Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 23. marz. 1973 Föstudagur 23. marz. 1973 TÍMINN 11 17 DAGA ELDHEIT EILÍFÐ OG KYRRAHAFIÐAÐ BAKI Rauðinúpur við bryggju I Balboa. þangað sem frá var horfið i sið- asta bréfi, i Honolulu. Siðustu ferðina frá borði notuðum við til að verzla i stærstu verzlunarmið- stöð heimsins. Þar eru 195 verzl- anir af öllu tagi og óteljandi veit- ingastaðir að auki, undir einu og sama þaki. Þarna var gott að vera, enda allt loftkælt. Hér og þar eru vinjar, grasblettir með pálmatrjám, lækjum, gosbrunn- um og bekkjum til að hvila þreytta fætur. Ef pálmarnir voru of háir, stóðu þeir upp um gat á þakinu. Þessi verzlunarmiðstöð er ný af nálinni og sögð stolt borgarbúa, ekki að ástæðulausu, að mér finnst. Þegar við komum aftur til skips, beið okkar óvænt ánægja. Þar var komin islenzk kona, Kristin Jónsdóttir frá Hafnar- firöi, en hún er gift Bandarikja- manni og hefur búið i Honolulu i 18 ár. Hafði eiginmaöurinn átt leið framhjá og rekið augun i is- lenzka fánann. Sneri hann við á stundinni, sótti frúna heim og færði til skips. Dvöldu þau siðan hjá okkur fram eftir kvöldi og fræddumst við allnokkuð af sam- ræöunum við þau. Fengum við m.a. að vita, að þessi dagur væri einn sá versti, hvað veður varöar, sem komiö hafði þarna i marga mánuði. Ekki höfðum við þó kvartað yfir neinu nema hitanum og vorum þakklát fyrir regndrop- ana. Einnig sögðu þau okkur, að nokkurt skeið og söknum. Nokkra hvali höfum við séð, en enga mjög nærri. Það er dýralif viðar en i sjónum og ég hef áður minnzt á máfana okkar, sem hafa verið samferða alveg frá Japan. Þeir eru nú orðnir öllu gæfari, farnir að fá sér sæti og hafa ekkert á móti þvi að láta mynda sig á eins metra færi eða svo. Eitt er það, sem okkur finnst sérkennilegt við náttúruna á þessum breiddargráðum, en það er nóttin. Það uppgötvuöum við, þegar við ætluðum að vera úti við, ef þar væri aðeins svalara. Svo reyndist ekki, en nóttin er falleg. Myrkrið er svo svart, að maður sér ekki hvitt blað við nefið á sér og manni finnst að það sé þykkt og hægt að taka á þvi, svona eins og svörtu flaueli. Uppi yfir og allt i kring blika stjörnurnar, að okkur finnst, stærri og skærari en heima. Sumar sitja á sjónum og fyrst héldum við að þarna væru skip eða jafnvel borg. Það hefur ekki leynt sér siðasta sólarhringinn, að einhver menning er i nánd. Oliublettir eru um allan sjó og alls konar plast- drasl er farið að koma á móti okkur. Maður finnur það lika á lyktinni. „Fýlunni” segja strák- arnir. En það er sem sé Panama og við viðum ekkert á hverju við eígum von þar, öðru en þriggja tima „stoppi” i hafnarborginni Balboa, áður en farið er gegn um venjast sólinni, sem skin misk- unnarlaust á heiðum himni allan daginn og varpar hvergi á skugga, þegar hún er hæst á lofti, beint uppi. Menn hafa skað- brennzt og fengiö ljót sár, en þau eru öll gróin og enginn liggur lengur i sólbaði, ef honum er annt um heilsuna, þvi höfuðverkur og svimi eru ekki lengi að gera vart við sig úti við. En það er bezt að snúa aftur Tveir gestir um borð I Rauðanúpi. skurðinn og beint á haf út aftur. Einhver sagði okkur, að þarna væri allt fullt af flugum og kvik- indum og við yrðum aö setja flugnanet fyrir öll göt á skipinu. En auðvitað trúum við þvi ekki fyrr en við tökum á, enda eru eng- in flugnanet um borð. Frá dvöl- inni I Balboa og flugunum, ef ein- hverjar eru, segi ég i næsta bréfi, sem ég sendi frá Bermudaeyjum eftir rúma viku. Siglt inn til Panama Sólar notið, þótt flestir séu búnir að fá nóg af henni. Rauðanúpi 13. marz LOKSINS, loksins! Nú er Panama aðeins fárra klukku- stunda siglingu framundan og sautjándi dagurinn runninn upp. Þegar viö lögðum af staö frá Honolulu, sáum viö framundan heila eilifö, en þaö er mesta furða, hvað hún hefur skroppiö saman. Nú höfum viö siglt i rétt- an mánuð frá Japan og loks er Kyrrahafið á enda. Það ber svo sannarlega nafn með rentu, þvi allan þennan tima hefur skipið ekki hreyfzt, fremur en stofugólf- ið heima. Þessa stundina stendur hita- mælirinn á 34 stigum, hvað hann hefur raunar gert siöustu vikuna, jafnt úti sem inni, daga og næt- ur. Hitinn hefur farið misjafnlega i menn, en nú eru flestir farnir að venjast þessu. öllu verra er að þrátt fyrir að þessi litli blettur væri ein fjölsóttasta ferðamanna- paradis heims, væri þar gifur- legur skortur á hótelrými. Þau 36 þúsund rúm, sem til væru, hrykkju hvergi nærri til og hefði þvi hver einasta fjölskylda I borg- inni eitt eða fleiri herbergi til reiðu fyrir gesti. Alltaf er verið að byggja hótel, en ferðamönnum fjölgar mun meira en aukning- unni nemur. veizla á hverjum degi. Brytinn okkar á allan heiður skilið og þó sérlega fyrir að hafa haldið út timunum saman i mesta hitanum við sjóðheita. eldavélina, nokkuð sem við hin gátum ekki skilið, hvernig var mögulegt. Eitthvað þarf að hafa sér til dægrastyttingar, eins og geta má nærri i svona ferðum. Það er spilað og teflt, dundað við tugi gestaþrauta og lesiö. Allar bækur Snjólaug Bragadóttir skrifar úr heimsiglingu Sjötta bréf Við létum úr höfn snemma að morgni sunnudagsins 25. febrúar. Rétt þegar landfestar voru að losna, kom i ljós, að sjókælirör hafði sprungið i vélarrúmi og var dálitið af sjó komið inn. Látið var reka á ytri höfninni, meðan gert var við og sjónum dælt út, en siðan sett á fulla ferð áleiðis til Panama. Fyrstu þrjá-fjóra dagana var allt skaplegt. Hitinn ekki nema 25-27 stig, sundlaugin var sett á sinn stað aftur á og lifsins notið i sól og sjó. En þegar hitinn fór að hækka, tók þrótt að draga úr flestum og nokkrir brenndust svo illa að sár hlutust af. Þá hvarf allur áhugi á sólinni og dögum saman fór enginn út, nema i nauðsynleg störf og þá klæddur. Þegar mælirinn var kominn yfir 30 stig, fór alls kyns vanliðan að gera vart við sig, höfuðverkur, svimi, máttleysi, lystarleysi og sumir þjáðust af svefnleysi, en aðrir gátu helzt ekki vakað. Setningar eins og: — Ég held, að ég verði vitlaus! — Ég ætla að sofa i kælinum i nótt, og — ég er búinn að fá nóg af suðrænni sól fyrir lifstið, heyrðust, sú fyrsta oftast. En enginn varö vitlaus og þetta gekk allt yfir á nokkrum dögum. Nú spranga hér um nokkrir kaffibrúnir kroppar og farið er að tala i grini um kynþáttaóeirðir á Raufarhöfn. Einhvern tima I fyrri bréfum minntist ég á einhæft fæði. Þetta lagaðist allt I Honolulu, þar sem við fengum viðbót viö japanska kostinn og siðan hefur verið um borð eru nú löngu upplesnar, meira að segja lækningabókin, sjómannaalmanakið og alls kyns pésar um lög og reglugerðir á sjó. Þá kemur bara eitthvað annað i staðinn og menn hafa verið að kveðast á og setja saman visur af miklum móði. Svo hefur ótal klukkustundum verið eytt með þvi að sitja fram á stefni með fæturna hangandi út fyrir, og skoða lifið i sjónum. Það er sérstaklega fjölbreytt um það bil sem sólin kemur upp á morgnana. Um leið og geislarnir falla á hafflötinn, vakna flugfisk- arnir og þá er sjón að sjá. Þeir stökkva I allar áttir og sumir fljúga 150 til 200 metra vegalengd ihálfs metra hæð. Þeir glitra i öll um regnbogans litum. Nokkrir hafa stokkið upp á dekk og endað ævina I pottinum. Ég sagði um daginn, að þeir væru líkir sild i útliti og til frekari upplýs- inga má geta þess, að þeir likjast henni llka á bragðið. Þá eru það skjaldbökurnar. Nú siðustu dagana höfum við mætt þ*eim i hrönnum, allt upp I 20-30 á skömmum tima. Sú stærsta var á stærð við Fólksvagn og flaut hún eins og steinsofandi alveg upp við skipshliðina. Há- karlinn var örugglega sofandi, þvi kviðurinn sneri upp svo að ófrýnilegur kjafturinn blasti við. Mönnum varð það fyrst fyrir að kippa að sér fótunum, hvað raunar var óþarfi, þvi hákarlar stökkva ekki marga metra. Það gera hins vegar höfrungarnir, sem við höfum ekki séð nú um ÝMSIR velta því nú mjög fyrir sér, hvað Bret ar eða réttara sagt brezka stjórnin hyggist fyrir í kjarnorkuvopnamálum sínum. Brezku blöðin Times og Guardian hafa ekki hvað sízt velt þessu máli fyrir sér, varpað fram ýmsum spurningum og slegið öðru fram. Skýrsla brezka varnarmálaráðuneytisins, sem birt var fyrir nokkru, þykir ekki hafa að geyma ýkjamarkverðar upplýsingar, en vekur hins vegar margar spurningar. Samkvæmt ummælum The Times á brezki varnarmála- ráðherrann, Carrington lávarður, að hafa lagt á það áherzlu á fundi með íhaldsþingmönnum úr neðrimálstofunni skömmu eftir útgáfu skýrslunnar, að stefnt yrði að eflingu banda- lags Breta og Bandaríkjamanna í varnarmál- um, og að hið vestræna varnarkerfi ætti að vera tryggt a.m.k. fram til ársins 1976. Hvað þá tæki við, væri vandsagt um. Á blaðamannafundi um svipað leyti lýsti Carr- ington því yfir, að samstarf á milli Bretlands og Frakklands í kjarnorkuvopnamálum til- heyrði framtíðinni. KJARNORKUVOPNA C MÁL BRETA í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ Carrington játaði þó, að viö- ræður hefðu átt sér stað viö Frakka um þetta efni, en þær ættu fremur erfitt um vjk. Kemur þar m.a. til núverandi varnar- málastefna Frakka og afstaða þeirra til Nato. Onnur megin- ástæða eru Polaris-eldflaugar þær, sem Bretar ráöa nú yfir samkvæmt sérstöku samkomu- lagi við Bandarikin, en sam- kvæmt þvi samkomulagi er Bret- um bannað að skiptast á upplýsingum, er lúta að kjarn- orkuvopnum, viö þriöja veldi. Carrington bætti þvi við, að rikis- stjórnin hefði kjarnorkumál Bret- lands náiö i athugun og myndi svo verða áfram. Skömmu áðiif1 en Carrington lét hafa þetta eftir sér, fjallaði starfsbróöir hans i Frakklandi, Michel Tiebre, um sama efni i grein i fréttatimaritinu franska Le Point. Lagöi hann á það rika áherzlu, að hann hefði rætt brezk/franska samvinnu á sviði kjarnorkumála viö Carrington, er þeir hittust aö máli 21. nóvember s.l. Sagðist hann hafa vonað, að orðið gæti af iðnaöarlegri sam- vinnu milli landanna, en skýrði ekki nánar, i hverju hún ætti að vera fólgin. Debre sagði ennfremur, að samvinna milli Bretlands og Frakklands um eflingu kjarn- orkuvopna hefði ekki hvað sizt verið vandkvæðum bundin vegna þess, að Bretar hefðu um nokkurn tima staðið andspænis miklum erfiðleikum varðandi endurnýjun kjarnorkuvopnabúnaðar sins. Bretar áttu um tvo kosti að velja, sagði Debre: að kaupa nýjan kjarnorkubúnað i Bandarikjun- um, eða taka upp samvinnu við Frakka. Sagðist Debre ekki efast um, að ef Bretum hefði verið neit- að um hinn nauðsynlega búnað il Framhald á bls. 19 Hlutverk konunnar í stjórnmálum — Komdu heim, Coya! Svo hljóðaði ákall óhamingjusams eigin- manns í Minnesota fyrir nokkrum árum. Coya nokkur Knutson hafði nefnilega látið manninn gæta bús og barna meðan hún sjálf sat á þingi i Washington. En neyðaróp hr. Knutsons heyrðist um land allt og konan neyddist til að gefa frekari stjórn- málaframa upp á bátinn. Hún náði ekki endur- kosningu. Hverjum augum lita konur, sem eiga sæti á þingi i Noregi, á hlutverk sitt? Hversvegna taka svona fáar konur þátt i stjórn- málum? Hverskonar konur verða stjórnmálamenn? Ingunn Norderval Means, sem fæddist i Noregi en býr nú i Kanada hefur reynt að svara nokkrum þessara spurninga i ritgerö, sem birtist i útdrætti i bókarformi gefin út af Cappelen útgáfufyrirtækinu. 1 bókinni, „konur i norskum stjórnmálum”, reynir höfundur- inn að skapa grundvöll að við- tækum umræðum um stjórn- málalegt hlutverk konunnar. Bókin er byggð á samtölum við 15 af 16 konum, sem áttu sæti á norska þinginu 1970 — ein þing- kvennanna vildi ekki taka þátt i könnun Ingunnar — og samtölum við konur i bæjarstjórnum Bergen og Tromsö og sveitar- stjórninni i Volda. Könnunin beinist að stjórn- málalegu umhverfi og þeim leik- reglum, sem þar gilda, og afleiðingum af stjórnmálaþátt- töku kvenna. Einnig er fjallað um stjórnmálalegt, félagslegt og efnahagslegt umhverfi kvenna, menntun þeirra og starfsreynslu. Stjórnmálalega hvatningu, sem þær fengu i þvi umhverfi, sem þær eru komnar úr, hvernig póli- tiskan frama þeirra bar að höndum og stjórnmálalegan metnað þeirra sjálfra. Konur vantar sjálfstraust — Konur vantar sjálfstraust og framtak — var viðkvæðið hjá þingkonunum, sem þær komu alltaf að aftur, skrifar Ingunn Nordevals Means. — Konur lenda gjarnan i pólitik, þar sem þær hefja starf sitt i sérflokki án nokkurrar sérstakrar samkeppni. Þeim er fengið i hendur eitt verk- efnið á fætur öðru, hvort sem þau falla þeim eða ekki. Stjórnmálaferill þeirra sjálfra var einnig i miklum mæli meö þessum hætti. Fáar þeirra höfðu til að bera stefnufestu og metnað. Bæjarstjórnarkonurnar og þingkonurnar áttu margt sameiginlegt. Dæmigeður fulltrúi beggja hópanna var dugleg, kraftmikil og ungleg miðaldra kona. Hún var betur menntuð en flestar kynsystur hennar og hafði lengri starfsaldur en almennt gerist meðal norskra kvenna. Konur úr báðum hópunum höfðu orðið fyrir meiri stjórn- málalegri hvatningu en konur almennt. Aðeins ein stjórnmálakvenn- anna taldi að eitthvað það væri i eðli konunnar, sem gerði hana siður hæfa til að starfa aö stjórn- málum en karlmanninn. Alltaf var viðkvæðið að konur vatnaði sjálfstraust. Konurnar töldu að þvi betur sem konur heföu lagað sig að viðurkenndu hlutverki kon- unnar, þvi óhæfari væru þær til að vera duglegir stjórnmálamenn. Hvernig eru framtiðarhorfur kvenna innan norskra stjórn- mála? spyr höfundurinn. Tvöfalt starf konunnar Ef konur ætla að gera sér vonir um að komast áfram og öðlast áhrif, er stöðug stjórnmálaþátt- taka þeirra óhjákvæmileg, — töldu stjórnmálakonurnar. Þær bentu á tvö meginatriði, sem koma I veg fyrir órofna þátttöku kvenna i pólitík: tvöfalt starf giftra kvenna, sem vinna úti, og einangrun heimahúsmæðranna. Þær konur, sem eru hæfar til stjórnmálaframa, hafa ekki tima aflögu til stjórnmálaþátttöku. Hinar, sem hafa nógan tima, eru ekki hæfar. örlögin hafa gert stjórnmál að vettvangi karla og fáeinna afburðakvenna, sem hafa tima og orku aflögu frá öllum öðrum skyldustörfum sinum til að sinna pólitik. NT?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.