Tíminn - 07.04.1973, Side 2
2
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
Tilkynning til
viðskiptamanna
Útvegsbankans
í Vestmannaeyjum
t samráði við Landsbanka íslands og Út-
vegsbankans i Keflavik hefur verið ákveð-
ið, að eftirtalin bankaútibú og afgreiðslu-
skrifstofur taki á móti innborgunum á
reikninga við útvegsbankann i Vest-
mannaeyjum og öðrum greiðslum og ann-
ist útborganir fyrir hann á venjulegum af-
greiðslutimum:
1. Landsbanki tslands, Grindavik
2. Landsbanki tslands, Selfossi
3. Afgr. Landsbankans Þorlákshöfn
4. Afgr. Landsbankans Eyrarbakka
5. Afgr. Landsbankans Stokkseyri
6. Útvegsbanki tslands, Keflavik.
Auk þess munu starfsmenn útvegsbank-
ans i Vestmannaeyjum vera til viðtals
fyrir viðskiptamenn útibúsins á eftirtöld-
um stöðum eins og hér segir:
1. í Landsbanka íslands, Grindavik
miðvikud. kl. 6—8 e.h.
2. í Landsbanka íslands, Selfossi
föstud. kl. 6—8 e.h.
3. í afgr. Landsbankans, Þorlákshöfn
föstud. kl. 9—10 e.h.
4. í Útvegsbanka tslands, Keflavik
þriðjudaga kl. 6—8 e.h.
Fyrsta móttaka verður á Selfossi, föstu-
daginn 6. april.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
-s^-25555
■ ^ 1.4444
\mium
IIVIHIFISGÖTU 103
YWSendiíerðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna
Enga tilslökun í Faxaflóa
1 FRÉTTUM frá Alþingi er frá
þvi skýrt, aö komið sé fram frum-
varp um að leyfa dragnótaveiöar
i Faxaflóa á ný, og að það sé borið
fram af sex þingmönnum, fjórum
úr andstöðuflokkum rikis-
stjórnarinnar og tveimur úr
stuðningsflokkum hennar. Það er
þetta siðasta, sem fer fyrir
brjóstiö á mér og ég á erfitt með
aö melta. bað gæti litið þannig út,
að strákarnir á hinum bænum
hafi „platað” illilega hina tvo á
stjórnarheimilinu! öllum ætti að
vera ljóst, að dragnótin hefur
þegar gert fiskstofninum, eða
réttara sagt, uppeldi fisksins viö
strendur landsins, svo mikið tjón,
aö óbætanlegt er, nema með mjög
ströngum verndarráöstöfunum.
Það verður að leita annarra ráða
til aö afla nýs fisks i svanginn á
Reykvikingum en að eyðileggja
uppeldisstöðvar ýsu og annarra
nytjafiska, sem afkoma þjóðar-
innar byggist á. Til þess eru mörg
ráð, m.a. væri hægt að meðhöndla
fiskinn þannig frá þvi fyrst hann
kemur lifandi upp úr sjónum, þótt
það sé ekki alveg við bæjardyr
Reykvikinga, aö hann komist
óskemmdur i hendur neytenda.
Nú standa fyrir dyrum viöræð-
ur viö V-Þjóöverja og Breta um
útfærsluna. Augljóst er, að með
þessu frumvarpi er lagt vopn i
hendur Breta og Þjóðverja, og ts-
lendingum gert erfiðara fyrir
með sinn málflutning. Timinn,
sem valinn var til að bera frum-
varpið fram, gat þvi ekki verið
óheppilegri fyrir tslendinga eða
heppilegri fyrir hinn aöilann.
Þegar Alþingi samþykkti að
færa fiskveiðitakmörkin út i 50
sjómilur, fannst mér og fjölmörg-
um öðrum, að næsta skrefið hefði
átt að vera, að setja lög og reglu-
gerð samkvæmt þeim um fisk-
veiðar islenzkra skipa — erlend
skip koma þar ekki til greina —
innan þessara nýju takmarka.
Fátt gat verið betur til þess fallið
að styðja málstað tslendinga en
að geta sýnt það svart á hvitu, að
þeim væri full alvara i þvi að
framfylgja þeirri aðalröksemd
sinni fyrir útfærslunni að vernda
fiskistofninn. Fiskimenn og fiski-
fræðingar áttu að vera þar einir
að verki. Verndunarsjónarmið
ein áttu að ráða, sérhagsmuna-
sjónarmið, 'af hvaða tegund sem
var, algerlega bannfærð. Þetta
var ekki gert, heldur var málið
gert að pólitisku bitbeini, pólitisk
nefndskipuð (eöa kosin) mörgum
mánuðum eftir útfærsluna, sem
hefur haft málið til meðferðar i
heilt ár og látið almenning litið
sem ekkert frá sér heyra. Verður
fróðlegt að sjá, hvaða sjónarmið
verða efst á baugi hjá nefndinni,
þegar þar að kemur.
Og nú á að herða á eyðilegging-
unni i stað þess að stöðva hana og
snúa vörn i sókn.
Flutningsmenn umrædds frum-
varps ættu aö sjá sóma sinn i þvi
að draga það til baka. Geri þeir
það ekki, ættu þingmenn að kol-
fella það sem fyrst.
Jón Eiriksson
PIERPONT-úrin
handa þeim, sem
gera kröfur um
endingu, nákvæmni
og fallegt
útlit.
Kven- oq
karl-
manns-
úr af
mörgum
gerðum
og verð-
um.
HELGI GUÐMUNDSSON
úrsmiður
Laugavegi 96 — Sími 2-27-50
Hjólbarða-
sólun
Hjólbarða-
viðgerðir
Verkstæðið opið
alla daga kl. 7,30-22,00
nema sunnudaga
rmúla 7 • Reykjavík
Sími 30501
BARÐINN
Snjómunstur
fyrir
1000X20
1100X20
Sala
ó
sóluðum
hjólbörðum
Þvottahús ón húsnæðis
Til sölu eru 11 st. þvottahúsvélar, með
öllu tilheyrandi.
Þeir sem hefðu áhuga á kaupum, sendi bréf með nafni og
stmanúmeri til afgreiðslu blaðsins merkt „Þvottahús”.
Húseigendur — Umráðamenn fasteigna
Við önnumst samkvæmt tilboðum hvers konar þéttingar á
steinþökuni og lekasprungum i veggjum. Höfum á liðnum árum
annast verkefni m.a. fyrir skólabyggingar, sjúkrahús, félags-
heimili, hótel, ásamt fyrir hundruð einstaklinga um allt land.
Tökum verk hvar sem er á landinu. 10 ára ábyrgðarskirteini Skrifið
eða hringið eftir upplýsingum.
Verktakafélagið Tindur
Sími 40258 — Pósthólf 32 — Kópavogi.
JOHNS-MANVILLE
qleruliar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið
þér frían álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville i alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
!■■■■■■■■■■■■■■■««
•JON LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 . Sími 10-600