Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. marz. 1973 TÍMINN 7 Eila Hiltunen meö frummyndirnar að minnispeningunum tveim Minnispeningur til styrktar Eyjabúum DANSKA forlagið Anders Nyborg, sem i tólf ár hefur gefið út Welcome to Iceland, mun nú 3. apríl gefa út minnispening, sem helgaður er Grænlandr og hinn 1. mai annan minnispening, sem helgaður er tslandi, og er hug- myndin að afia með honum einnar milljónar isienzkra króna, er munu renna til þeirra, sem biðu tjón við eldgosið i Heimaey. Finnska listakonan Eila Hiltunen, sem talin er meðal allra fremstu myndhöggvara á Norðurlöndum nú, höfundur Sibeliusarminnismerkisins i Helsinki, hefur mótað þessa minnispeninga, sem báðir eru úr bronsi, og verða fimm þúsund eintök af hvorum um sig. Lands- banki tslands og útibú hans munu annast sölu á tslandspeningnum, og kostar hann 1320 krónur. Forlagið hyggst framvegis gefa út grænlenzkan og islenzkan minnispening ár hvert, en auk þess er i ráði að það láti gera fimm eintök úr silfri af tslands- peningnum, og eru þeir ætlaðir forseta tslands islenzku rikis- stjórninni, Flugfélagi tslands, Bring Crosby og rithöfundinum Willy Breinholst. Ágóða af Grænlandspeningnum á að nota til útgáfu á gömlum ritum, sem varða grænlenzka sögu og menningu, en eins og kunnugt er gaf Anders Nyborg út grænlenzkar þjóðsögur i fjórum bindum og hefur nú i undir- búningi að gefa út sjö bækur, sem snerta Grænland. Islandspeningurinn verður kynntur i Reykjavik 2. mai, en þá munu þau verða hér, Anders Nyborg og Eila Hiltunen. Islandskvöld í New York til ágóða fyrir Vestmannaeyjar AMERICAN Scandinavian Foundation i New York gekkst fyrir islandskvöldi þann 16. marz til ágóða fyrir Vestmannaeyja- sjóðinn. Upphaflega var ákveðið að halda þennan fund i eigin húsakynnum stofnunarinnar i 73 götu, en aðsókn var það mikii að taka varðstærri sal á leigu i gisti- húsi i borginni. Fyrir atbeina aðalræðisskrif- stofu Islands i New York og með aðstoð Loftleiða var Rio Trio fengið til að skemmta á fundi þessum. Fengu söngmennirnir beztu viðtökur, en þeir sungu ein- göngu islenzk þjóðlög og visur. Tvær kvikmyndir voru sýndar, önnur var ný Islandsmynd, sem Loftleiðir hefir látið gera, en hin voru stuttir kvikmyndaþættir frá Vestmannaeyjagosinu. Höfðu þessar kvikmyndir, sem voru teknar i eðlilegum litum, mikil áhrif á viðstadda. Loks voru bornar fram VEGIR ILLFÆRIR FYRIR VESTAN ÞG-ölkeldu. —Hlýindi hafa verið hér undanfarið og má heita að snjóa og klaka hafi leyst. Una menn því heldur vel við sinn hag, enda ástæða til bjartsýni, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Hlýindin hafa hins vegar haft það i för með sér, að vegir eru illa farnir i héraðinu og eru raunar nánast ófærir eins og stendur. Þar kemur reyndar einnig til að miklir flutningar hafa átt sér stað á fiski úr sjávarplássunum til Akraness og fleiri staða og hefur það sett sitt mark a vegina. Fyrri hluta vetrarins var tiðar- far heldur leiðinlegt, tiðir um- hleypingar og rosar. Bændur hafa orðið að hafa fé sitt á gjöf miklu lengur en vanalegt er. Það veldur þeim þó varla neinum vand- ræðum, þvi heyskapur var mikill i sumar og heyjaforði nægur. islenzkar veitingar, sem islenzkar konur búsettar i New York höfðu matbúið. Var hangi- kjöt og nýtt lambakjöt, pönnu- kökur, og kleinur, ásamt sæta- brauði, á borðum. Formaður framkvæmda- nefndar American Scandinavian Foundation, Charles S. Haight,jr., setti skemmtunina, en tvar Guðmundsson ræðismaður þakkaði honum, félagi hans og fundarmönnum fyrir hlýhug þeirra i garð tslendinga og einkum samúð þeirra með Vest- mannaeyingum. Hafa nú safnazt i Eyjasjóð rúmlega 3 milljónir islenzkra króna, aðal- lega meðal Islendinga og vina þeirra i Bandarikjunum. Við þennan sjóð mun svo bætast rausnarlegt framlag Coldwater- fyrirtækisins, sem gefur sem svarar 250 milljónir króna til Vestmannaeyjasjóðsins. Vestma nnaeyi ngafélagið Heimþrá heldur upp- lýsingafund á Selfossi Vestmanneyingafélagið Austan fjalls og sunnan jökla, er nefnist lleimþrá gengst fyrir almennum fundi Vestmannaeyinga I Selfoss- bíói kl. 2 næst komandi sunnudag. A fundinn mætir bæjarráð Vest- mannaeyja, fulltrúar frá Hús- eigendafélagi Vestmannaeyja og fulltrúar frá Viðlagasjóði. Eins eru likur á, væntanlegum liggi frammi. að teikningar að innfluttum húsum Vestm annaeyingafélag þetta hefur frá þvi Eyjarskeggjar fluttust á land, haldið þrjá skemmti og spilafundi i Hveragerði. Mikil vinna — fólk vantar En þó eru tólf skróðir atvinnulausir IH—Seyðisfirði. — Hér er suntar- bliða og fer hitinn allt upp i 13 gráður i forsælu. Fjarðarheiði er nú fær öllum bilum. Hingað berst mikið af loðnu, siðast i gær kom Asgeir RE með 330 tn. til bræðslu. Við höfum þó enn nóg þróarrými og má þvi búast við áframhald- andi loðnulöndun hér. Nýi skut- togarinn okkar, Gullver var að landa hér 120 tonnum, sem að mestu veiddust við Surtsey. A bæjarstjórnarfundi 13. marz sl. bar bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins, Ólafur M. Ólafsson fram tillögu um það, að almenn atkvæðagreiðsla verði i kaup- staðnum um það, hvort hér skuli áfram vera áfengisútsala. Var tillagan samþykkt samhljóma og mun atkvæðagreiðslan fara fram fyrir 1. ágúst. Þykir mörgum að Ólafur hafi hér hreyft þörfu máli, og kunna honum þakkir fyrir. Fyrr i vetur var nokkuð rætt um atvinnuástandið á Vopnafirði i blaðinu, en þar voru tiltölulega margir á atvinnuleysisskrá, enda atvinnutæki þar af skornum skammti, enginn togari og bátar fáir og litlir. Hér á Seyðisfirði þykir þó ýmsum meiri tiðindum sæta að við siðustu talningu voru skráð hér 10 konur og 2 karlar at- vinnulaus. Þegar haft er i huga, að hér eru öll atvinnutæki i gangi og að erfiðlega hefur gengið að fá nægilegt vinnuafl sérstaklega konur. er ekki furða þótt ýmsum virðist að hér hljóti einhvers staðar vera pottur brotinn. ÚTBOÐ Tilboð óskast i vélavinnu við sorphauga Reykjavikurborgar i Gufunesi. Utboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 5. april n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn i Frikirkjunni sunnudaginn 25. marz n.k., kl. 3 e.h., strax á eftir messu FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf Breyting á kirkjugarðsgjöidum önnur mál. Safnaðarstjórnin. Hagstæð bókakaup A undanförnum árum hefur Sögusafn Heimilanna gefið út gamlar skemmtisögur, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá almenningi. Bókum þessum hefur verið mjög vel tekið og eru margar þeirra að verða uppseldar. Nú hefur útgáfan ákveðið aðgera þeim tilboð, sem vildu eignast allar bækurnar ellefu að tölu. Tilboðið hljóðar upp á kr. 5.000.00 og eru þeir, sem vildu sinna þessu beðnir að senda nafn og heimilisfang ásamt kr. 5.000.00 til Söfusafns Heimilanna, Póst- hólf 1214, Reykjavik, og fá þeir þá sendar bækurnar um hæl. I kaup- bæti fá þeir að velja sér aðra þeirra tveggja bóka, sem koma út i bókaflokknum i haust. Eftirtaldar bækur eru komnar út i bókaflokknum Sigildar skemmtisögur: 1. Kapitóla eftir E.D.E.N. Southworth. 2. Systir Angela eftir Georgie Sheldon. 3. Ástin sigrar eftir Marie Sophie Schwartz. 4. Heiðarprinsessan eftir E. Marlitt. 5. Aðalheiður eftir C. Davies. 6. Vinnan göfgar manninn eftir Marie Sophie Schwartz. 7. Af öllu hjarta eftir Charles Garvice. 8. Gull-Elsa eftir E. Marlitt. 9. Golde Fells leyndarmálið eftir Charlotte M. Braeme. 10. örlög ráða eftir H. St. J. Cooper. 11. Kroppinbakur eftir Paul Féval. Og væntanlegar eru á þessu ári: 12. Kynleg gifting eftir Agnes M. Fleming. 13. Arabahöfðinginn eftir E.M Hull. Bækurnar eru allar innbundnar i vandað band. Þetta hagstæða tilboð stendur aðeins skamman tima, þvi að margar af bókunum eru senn á þrotum. útfyllið eftirfarandi pöntunarseðil og sendið útgáfunni: Nafn___________________________________________ Heimilisfang____________________________________ óskar eftir að fá sendan bókaflokkinn Sigildar skemmtisögur, ellefu bækur frá Sögusafni Heimilanna og fylgir hér með kr. 5.000.00 i ábyrgðarbréfi. I kaupbæti óska ég eftir að mér verði send strax og út kemurOKynleg giftingP Arabahöfðinginn. (Setjið X i reitinn fyrir framan þá bók, sem þér óskið eftir). Sögusafn heimilanna Pósthólf 1214 — Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.