Tíminn - 07.04.1973, Síða 1

Tíminn - 07.04.1973, Síða 1
„Hótel Loftlelðir býður gestum slnum að vel|a á mllll 217 herberg|a með 434 rúmun — en gestum standa llka Ibúðlr til boða. Allur búnaður miðast vlð strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIDUR VEL. WOTEL LOFTLEWIfí Færa sig stöðugt ofar við kælinguna Plastleiðslurnar frá Reykjalundi reynast vel í Eyjum Loftmynd þessi var tekin á laugardaginn, og inn á hana eru teiknaöar leiöslurnar sem liggja frá höfn- inni og upp á hrauniö. Þar sem gufuna leggur upp af hrauninu viö höfnina er dælt á hrauniö. (Ljjósmynd: Landmælingar) Grimsá: Reynduað sprengja ís og krap með dynamiti Þó, Reykjavík. — í óveðrinu á Austurlandi i fyrrinótt brotnuðu þrjú rafmagnsmöstur i Eskif jarðarlínu, þar sem linan liggur í gegnum Egilsstaða- skóg á móti Dals- húsum. Af þessum sökum og vegna þess, að disilvélasamstæðan á Seyðisfirði og hluti samstæðunnar í Nes- kaupstað voru bilaðar, varð að taka upp stranga rafmagns skömmtun á Austur- landi og hefur það ekki hent síðan 1964. Erling Garðar Jóhanns- son, rafveitustjóri Austur- lands sagði i viðtali við blaðið i gær, að nú væri að mestu lokið viðgerð á raf- linunum, en þær hefðu bilað vegna mikillar isingar og hvassviðris. Þrjú möstur lögðust alveg niður, sex önnur skemmdust nokkuð og minni háttar skemmdir urðu á linunni á löngum kafla. Þá varð Grimsárvirkjun óstarfhæf vegna krapastiflu, en i gær var virkjunin aftur byrjuð að framleiða, en þó i litlum mæli. Starfsmenn raf- veitunnar reyndu i gær að sprengja burtu krap og is við inntökulón virkjunarinnar með dýnamiti en það dugði litið. Að lokum sagði Erling Garðar, að hann vonaöist til að til skömmtunar þyrfti ekki að koma aftur, en ef þetta veður hefði komið fyrir 10-15 dögum, þá hefði skapast enn alvarlegra ástand á Austfjörðum, þar sem allrar loönubræðslur voru þá i fullum gangi. Hvaða ríkisstofnanir fá aðsetur úti á landi? Forstöðumenn rikisstofnana á fundum hjá stofnananefnd KJ-Reykjavík. — Það eru 40-45 dælur, sem eru stöðugt í gangi og vatns- magnið, sem dælt er á hraunið, er komið yfir eitt þúsund lítra á sekúndu, sagði doktor Valdimar Jónsson háskólaprófessor við blaöamann Tímans í gær. Valdimar hefur haft yfirumsjón með skipulagn- ingu og framkvæmd sjó- dælingarinnar á hraunið í Vestmannaeyjum, en nú virðist sem dælingin hafi svo til alveg stöðvað hraun- skriðið í áttina að höfninni og bænum. — Ég er mjög ánægður með, hvernig gekk að koma þessu mikla dælikerfi i gang, enda vann úrvalslið manna að þessu verki, sagði hann. — Hvað er dælt á hrauniö á mörgum stöðum? — Eins og er er dælt á hraunið frá dæluprammanum Vest- mannaey , sem er rétt vestan við syðri hafnargarðinn. Þá er dælt við Hraðfrystistöðina, við salt- húsið og við Fiskiðjuna. Siðan er dælt frá Strandvegi, Miðstræti og Vestmannabraut, en mesta magninu er dælt upp á hraunið hjá Sólhlið og þar þvert á hraun- strauminn. Mun um 600 litrum á sekúndu vera dælt þar. Þarna á móts við Sólhliðina erum við komnir með leiðslur um 130 metra inn á hraunið, en hraunið hefur verið á hreyfingu þarna á allt að 180 metra breiðu svæði. Nýjasta kælilögnin liggur hins vegar upp á hraunið á móts við Ásaveg, sem er nokkuð ofarlega i bænum. Lögnin þangað er um fjórtán hundruð metra frá sjó, og hæðarmismunurinn er um 50-60 metrar. Þarna er dælt 150 sekúndulitrum. — Hvar eru dælurnar við Vest- mannaeyjahöfn? — Flestar dælurnar eru á Bása- skersbryggju, 31 alls. Af þeim eru 7 lágþíystidælur, sem dæla sjónum i 24 háþrýstidælur, en þær dæla siðan upp á hraunið. Frá dælunum á Básaskersbryggju liggja tvær tólf tommu stál- leiðslur, og ein átta tommu leiðsla úr plasti, og auk þess tvær sex tommu ál og stál leiðslur. Við Vestmannabraut greinast tvær tólf tommu leiðslur i átta tommu leiðslur sem liggja upp á hraunið við Solhlið. — Þessar plastleiðslur, þær eru frá Reykjalundi? — Já, plastleiðslurnar eru þaðan, og alls eru i notkun núna 4.7 kilómetrar . af átta tommu plastleiðslum. Þessar plast- leiðslur hafa reynzt alveg sér- staklega vel. Við vorum i fyrstu hræddir um, að þær myndu bráðna við hitann úppi á hrauninu, en svo er ekki, Plastleiðslurnar eru mjög með- færilegar. Þær koma i 15 metra bútum til Eyja„ en þar er sér- stakur maður frá Reykjaiundi, sem sér um að sjóða þær saman i Framhald á bls. 10 SVOKÖLLUÐ stofnananefnd, sem skipuð var á sinum tima til þess að kanna möguleika á dreif- ingu rikisstofnana um landið, likt og farið er að tiðka annars staðar á Norðurlöndum, hefur haldið nokkra fundi og mun væntanlega skila áliti fyrir næsta þing. N'ú siðast hefur hún veriö á fundum í þessari viku. 1 nefnd þessari eiga sæti Ólafur Ragnar Grimsson, sem er for- maður hennar, Helgi Seljan, Bjarni Einarsson, Magnús H. Gislason, Jón Hannibalsson, Sig- finnur Sigurðsson og Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands islenzkra sveitar- félaga. Þessa siðustu daga hefur nefndin rætt við forstöðumenn meira en tuttugu stofnana, kynnt sér hvernig störfum þeirra er háttað og leitað hófanna um það, hvað mælti með þvi og hvað mælti gegn þvi, að þær væru fluttar út á land, annaðhvort að öllu leyti eða einhverjar deildir þeirra. Mun hafa verið rætt við vega- málastjórnina, sem raunar hefur þegar komið upp deildum allviða á landinu, Búnaðarfélag Islands, Skógrækt rikisins, sauðfjársjúk- dómanefnd, Skipaútgerð rikisins, Landsvirkjun, Rikisútvarpið, Landhelgisgæzluna, tollstjóra- embættið, Bifreiðaeftirlit rikisins og tækniskólann, svo að nokkrar séu nefndar. Hér er fyrst og fremst um undirbúningsstarf og könnun að ræða, og ber ekki af þessu að draga neinar ályktanir um það, hvaða stofnanir eðlilegast kann að verða talið, að fluttar verði um set. — Ég held, að við höfum yfir- leitt tekið þessari könnun vel, sagði forstöðumaður einnar rikis- Framhald á 22. siðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.