Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 23. marz. 1973 ★ Dóttir Ingmars Bergman Ijósmynda- fyrirsæta í London Anna heitir hún Bergman- Brown og er dóttir sænska kvik- myndagerðarmannsins Ingmar Bergman. Menn segja, að hún likist föður sinum nokkuð, að minnsta kosti augnaráðið, sem hún sendir þeim, sem við hana tala. Það er rétt eins og verið sé aö tala við föðurinn. Anna er 23 ára gömul, og yngst fjögurra barna Ingmars Bergmans og Ellen Bergman, sem hefur getið sér frægðar fyrir dansasamn ingu. Þau Ellen og Ingmar voru gift á fimmta áratug aldarinn- ar, og var Ellen önnur kona Ing- mars. Með Ellen átti Ingmar helming þeirra barna, sem hann nú á, Evu 27 ára, Jan 26 ára, Mats 24 og svo önnu. Anna á heima i London, og hefur búið þar undanfarin sjö ár. Hún er gift lögreglumanni, og á einn son, Mikael, sem er fimm ára gamall. Hún hefur starfað lengi sem ljósmyndafyrirsæta. Fólk fór fyrst að veita önnu eftirtekt fyrir alvöru, þegar hún tók upp aftur eftirnafnið Bergman, en lengi vel hafði hún viljað kom- ast af án þess að notfæra sér frægð föðursins. önnu finnst sjálfri, að hún sé gjörólik föðurnum, og segir, að sé eitt- hvert systkinanna likt honum, þá sé þaö bróðir hennar Jan. En þótt hún sé ekki lik honum i út- liti, segist hún vita, að hún likist honum á öðrum sviðum. Til dæmis er hún álika kaldhæðin og Ingmar, og hún hefur sömu grundvallarafstöðu til lifsins og hann, það er að búast aldrei við of miklu. Anna og maður hennar og sonur búa i fjögurra her- bergja ibúð i Mið-London. Hún hefur aldrei getað fellt sig við kuldann og rakann i þessari miklu borg, og kúrir fyrir fram- an arininn, þegar hún getur komið þvi við. Þegar Anna var 17 ára fór hún til London og nokkrum árum siðar giftist hún æskuvini sinum Peter Brown. Siðan fæddist Mikael, og Anna og spænsk vinkona hennar, opn- uðu dagheimili i sameiningu, þvi þær gátu ekki hugsað sér að hafa ekkert fyrir stafni. Þegar Anna fékk vinnu sem ljós- myndafyrirsæta hringdi hún til föður sins, sem hún annars hef- ur mjög litið saman við að sælda, og spurði hann, hvort hann hefði nokkuð á móti þvi, að hún notaði Bergmans-nafnið. Hann sagði, að það væri siður en svo, honum þætti eiginlega vænt um það. Hjónaband önnu og Peters er mjög frjálslegt. Þau eiga bæði sina eigin vini, og Anna fer oft út með vinum sin- um, og Peter spyr aldrei neinna spurninga. Það er samkomulag þeirra á milli, að þau skuli gera það, sem þau vilja, svo lengi sem þau særa ekki hvort annað. Ekki segist Anna geta hugsað sér betri eiginmann en Peter. Hann hjálpi henni mjög mikið við heimilisstörfin, og hann sé einstaklega þolinmóður og góð- ur við son þeirra. Anna segir, að sér hafi gengið vel sem ljós- myndafyrirsætu, og hún hafi meira að segja fengið kvik- myndatilboð, þó ekki frá föður sinum. — Ég er ánægð með að vera ljósmyndafyrirsæta, og læt mér það nægja, i bili að minnsta kosti, segir hún að lokum. Ný flugvallargjöld í París Ákveðið hefur verið að leggja ný flugvallargjöld á ferðamenn, sem fara um flugvellina i og við Paris. Þessi gjöld verða fram- vegis þrir frankar (um 60 kr) fyrir þá, sem yfirgefa landið, en einn franki fyrir þá, sem fljúga milli staða innan Frakklands. Ætlunin er að nota þá peninga, sem koma inn með þessum gjöldum til þess að greiða ibú- um i nánd við flugvelli skaða- bætur vegna óþæginda af há- vaða, sem alltaf er i grennd við stóra flugvelli. Einnig er ætlun- in að hljóðeinangra skóla og sjúkrahús á sömu slóðum, en talið er vist að hreinlega verði að kaupa húseignir af sumum húseigendum og gefa þeim kogt á að flytjast i burt til hljóðlátari staða. DENNI DÆMALAUSI Sjáðu, þú getur verið sætur lika ef þú vilt. Hver vill það?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.