzku
landhelginnar stærsta og
mikilvægasta skref, sem stigið
hefur verið i þessa átt. Vér
leggjum áherzlu á að skoða beri
útfærsluna i alþjóðlegu sam-
hengi.
1 öðru lagi er útfærslan að sjálf-
sögðu hagsmunamál smáþjóðar,
sem stendur i samkeppni við risa-
veldi heimsins. Sjálfir verða Is-
lendingar þvi að gæta hófs við
fiskveiðar sinar. Vill Stúdentaráð
minna á sildarhneykslið og
drjúgan þátt tslendinga i þvi. Og
vér bendum á hættulegt ásig-
komulag þorskstofnsins. Islands-
mið verður ekki einungis að
vernda gegn útlendri ofveiði
heldur og islenzkri. Það sýnir
minnkandi afli fiskstofnanna,
sem tslendingar einir veiða, svo
sem humars og rækju. Eftir svo
og svo mörg ár skiptir engu
hverjir hafa eytt tslandsmiðum.
Með það i huga, sem nú er
sagt, og á grundvelli þess, mun
Stúdentaráð leggja 20 þús. krónur
af ráðstöfunarfé sinu i landhelgis-
sjóð og vill þannig sýna ein-
dreginn stuðning sinn við stefnu
islenzku rikisstjórnarinnar i
landhelgismálinu. Jafnframt
hvetur Stúdentaráð stjórnina til
að efla landhelgisgæzluna og aö-
gerðir hennar gegn brezkum og
vestur-þýzkum lögbrjótum.
Vér hörmum og vitum allt
orðabrölt, sem miðar að þvi að
sundra einingu islenzku
þjóðarinnar i þessu úrslitamáli.
Stúdentardö Háskóla tslands
fagnar þvi, aö Bandaríkin hafa
loks fallizt á að undirrita
samninga, sem væntanlega
munu leiða til friðar i Vietnam.
Stúdentaráð fordæmir áfram-
haldandi stuðning Bandarikjanna
við Thieu-herforingjaklikuna i
Saigon. Stúdentaráð fordæmih
loftárásir Bandarikjanna á önnur
svæði i Indókina, þ.e.a.s. Laos og
Kambódiu, og krefst þess, að
bundinn verði þegar i stað endir á
ihlutan Bandarikjanna i þessum
heimshluta.
Stúdentaráð vekur sérstaklega
athygli á þeirri hættu, sem nú er
búin pólitiskum andstæðingum
Thieus i Suður-Vietnam, sem bú-
settireru eða hnepptir hafa verið
i fangelsi á svæðum, sem Saigon-
stjórnin ræður yfir.
Stúdentaráð hvetur almenning
til að mótmæla kröftuglega þeim
pólitiskum ofsóknum og fjölda-
morðum, sem þegar eiga sér stað
i Suður-Vietnam, og beint er gegn
stjórnarandstöðunni — hinu svo-
nefnda Þriðja afli — á svæðum
undiryfirráöum Thieu-klikunnar.
og hafa nú, að forgöngu Félags is-
lenzkra myndlistarmanna, verið
gefnar um 80 myndir, sem sýndar
verða og seldar i Listasafninu.
Verður sýningin opnuð i dag og
stendur fram yfir helgi. Alls hafa
44 listamenn gefið myndir á
sýninguna, flestir þeirra tvö verk.
Sá háttur er hafður á sölunni,
að lágmarksverð er á hverri
mynd, en siðan getur hver og
einn boðið hærra verð fyrir
myndina og verður hún að lokum
seld hæstbjóðanda.
Flestir af þekktustu núlifandi
myndlistarmönnum þjóðarinnar
eiga verk á þessarH sýningu, sem
er að vonum einkar fjölbreytt.
Þar eru oliumyndir, vatnslita-
myndir, grafik og höggmyndir,
• Verk eftir þrjá látna listamenn
eru á sýningunni. Það eru myndir
eftir Kjarval, Ninu Tryggvadótt-
ur og Jón Engilberts. Verða
myndir þessara listamanna, auk
einnar myndar eftir Finn Jóns-
son, sérstakir happdrættis-
vinningar. Aðgangur að sýning-
unni er ókeypis en sýningarskrá
gerður seld og gildir sem happ-
drættismiði. Að sýningunni lok-
inni verður dregið um hver hlýtur
þessar myndir.
öll verkin á sýningunni eru gef-
in. Listasafnið lætur i té sýning-
araðstöðu ókeypis, þannig að
allur ágóöi,sem inn kemur, renn-
ur beint til bágstaddra Vest*
mannaeyinga.
Geta þvi þeir sem kaupa mynd-
ir, slegið tvær flugur i einu höggi,
eignast listaverk og stuðlað að
myndarlegu framlagi listamann-
anna til söfnunarinnar. — O.ó.
vist Einars Agustssonar utanrikisráðherra.
4