Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. marz. 1973 TÍMINN 15 felldu. Þá var spergilsúpa, steikt svinakjöt, sem enginn matreiddi jafnvel og Celes og með kjötinu var grænmetissósa og gulrætur, siðan var ostur, sem Caddie hafði alltaf verið sólgin i, og full- þroskaðar perur, og Rob gaf þeim alltaf vindropa út i vatnið. Það var ekki bragðað á súpunni. Giuliette leit aftur spyrjandi á Fanneyju, áður en hún bar disk- ana burt. Caddie og Pia höfðu ekki einu sinni snert skeiðarnar. Þær hristu höfuðið, þegar þeim var rétt farið með svinakjötinu, þó að Caddie lægi við yfirliði. Þær afþökkuðu einnig kartöflurnar, ostinn og perurnar. — Ég sé, að þið ætlið ekki að borða neitt, sagði Fanney... — Nei, takk. — Hvað er þetta? Hungurverkfall? Þau litu á diskana. — Hugh, hvað er á seyði? En Hugh svaraði: — Þær eru flón. Það er allt og sumt. — Það er bezt, að þið standið upp, sagði Fanney við Caddie og Piu, en Rob var kænni. — Nei, lofaðu þeim ekki að fara. Láttu þær sitja kyrrar og horfa á okkur borða. — Heilagur Sebastian var stunginn með örvum, sagði Pia. — Sjáðu. Hún sýndi Caddie mynd af ungum manni, sem var bund- inn nakinn við staur. Maðurinn horfði til himins, og svipurinn var rólegur, þó að örvarnar stæðu svo þétt i likama hans, að hann minnti á nálapúða, en undan hverri ör streymdi fagurrautt blóð. — Ó, sagði Pia. — Hann brosti, sagði Pia, og augu hennar voru ekki lengur sviplaus, þau voru i senn dreymin og ljómandi. Hún virtist frá sér numin. — Brjóstin voru skorin af heilagri Agöthu sagði Pia. — Þú get- ur séð myndir af henni með brjóstin á diski og heilaga Lúciu með augun sin. Þau voru slitin úr henni. Hún átti við, að þau heföu verið stungin úr henni og benti með báðum litlu þumalfingrunum sinum til útskýringar. Caddie hélt, að Piu þætti gaman að segja frá þessu og var ekki viss um, nema þetta væri hugarburður. En hvað sem heilagri Agöthu leið voru Caddie og Pia báðar búnar að fá höfuðverk og einhverja skrýtna vanliðan. — Og þetta er bara annar dagurinn. Þær gátu ekki sofiö. — Auðvitað ekki, sagði Fanney. Hún hafði heyrt, að þær voru á ferli og kom inn til þeirra. Siðan varð hún sjálf andvaka. —- Þið getið ekki sofið fyrir hungri, kjánarnir ykkar. Fanney fór nið- ur i eldhús og sá þá hversu lélega eldavél Celestina hafði. Það var gömul gasvél með f jórum hólfum. Hún færði telpunum heita mjólk i tveim könnum og kex á diski. — Drekkið þið þetta og hættið þess- ari vitleysu. — Ætli þau taki eftir þvi, ef við borðum eina kexköku hvor? spurði Caddie. Hún hefur sennileea talið þær, svaraði Pia. — Þú sérð, að hún er orðin áhyggjufull. Pia taldi kexkökurnar sjálf. Það er eins og hún treysti mér ekki, hugsaði Caddie. Fyrst Pia gerði þetta hefði ekkert getað fengið Caddie til þess að súpa á mjólkinni, ekki einu sinni smá- sopa. Hún lá heldur vakandi og reyndi að finna ekki lyktina af gufunni, og um morguninn sá Giulietta mjólkurkönnurnar og kexdiskinn hjá rúminu þeirra, en hvorugt hafði verið snert. —■ Pislarvottarnir voru hugrakkir sagði Pia. — Þeir voru pyntaðir hræðilega. Ætli það geti verið, að þjáningar þeirra hafi verið verri en þessar hungurkvalir? Þessi stöðuga barátta við freistingarn- ar? Um hádegið var steiktur áll með eplasneiðum og kúklingur með soðnum hrisgrjónum. 1 fyrsta sinn, sem áll var á borðum, þekkti Caddie ekki, hvaða fisktegund þetta var. Fanney og Hugh þekktu hann ekki heldur, en þegar þau komust að þvi, var þeim sama, þvi að hin- ar steiktu álsneiðar voru mjög ljuffengar. — Ég er viss um að þau gera það af ásettu ráði að hafa allan þennan yndislega mat. — Vitanlega, sagði Pia. — Pabbi minn er ráðagóður. Það var eins og i þessum orðum fæl- ist. „Þaö getur verið, að mamma þin sé einfeldningur, en pabbi hefur ráð undir hverju rifi”. Það mátti með sanni segja. Hann þráttaði ekki við þær, held- ur treindi sér matinn eins lengi og honum var unnt, meðan Caddie og Pia urðu að sitja eins og negld- ar við stólana. — Fáðu þér svolit- iðmeira, Fanney. Pia,réttu Hugh baunirnar. En hvað kaffið er bragðgott núna. Brauðhnúðarnir alveg nýbakaðir. Saladblöðin eru alveg stinn. Pia og Caddie sátu eins og steingervingar og horfðu yfir höfuðið á Rob, en þær þjáð- ust. Framkoma Hughs var þó skrýtnustaf öllu. Hann, sem hafði farið litilsvirðandi orðum um italskan mat, og fundið að öllu, borðaði meira en nokkru sinni fyrr. — Ætli hann langi til að vera óvingjarnlegur? spurði Caddie PIu, sem yppti öxlum. Hugh vildi ekki vera óvingjarnlegur, en það var hálfgert grimmdareðli i hon- um. Hann varð óþolinmóðari við Caddie og reiðari við Fanneyju, þvi meira sem hann borðaði. Fanneyju sárnaði þetta meira en Caddie. — Ég héit, að hann væri tryggari. En það var eins og enginn hefði trygglyndi ti-1 að bera. A öðrum degi fékk Fanney böggul i pósti frá Paris. Það var þungur kassi og stóð á honum „Brothætt”. — Philippa? sagði Fanney spyrjandi og steinhissa. — Philippa? sagði Caddie. En hvað fjölskyldan hafði tvistrast. Hún hafði ekki hugsað um Philippu i margar vikur — reynd- ar voru það ekki nema nokkrir dagar, siðan þau Hugh fylgdu Philippu á járnbrautarstöðina, þegar hún lagði af stað til Paris- ar. — Philippa sagði Fanney með grástafinn i kverkunum. Hún hefur ekki skrifað mér, siðan.... — Hún sá, hvernig forvitnin skein úr augunum á Caddie og Piu, svo að hún fór með kassann upp i vinnuherbergiö til Robs. Hún tók umbúðrinar utan af og i ljós komu tveir skrautbollar og undirskálar. A bollunum stóð með gylltum stöfum: „Þinn”. „Minn” — Ó, vesalings elskan, sagði Fanney eins og til þess að verja hana. — Biddu snöggvast, sagði Rob og skoðaði bollana. — Philippa er glöggskyggnari en þú. Þetta eru ekki þessir minjagripir, sem ætlaðir eru ferðamönnum. Þeir eru frá Viktoriutimabilinu, sagði hann og leit á merkiö. — Þeir hljóta að hafa verið nokkuð dýrir, sérstaklega i París. En Fanney var niðursokkin i bréfið, sem fylgdi þeim. — 0, Rob. Hún segir að bollapörin séu brúðargjöf. — Jæja. Er það ekki fallegt af henni? — Philippa ætti ekki að gefa okkur brúðargjöf. Brúðar- gjöf til móður sinnar. Það er ein- hvern veginn ekki eins og þáð á að vera, og hún spyr, hvort hún megi koma i sumar. Hún segir, aö sig langi til að kynnast þér. — Jæja? Er það ekki gott? — Hún var eftirlætisbarn Darrells, sagði Fanney með hægð. — Hann reiddi sig á hana. — Þarf hún þá að úti- loka þig? En Fanney sagði aðeins — Darrell mun taka þetta mjög nærri sér. — Þarf ég nú að fara aö kveljast vegna Darrells? sagði Rob. Þetta er i fyrsta sinn, sem hann missti þolinmæðina. Siðan mælti hann. — Fyrirgefu Fan. Þaö er óttinn og þetta sifellda uppnám. Ég giftist þér, en ekki fjölskyldu þinni. — Ég er fjöl- skyldan min, gat Fanney ekki annað en sagt, þar sem hún sat við borðið, einmanaleg. Rob lagði gildru fyrir Caddie og PIu. Hann kom út úr vinnuher- berginu sinu klukkan fjögur og kallaði að vanda: — Mig vantar barn. Caddie og Pia gáfu sér ekki tima til þess að hugsa sig um, heldur hlupu á móti honum. — Ég ætla að fara til Macesina. Komið þið með mér. Við skulum kaupa okkur rjómais. — Hvað eigum við að gera, þegar hann biður um isinn? spurði Caddie á leiðinni i bilnum. — Við skulum lofa honum að panta isinn, en við borðum hann ekki. Það þykir honum ergi- legast, sagði Pia. Það var óvenju heitt i veðri þennan dag og meira ryk en þau höfðu nokkrun rimann séð á Italiu. Allir voru þyrstir. Caddie þótti beztur isinn i Garda. Hann var búinn til þannig aö heil- ar appelsinur voru fylltar með frystum ávaxtasafa. Nú sátu Caddie og Pia á tágastólum með is á borðinu fyrir framan sig, en brögðuðu ekki á honum. — Finnst ykkur hann ekki góður? spurði Rita. — Grazzie, sono buoni, milto buoni. Mjög góður, sagði Pia, en hvorug snerti isinn. — Það væri réttast, að ég léti ykkur fara heim gangandi, sagði Rob. — Þennan sama dag var til sið- degisverðar spergill, rifjasteik með baunum og sitrónum og apri- kósuterta. Fanney átti bágt með 1366 1366. Krossgáta Lárétt 1) Ritgerð,- 6) Hundinn.- 10) Hasar,- 11) Vein.- 12) Ólygin,- 15) Gljái,- Lióðrétt 2) Verkur,- 3) Fugl - 4) Steikja.- 5) Borða,- 7) Óhreinka.- 8) Ætt.- 9) Kemst.- 13) Nýgræðingur,- 14) Hitun- artæki,- Ráðning á gátu No. 1365 Lárétt I) öslar.-6) Baldera.- 10) Eg,- II) An,- 12) Inngang,- 15) Blása.- Lóðrétt 2) Sól,- 3) Ate,- 4) Óbeit,- 5) Sanga,- 7) Agn.- 8) Dug,- 9) Rán,- 13) Nil,- 14) Ans.- fKjpP w Hl — -JLFL- 1II li H ■ Föstudagur 23. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Guðrún Guð- laugsdóttir helur áfram sögunni af,,Litla bróður og Stúf” eftir Ann Cath.-Vestly (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl 10.25. Fræðslu- þáttur um almanna- tryggingar kl. 10.25. Fjallað verður um freiðslu- fyrirkomulag trygginga- bóta. Umsjón: Orn Eiðs- son. Morgunpopp kl. 10.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Með sinu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.15 Búnaðarþáttur 14.30 Siödegissagan: „Lifsorustan” eftir Óskar Aðalsíein. Gunnar Stefánsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Sigriöur Pálmadóttir sér um timann. 18.00 EyjapistiII. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit tslands á tónleikum i Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Antonio de Almeida frá Paris. Ein- leikari: Garrick Ohlsson frá New York. a. Faust-for- leikur eftir Richard Wagn- er. b. Pianókonsert nr. 2 i A- dúr eftir Franz Liszt. c. Sinfónia nr. 2 i e-moll op. 27 eftir Sergej Rakhmaninoff. 21.30 Fyrri landsleikui tsiendinga og Norðmanna I handknattleik. Jón Asgeirsson lýsir úr Laugar- dalshöll. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (28) 22.25 Ctvarpssagan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þóröar- son. Þorsteinn Hannesson les (20). 22.55 Létt músik á siökvöldi. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. II! Föstudagur23. marzl973 H§. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar I krapinu Banda- $;g riskur kúrekamyndaflokkur ;;;;;;;;;; i léttum tón. Svona eiga ;$;§ bankarán að vera Þýðandi §;$; Kristmann Eiðsson 21.25. Sjónaukinn Umræðu Og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. í$§: 22.05 Síðustu vikingarnir ■III Mynd frá Norm andi i §;;;§; Frakklandi, þar sem Göngu :;$;;; Hrólfur og kappar hans og S§;;g aðrir norrænir ævintýra- menn áttu forðum góðu §;;jj| gengi að fagna. I myndinni ;;;;$ er rætt við fólk, sem rekur ættir sinar til vikinganna, ;•;;;;;;;: og fjallað um norræn áhrif i :;:;•;•;•; talmáli og örnefnum. §;;$ Þýðandi Sonja Diego. Ílll (Nordvision - Danska sjón- ■;•;;;;;;; varpið) j:;!;:;:;: 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.