Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 1
HOTEL mLEIÐIR „Hótel Loftleiðlr býður gestum slnum að velja á milli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa llka Ibúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIDAGESTUM LIDUR VEL. Strand- málið i GÆR var mál skipstjórans á danska skipinu Thomas Bjerco, sem strandafti vift Eyjafjalla- sand, tekiö fyrir I sjó- og ver/.lunarrétti hjá borgar- dómaraembættinu i Ueykjavik. Stefán Már Stefánsson tjáöi blaöinu, aö tekin hefði verið skýrsla af skipstjóra, stýrimanni og tveim skipverjum. Þetta mál verður siðan sent saksóknara til framhalds- meðferðar. BARRNALAR GULNA í Þetta er teikning af húsi eins og þeim,sem setja á niður á Eyrarbakka.Stokkseyri og Selfossi. Þetta eru Moelven hús. Fékk meira en tvo þriðju atkvæða í GÆRMORGUN fór fram á skrifstofu biskups talning atkvæða i prestskosningunum i dómkirkjusókn á sunnudag. A kjörskrá voru 5410, þar af kusu 2988. Atkvæði féllu þannig, að sr. Þórir Stephensen fékk 2081 atkvæði, og var þvi kjörinn dómkirkjuprestur lögmætri kosningu. Mótframbjóðandi hans sr. Halldór S. Gröndal, fékk 860 atkvæði. Auðir seðlar voru 27 og ógildir 20. Séra Þórir Stephensen og kona hans, Dagbjört Gunnlaugsdóttir frá Sökku. —Timamynd: Gunnar. Viðræður um landhelgismál milli Breta og íslendinga fóru fram í Reykjavík i gær. Ráðherrarnir Einar Ágústsson/ Magnús Torfi Ólafsson og Lúðvík Jósefsson tóku þátt í þessum umræðum fyrir islands hönd, en af hálfu Breta sátu samningafundina þeir John McKenzie sendiherra og ráðuneytisstjórarnir Keeble og Pooly. Fyrri fundur aðil- anna fór fram fyrir hádegið í gær, en sá síðari hófst klukkan f jögur i gær, og stóð fram undir kvöldmat. Myndin var tekin við upphaf síðari fundarins og á henni eru f.v. Keeble, Magnús Torfi, Einar Ágústsson, Pooly, og John McKenzie. (Tímamynd Gunnar) LANDEYJUM AJ— Skógum undir Eyjafjöllum. — Dr. Sturla Friðriksson og Agúst Bjarnason náttúrufræðingur hafa verið á ferð liér eystra, og tóku þeir öskusýni í Rangárvallasýslu og Mýrdal. Var Einar Þorsteins- son, ráðunautur i Sólheimahjá- leigu i för með þeim, ásamt Guð- mundi Péturssyni, lækni á Keld- um, er leit cftir heilsufari bú- fénaðar. Oskufall hefur oft verið mjög mikið undanfarna daga, og hefur stundum orðið aö hafa ljós i hús- um undir Vestur-Eyjafjöllum, þótt á miðjum degi væri. Sandur- inn er svartur og sallafinn, og stundum hleðst svo mikið á bil- rúður, að þurrkur hafa ekki und- an að sópa honum burt. Ekki hafa fleiri hestar drepizt en áður var sagt frá, en skjólbelti úr greni i Landeyjum virðast hafa orðiö fyrir skemmdum, þvi að barrnálar eru gular þeim megin er veit til hafs, þar sem öskufallið mæðir mest á. Lokatilraunin til þess að verja miðbæinn í Eyjum KJ—Reykjavík. — Starf okkar beinist í dag aðallega aðtveim atriðum, vörnum í Vestmannaeyjum gegn frekari eyðileggingu og að leysa húsnæðismál Vest- mannaeyinga á fastaland- inu, sagði Helgi Bergs for- maður stjórnar Viðlaga- sjóðs á fyrsta blaðamanna- fundi sjóðsins, sem haldinn var í gær. — Við höfum reynt eftir tillög- um tæknimanna og visinda- manna að hafa áhrif á hraunið með fyrirhleðslu og kælingu, og þessi viðleitni hefur borið árang- ur, sem fyllilega réttlætir það, sem gert hefur verið, sagði Helgi Bergs ennfremur. Ef hraunið heldur hinsvegar svona áfram um langan tima verður ekki við það ráðið með þessum hætti. Þá skýrði Helgi frá gerð nýja varnargarðsins, en hraunið komst i dag að honum á Urðar- vegi. Helgi skýrði frá þvi, að Við- lagasjóður ynni að þvi að Utvega tæki til kælingar á hrauninu. Hefur verið leitað til Noregs, Danmerkur, Sviþjóðar og Banda- rikjanna i þessum efnum. A Norðurlöndunum hafa ekki feng- izt nægilega kraftmiklar dælur og heldur ekki i Hollandi. 1 Banda- rikjunum standa Viðlagasjóði aftur á móti til boða dælur og annar UtbUnaður, og i gærkvöldi ætlaði stjórn Viðlagasjóðs að taka ákvörðun um, hvort þessi tæki verði fengin til landsins. Umerað ræða umfangsmikil tæki, sem e.t.v. gæti reynst erfitt að koma fyrir i Eyjum, og er þar einkum um að ræða þungar og miklar pipur. Helgi sagði að bandariska sendiráðið hefði haft milligöngu um Utvegun tækjanna, og hluti kæmi frá hernum. Helgi sagði að það starf, sem unnið væri nUna við að hefta framskrið hraunsins, væri siðasta tilraunin til að koma i veg fyrir að hraunið kæmist i miðbæ Vestmannaeyja. A þeim stað þar sem nýi garðurinn er fer að halla niður i miðbæjarkvosina. 55 hús austur fyrir fjall Helgi Bergs upplýsti á blaða- mannafundinum að bUið væri að semja um kaup á innfluttum hUs- um bráðabirgöaráðstafanir i hUs- næðismálum að ræða. um frá tveim fyrirtækjum i Nor- egi. Keypt verða 40 hUs frá Block Wathne og 55 hUsfráMoelven Byg verksmiðjunum. Gert er ráð fyrir að fyrrnefndu húsin fari til Kefla- vikur, en þau siðarnefndu munu verða sett niður á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi, en þar er ráðgert aö setja niður 35 hUs. HUsin i Keflavik eiga aö vera ibUðarhæf i mai og júni, en hin öll i jUlilok. HUs þessi eru frá 116 fer- metrum og upp i 120 fermetra stór, og verð þeirra er um tvær milljónir króna. Er þá ekki reikn- að með tollum af hUsunum, og ekki heldur kostnaði við gerð undirstaða þeirra. Þá sagði Helgi, að Viðlagasjóður hefði sótt um lóðir fyrir innflutt hUs i Reykjavik, og einnig kæmi til greina að byggja allt að 200 ibUðir i blokkum i Reykjavik. Um 700 fjölskyldur eru nU á skrá hjá hUs- næðismiðlun Vestmannaeyja og vantar hUsnæði. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun, þegar þar að kemur, Uthluta innfluttu hUs- unum til Vestmannaeyinga. Að lokum sagði Helgi Bergs, formaður stjórnar Viðlagasjóðs, að öll veiðleitni sjóðsins beindist að þvi að Vestmannaeyjar byggð- ust að nýjui, og væri þvi eingöngu Um tvö hundruð og tuttugu manns starfa nU i Eyjum á vegum Viölagasjóös og lauslega áætlað er talið, aö starfsemi sjóðsins i Eyjum kosti uppundir eina milljón kr. á dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.