Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstuaagur 23. marz. 1973 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Frumvarpið um kaup og kjör yfirmanna samþykkt sem lög: Dregið úr kjaramun milli undirmanna og yfirmanna? EJ—Reykjavik. — Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, upplýstiþað i umræðum i efri deild i gær um togarafrumvarpið, að það væri mat sátta- semjara og sáttanefndar, að lögfesting kjarasamn- ings yfirmanna yrði frekar til þess að mjókka bilið milli kjara undirmanna og yfirmanna miðað við venjulegt aflamagn. Fullyrðing stjórnarandstæð- inga um, að með frumvarpinu væri bilið breikkað miiii yfirmanna og undirmanna, væri þvi staðhæf- ing út i loftið. Frumvarpiö um kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum, sem eru stærri en 500 rúmlestir brúttó, var samþykkt i gær sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstað- an sat hjá við endanl. afgreiðslu frumvarpsins i báðum deildun- um. Með samþykkt frumvarpsins var verkfalli yfirmanna á togara- flotanum aflýst, en hinir nýju kjarasamningar, sem lögfestir voru, gilda út þetta ár. Afgreiðslan i neðri deild Eins og fram kom i blaöinu i gær, lögöu Sjálfstæöismenn í neðri deild til, að kaupdeilunni yrði visað i gerðardóm, og var það felit meö 20 atkvæðum gegn 14. Alþýðuflokksmenn fluttu viö- aukatillögu um, að fækki áhöfn á togprunum hækki aflaverðlaun annarra en yfirmanna um sömu prósentu og hjá yfirmönnum. Þetta var fellt með 20 atkvæðum gegn 17, en fram kom hjá sjávar- útvegsráöherra, að I samningum undirmanna eru sérstök ákvæði um þetta efni, sem eru nokkuð öðru visi en ákvæöin i samningi yfirmanna sem lögfestur var. BRAGI VILL 23JA METRA STÍFLU í LAXÁRGLJÚFRUM flytur um það sérstakt frumvarp á Alþingi BRAGl Sigurjónsson (A) lagði I gær fram á Alþingi frumvarp til laga um Laxárvirkjun, þar sem m.a. kveður á um, að Laxárvirkjun sé heimiluð svo- nefnd Laxárvirkjun III I Laxá. • 1 greinargerö segir m.a. aö rikisvaldið hafi nú eytt nær 4 árum í að ná samkomulagi við stjórn Landeigendafélags Laxár- og Mývatnsbænda um virkjunarmálin ,,og er nú sýnt, að þaö er með öllu von- laust, að hagfelld lausn fáist”. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur nú einmitt náðst sam- komulag milli Landeigenda- félagsins og Laxárvirkjunar- stjórnar. Frumvarp Braga gerir m.a. ráð fyrir 23ja metra stiflugerð i Laxárgljúfrum með tilheyr- andi vatnsboröshækkun. EJ. Við 3ju umræðu i neðri deild komu fram tvær breytingatil- lögur, báðar varðandi ofangreind ákvæði um hækkun aflaverölauna vegna fækkunar áhafnar. Voru þær báðar felldar. Afgreiðslan i efri deild 1 gær kom frumvarpið siðan fyrir i efri deild Alþingis og mælti félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, fyrir þvi þar eins og i neðri deild i fyrradag. I um- ræðunum komu fram öll sömu sjónarmið og i umræðum i neðri deild, sem rækilega var gerð grein fyrir i blaðinu i gær, en til máls tóku auk félagsmálaráð- herra: Geir Hall- grímsson (S), Eggert G. bor- steinsson (A), Jón A. Héðinsson (A) og Magnús Jónsson (S). Var frumvarpinu siöan visað til 2. umræðu og félagsmálanefndar. FUNDUR hófst að nýju i efri deild kl. 17 og lágu nefndarálit þá fyrir. Björn Jónsson (SFV) mælti fyriráliti meirihlutans, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Lagði Björn á það áherzlu i ræðu sinni, að allir væru sammála um, að löggjafarvaldið þyrfti nú að gripa inn i þessa deilu og stöðva hana, þvi hún væri bæði tilstórtjóns fyrir þjóðina og henni til vansæmdar. Fram kom hjá þingmanninum, að leiðrétta þyrfti misræmi gagn- vart matsveinum og aðstoðar- mönnum i vél, sem samkvæmt samningum undirmanna fá enga aukna aflaprósentu þótt fækkun veröi i áhöfn, en bæði hásetar og yfirmenn fá slika hækkun afla- verölauna. Sagði hann, aö fram hefði komiö hjá félagsmálaráð- herra, að rikisstjórnin væri reiðu- búin til að bæta útgeröarmönnum þennan mismun, og gæti þvl vart staöiö á þvi að lagfæra þetta. Hins vegar væri þaö ekki verkefni lög- gjafans. Þorvaldur G. Kristjánsson mælti fyrir áliti Sjálfstæðis- manna og gerðardómstillögu þeirra. Eggert G. Þorsteinsson (A) GREINARGERÐ KJÖRSTJÓRNAR VEGNA ÞEIRRA deilna, sem oröiö hafa I háskólanum um framkvæmd kosninga til báskóla- ráðs, hefur kjörstjórn beöið blaðið fyrir eftirfarandi greinar- gerö, þar sem hún skýrir málin frá sinni hlið: ,,Nú eru fulltrúar stúdenta i Háskólaráði kosnir almennum kosningum, en undanfarin ár hafa þeir verið valdir með öörum hætti. Af þvi tilefni setti Stúdenta- ráð reglugerð um kosningarnar og skipaði kjörstjórn til þess að sjá um framkvæmd þeirra. Þessi reglugerð er ekki ýtarleg og ljóst, að kjörstjórn þarf að fara eftir al- mennum reglum um kosningar við framkvæmd kosninganna. Kjörstjórn telur það helgustu skyldu sina að sjá svo um að allir stúdentar geti neytt hins dýrmæta kosningaréttar sins og forðast að gera nokkuð sem komið gæti i veg fyrir að stúdentar hafi allir jafna aðstöðu og möguleika i þessum efnum. Telur kjörstjórn að þessi skiln- ingur sé i fullu samræmi við lýðræðishugmyndir stúdenta almennt. Þegar kjörstjórn kom saman á sinn fyrsta fund og ákvað kjör- fundinn 23. marz n.k., vissi hún ekki, að liffræðistúdentar og jarð- fræðistúdentar yrðu önnum kafnir við námsstörf i Færeyjum og útilokast frá að neyta kosningaréttar sins. Vöktu þessir stúdentar athygli kjörstjórnar á þessu og beiddust þess, að þeim yrði gefinn kostur á að kjósa. Kjörstjórn taldi rétt að verða við þessum óskum og taldi hag- kvæmast að efna til utankjör- fundaratkvæðagreiöslu, sem ekki er bönnuð i reglugerðinni, en almennt litiö á sem hin sjálf- sögðustu mannréttindi. Taldi kjörstjórn, að ekki væri gengið á rétt neins aðila með þessari ákvörðun sinni. Þvi var hins vegar ekki að heilsa. Einn fram- bjóðenda krafðist lögbanns við þvi, að þessi utankjörfundarat- kvæðagreiðsla færi fram. Eftir framlagningu tryggingarf jár ákvað fógeti, að lögbannið skyldi ná fram að ganga og þessir flutti sömu breytingartillögu og Gylfi lagði fram i neðri deild. Einnig tók til máls Jón Arnason (S) Við atkvæðagreiðslu voru til- lögur Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna felldar — sú fyrri með 11 atkvæðum gegn 7 en hin siðari með 11 atkv. gegn 8. Við 3. umræðu flutti Eggert G. Þorsteinsson tillögu um, að kjara- samningar undirmanna á togurunum frá 9. marz s.l. yrðu þegar lausir. SÚ tillaga var felld meö 11 atkv. gegn 2. Frumvarpið var siðan samþykkt með 11 atkv. gegn engu sem lög frá Alþingi. Jarða sölur EJ—Reykjavik. — í gær voru lögö fram á Alþingi tvö frum- vörp um heimild til sölu á rík- isjörðum. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) og tveir aðrir þingmenn Austurlands flytja frumvarp um heimild fyrir rikisstjórn- ina til að selja eyðijörðina Disastaða-Hól i Breiðdals- hreppi i Suður-Múlasýslu þremur bændum i þeim hreppi. Oddur ólafsson <S)og tveir aðrir þingmenn Reykjanes- kjördæmis flytja frumvarp um heimild fyrir rikisstjórn- ina til aö selja Hafnarfjarðar- kaupstað ca. 16.5 ha. af landi jarðanna Dysja og Pálshúsa i Garöahreppi, þ.e. þann hluta jaröanna sem feliur undir skipulag nýs byggðahverfis i Hafnarfirði. stúdentar hindraðir I þvi að kjósa. Um lögmæti lögbannsins þarf að fjalla i staðfestingarmáli fyrir bæjarþingi Reykjavikur, sem má, miðað við venju, búast við, að taki marga mánuði, og er ekki unnt að biða eftir úrslitum þess. Veröur þvi kjörstjórn nauöug að hætta við utankjörfundar- atkvæðagreiöslur viö þessar kosningar, þar sem kjörstjórn hefur verið með lögbanns- aðgerðunum hindruð i störfum sinum, hefur hún nú ákveðið, með skirskotun til þess, að i niundu gr. kosningareglugerðarinnar er henni falin öll framkvæmd kosninganna, og fullnaðar- úrskurður um öll ágreiningsmál i sambandi við þær, að fresta kjörfundi um eina viku og halda hann föstudaginn 30. marz 1973 og mun gefa út sérstakar auglýsingar þar að lútandi. Kjör- stjórn vísar á bug öllum ásökunum i hennar garð, sem birzt hafa i dreifibréfum og fjölmiðlum, en telur þær ekki svara verðar”. Reykjavik 21. marz 1973. ■ Varaþingmaður 1 FYRRADAG tók Jónas Jóns- son sæti á Alþingi I fjarveru Ingvars Gislasonar (F). Afgreiðsla mála i fyrradag Starfstimi deildanna fór að mestu i afgreiðslu togara- frumvarpsins i fyrradag. Þó voru nokkur önnur mál tekin fvrir i efri deild. 1) Bráðabirgðalögin um leigu- ijám á hvalveiöiskÍDum voru afgreidd sem lög frá Alþingi. Var rpálið til 3. umræðu i siðari deildinni, efri deild, og samþýkkt þar með 11 at- kvæðum gegn 2. 5 sátu hjá og 2 voru fjárverandi. 2) Stjórnarfrumvarpi um embætti lögreglustjóra i Hafnarhreppi var visað til neðri deildar með samhljóða atkvæðum. 3) Stjórnarfrumvarpinu um fjölbrautaskóla var einnig visað til neðri deildar með samhljóða atkvæðum. Aður hafði breytingatillaga frá Steinþóri Gestssyni (S) verið samþykkt samhljóöa. 4) Þá mælti Steingrimur Her- mannsson (F) fyrir frum- varpi, er hann flytur ásamt Tómasi Arnasyni (F), um breytingu á lögum um Húnsæðismálastofnun rikisins að þvi er varðar „Breiöholts- framkvæmdir” utan Reykja- vikur og frá var sagt i blaðinu i gær. Einnig tók til máls Þorvaldur G. Kristjánsson (S), Tómas Arnason, (F) 02 Oddur ólafsson (S), Frumvarpinu var siðan visað til 2-umræðu og félagsmála- nefndar. 5) ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um breyt- ingu á happdrættislögum, sem skýrt var frá i bláðinu i gær. Var þvi visað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. 6) Loks mælti dómsmálaráð- herra fyrir frumvarpinu um breytingu á hegningarlögum vegna flugvélarána og skyldra afbrota, sem einnig var skýrt frá hér i blaðinu i gær. Var frumvarpinu visað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Störf neðri deildar i gær A fundi i neðri deild i gær ■voru ýmis mál tekin til um- ræðu og afgreiðslu. 1) Lúðvik Jósefsson.sjávar- útvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um löndun á loðnu til bræðslu, sem efri deild hefur afgreitt. Var frumvarpinu vis- að til 2. umræðu og sjávarút- vegsnefndar. 2) Sjávarútvegsráöherra mælti einnig fyrir frumvarp- inu um útflutningsgjald af sjávarafurðum, sem efri deild hefur þegar afgreitt. Var frumvarpinu visað til 2. um- ræðu og sjávarútvegsnefndar. 3) Stjórnarfrumvarpið um hcimild til aö stofna fjöl- brautaskóla var til 1. umræðu, en efri deild hefur samþykkt frumvarpið. Var þvi visað til 2. umræðu og menntamála- nefndar. 4) Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um lögreglustjóraembætti i Hafn- arhreppi. Efri deild hefur þegar samþykkt frumvarpið, sem visaö var til 2. umræðu og allsherjarnefndar. 5) Frumvarp til laga um vélstjóranám var til 3. um- ræðu, en að beiðni Péturs Sigurðssonar(S), var umræðu frestað og frumvarpinu visað aftur til nefndar. 6) Stjórnarfrumvarp um dvalarheimili aldraðra var til framhalds 3. umræðu, og tóku til máls Magnús Kjartansson, try ggingamálaráðherra, Pétur Sigurðsson (S), Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráð- herra, og Sverrir Hermanns- son (S). Atkvæðagreiðslu var frestað. 7) Frumvarpið um samþykkt á rikisreikningi fy-rir árið 1970 var til 2. um- ræðu. Vilhjálmur Hjálmars- son (F) mælti fyrir áliti fjár- hags- og viðskiptanefndar, sem mælti meö samþykkt þess. Var það samþykkt til 3. umræðu. 8) Loks var frumvarpið um Fóstruskóla tslands til 3. um- ræðu og samþykkt frá deild- inni og endursent efri deild, þar sem neöri deild hafði gert nokkrar breytingar á frum- varpinu frá þvi sem samþykkt var upphaflega i efri deild. EJ. endur Auj'lysingar, srm eiga aft koma I blaoinu á sunnudögum þurfa aö berasl fýrir kl. f á fösludögum. Augl.stofa Tlmans er I Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.