Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 9. marz 1973 Föstudagur 9. marz 1973 Verðhækkanirnar eru afleiðing undan genginnarþróunar Eins og öllum er kunnugt, þá hefur verð landbúnaöarvara ný- lega hækkaö. t tilefni af þvi sneri Timinn sér tii Gunnars Guö- bjartssonar, formanns Stétta- sambands bænda og innti hann frétta af þessu. Og liggur þá næst fyrir aö spyrja: Verðhækkunin er seint á ferð — Hverjar eru meginorsakirn- ar til þessarar hækkunar? — 1 fyrsta lagi vil ég minna á þaö, aö endurskoðun á launakjör- um og verölagsgrundvelli land- búnaðarvara fór siöast fram haustiö 1970. En á árinu 1971 voru gerðir almennir launasamningar hjá öðrum stéttum, sem fólu i sér mjög verulegar kjarabætur til handa þeim, og þaö var gert ráð fyrir þvi, aö bændur fengju hlið- stæöar leiöréttingar á sinum kjörum við verðlagssamninga á árinu 1972, sem áttu aö fara fram 1. september siðast liðinn. En með bráðabirgðalögum, sem sett voru 11. júli i fyrrasumar af rikis- stjórninni, var þessi réttur tekinn af bændasamtökunum og frestað til áramóta að framkvæma þessa samninga. Vegna erfiðleika, sem þá voru yfirvofandi og að gerast, þar sem gengisbreytingin var nýafstaðin, þá varð það að sam- komulagi I sex manna nefndinni, sem hefur þessa samningsgerð með höndum, að fresta gerð nýs verðlagsgrundvallar til fyrsta marz. Siðan hafa enn gerzt ýmsir atburðir, sem gert hafa þetta erfitt i framkvæmd, en samt sem áöur hafa nú veriö gerðir samn- ingar um vissar breytingar, en þó hefur ekki orðiö breyting á nein- um magntölum i verðlagsgrund- velli, sem bændur höfðu þó óskað eftir, til þess að fá eðlilegar leið- réttingar, þar á meöal að teknar væru inn breytingar á f jármagns- kostnaði viö búvöruframleiðsl- una, sem eru orðnar gifurlega miklar á undanfarandi tfmabili. Nú er aðeins um að ræða breytingar á launakjörum til samræmis við það, sem var hjá öðrum stéttum, og svo þær hækkanir á rekstrarvörum, sem leiddi af gengisbreytingunni i desember siðast liönum og lika að nokkru leyti þær breytingar, sem urðu við siöustu gengisbreytingu, þegar dollarinn féll. Það eru sem sagt þessar breytingar allar, sem nú eru að koma fram i hinu nýja búvöruverði, sem tók gildi 1. marz. Orsakirnar eru margar — Hvað er þessi verðhækkun mikil i hundraðshlutum? — Þessar breytingar eru á verðlagsgrundvelli bænda 11,4%, og aðkrónutölu, miðað við meðal- búið, sem við verðleggjum fyrir, þá eru þetta tæplega 128 þúsund krónur á ársgrundvelli, sem verðið til bóndans á að hækka. — Þessi verðhækkun núna er þannig aðeins bein afleiðing af þeirri þróun, sem á undan var gengin? — Já. Algerlega. Til dæmis hef- ur verð á kjarnfóðri hækkað mjög Rætt við Gunnar Guðbjartsson um verð landbúnaðarvara og fleira mikið i vetur, og það er ekki ein- göngu vegna áhrifa gengis- breytinga, heldur hafa lika orðið hækkanir i þeim löndum, sem við verzlum við, og er það einkum i sambandi við inngöngu Dan- merkur I Efnahagsbandalagið. Þar hefur orðið mikil hækkun á kjarnfóðri, sem við verðum aö sætta okkur við. Ef maður á að nefna einhverjar tölur sem dæmi, þá má geta þess, að verðið á þess- ari vöru hefur hækkað um 41 af hundraði siðan i september sfðast liðnum. Að visu var búið að taka inn nokkurn hluta af þessari hækkun um áramótin, en megin- hlutinn kemur fram i verð- lagningunni núna. Allir þeir gjaldaliðir, sem háðir eru erlendu verðlagi, eins og efni til viðhalds á húsum, viðhalds á vélum og rekstur á vélum — þetta hækkar allt um það hlutfall, sem varð i sambandi við gengis- breytinguna, og margir aðrir þættir eru blandaðir vinnuafli og erlendum kostnaði, eins og flutningskostnaður á búvörum, vinna og viðhald á vélum, og svo framvegis. Þessir liðir hækka að nokkru leyti i hlutfalli við lækkun- ina á genginu, en að hluta til i sambandi við þá hækkun á vinnu- launum, sem varð núna fyrsta marz. Þeir liðir, sem ekki eru háðir þessum tveim þáttum, þeir hafa staðið óbreyttir og standa óbreyttir enn, eins og fjármagns- kostnaðarliðirnir allir. — Nú er eitt stórt atriði, þar sem er vinnslu- og dreifingar- kostnaður. Hvað er um þá liði að segja? — Það er rétt. Þetta er tals- verður þáttur i vöruverðinu, sem neytandinn þarf að greiða, og núna varð veruleg hækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkurog mjólkurvara. Stendur það annars vegar I sambandi við fallið á gengi islenzku krónunnar, þvi að margt af rekstrarvörum mjólkursamlaganna og þeirra, sem vinna úr vörunni, er erlent efni, og verð þess breytist að sjálfsögðu i hlutfalli við breytingu á gengi islenzku krónunnar. Að hinu leytinu urðu þar eins og ann- ars staðar miklar kauphækkanir og þær koma inn i þennan kostn- að. Þannig hækkaði vinnslu- og dreifingarkostnaður á mjólk um 85aura á litra 1. marz. Þar til við- bótar kemur svo hækkun á um- búðum. Þær eru keyptar erlendis frá, og hækkaði þvi verð þeirra i hlutfalli við lækkun islenzku krónunnar, og munaði þar 25 aur- um á lftra, þegar mjólkin er látin i hyrnur, en 45 aurum, þegar mjólkin er i fernum. Fernur eru hlutfallslega miklu dýrari um- búðir, enda vandaðri að allri gerð. Varðandi kjötið, hefur ekki ver- ið gerð nein brey ting á þessu, sem kallað er vinnslu- eða heildsölu- kostnaður, en aftur á móti hefur Stóðrekstur. Frá alda öðli hafa islenzkir bændur haft mætur á hestum sinum, alit frá Freyfaxa tii Rúts- staða-Jarps, þótt á milli þeirra liggi „aldahöf af grónum gröfum”. Aftur á móti hefur meðferð á hross- um ekki alltaf verið Islendingum til neins sóma, og vafalaust má þar enn ýmislegt betur fara, aö minnsta kosti sums staðar á iandi okkar. orðið nokkur breyting á smásölu- álagningu, þannig að sá hluti smásöluálagningar, sem er til þess ætlaður að standa undir kaupgreiöslum við verzlunina, hann hækkaði um sama hlutfall og laun hækkuðu nú fyrsta marz. Kemur það fram i smásöluverð- inu. Gunnar Guðbjartsson. Timamynd Róbert. Niðurgreiðslur — Nú hafa landbúnaðarvörur verið greiddar niður mjög lengi, eins og alkunnugt er. Verður þvi ekki haldið áfram? — Jú, niðurgreiðslur verða mjög miklar áfram á vissum vöruflokkum, en þó voru þær skertar nokkuð núna. Sú niður- greiðsla, sem ákveðin var 15. janúar siðastliðinn jafnaði upp þær verðlagshækkanir, sem þá tóku gildi, — hún var felld niður núna. Var þar um að ræða niður- greiðslu bæði á kjöti, mjólk og mjólkurvörum. Einnig var felld niður sú niðurgreiðsla á mjólk, sem ákveðin var fyrsta desember siðast liðinn, og nam tveim krón- um á litra. Þetta hefur það i för með sér, að mjólkurverð i smá- sölu hækkar hlutfallslega miklu meira núna heldur en á öðrum vörum, þvi að mjólkin var mikið niðurgreidd, og er það reyndar enn, en þessi verðbreyting, sem verður sex krónur og fimmtán aurar á litra af mjólk i fernum, þegar allir þættirnir verða komn- ir saman — það er hlutfallslega langmesta hækkun sem verður á ur þurfa að nota hluta af þvi fé, sem þeir fá, og á að vera kaup- greiðsla til þeirra, til þess að greiða með þvi kjarnfóður, áburð og aðrar slikar vörur, i meira mæli en áður, og ná þvi ekki sinu kaupi út úr afurðaverðinu, eins og til er ætlazt. Sama er að segja um fjár- magnskostnaðinn. Verðlag á vél- um og húsnæði, bæði yfir fólk, fénað og vélar, hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, en það hafa engar breytingar verið gerð- ar á þessu sfðan áriö 1968, þótt fjármagnið, sem þarf að hafa i þessum hlutum hafi tvöfaldazt, og i sumum tilfellum enn meira. Á þessu átti að gera breytingu, til þess að bændur fengju sitt rétta kaup út úr verðlagningunni. Þetta átti að gera fyrsta september siðast liðinn, en var frestað þá, eins og ég sagði áðan, og hefur nú enn verið frestað, þannig að þessi mál verða ekki tekin til leiðrétt- ingar fyrr en fyrsta september næst komandi. Eftir þvi biðum við, og vonumst eftir að þetta fái eðlilega afgreiðslu þá. ...þrátt fyrir batnandi árferði — Fá nú ekki bændur framan i sig sömu spurningarnar, sem jafnan dynja á öðrum stéttum, þegar þær fá kjör sin lagfærð: Þurfið þið að vera að þessu? Búið þið ekki við bantandi árferði og vaxandi hagsæld? — Það er alveg rétt, að siðast liðið ár var tiltölulega gott fyrir landbúnaðinn. Þó voru óþurrkar um allt Suður- og Vesturland, sem töfðu heyskap mjög mikið og ollu þvi, að hey eru mun lakari en i venjulegu árferði, og vegna þess þurfa bændur að nota mjög mikið af kjarnfóðri með heyjun- um. En hey eru nokkuð mikil að vöxtum, svo að ekki eru neinar horfur á fóðurskorti, eins og var oft á undanförnum árum. Hér er og þess að gæta, að kjarnfóður er nú dýrara en nokkru sinni fyrr, og þannig verður sú skekkja, sem ég var að tala um áðan, varðandi verðlagninguna, hún verður hlut- fallslega ennþá stærri nú en áður, og sama má segja um allt annað, sem lýtur að magntölum i verð- lagsgrundvellinum. Það má segja, að sem heild hefur land- búnaðurinn átt við betri afkomu að búa nú um hart nær tveggja ára skeið, en var á árunum þar á undan, en samt sem áður hefur sú breyting ekki náð að jafna neitt af þeim mun, sem var á milli kjara bænda og annarra stétta áður. Þetta góða árferði hefur lika ver- ið hjá öðrum stéttum, þannig að kjaramismunurinn er hér um bil nákvæmlega hinn sami og áður en góðu árin i landbúnaðinum komu. Bústærð og hagkvæmni — En svo eru aðrar spurningar, sem menn velta oft fyrir sér — og ef til vill er endalaust hægt að tala um: Er bústærðin eðlileg? Hvaða stærð búa er hagkvæmust i rekstri? — Hvað vilt þú segja um þessa hluti? — Það hefur ekki farið fram nein visindaleg athugun á þvi hér á landi, hvaða bústærð væri hag- kvæmust, enda fer það að sjálf- sögðu eftir aðstæðum hvers ein- staklings og aðstöðu á hverri jörð. Húsakosturer misjafnlega góður, ræktað land er misjafnlega mikið og afkastageta manna er misjöfn eftir aldri þeirra. En yfirleitt er þetta nú þannig, að ungu menn- irnir gera meiri kröfur um fjár- magnskostnað i vélum, tækjum og húsum, heldur en rosknir menn, og fyrir vikið eru hinir yngri oft i miklum skuldum og þurfa þvi meira til rekstrarins. Þeir bændur, sem eldri eru að Framhald á bls. 19 pokkurri vörutegund að þessu sihql og stendur það aö verulegu leyti i sambandi við þessa breyt- ingu á niðurgreiðslunum. — Er ekki enn i gildi hið gamla og góða fyrirkomulag að leyfa ekki hækkun á þeim birgðum, sem fyrir eru? — Þetta hefur verið i reynd þannig, að birgðir, sem eru hjá heildsölum — hér að mestu leyti um kjötbirgðir að ræða — þessar birgðir eiga að hækka, þvi að bændur'nir, sem eiga birgðirnar, eiga að fá kaup sitt i gegnum sölu á þeim birgðum, sem fyrir eru. Eins er það, sem þó er reyndar mjög litið núna, ef eitthvað er til af ostum og smjöri hjá heildsöl- um, þá á það að fá sina hlutfalls- hækkun eins og ný framleiðsla. Aftur á móti gildir annað um birgðir, sem eru hjá smásölum. Þeir hafa fengið þær á lægra verðinu og þeir mega ekki hækka þær. Hvað er magntala? — Þú nefndir þarna áðan magntölur. Ég er ekki viss um að öllum sé ljóst, hvað þar er átt við. — Þegar við verðleggjum bú- vörurnar, er settur upp verðlags- grundvöllur fyrir tiltekið bú, það er að segja af ákveðinni stærð. Það bú, sem miðað er við núna, á að hafa fjögur hundruð ær eða tuttugu kýr, og svo er afurða- magnið miðað við meðaltal af- urða af sliku búi, eins og það er á landinu núna um þessar mundir. Þetta bú þarf ákveðið magn af rekstrarvörum, og undanfarin ár hefur þurft að nota meira magn af t.d. kjarnfóðri og áburði, til þess að ná þessu meðaltals afurðamagni, sem verðlagt er, heldur en tekið hefur verið inn I verðlagsgrundvöllinn. Ástæða þessa var kalið og kaldara tiðar- far á þessum árum. Þetta veldur svo aftur þeirri skekkju, að bænd- TÍMINN 11 HÓFN VIÐ DYRHÓLAEY ALLT frá þvi siglingar hófust til Islands var hafnleysi suður- strandarinnar eitt af vanda- málum þeirra, sem sjó stunduðu. Frá Djúpavogi til Faxaflóahafna var engin örugg hafskipahöfn, og eins og sagan ber með sér hefur fjöldi skipa farizt á þessari strandlengju. Það var þvi gleði- efni sjófarenda þegar Vest- mannaeyingar hófust handa um árið 1920 að byggja hafskipahöfn, sem hefur verið endurbætt það mikið, að hún er talin með öruggustu höfnum landsins. Það kom þvi brestur i siglinga- kerfið, þegar byrjaði að gjósa á Heimaey, og hraunstraumur úr gignum fór að renna að inn- siglingu hafnarinnar, svo að um tima varö að loka höfninni fyrir hafskipum. Það var þvi ekkert undur þótt útgerðarmenn i Vest- mannaeyjum sem eiga stóran flota, færu að svipast um eftir hafnaraðstöðu annars staðar, til þess að gera út báta sina i vetur. Eyjabúar urðu i skyndi að yfir- gefa heimili sin og atvinnutæki, sem hafa skapað þeim mjög góðar tekjur að undanförnu, svo að þeir munu vera með tekju- hæstu mönnum i landinu, auk þess sem mörg hús þeirra og heimili hafa eyðilagzt, og horfa þeir nú af ókunnri strönd i óvissu framtiðarinnar. Eyjamenn vilja helzt halda sem mest hópinn, og fá að mynda samfélag og stunda sina atvinnu með liku sniði og áður, en til þess þurfa þeir hafnaraðstöðu við þau mið, þar sem þeir hafa veitt áður. Þar þurfa þeir að geta haft at- vinnutæki sin og vinna afurðir sinar, en jafnframt að hafa að- stöðu til að komast heim til Vest- manneyja aftur, þegar ástandið breytist til batnaðar. Engin hafnaraðstaöa er tilvald- ári en Dyrhólaey, þar sem hún liggurnæstEyjunum og miðin eru þar nærri sem Eyjamenn hafa stundaö. Vestmannaeyingar eru frændmargir á þessu svæði, þar sem meiri hluti þeirra mun vera fluttur eða ættaður úr Skaftafells- og Rangárvallasýslum. Ég hef haft hugboð um að Vest- manneyingar mundu þurfa varahöfn, til þess að leita til, ef náttúruhamfarir ásæktu Eyjarnar, sem nú er komið á daginn. Ég bar þvi tvivegis frá á Fiski- þingi tillögu um byggingu hafnar við Dyrhólaey, en fékk litinn stuðning. Eftir það fór ég á eigin spýtur að kynna mér skilyrði til hafnarbyggingar þar og komst að þeirri niðurstöðu, að hvergi væri betri hafnarskilyrði við Suður- land, en við Dyrhólaey, og fara hér á eftir helztu athuganir minar: 1. Ekki hefir gos verið á land- grunninu fram af Dyrhóla- ey, það sannar Víkurállinn, þó að allt landgrunnið sunnanlands sé meira og minna hraun runnið. 2. Ekki hefir gosið á Mýrdals- svæðinu siðan á fsöld. 3. Fjöllinn bak við hafnarsvæðið er fulltryggur varnar- veggur fyrir hraunrennsli úr Kötlu. 4. Sterkir straumar vernda hafnarstæöið fyrir sand- uppfyllingu. 5. Höfnin liggur vel við fiski- miðum. 6. Leiðarmerki við höfnina eru hin fullkomnustu, þar sem er bæði ljósviti og miðunar- stöð. 7. Byggingarefni er hið bezta sem fæst sunnanlands þar sem er steypumölin í sandinum milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls. 8. Vatn bæði til iðnaðar og neyzlu er fyrir hendi. 9. Byggingarsvæði er fagurt og viðlent. Þessi skilyröi til hafnargeröar eru öll mjög góð meðmæli með hafnargerð við Dyrhólaey, jafn- hliða þvi, sem stutt er til heima- hafnar t.d. fyrir Vestmanna- eyinga. Og á þessu svæði hygg ég að þeir muni óáréttir geta haft sinar stofnanir eins og þær voru heima hjá þeim, með góðu sam- komulagi við núverandi íbúa en hið gagnstæða víða annars staðar, þar sem þeir hyrfu inn i fjöldann. Við hafnarbyggingu við Dyrhólaey þarf sanddæluskip, með 20-24 tommu dælu, og verði það staðbundið sem hafnartæki, þar sem búast mætti við, að stöku sinnum myndist sandrif í hafnar- mynnið, þess vegna verður skip að vera á staðnum til þess að fjar- lægja það. Mjög hentugt er að hafa gamlan togara, sem sanddælu- skip, setja i hann sanddælu og getur hann byrjað mjög fljótt með vorinu, og mætti þvi ætla, að eftir tveggja mánaða vinnu við byggingu garðsins, mætti fara að landa þar fiski að sumarlagi, við Dyrhólaey. Það sem mest þarf að varast, er að byggja hvergi land- lasta garða eöa brimbrjóta á svæðinu frá Kambi að Vik, þar sem slikt myndi auka stórkost- lega sandfyllingu og jafnvel eyði- leggja höfnina. Lýsing á hafnargerð við Dyrhólaey Reynisdrangar eru sannnefndir verndarvættir Dyrhólahafnar, þar sem hlutverk þeirra er að drifa allan sand austan frá til hafs i austanstraumi, en austur á við i vestanstraumi. Annars eru öll sker og drangar við Eyna mestu moksturs-karlar, þar sem þeir nota hinn sterka straum, sem mokstursvél, á hinn mikla sand- burð, og er sjáanlegur stór dýptarmunur við alla dranga þar framundan. Sterkastur mosksturskarlinn er þó Kamburinn vestan við Dyrhólaey, hann hreinsar stundum allan sand frá eynni að vestan, þannig að milli hans er fyrirferðarmikill, verður straum- röstin sterkari milli kletts og Kambs, og þess vegna tekst honum svona vel moksturinn. Höfnina við Dyrhólaey hef ég hugsað mér vestan við eyna, með þvi að gera garð úti Kambinn, frá landi, sem liggja á frá punti, sem er ákveðinn 800 m frá eynni að vestan upp við ströndina, i garð þennan munu fara um 2 milljónir rúmmetrar af sandi, en þar af mun isjórinn flytja 4/5 hluta, eða 80%, en 20% yrði fyrir hleðsla, mest með sanddælu. Við þennan garð mundi hin svonefnd innri- höfn vera að stærð 30 hektarar, sem ég álit að muni vera góð sumarhöfn. Við lokun straumrastar austan við Kamb, fer sjórinn að hlaöa upp sandi i hafnargarðinn vegna þess að sundinu milli eyjar og skers er lokað. Garður þessi á ekki að þurfa að kosta meira en 200 millj. kr. miðað við verðlag um siðustu áramót. Ef gera á vetrarhöfn á þessum stað, þarf að bæta við 2 brim- brjótum, öðrum bé'inb suður af hafnarmynninu, með innsiglingu beggja megin að austan og vestan, og hinn suðvestan meginn við hana. Þá er komin fullkomin hafskipahöfn á staðnum. Bygging sumarhafnar á þessum stað, skapar möguleika til þess fyrir Vestmannaeyinga að koma sér upp sumarbúðum við Dyrhólaey, svo þeir geti á sumrin búið i þeim, stundað róöra þaðan — og þegar hringvegur er kominn kringum landið, skroppið i bil- ferðir i helgarfrium. Skrifað 13. febrúar 1973. Ungur sauðamaður — ef til vili efni I góðan fjárbónda. Lambær. — A sauðkindinni byggðist afkoma Islendinga öldum saman. Dyrhólaey séö frá sjó. Mikið hefur veriö rætt og ritað um hafnargerð þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.