Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. marz 1973 TÍMINN 5 Fóstra óskast Fóstru vantar að dagheimili Kleppsspital- ans. Nánari upplýsingar hjá forstööukonu Kleppsspitalans, slmi 38160. Reykjavik, 7. marz 1973 Sknfstofa rikisspítalanna. Um klukkan þrjú á miövikudaginn varð vart viö eld I yfirgefnum sumarbústaö, sem stendur skammt frá Eddubæ viö EUiöaár. Slökkviliöið i Reykjavik var kallað á staöinn, og sendi m.a. tankbfi meö vatn á staðinn. Ljósmyndari Timans G.E. tók þessa mynd, þegar slökkviliösmenn voru aö slökkva I bústaön- YFIR 200 REYKVÍKINGAR FENGU VIÐURKENNINGU FYRIR ÖRUGGAN AKSTUR AÐALFUNDUR klúbbsins öruggur akstur I Reykjavlk var haldinn um siðustu helgi. Á þess- um fundi voru afhent 225 viöur- kenningar- og verölaunamerki Samvinnutrygginga 1972 fyrir öruggan akstur. 10 fengu viöur- kenningu fyrir 20 ára öruggan akstur, 68 fyrir 10 ára akstur og 145 fyrir 5 ára öruggan akstur. Á fundinum flutti Árni Þór Eymundsson fulltrúi erindi um umferðarslys á Islandi og Stefán Jasonarson frá Vorsabæ, formaður landsamtaka klúbb- anna, talaði um klúbbana og um- ferðaröryggið. Á annað hundrað manns sóttu þennan fund og stóðu umr. um ýmis rriálefni, er varða umferðar- öryggi og fleira langt fram á nótt. Samþykktar voru allmargar til- lögur og voru þessar helztar: Aðalfundur klúbbsins öruggur akstur i Reykjavi; haldinn að Hótel Borg fimmtudaginn 1. marz 1973,skorar á dómsmálaráðherra að gera nú þegar ráðstafanir til að efla starfsgrundvöll og starf- semi Umferðarráðs. 1 þessu sambandi bendir fund- urinn á og ítrekar ályktun siðasta aðalfundar Samvinnutrygginga um, að gert sé ráð fyrir þvi við ákvörðun iðgjalda af bifreiða- tryggingum, að t.d. 1% þeirra gangi til Umferðarráðs. Þá vill fundurinn einnig vekja athygli dómsmálaráðherra á nauðsyn þess, að lágmarksupp- hæðir lögboðinna ábyrgðartrygg- inga ökutækja séu hækkaðar til samræmis við þær miklu verð- lagsbreytingar, sem orðið hafa i landinu siðan 1970, að þessar upphæðir voru siðast ákvarðaðar, enda eru þegar komin i ljós allmörg tjónsatvik, þar sem tryggingarupphæðin hrekkur ekki til og eigendur bifreiða verða sjálfir að greiða það, sem umfram er. Þá vill aðalfundurinn ennfrem- ur koma á framfæri við hæstvirt- an dómsmálaráðherra og aðra forráðamenn umferðarmála eftirfarandi: 1. Fundurinn telur, að þörf sé skýrari ákvæða um notkun ak- reina, svo og um framúrakstur og staðsetningu ökutækja i umferð- inni. 2. Fundurinn leggur til, að tekin verði svo fljótt sem mögulegt er afstaða til þess, hvort taka eigi hér upp hið svo nefnda punkta- kerfi. 3. Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að sett séu ákvæði, sem banni, að börn séu höfð sem farþegar i framsæti bifreiða, nema hægt sé að hafa um þau öryggisbelti. 4. Fundurinn telur æskilegt, að sett verði inn i reglugerð um bún- að öryggisbelta i bifreiðum, að notuð verði eingöngu rúllubelti. 5. Fundurinn álitur mikilvægt að gildistimi bráðabirgðaöku- skirteina verði framlengdur um 2 ár. 6. Fundurinn vill benda á, að breytinga er þörf á framkvæmd rannsókna á umferðarslysum. Hið tvöfalda kerfi, sem notað er i dag, er að mestu óþarft og of kostnaðarsamt. Sá háttur verði tekinn upp að ljúka sem flestum árekstrarmálum þegar á staðn- um með vettvangsrannsókn og it- arlegri skýrslutöku af aðilum og tiltækum vitnum sem látin verði staðfesta skýrslur sina með undirskriftum þegar eftir að þær hafa verið lesnar fyrir þeim. Ekki fari önnur mál til framhaldsrann- sóknar en þau, sem teljist meiri háttar tjón eða þegar um meiðsli á fólki er að ræða. 1 framhaldi af þessu verði sá háttur tekinn upp um land allt, að minni háttar umferðarslys verði afgreidd með lögreglustjórasátt, en ekki hjá sakadómi, eins og nú er gert hér i Reykjavik. Aðalfundur klúbbsins öruggur akstur I Reykjavik, haldinn að Hótel Borg fimmtudaginn 1. marz 1973, tekur fyrir sitt leyti eindreg- ið undir þær opinberu óskir fjöl- margra einstaklinga og félaga- samtaka, að hætt verði við fyrir- hugaa þjóðhátið á Þingvöllum 1974, i tilefni af 1100 ára búsetu i landinu. Til viðbótar þeim almennu rökum, sem hafa komið til stuðn- ings þessu viðhorfi — svo sem Vestmannaeyjahamfarirnar, óhemjulegur tilkostnaður I marg- háttuðum efnahagsvanda o.fl. —- bendir fundurinn sérstaklega á þá slysahættu, þ.m.t. umferðar- slysahættu, sem búast má við, að þjóðhátiðarhald á Þingvöllum hljóti að hafa i för með sér, miðað við ófagra reynslu af almennu samkomuhaldi landsmanna að undanförnu. Ennfremur kemur til sem rök gegn umtöluðu þjóðhátiðarhaldi mikil hætta á örtröð og skaðleg- um landspjöllum á Þingvöllum, sem frá landverndarsjónarmiði ber að forðast. Þar sem ekki verður séð, að umferðaröryggis sé að neinu get- ið i frumvarpi þvi til laga um grunnskóla, sem nú liggur fyrir alþingi, hvorki i kaflanum um námsefni né heldur atkvæðis- orðaskrá, leyfir aðalfundur klúbbsins öruggur akstur, Reykjavik 1973, sér að spyrjast fyrir um það hjá hæstvirtum menntamálaráðherra, hvað koma eigi i stað gildandi lands- laga er kveða á um umferðar- fræðslu I skólum sem skyldu- námsgrein. Þar sem vitað er, að fyrirkomulag ökukennslu I land- inu er a.m.k. 10 árum eftir timan- um miöað viö nágrannalönd okk- ar, beinir aðalfundur klúbbsins öruggur akstur i Reykjavik þvi til UMFERÐARRÁÐS, aö það beiti sér fyrir þvi við viökomandi ráðamenn, aö gengið veröi til verks um endurskipulagningu þeirrar kennslu með það fyrir augum að stórbæta hana og færa til samræmingar: a. innanlands b. við hliðstæða kennslu erlendis eftir þvi, sem við getur átt. Snerti þetta bæði kennslu- krafta, kennslutæki, útbúnað og aðstöðu alla. Fundurinn telur, að ekki nái nokkurri átt, að slikur herskari allra mögulegra og ómögulegra manna, sem nú eru að verki, hafi ökukennsluna með höndum, heldur að fáum einum úrvals- mönnum, vel menntuðum, verði falin kennslan I þvi skólaformi, sem bezt þætti tryggja ökuhæfni og siðferðilega mótun nemend- anna. 1 stjórn klúbbsins voru kjörnir: Kristmundur Sigurðsson, yfirlög- regluþjónn, Grétar Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður, og Tryggvi Þorsteinsson, læknir. 1 varastjórn voru kosnir: Kári Jónasson, blaðamaður, Héðinn Emilsson, fulltrúi, og Kristinn Guðjónsson, klæðskeri. Jarðir til sölu og ábúðar i Erigihliðarhreppi i A.-Húnavatnssýslu. 1. Björnólfsstaðirmeð aðliggjandi eyðibýli, Iðstagili. Er 5 km frá Blönduósi. Eign Engihliðarhrepps. Þar er vatns- aflsstöð til niðurrifs, með nýlegum vélum svo og heim- taug, um 1 km, með koparþráöum. Getur það selst sér- staklega. 2. Efrimýrar. 11 km frá Blönduósi. Eign undirritaðs, er búið hefur þar i 50 ár. Báðar þessar jarðir eru vel uppbyggðar, steinbyggingum, bæði fyrir fólk og fénað svo og heygeymslum. Stór verk- færageymsla á Efrimýrum. Rafmagn frá rikisveitum á báðum jörðum. lýsthafendur skili tilboðum sinum til undirritaðs fyrir 10. april n.k., sem gefur allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Efrimýrum 1. marz 1973 Bjarni ó. Frimannsson oddviti Ehl.hr. Simstöð Efrimýrar. VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smfiaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 Tfminn er 40 síður alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsiminn er 1-23-23 Tilboð óskast i Payloader 1 3/4 Cubic Yard, vörubifreið með húsi 4 1/2 tonn og vörubifreið með sturtum og grjótpalli til sýnis að Grensás- vegi 9 næstu daga. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri Klapparstig 26 mið- vikudaginr. 14. marz kl. 11 árdegis. Sala varnarliðseigna. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verð- ur haldinn sunnudaginn 11. marz i Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu kl. 14,30. I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. önnur mál. Félagskonur fjölmennið og mætið stund- vislega. Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. SÍWIINN ER 24300 Til sölu og sýnis: Nýtízku 4ra herb. íbúð nýleg, um 117 ferm efri hæö, við Auðbrekku I Kópavogskaupstað. Sérinngangur, sérhiti og sérþvottaherbergi. Suðursvalir. Bilskúrsréttindi. 4ra herb. ibúð um 110 ferm efri hæð i tvibýlis- húsi I Kópavogskaupstað. Geymsluloft yfir hæðinni fylgir. Stór bilskúr. Hæð og rishæð alls 6herb. Ibúð, meö sérinngangi I tvibýlishúsi I Kópavogskaup- stað. Ný teppi. Bllskúrsréttindi. Hæð og rishæð alls 6 herb. Ibúð i steinhúsi i eldri borgarhlutanum. Svalir eru á ris- hæðinni. Laust nú þegar. Utborg- un má skipta. Nýtízku 5 herb. íbúð um 120 ferm i austurborginni. Svalir og frábært útsýni. Gæti losnaö fljótlega. Útborgun þarf aö vera um 2 milljónir, sem má skipta. I Hlíðahverfi 3ja og 4ra herb. kjallaraibúðir, sem eru meö sérinngangi og sér- hitaveitu. Samþykktar ibúðir. Við Hraunbæ nýtizku 3ja herb. ibúð um 85 ferm á 2. hæð. Svalir. Við Eiríksgötu 3ja herb. Ibúð um 85 ferm á 1. hæð. Svalir. Tvöfalt gler I glugg- um. Bilskúr fylgir. 3ja herb. risíbúð i Kópavogskaupstað. Otborgun 500.000,- Við Mánagötu 2ja herb. Ibúð i kjallara, I góöu ástandi. Laust verzlunarhúsnæði um 80 ferm hæð ásamt geymslu I kjallara i aysturborginni. Byggja má bilskúr. Hagkvæmt verð. Húseignir af ýmsum stærðum, o.m.fl. Komið og skoðið Sjón er sogu ríkari Nýja fasteignasalan Laugaveg 12. Hfi*liH:ldild Utan skrifstofutíma 18546

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.