Tíminn - 10.02.1973, Síða 25

Tíminn - 10.02.1973, Síða 25
Laugardagur 10. febrúar 1973 TÍMINN 25 Upp undir eitt hundrað ntanna hópur kom til Rvlkur á mánud, með Caravelle þotu frá Sterling I Danmörku, og fór aftur utan um kvöldið. llópur þessi kom hingað á vegum Brown Electric, og var þetta eins dags skemmtiferð, sem fólkið hlaut að launum fyrir vel unnin störf i þágu fyrirtækisins. Heimaeyjargosið mun mestu hafa ráðið um, að þessi skemmtiferð var farin til tslands, enda hnitaði þotan marga liringí yfir Vestmannaeyjum, áður en flouið var til Iteykjavikur. Þotan lenti við vegginn á Ilótel Loftleiðum, og að loknum málsverði þar var haldið i skoðunarferð. Siðar um daginn var efnt til móttöku á hótelinu og glatt og hresst i bragði hélt fólkið svo aftur um borð I Caravelle þot- una, og fl.aug tilKaupmannahafnar. Ljósmyndari Timans G.E. tók þessa mynd, þegar fólkið var að stiga úr Stcrling-þotunni á Reykjavikurflugvelli. Flateyri: Góðar flugsamgöngur en illa settir með lækna KJ, Reykjavik — Við minnum enn á, að við erum ekki vel settir með lækna-,sagði Trausti Frið- bertsson á Flateyri i viðtali við Timann.- — Hingað á að koma læknir á Skróning á flugfargjöldum Loftleiða Fjórtán Fær- eyingar til Flateyrar KJ, Reykjavlk — Við erum orðnir nokkurn veginn öruggir með mannskap á bátana núna, þvi fjórtán Færeyingar eru komnir hingað, — sagði Trausti Frið- bertsson kaupfélagsstjóri á Flat- eyri i viðtali við Timann. — Færeyingarnir, sem hingað eru komnir, eru flestir frá Fugla- firði, eftir þvi sem ég bezt veit, og þeir voru ráðnir hingað beint. Hér hafa ekki verið Færeyingar á ver- tið á undanförnum árum, en aftur á móti hafa þeir verið á Súganda- firði. I Færeyingahópnum eru þrjár konur, en karlmennirnir eru ýmist i landi eða á bátunum. Frá Flateyri eru i vetur gerðir út fjórir bátar, og eru þrir á linu og einn á trolli. 1 janúar voru gæftir sæmilegar, litill afli Kom þar bæði til að bilanir voru á bátunum, og fleira. Bátasjó- mennirnir hafa séð þýzka togara að veiðum, en þeir hafa ekki verið til trafala fyrir bátana. Hafa Þjóðverjarnir verið ýmist rétt inna við 50 milna mörkin, eða utan við þau. Tóku á móti rúmlega hálfri milljón farþega á síðasta ári Klp—Reykjavik Starfsmenn Loftleiða á Kefla- vikurflugvelli sáu um afgreiðslu á 3,779 flugvélum og 543,344 far- þegum á siðasta ári. Er þetta öllu minna en gert var ráð fyrir og eru meginorsakir þær, að aðalflug- braut Keflavikurflugvallar var lokuð að næturlagi i u.þ.b. tvo mánuði á árinu. Það varð til þess, að nokkur flugfélög lýstu þvi yfir, að þau kæmu ekki til Keflavikur á meðan ástandið væri þannig. Þessar upplýsingar komu fram i fréttabréfi Loftleiða, sem kom út 1. febrúar s.l. I framhaldi af þessari frétt segir, að þetta styðji óneitanlega þá skoðun, að til þess að flugvöllur sé eftirsóknar- verður fyrir flugfélög, verði að mega treysta þvi, að hann sé opinn á öllum timum sólarhrings. Þá segir einnig, að mörg leigu- flugfélög hafi gefizt upp á árinu vegna fjárhagsörðugleika og starfsemi annarra minnkað á þessari flugleið. Þetta komi m.a. þannig fram á Keflavikurflug- velli, að lendingum flugvéla i óreglubundnu áætlunarflugi hafi fækkað um 7,18% i júni, 19,6% i júli, 16,8% i ágúst og 21,2% i september. Aftur á móti hafi um- ferð áætlunarflugvéla aukizt um 13,6% i júni, 27,1% i júli, 7,8% i ágúst og 4,6% i september. Hálfnað sparnaður shapar verðmæti Samvinnubankinn EINS OG þegar hefur verið skýrt frá i fréttum, segir i fréttatil- kynningu frá Loftleiðum, hefst sumaráætlun Loftleiða hinn 1. april n.k. Jafnframt hafa Loft- leiðir nú sótt um brevtingar á far- gjöldum hjá viökomandi yfirvöld- um á flugleiðinni miili Luxem- borgar og New York og skrán- ingu á nýjum fargjöidum á flug- leiðinni milli Luxemborgar og Chicago. Engin breyting hefur verið gerð á fargjöidum milli ís- lands og Bandarikjanna. Þá má og geta þess, að fargjöld Loftleiða frá Norðurlöndum og Bretlandi til Bandarikjanna verða eftir sem áður hin sömu og hjá öðrum flug- félögum á þessum flugleiðum. Helztu breytingar frá núgild- andi fargjöldum á flugleiðinni milli Luxemborgar og New York eru þær, að i stað eins til 21 dags og 22ja til 45 daga fargjaldanna, sem nú eru i gildi, koma eins til 13 daga og 14 til 45 daga fargjöld. Ef miðað er við bandarisku flug- félögin Pan American, Trans World Airlines og National Air- lines, sem öll hafa þegar skráð fargjöld sin hjá viðkomandi yfir- völdum I Bandarikjunum, bjóða Loftleiðir hagstæðari kjör i þess- um fargjaldaflokkum en áður. Aðalfargjöldin á þessari flug- leið haldast að mestu óbreytt frá þvi, sem verið hefur. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um skráningu á svonefndum APEX- fargjöldum, sem áðurnefnd félög hafa þegar skráð, en þau fargjöld eru þess eðlis að gera verður far- skráningu 90 dögum fyrir brottför og greiða jafnframt 25% af far- gjaldinu þá og fargjaldið að fullu 60 dögum fyrir brottför. Þessi fargjaldaflokkur er hinn lægsti, sem á boðstólum er, og er hann ákveðinn með samkeppni viö leiguflugfélögin i huga. Til skýringar má gera þann samanburð á fargjöldum Loft- leiða á ofangreindri flugleið mið- að við bandariska flugfélagið Pan American, segir loks i fréttatil- kynningunni, á flugleiðinni milli New York og Parisar, að aðalfar- gjöld Loftleiða eru frá 24% og allt að 40% lægri og 14 til 45 daga far- gjöldin frá 32% til 37% lægri. hálfsmánaðarfresti frá Patreks- firði, en það er þó bót i máli að á staðnum eru hjúkrunarkunur, sem geta annazt nukkuð al þvi sem læknir ætti að gera, — sagði Trausti ennfremur. —Hinsvegar sinnir Flugfélagið Vængir okkur mjög vel, þvi þeir fljúga i Holt þrisvar i viku, og hafa staðið mjög velvið að halda uppi fluginu hingað. Brautin i Holti var lengd úr 600 i 750 metra á s.l. sumri, og eykur það nota- gildi flugvallarins. Vængir fljúga aðallega á Islender og og Beech- craft vélum i Holt, en þaðan er svo 20-30 min akstur inn til Flat- eyrar. Þá kemur Fagranesið til Flat- eyrar tvisvar I viku , á miðviku- dögum og laugardögum, og færir Flateyringum það nauðsynleg- asta. Ekki er um að ræða neinar samgöngur með snjóbilum til tsa- fjarðar, þar sem hliðarhallinn er það mikill upp Breiðadalsheiðina, að ófært er snjóbilum. 1973 Vauxhall Víva Notiö tækifæriö og eignist Vivu á hagstæðu veröi. Rúmgóðan bíl meö stórum vönduðum sætum. Þýöan og lipran i akstri. Sparneytinn: 62,5 ha vél eyðir ekki nema 8 lítrum á hundraöiö. Hátt endursöluverö sannar góöa endingu. Notiö tækifæriö-komiö eöa hringið- kynnist Vauxhall Vívu af eigin raun. SÝNINGARBÍLL í SALNUM ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.