Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
Þátttakendur í megrunarsýningu
bessi grannvaxni maður,
Graham Claringbold, er að
undirbúa mikla megrunar-
sýningu, sem opnuð verður i
júni i London. Konurnar sem
hjá honum standa og mættu
sannarlega missa eitt eða tvö
kiló, já, og jafnvel meira, ætla
að aðstoða hann i sambandi við
sýninguna. Sýningin mun heita
Slimmex 73, og takist konunum
að auglýsa vel þær vörur, sem
þarna veröa sýndar, með þvi að
geta sjálfar sýnt einhvern
árangur eftir megrunarkiir og
neyzlu þess, sem þarna verður
sýnt af megrunarfæði og notkun
þeirra hluta, sem mælt verður
með i sambandi við megrun, þá
er áreiðanlegt, að sýningin á
eftir að borga sig. bað segir
Claringbold að minnsta kosti, og
óttast ekki framtiöina, enda
hlær hann innilega.
Verðlaunavonin sprakk í loft upp
Nýlega fékk eðlisfræði-
stUdentinn Otto Czarvic, 21 árs
aö aldri, verðlaun fyrir það,
sem hann hafði gert siðasta
námstimabil, en hann stundar
eðlisfræðinám i Budapest i Ung-
verjalandi. Honum var boðiö að
framkvæma einhverja af til-
raunum sinum fyrir framan hóp
ungverskra visindamanna. bvi
miður gekk Otto ekki eins vel i
þessari tilraun, eins og honum
hafði gengið allan veturinn i
skólanum. Tilraunastofan
sprakk i loft upp, og koslaði hUn
hvorki meira ne rhinna en 12
þUsund pund. Auðvitað kom
engin verðlaunaveiting til
greina eftir þetta óttalega slys,
og sennilega verður Otto ekki
tekinn til greina við fleiri
verðlauna veitingar i fram-
tiðinni.
Komst í
skjalatöskuna
Flugvallareftirlitsmanninum
Ernest Morals á Kennedyflug-
velli i New York var sannar-
lega skemmt, þegar hann
opnaði tösku Kenneths Feld,
varaforseta Hingling Brothers
Circus, þegar hann var að
leggja upp i flugferð til
Washington. I töskunni var
minnsti maður i heimi, Michu
eins og hann er kallaður i
sirkusnum, en i rauninni heitir
hann Mihaly Meszaros. Hann
réði sig til sirkussins i vikunni,
strax eftir að hann kom til
Bandarikjanna frá Budapest i
Ungverjalandi, þar sem hann
er fæddur og uppalinn. bað er
sirkustjórinn, sem stendur til
vinstri á myndinni, en hinn er
flugvallarstarfsmaðurinn.