Tíminn - 07.04.1973, Síða 5

Tíminn - 07.04.1973, Síða 5
Laugardagur 7. aprfl 1973. TÍMINN 5 Bók eftir geimf arann Herman Titov Sovézki geimfarinn Hermann Titov, sem var annar i röðinni af geimförum heims, hefur gefið út bók, sem nefnist ,,Bláa stjarnan min.” Titov segir, að hann vilji i bókinni segja frá, hvernig honum hafi likað geim- farastaðan, fremur en að tala beint um sjálfan sig, hann langi í til að rifja upp atburði i sam- bandi við för hans með Vostok-2 i ágúst 1961, framtiðardrauma sina og fara i hugsaða för um al- heiminn. Þessi bók er full af djúpsæjum athugunum, sem sprottnar eru af reynslu sovézkra geimfara, segir i rit- dómi i Pravda. Titov lýsir, hvernig andlegt þrek geimfara er þjálfað, segir frá alhliða þjálfun þeirra og fjölþættum vandamálum, sem könnuðirnir verða að glima við, við hvert skref i átt til lausnar á leyndar- dómum alheimsins. A stuttan en áhrifamikinn hátt ritar hann um gerð og búnaði hinna ýmsu geimskipa og starf áhafnarinnar. Titov er höfundur bókanna „700.000 kilómetrar i geimn- um” og „Sautján ferðir um- hverfis jörðu,” sem fjalla um lifsreynslu hans. Hver er alltaf að tala? Þessari spurningu reyna vis- indamenn i Tékkóslóvakiu að svara. Dr. Karel Muncik i Prag komst að þvi, að venjulegur kaupsýslumaður talar 11.580 orð á dag, en kona hans 12.620 orð. Táningar töluðu ekki néma 8760 orð, eftir þvi sem doktorinn komst næst, en börn á aldrinum sex til 10 ára ryðja úr sér hvorki meira né minna en 14.100 orðum á dag. Dr. Muncik, sem vinnur að þvi að skrifa bók um málið, hefur boðið fólki úr öllum stétt- um þjóðfélagsins til þess að að- stoða sig við þessa athugun. í ritgerðinni, sem hann hefur samið, og nú hefur verið afhent bókaútgefanda til birtingar var að finna eftirfarandi upplýsing- ar: Munkur talar 860 orð á dag, prestur 3420, verzlunarmaður 12.600, kennari 15.200, fram- reiðslustúlka 12.900 orð, lög- regluþjónn 10.660 og hermaður 7 j!00.1 lok ritgerðarinnar segir: Ein kona talaði að meðaltali 20.000 orð á dag. Hver skyldi það hafa verið. 1 ljós kom, að það var tengdamóðir dr. Muncik. Smyglaði demöntum í mörg ór Tollþjónn einn, sem var að störfum við höfnina i New York, var svo handviss um, að skartgripasali frá New York væri að smygla demöntum inn í Bandarikin, að hann gekk beint til hans og bað hann um að nema staðar. Herra X, demantssali, hafði tekið þátt i Leikmenn og sakramenti Nýlega heimilaði Páll páfi, að leikmenn, bæði konur og karlar, mættu útdeila sakramenti við messur. Hér er mynd þar sem kona er i fyrsta sinn að útdeila sakramenti i kirkju Jóhannesar postula nokkru fyrir utan New York borg. Páfinn gaf leyfi til þessarar nýbreytni, sérstaklega þar sem litið væri um presta, og þetta gæti orðið til þess að auð- velda þeim störf sin. stórsmygli i mörg, mörg ár, og var orðinn vellauðugur. Toll- yfirvöld vissu það, en gátu ekki komizt að þvi, hvernig hann fór að smygla demöntunum inn i landið. Hr. X hló þegar toll- þjónninn ávarpaði hann, og bað hann um að segja sér, hvernig hann færi að þvi að smygla þessum ósköpum af demöntum inn i landið. Hann sagðist vera fús að segja frá aðferðinni, sem hann notaði, en þvi aðeins, að honum yrðu gefnar upp sakir. X fór mjög oft i viðskiptaferðir til Evrópu. Þar var hann vanur að kaupa sér bor, dós af viðarfylli og lakkdollu. Þegar hann var svo kominn um borð i skipið og lagður af stað aftur til Banda- rikjanna boraði hann holu i viðarþiljurnar i káetunni kom demöntunum fyrir i holunni, fyllti hana svo af viðarfylli, og lakkaði yfir allt saman, svo að hvergi sáust nokkur um- merki. Nokkrum vikum siðar tók hr. X sér svo aftur far með sama skipi til Evrópu og gætti þess vandlega að hann fengi sömu káetu. Aður en lagt var upp frá New York hélt hann kveðju veizlu á skipinu, og þá var hægt að ná i demantana og koma þeim i land með einhverj- um trúverðuugum vini, sem enginn tollvörður gæti nokkrun tima látið sér detta i hug, að væri að smygla milljónaverð- mæti af demöntum i land. Hreyfið ykkur stöðugt og hvílizt um leið Það getur verið mun meira þreytandi að skræla eitt pund af kartöflum heldur en að festa hillu á vegg, segir sérfræðingur á sviði rannsókna á þreytu. Vöðvarnir þurfa að leggja mun meira á sig, þegar likaminn er hreyfingarlaus, heldur en þegar hann er á hreyfingu, en þessu hafa menn ekki gert sér grein fyrir til skamms tima. Rpse Steidl prófessor, og sérfræðing- ur á sviði margs konar heimilis- vinnu útskýrir þetta svo: Þegar verið er að vinna, þótt ekki sé fólk á hreyfingu verða vöðvar stöðugt að vera þandir, i stað þess að þeir slakna og hvilast með stuttu millibili, ef fólk hreyfir sig viö vinnuna. ' Enginn slapp fram hjá lögreglunni Þegar réttarhöld fóru fram yfir sjö mönnum og þremur stúlkum i Lambeth réttinum i London vegna mögulegrar þátttöku þeirra i sprengjutilræðinu sem framið var i London i siðustu viku, var kallað út mikið lög- reglulið til þess að gæta þess, að allt færi fram með friði og spekt. Lögreglan lét engan komast fram hjá sér, sem gat haft eitthvað grunsamlegt með- ferðis, eða leit eitthvað undar- lega út. Hér er til dæmis mesti ágætis hundur, Labradorhund- ur, sem var að koma úr verzlunarferð með eiganda sin- um, og hafði tekið að sér, að hjálpa honum með þvi að bera matarkörfuna fyrir hann. Lög- regluþjónunum þótti þetta svo- litið undarlegt, og stöðvuðu þeir þegar hundinn, og fengu að kikja niður i körfuna hans. En ekkert dularfullt eða sem liktist sprengju fannst i körfunni, svo hundurinn og eigandi fengu að halda áfram. Fólkið, sem kallað hafði verið fyrir rétt, var dæmt til frekara varðhalds, á meðan mál þess væri kannað nánar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.