Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 9. marz 1973 ALÞINGI Stjórnarfrumvarp um Iðnrekstrarsjóð: Umsjón: Elías Snæland Jónsson Tvöfaldast útflutningur iðnaðarvara á þessu ári ? Sérfræðingar telja, að hægt sé að auka útflutninginn úr 1200 milljónum 1972 i 2400 millj SÉRFRÆÐINGAR Sameinuðu þjóðanna, sem hér dvelja nú eru sammála um, að islenzkur iðnaður sé þess megnugur að tvöfalda útflutning sinn á næstu 12-18 mánuðum. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam útflutningur iðnaðarvara — að undanskildu áli — árið 1972 um 1200 milljónum króna, sem er 33% aukning frá árinu áður, og raunhæft takmark fyrir næsta ár er, að iðnaðarvörútflutningurinn nemi um 2400 milljónum króna. Þetta kemur fram í athuga- semdum viö stjórnarfrumvarp um Iönrekstrarsjóö, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Frumvarpið er hluti af umfangsmeiri laga- smið, sem unnið hefur verið aö i iðnaðarráðuneytinu að undan- förnu. Stefnterað, að leggja það frumvarp fyrir næsta Alþingi, en sú lagasmið fjallar m.a. um iðju- rekstur rikisins og stjórnunarmál iðnfyrirtækja i rikiseign. 1 greinargerð með þessu frum- varpi eru ýmsar athyglisverðar upplýsingar um stöðu iðnaöarins i landinu og tilgang frumvarpsins, og fer hluti þeirra hér á eftir. Ljóst er, að iðnþróun íslands verður ekki hraðað eins og nauð- synlegt er án þess að endurmeta hlutverk rikisins i þvi verki og móta ný tæki, sem beita má til þess að örva iönvöxt i landinu. Fátt undirstrikar betur nauðsyn þess en gosið á Heimaey og þær efnahagslegu afleiöingar, sem það hefur. Siðustu ár hafa orðið miklar breytingar á ytri skilyrðum at- vinnustarfsemi hérlendis, bæði aö þvi er varðar öflun hráefna, úr- vinnslu þeirra og ytri aðstæður. Staða atvinnuvega hefur breytzt vegna takmarkaöra auðlinda og breyttrar nýtingu þeirra. Hefðbundnar auðlindir okkar eru mikið nýttar, en i þvi felst að áframhaldandi fjárfesting i þeim mun ekki að sama skapi auka atvinnumagn fram yfir það, sem nú er. Nýting auölinda, sem ekki kallast hefðbundnar, er enn sem komið er á byrjunarstigi. Þar er vatnsorkan efst á blaði, en ónýttar aðrar auölindir eru t.d. gosefni og ýmis jarðefni. Ungt fólk og hesta- mennska Nýlega kom saman hópur ungs fólks, sem hefur áhuga á hesta- mennsku, og fjallaöi um stofnun samtaka sin á milli. I samráði við stjórn Hesta- mannafélagsins Fáks var stofnuð deild innan Fáks fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Sérstök stjórn var kjörin fyrir deildina, og skipa hana: Jóhannes Gislason for- maður, Elin Stefánsdóttir ritari, Einar Asmundsson gjaldkeri og Guðlaug Kjartansdóttir og Eggert H. Kjártansson með- stjórnendur. Þegar er hafið starf á vegum deildarinnar, og verða fyrstu verkefnin 4 fræðslufundir, sem Gunnar Bjarnason mun stjórna. Fundirnir verða haldnir i félagsheimili Fáks á miðvikudög- um, og verður sá fyrsti haldinn i kvöld, miðvikud. og hefst kl. 20.30. Allt ungt áhugafólk um hesta- mennsku er velkomið á fundinn. Enn er mikið ónotað af vatns- orku og jarðhita i landinu og vaxtarbroddur atvinnulifsins mun þvi i vaxandi mæli beinast aö hagnýtingu orkunnar. Það býður upp á margs konar iðju- rekstur og skylda starfsemi, sem örva þarf eftir megni. Verksmiðjuiðnaður er þvi sá atvinnuvegur, sem i vaxandi mæli sker úr um hagvöxt hér- lendis og kjör landsmanna. Alþjóðaviðskipti og breyttar aðstæður Inngangan i EFTA- og við- skiptasamningurinn viö EBE (sem þó er enn óstaðfestur) gjör- breyta aöstæöum fyrir islenzkan iönað. Verndaöur innlendur markaður minnkar að mun en i staðinn er okkur ætlað að keppa á stórum evrópskum markaði 16 þjóöa, þar sem búa þrjú hundruð milljón manns. ótalmörg iðnfyrirtæki heyja þar mjög harða samkeppni við lik ytri rekstrarskilyrði, þar sem eru aölöguö tolla- og skattakerfi og likir fjármögnunarmöguleikar. Gæði vörunnar, verð hennar og traustir viðskiptahættir munu skera úr um samkeppnishæfni islenzkra iðnfyrirtækja og gera út um þaö, hvort þau lifa þessa þolraun af eða ekki. Vitað er að meiri hluti islenzkra iðnfyrir- tækja er ekki búinn undir þessar nýju aðstæöur, en aðlögunartimi þeirra er naumur og styttist óðum. Ein afleiðing þessara nýju aðstæöna verður, að Islenzk iðn- fyrirtæki munu tapa nokkrum hluta heimamarkaösins i hendur erlendra fyrirtækja. Sú var reynslan bæði i Noregi og Belgiu viö inngöngu þeirra í stærri markað. A timabilinu 1959 til 1970 minnkaði hlutdeild norskra iðn- fyrirtæka i heimamarkaði frá 13% og allt að 41% eftir iðn- greinum en hlutdeild begiska heimaiðnaðarins minnkaði úr 58 i 38 af hundraöi. Þetta bendir okkur á helztu vandamál, sem leysa þarf i sambandi við þróun verksmiðjuiðnaöarins hér á landi i náinni framtið. Ef starfandi iðnfyrirtæki eiga að halda áfram starfsemi er nauð- synlegt að vega upp minnkandi heimamarkað með auknum útflutningi iðnaðarvara og gera raunar miklu betur. Til að afla útflutningsmarkaða fyrir iðnaðinn verður að bæta vörugæði, tryggja aö staðið sé við samninga um afhendingartima og lækka framleiðslukostnað að mun. Af þessum ástæðum þarf að auka framleiðni iðnfyrirtækja hérlendis mjög verulega. Tvö- falda þarf afköst frá þvi sem nú er. Ef það mistekst mun iðanðinum ekki heppnast að halda hæfum starfskröftum eða greiða samkeppnishæf laun, en afleiðingar þess yrðu atvinnu- leysi og allt það samfélagslega böl, sem þvi fylgir. Til að tryggja fulla atvinnu innanlands er auk þess þörf mikillar magn- aukningar iðnaðarvörufram - leiðslu, stofna þarf mörg ný iðn- fyrirtæki, breyta þeim, sem fyrir eru og stækka þau. Við eigum þvi ekki annars úrkostar en að stórauka iðnaðar- framleiðslu á mannár og jafn- framt útflutning iðnaðarvara eða sjá fram á lokun verksmiðja og verulegt atvinnuleysi. Hamfarirnar i Vest- mannaeyjum og útflutn- ingstap landsins. Enn er það eitt, sem gerir stórátak i útflutningsaukningu og almennri iðnþróun aðkallandi, en það eru náttúruhamfarirnar, sem dynj^ nú yfir Vestmannaeyjar, mestu verstöð landsins. Nærri lætur að um 12% af heildarútflutningi sjávarafurða landsmanna hafi komið frá Vest- mannaeyjum árið 1971 eða tæp 9% heildarútflutnings. Þótt enn sé enganveginn ljóst hvort nýta megi Vestmannaeyjar að einhverju leyti á yfirstandandi vertið er auðsætt að eldgosið hefur i för með sér verulegt út- flutningstap og mikinn kostnaðarauka fyrir þjóðarbúið. Útflutningstapið mun vafalaust nema hundruðum milljóna króna. Islenzkur iðnaður er þess megnugur að tvöfalda útflutning sinn á næstu 12-18 mánuðum og hlaupa þannig i skarðið, sem myndaöist við ógnirnar i Eyjum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna, sem hér dvelja nú, eru sammála um þetta Samkvæmt bráðabirgðatölum nam út- flutningur iðnaðarvara — að undanskildu áli — árið 1972 um 1200 m.kr., sem er 33% aukning frá árinu áður. Raunhæft takmark fyrir næsta ár er aö iðnaðarvöruútflutningur- inn nemi um 2400 m.kr. En til að svo geti orðið er þörf bæði fjármagns, skipulagningar og stórhugar. Útflytjendur iðnaöarvara verða aö gera sér ljósa skyldu sína á þessum erfiðu timum og rikisvaldið má ekki skorast undan aö gera þær ráð- stafanir, sem eru forsendur þess að útlfutningur iðnaðarvara aukist verulega á yfirstandandi, ári. Vandi iðnaðarins og staða hans nú Stærð þess almenna vanda, sem við er að glima.má nálgast með þvi að bera saman tölur um vergt vinnsluvirði á mannár i verksmiðjuiðnaði i Noregi, Svi- þjóð, Finnlandi og Islandi ára- bilið 1968-1971. Af tölum þessum má sjá að þótt framleiðni okkar hafi aukizt að undanförnu, erum við enn rétt hálfdrættingar á við Svia. Atakið til að minnka bilið gagnvart nágrannalöndunum þarf að verða stórt. úttekt á ýmsum iðn- greinum bendir til svipaðrar niðurstöðu þótt misjöfn sé. Sam- keppnishæfni islenzks iðnaðar stendur því greinilega höllum fæti. Sjóðsstofnunin 1 greinargerðinni segir m.a., að líta megi á þetta frumvarp sem byrjunaráfanga í þeim að- gerðum, sem nauðsynlegar eru til þess að iðnþróunin, sem fyrir- huguð er, geti orðið að veruleika. Hlutverk þessa nýja sjóðs verður að styrkja útflutnings- starfsemi og erlenda markaðs- öflun i þágu iðnaðarins m.a. með eftirfarandi aðgerðum: að stuðla að aukinni ráðgjöf, þjálfun og tækniþjónustu með framlögum eða lánum til stofnana, sem starfa einvörðungu i þágu iðnaðarins*, að auka framleiðni með stuðningi við aðgerðir, sem stefna að aukningu afkasta i iðnaöi, meiri sérhæfingu i fram- leiðslu iðnfyrirtækja og virkari stjórnun þeirra; að hvetja til samvinnu og samruna iðnfyrir- tækja með lánum eða styrkjum i þeim tilgangi að byggja upp stærri og hagkvæmari rekstrar- einingar, þó þannig, að ekki verði dregið úr eðlilegri samkeppni innanlands. onir i ar Sjóðnum er heimilað hluta- bréfakaup i starfandi fyrir- tækjum eða þátttaka I stofnun nýrra. Tekjur sjóðsins verða fyrst og fremst gengishagnaður — bæði vegna gengisfellingarinnar i fyrra, en áætlaður gengis- hagnaður af iðnaðarvörum vegna hennar er 20-40 milljónir, og vegna gengisfellingarinnar 1968, en af honum eru 15 milljónir á reikningi i Seðlabankanum og eiga þær að renna i sjóð þennan. Ekki er ákveðið neitt sérstakt framlag úr rlkissjóði nú, en sjóðnum heimilað að taka allt að 200 milljón króna lán. —EJ Lyfjamálin til 2. umræðu FUNDUR var i neðri deild i gær. Stjórnarfrumvarpinu um Lyfjastofnun rikisins var visað til 2. umræðu, og Magnús Kjartansson, heil- briðis- og tryggingamálaráð- herra, mælti fyrir frum- varpinu um lyfjaframleiðslu. Frumvarpið felur i sér heimild til rikisstjórnarinnar að taka þátt i stofnun fyrir- tækis um lyfjaframleiðslu ásamt lyfsölum og lyfjaverk- fræðingum, og skal rikiö eiga helming i fyrirtækinu. Einnig eru i frumvarpinu almenn ákvæöi um faglegar kröfur I lyfjaframleiöslu. Var frum- varpinu siöan visað til 2. umræðu. Hátiðasvæði i eigu ríkisins Þá mælti Magnús Kjartans- son, iðnaðarráðherra, fyrir stjórnarfrumvarpinu um breytingar á orkulögum, en það hefur áður verið kynnt hér á siöunni. Felur það i sér skil- greiningu á háhita- og lághita- svæöum, og setur þá megin- reglu i lög, að rikið eigi rétt til umráða og hagnýtingar jarð- hita á háhitasvæðum, en að landareign hverri fylgi réttur til umráöa og hagnýtingar jarðhita á lághitasvæðum og hvera og náttúrulegs jarðhita á yfirborði landareignar á háhitasvæði. Stefán Gunnlaugsson (A) sagði, að sú meginhugsun, sem á bak við frumvarpiö væri, ætti fullan rétt á sér, en nægilegt ætti að vera, aö rikið yfirtæki einungis jaröhita- svæði, sem eru i eigu einstakl- inga — en ekki þau, sem eru i eigu sveitarfélaga, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Flutti hann breytingartillögu þar um. Stefán Valgeirsson (F) las samþykkt þá, sem einróma var gerð á Búnaðarþingi um frumvarpið, en Búnaðarþing lét i ljósi undrun sina á þvi, aö þetta frumvarp skyldi lagt fram, þar sem ætlunin með þvi væri að taka viss lands- gæði af landeigendum bóta- laust. Mælti þingiö eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Óskaði þingmaðurinn eftir þvi, að sú nefnd, sem fengi frumvarpið til meðferðar, kynnti sér mjög vel þessa ályktun. Bragi Sigurjónsson (A) lýsti yfir ánægju sinni með frum- varpið, enda færi þaö i sömu átt og þingsályktunartillaga Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu hvað jarðvarm ann snertir. Iðnaðarráðherra taldi, að breytingartillaga Stefáns væri byggð á misskilningi, og væri óeðlilegt að undanskilja sveitarfélög I þessu efni. Ráð- herrann taldi, að afstaða Búnaðarþings væri mjög fjarlæg viðhorfum alls þorra bænda á tslandi. Frumvarpinu var siöan visað til 2. umræðu. Önnur mál í neðri deild Frumvarpið um rannsóknir i þágu atvinnuveganna, sem efri deild hefur afgreitt, var tekið til 1. umræðu og afgreitt til 2. umræðu og nefndar. Frumvarpið um sölu 'land- spildu úr Bjarnanesi I Nesja hreppi, sem efri deild hefur afgreitt, var tekiö fyrir og visað til 2. umræðu og nefndar. Stefán Valgeirsson (F) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Agústi Þor- vaidssyni (F) um fyrirhleðslu og lagfæringar á árfarvegum til að koma i veg fyrir land- bort. Var slikt frumvarp áður flutt 1969, en hlaut ekki afgreiðslu. Er það flutt nú með nokkrum breytingum. Ólafur G. Einarsson (S) mælti fyrir áliti allsherjar- nefndar á frumvarpi til laga um framkvæmd eignarnáms, en nefndin mælti með sam- þykkt frumvarpsins, sem efri deild hefur þegar afgreitt. Ellert B. Schram (S) dró breytingartillögu , er hann hafði flutt, til baka, en kvaðst mundi flytja hana við' 3. umræðu. Svava Jakobsdóttir (AB) mælti fyrir áliti menntamála- nefndar á stjórnarfrum- varpinu um Fós'truskóla Islands, en efri deild hefur afgreitt frumvarpið, Nefndin mælti með frumvarpinu með tveimur minniháttar breytingum. Atkvæðagreiðslu um þrjú siöastgreindu málin var frestað. —EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.