Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 9. marz 1973 TÆKNIMENN! HÚSBYGGJENDUR! Höfum fyrirliggjandi eitt mesta úrval af rafmagnshita- tækjum hérlendis Blástursofnar af 16 mismunandi stæröum og geröum Þilofnar af 30 mismunandi stæröum og gerðum Nánari upplýsingar veitir: Jf JOHAN RÖNNING HF. Heildsala 77 Smósala ARAAULA 7 - SIMI 84450 Félag járniðnaðarmanna Árshatíð 1973 verður haldin föstudaginn 16. marz 1973 að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, og hefst kl. 8.00 e.h. Borðhald (kalt borð) Skemmtiatriði Dans Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofunni Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna iflljl l l HÍl * Athugasemdir B.I.L.S. Gjaldmælar leigubila orönir úr- eltir segir Timinn laugardaginn 3. marz, samkvæmt fréttatil- kynningu frá verðlagsstjóra. — Ég get ekki látið hjá liða að gera athugasemdir við þessa fréttatilkynningu. 1. Það er ekki rétt, að ekki eigi að setja gjaldmælir i gang fyrr en farþegi kemur i bilinn. Sé billinn sendur á ákveðinn stað til að flytja farþega, ber að gangsetja gjaldmæli um leið og bifreiðin er stöðvuð á ákvörðunarstað. Sú regla hefur gilt óbreytt frá þvi að gjaldmælar voru teknir i notkun hér á landi. Það liður oft langur timi frá þvi, að bifreiðin er stöðv- uð við það hús, sem hún er send að, þangað til farþegar koma og stiga upp i hana. Það væri þvi frá- leitt, að ætlast til þess, að bifreið- in ætti að biða án þess, að greiðsla komi fyrir. 2. Það er heldur ekki rétt, að skipting á milli 2. og 4. gjaldflokks á mælinum skuli fara fram við bæjarmörk, ef um utanbæjar- akstur er að ræða. Það rétta er, að þessi skipting hefur ekki fylgt bæjarmörkum, heldur hefur þessi gjaldflokka-skipting verið að smáfærast út með tilkomu nýrra borgarhverfa, en hefur þó ekki, og er ekki bundin viö útlinur borgarinnar. Hins vegar er þessi flokkaskipting orðin úrelt, eins og gjaldmælarnir, en ég ætla að minna á þá staðreynd, að það er fyrir þröngsýni verðlagsyfir- valda, að ekki er búið að skipta um, og fá aðra gjaldmæla i allar leigubifreiðar. Okkur var neitað um óhjákvæmilegar breytingar á uppbyggingu ökutaxtans með til- komu gjaldmæla, sem alltaf sýndu hvað aksturinn kostar, hvort sem er i dagvinnu eða næt- ur- og helgidagavinnu. Það hafði BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Jörð til sölu Þormóðsstaðir, Saurbæjarhreppi, Eyja- firði, er til sölu og laus til ábúðar frá næstu fardögum. Nánari upplýsingar gefa Snæbjörn Hjálmarsson eigandi og Daniel Sveinbjörnsson, simstöðinni, Saurbæ. Fyrirliggjandi og væntanlegt Nýjar birgðir teknar heim vikulega Spónaplötur 8-25 mm Plasthúðaöar spóna- plötur 12-19 mm Haröplast Hörplötur 9-26 mm Hampplötur 9-20 mm Birki-Gabon 16-25 mm Beyki-Gabonl6-22 mm Krossviöur: Birki 3-6 mm, Beyki 3-6 mm, Fura 4-12 mm Harötex með rakaheldu limi 1/8' '4x9' Haröviöur: Eik (japönsk, amerísk, áströlsk), Beyki (júgóslavneskt, danskt), Teak, Afromosia, Iroko, AAaghony, Palisander, Oregon Pine, Gullálmur, Ramin, Abakki, Amerísk hnota, Birki 1 og 1/2" til 3", Wenge Spónn: Eik, Teak, Pine, Oregon Pine, Fura, Gullálmur, Almur, Beyki, Abakki, Askur, Afromosia, Koto, Amerisk hnota, AAaghony, Palisander, Wenge Verzliö þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121^10 600 varið fram athugun á þvi, hvaða kostnaður þvi mundi vera sam- fara, að skipta um alla mæla, en nú mundi það kosta þrisvar sinn- um meira, og enn sem fyrr mundi það ekki vera gert svo vel færi, nemameðbreyttri uppbyggingu á taxtanum i heild. 3. Verðlagsyfirvöldum var á sinum tima gert það kunnugt að Bandalag isl. leigubifreiðastjóra tók þá ákvörðun með tilliti til lagasetningar um 40 stunda vinnuviku, skuli frá og með 8. des. 1972 aka á dagtaxta frá klukkan 8.00 til klukkan 17.00 á mánudög- um til föstudags, en á öðrum tim- um skuli gilda nætur og helgi- dagataxti, — með frávikum, sem gilda um sértaxta. Ég veit, að það var ekki að ráð- um verðlagsstjóra, að verðlags- nefnd féllst ekki á það atriði sam- þykktar B.Í.L.S., sem varðar ökutaxtann á timabilinu frá klukkan 8.00 til 12.00 á laugardög- um. En frá þvi verður ekki kvik- að, — hvað sem á gengur. Það er ekki hægt að segja við þá bif- reiðastjóra, sem fara út að aka hvern einasta virkan morgun klukkan 7-8, eða þvi sem næst, og þvi búnir að skila sinum 40 dag- vinnustundum á föstudegi, að þeir skuli bæta við fjórum klukkustundum i dagvinnu, með þvi að fara út á laugardags- morgnum til að aka fyrir dag- vinnutaxta. Nei, þeir mundu ein- faldlega svara með þvi, að fara ekki út fyrr en á hádegi á laugar- dögum. Það er kominn timi til, að verð- lagsnefnd geri sér grein fyrir þvi, aö henni hefur ekki verið fengið vald til þess, að segja við eina stétt I þjóðfélaginu: „Þið skuluð hafa 40stunda vinnuviku, en ykk- ar 40 stunda vinnuvika verður 44 dagvinnustundir, af þvi að við segjum að svo skuli vera, og okk- ar er valdið.” Ef verðlagsnefnd litur svo á, að hennar verksvið sé það, að níðast á vissum stéttum og starfshóp- um, þá held ég að óhætt sé að full- yrða, að hún starfar ekki i anda verðgæzlulaganna, og ætti þvi að endurskoða sina starfshætti. Lárus Sigfússon. ^VSnjó hjólbarða með djúpum slitmiklum munstrum BARÐINNf Ármúla 7 • Reykjavík • Sími 30501 Seljum sólaða hjólbarða með ýmsum slitflatar munstrum á fólksbíla jeppo og vörubíla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.