Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. marz 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - ____________________________________ Verkfræðiþjónusta í dreifbýlinu Eitt af athyglisverðari málum, sem liggur fyrir Alþingi, er frumvarp þeirra Alexanders Stefánssonar og Steingrims Hermannssonar um verkfræðiþjónustu á vegum landshluta- samtaka sveitarfélaga. Samkvæmt þvi skal rikisvaldið veita tiltekna aðstoð þeim landshlutasamtökum, sem ðska eftir að koma verkfræðiskrifstofu á fót. 1 greinargerð frumvarpsins er það rakið, að það valdi sveitarfélögum, fyrirtækjum og ein- staklingum auknum erfiðleikum, óþægindum og kostnaði, að þurfa að leita nánast þvi allrar verk- og tæknifræðiþjónustu utan sins byggðarlags. Þær eru ekki ófáar ferðirnar, sem fulltrúar sveitarfélaga, fyrirtækja og ein- staklinga þurfa að fara til höfuðborgarinnar til þess að fá gerðan nauðsynlegan undirbúning fyrir ýmiss konar framkvæmdir á vegum slikra aðila. Verkfræðiþjónusta staðsett i byggðarlaginu eða landshlutanum mundi spara ótalin skref og kostnað. Einnig má ætla, að tæknimenn, sem búsettir eru i viðkomandi landshluta, fái smám saman ómetanlega yfirsýn og þekkingu á hinum ýmsu vandamálum og viðfangsefnum viðkom- andi svæðis. Þannig geta þeir að ýmsu leyti veitt betri þjónustu en fáanleg er hjá ókunnugum aðilum. Allt það, sem nú hefur verið talið, o.fl. mælir með þvi,að hið opinbera stuðli á ein- hvern máta að þvi, að verkfræðiþjónustu sé komið á fót i hinum ýmsu landshlutum, þar sem slik þjónusta er ekki fáanleg nú. Þessu hafa þingmenn lengi gert sér grein fyrir, enda hafa verið lögð fram á Alþingi allmörg frum- vörð um slika verkfræðiþjónustu. 1 flestum til- vikum hefur verið gert ráð fyrir þvi, að hið opinbera komi á fót og starfræki slika þjónustu. 1 þessu frumvarpi er hins vegar farin nokkuð önnur leið. Er gert ráð fyrir þvi, að landshlutasamtök viðkomandi svæðis hafi veg og vanda af stofnsetningu og rekstri verkfræði- þjónustunnar. Landshlutasamtökum hefur alls staðar verið komið á fót, og hafa þau eflzt mjög verulega upp á siðkastið. Að þessu leyti hefur ástandið þvi breytzt, og virðist flutningsmönnum eðli- legra, að þau hafi veg og vanda af slikri starf- semi, fremur en rikisvaldið. Björn í geitarhúsi Alþýðublaðið skýrir frá þvi, að Björn Jóns- son, forseti Alþýðusambands íslands, hafi ný- lega gengið a fund Alþýðuflokksins og beðið hann um liðveizlu gegn vondri rikisstjórn sem gangi á hlut launþega. Sé þetta rétt, hefur Björn sannarlega villzt i geitarhús til að leita ullar , þvi enginn stjórnmálamaður hefur oftar staðið að þvi að skerða kaupmátt launa en Gylfi Þ. GislasonSíðan Gylfi fór úr stjórn og núverandi stjórn tók við, hefur kaupmáttur launa verkafólks aukizt meira en nokkru sinni fyrr á svo skömmum tima. Það talar gleggstu máli um afstöðu núverandi rikisstjórnar til launafólks. Þ. Þ. Forustugrein úr The Times: Verður samið um bann við notkun eiturefna? Það er nú afvopnunarnefndarinnar í Genf FULLTRÚARNIR á af- vopnunarráðstefnunni i Genf eru fyrir stuttu setztir á rökstóla tólfta árið I röð. Viðfangsefnin eru einkum tvö að þessu sinni, eða bann við notkun eiturefna f hern- aði og bann við kjarnorku- tilraunum neðanjarðar, en Bandarikjamenn og Sovét- menn iðka þær báðir. Erfiðasta viöfangsefnið i samningunum er eftirlitið. Sovétmenn hafa lengi talið beint eftirlit jafngilda njósnum. Samningain ennirnir i Genf geta af nokkrum árangri státað. Má þar nefna fyrsta samkomulag- ið um ,,beinu linuna”, tak- markað bann viö kjarn- orkutilraunum og út- breiðslu kjarnorkuvopna, samning um sjávarbotninn og fleira. Alexei Roshchin, aðal- fulltrúi Sovétmanna, lét þess getið þegar hann kom til Genf, að vopnahléið I Vfetnam yki likurnar á árangri af viðræðunum. Haft var eftir Joseph Mart- in, aðalfulltrúa Banda- rikjamanna um daginn, að verulega hefði þokazt i átt- ina I fyrra, ,,en mörg erfiö mál eru enn óleyst”. 1 eftir- farandi forustugrein úr „The Times” er nánar rætt um þessi mál: NOTKUN eiturefna i hern- aðihefuralltaf vakið alveg sér- stakan ugg siðan að gulgræn móðan leið fyrst yfir skot- grafirnar við Ypres. Ráð- stefna afvopnunarnefndarinn- ar i Genf var að hefjast að nýju og þykir koma til álita, að hún kunni loks að fá einhverju jákvæðu áorkað til þess að létta á ótta manna við notkun eiturefna í hernaði. Bretar lögðu til i fyrra, að reynt yrði að ná árangri I tveimur áföng- um, og ýmsir forustumenn i London gera sér nokkrar vonir um, að þessi tveggja þrepa lausn hljóti fylgi ráðstefnunn- ar áður en árið er á enda. Ekki er auðvelt að koma auga á ástæðuna til þessarar vongleöi. Tveggja þrepa að Eiturefnum dreift yfir Vietnam ferðin, sem miöar við að banna fyrst framleiðslu eitur- vopna og siðan söfnun þeirra eða öfugt, hefir til þessa átt tvimælalausri andúð Sovét- manna að mæta. Rússar voru i upphafi andvigir þvi að gera greinarmun á sýklavopnum og eiturvopnum i samninga- viðræðunum, en skiptu svo allt i einu um skoðun og árangur- inn varð sá, að bann við notk- un sýklavopna var undirritað fyrra. Talið er, að slik skoð- anaskipti kunni nú að koma til álita og séu jafnvel sennileg. VANDKVÆÐIN á virku banni eru fólgin I eftirlitinu. Vestrænu samningamennirnir i Genf halda þvi eindregið fram, að i kjölfar samninga hljóti að koma beint eftirlit, sem Sovétmenn taka ekki i mál. Þvi er svo haldið fram, að hálft bann krefjist ekki jafn ótviræðs eftirlits og algert bann. Heildarsamninginn mætti svo móta smátt og smátt og bæta eftirlitsað- ferðirnar jafnóðum og áhrifa vaxandi trausts tekur að gæta. Möguleikar á að komast eitthvaðáleiðis með samninga um bann við notkun eiturefna eru beinlinis háðir trausti inn- an vissra marka, þar sem engu verður um þokað án þess. Innihald tilraunaglass I Ukrainu verður hvort sem er ekki ákvarðað með rann- sóknatækjum gerfihnattar. Beint eftirlit á staðnum er meira að segja vafasöm trygging fyrir þvi, að samningum sé framfylgt. Skortur á fullnægjandi vis- indalegri aðferð til ákvörðun- ar um efndir er i sjálfu sér ær- ið tilefni til margvislegra deilna, en þar gæti einmitt leynzt hugsanlegur möguleiki til samkomulags. MIKLIR erfiðleikar eru á að gera efalausan og fullnægj- andi greinarmun á fram- leiðslu löglegra og ólöglegra eiturefna. Efni það, sem olli mestu mannfalli af gaseitrun (riflega fjórum fimmtu) i heimsstyrjöldinni fyrri (Phos- gene) er notað i miklum mæli við framleiðslu skordýraeit- urs, plasts og málningar. Blá- sýra (hydrogen cyanide) var uppistaða taugagass i skot- gröfunum og hún er notuð i mörg efnasambönd, til dæmis liti. Sinnepsgasið var talið tæknilega áhrifamesta gasið, sem Þjóðverjar framleiddu á árunum 1914-1918, og það er afar auðvelt að vinna úr et- hylene oxide, en af þvi efni er framleidd riflega milljón smálesta á ári hverju, einkum i sótthreinsunar- og hreinsi- efni. Kannanir á skordýraeitri og illgresiseyði leiddu beinlin- is til þess, að tvær greinar taugagass fundust, sem kenn- dar eru við G og V, og fram leiðslan er ekki neinum sér- stökum tæknierfiöleikum háð. Borgaralegri lögreglu verð- ur sennilega leyft að nota CS við löggæzlustörf framvegis. Það er sennilega ekki mikils metið til hernaðar vegna von- brigðanna, sem það olli bandariskum foringjum i Vietnam. Þeir komust að þvi, eins og þýzku foringjarnir á árunum 1914-1918, að CS-gas varð gersamlega áhrifalaust, þegar andstæðingarnir settu upp gasgrimur. Eftir er svo að vita, hvort Nixon forseti verð- ur fús á að fallast á uppkast Genfarráðstefnunnar um bann við gasnotkun þegar deilan um CS er að mestu úr sögunni. NOKKUÐ hefir orðið ágengt á fundunum i Genf um flokkun háskalegustu eiturefnanna og matið á þeim. Þá hafa full- trúarnir i Genf verulegan áhuga á að sýna einhvern áþreifanlegan árangur af margra mánaða erfiðum og vandasömum samningavið- ræðum. Starf afvopnunarnefndar- innar i Genf hefir að mestu horfið i skuggann að undan- förnu, vegna ýmiskonar ann- arra samningaviðræðna um afvopnunarmál. Einhverskon- ar samkomulag um bann við beitingu eiturefna i hernaði yrði afvopnunarnefndinni i Genf til verulegs álitsauka og gæti ef til vill forðað henni frá gleymsku — og mannkyninu frá tortimingu um leið —.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.