Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. marz 1973 TÍMINN 7 Beatrice Reading. — Nei, maöur kippir sér nú ekki upp viö svona veöur. Ég lenti t.d. einu sinni i 40 stiga gaddi á feröalagi i Finnlandi. Þetta er bara hressandi, en þó væri nú anzi gaman aö sjá til sólar. FRIÐUR, ÁST OG SÖNGUR Heimskunn söngkona, Beatrice Reading, skemmtir á Hótel Loftleiðum um þessarmundir AAín eftirminnilegasta stund var, er ég söng fyrir Elísabetu II. Bretadrottningu — Nei ég vissi lltiö sem ekkert um tsland, til skamms tima. En fyrir nokkru hitti ég íslending i Stokkhólmi, hinn frábæra orgelleikara Þóri Baldursson, og hann sagöi mér heilmikiö um ts- land. Þaö er kalt hérna, en þaö er allt I lagi. Ég hef komizt I hann krappari, hvaö þaö snertir, t.d. i Finnlandi hér á árunum, þegar kuldinn var alit aö 40 gráöur C. Æ, þessar eillfu spurningar um land og þjóö! Annars get ég sagt þér, aö ég hef kynnzt tvenns konar ts- lendingum hér. Það fólk, sem ég hef hitt hér á hótelinu, bæöi starfsfólkið og gestirnir, er sér- staklega elskulegt og skemmti- legt, en þegar maöur fer svo „niöur I bæ,” I verzlanir o.s. frv. , þá er annaö uppiit á fóiki. Fólkiö er svo kuldalegt, nánast frosiö á svipinn. Þetta sagði hin heimsþekkta söngkona Beatrice Reading og hló við, hún er sérlega glaðvær. Þessi þeldökka, þybbna og bros- milda söngkona, bandarisk að uppruna, dvelur um þessar mundii hér á landi, og skemmtir gestum af miklum móð á Hótel Loft- leiðum, fjögur kvöld i viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Verður hún hér um mánaðar- tima. Allmargir hafa raunar þegar séð Beatrice, þvi hún hóf að skemmta síðastliðið föstudags- kvöld, 2. marz. Beatrice Reading er mjög þekkt, og viðurkennd vitt um heim, og þá sérstaklega i Evrópu, þar sem hún hefur verið búsett i fjöidamörg ár. Segist hún hafa komið til allra ianda og skemmt nema Kína. Enda talar hún fjöldamörg mál meira og minna, m.a. ensku (sitt móðurmál), þýzku, frönsku, spænsku, grisku, portúgölsku, og eitthvað i tyrknesku, arabisku og sænsku. Um þessar mundir er hún búsett I Sviþjóð og hefur verið þar I 2 1/2 ár. Aöur hafði hún búið um 14 ára skeið I Sviss. A þessum langa tima hefur hún aðeins örfáum sinnum skroppið til heimalands sins, Bandarikjanna, og siðast nú fyrir skömmu, þar er hún skemmti I Las Vegas. Og hún erá sifelldum ferðum heims- hornanna á milli til að skemmta fólki með sinum fagra söng. — „Beatrice Reading er langbezti og þekktasti skemmtikraftur, sem við höfum nokkru sinni fengið hingað,” sagði Emil Guð- mundsson móttökustjóri á Hótel Loftleiðum. Beatrice Reading er um þessar mundir önnum kafin við að semja bók, sem er eins konar sjálfsævi- saga hennar, en er einkum ætluð sem kennslubók fyrir unga skemmtikrafta, — hvernig þeir eigi að fóta sig I ,,show”-heimin- um. — Ég er búin að vera I „show- bissnessnum” i ein þrjátiu ár og veit nokkuð, hvaö ég syng i þeim efnum. Og ég hef orðið aö reyna margt til að koma mér áfram. Ég hef fyrir löngu reynt, aö það er ekki nóg að geta sungið, — maður þarf að hafa eins konar sálfræði- þekkingu og mannkærleika til að bera til þess að geta þóknazt þessum og þessum áhorfendahóp, og sjálfri sér, segir Beatrice. Til marks um, hve mikillar viröingar Beatrice Reading nýtur, má nefna, að hún hefur tvi- vegis sungið fyrirElisabetuBreta- drottningu, sem hlýtur að teljast afar mikill heiður. — Það er min eftirminnilegasta stund sem söngkona, segir Reading, — þetta var ólýsanleg reynsla. Og Reading nefndir einnig marga ógleymanlega vini og kunningja, sem hún hefur kynnzt og starfað með um ævina. Nefnir hún þar meöal annars Ellu Fitzgerald. Þá söng hún smátima með Louis gamla Armstrong — og ekki vil ég gleyma blessuninni henni Josephine Baker, en við eigum það sameiginlegt, að hafa ekki gefið út eina einustu plötu á okkar löngu starfsævi. Þess má þó geta að Reading hyggst, að lokinni dvöl sinni hér, halda vestur til Bandarikjanna og ef til vill hljóðrita þar plötu. Arið 1957 skemmti Reading i Rúss- landi við sérstaklega góðar við- tökur. — Það er alveg stórkost- legt að skemmta Rússum og einnig óvenjuleg reynsla, segir hún. Við spurðum Beatrice Reading einnig, hvort hún hugsaði eitthvað um eða skipti sér af stjórnmálum. — Nei, i guðanna bænum. Minnstu ekki á stjórnmál i min eyru, ég hef andstyggð á þeim. Min einu áhugamál og hug- sjónir eru friður, ást og söngur um allan heim. Hátiðlegt, en satt, segir hún og hlær. ■^—25555 14444 WflW/fí BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW-Semliíerðabifreií-VlV 5 manna-VWs veínvagn VW9manna-Landrover 7manna i Etmer tœkyberi... til að eignast hlut í banka. Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Ollum samvinnumönnum er boðið að eignast hlut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN lnlMMInlMbilLilltdCMlCidCMllidliabdbdMUMUlMKidCMlbdltabdMMUMIfabaMUMbilbJbaM r*» ba ‘2 Vestmannaeyingar! m Steingrlmur Benediktsson gullsmiöur hefur fengið aðstöðu í GULLSMiÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 Trúlofunarhringar \ Fjölbreytt úrval af gjafavör- M ba r*» ba r*» ba r*» ba r*» ba r*» ba r*» bd babababababababababababababababdbabababab JbJbdb JbdbabababababababababababJbd r*» ba r*» b«a r*» ba um úrgulli, silf ri, pletti, tini o.fl. £3 M önnumst viðgerðir á skartgirp- “ b«l r»» bd r*» ba m bd r*» bd r*» bd um. —Sendum gegn póstkröfu. GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óöfnsgötu 7 — Rafhahúsinu -Stp. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar að Kleppsspital- anum. Nánari upplýsingar gefur forstööukonan, simi 38160. Reykjavik, 7. marz 1973 Sknfstofa ríkisspitalanna. Auglýsing Atvinnueflingarsjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til sérstakra rannsókna og athugana i nýjum greinum atvinnurekstrar í Kópavogi. Nánari upplýsingar verða veittar hjá formanni sjóðsins Alfhólsvegi 5, Kópavogi, simi 41570. Umsóknarfrestur til 1. júni 1973. Stjórn Atvinnueflingarsjóðs Kópavogs. Fró Ljósmæðraskóla Islands Samkvæmt venju hefst kennsla i skólan- um hinn 1. okt. n.k. Inntökuskilyrði: Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf. Krafist er góðrar andlegrar og likamlegrar heilbrigði. Heilbrigðis- ástand verður nánar athugað I skólanum. Eiginhandar umsókn sendist forstöðumanni skólans I Fæöingardeild Landspitalans fyrir 15. júni 1973. Umsókn skal fylgja læknisvottorö um andlega og likamlega heil- brigöi, aldursvottorð og löggilt eftirrit gagnfræðaprófs. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina, og hver sé næsta simstöö við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást I skólanum. Upplýsingar um kjör nemenda: Ljósmæðraskóli Islands er heimavistarskóli og búa nemendur i heimavist námstimann. Nemendur fá laun námstimann. Fyrra námsárið kr. 10.141.-á mánuði og síðara námsárið kr. 14.486,- á mánuði. Auk þess fá nemar greiddar lögboönar tryggingar og skólabúning. Húsnæði ásamt húsbúnaði, fæði, þvotti og rúmfatnaði, sem Ljósmæöaskólinn lætur nemendum I té, greiða þeir samkvæmt mati skattstjóra Reykjavikur. Fæðingardeild Landspitalans, 7. marz 1973. Skólastjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.