Tíminn - 07.04.1973, Side 7

Tíminn - 07.04.1973, Side 7
Laugardagur 7. apríl 1973. TÍMINN 7 húsiö BÝÐUR UNGU FÓLKI upp á flest sem þarf til stofnunar heimilis svo sem: Húsgögn Teppi Raftæki Ljósatæki Hreinlætistæki Byggingavörur o.fl, o.fl. Félagsmálanám- skeið á Siglufirði 24. til 29. marz FRAMSÓKNARFÉLOGIN á Siglufirði gengust fyrir félagsmálanámskeiði í síðasta mánuði. Þáttfaka var góð, eða 15-20 manns, á aldrinum 16-64 ára. Nám- skeiðið var haldið i húsi Framsóknarfélaganna að Aðalgötu 14, en síðasti fundurinn í Sjálfstæðis- húsinu á Siglufirði, en þar gafst þátttakendum kostur á að kynna sér og æfa notkun hljóðnema og há- talarakerfis A námskeiðinu voru rædd ýmis mál af miklum áhuga, svo sem atvinnumál, samgöngumál, bæjarmál, skólamál og lokið með fjörugum umræðum um bjór- málið. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Kristinn Snæland, erindreki. Þrátt fyrir mikla atvinnu i vetur hafa Framsóknarfélögin haldið uppi margvislegri félags- Kristinn Snæland starfssemi, svo sem trúnaðar- mannafundum, félagsfundum og almennum stjórnmálafundum. Formaður Framsóknarfélags Siglufjarðar er Bjarni Þorsteins- son, verkstjóri, en form. Félags ungra Framsóknarmanna er Sveinn Þorsteinsson, húsasmið- ur. MERKJASALA LJÓSMÆÐRA- FÉLAGSINS LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur hefur haft áriegan merkja- söludag, og nú veröur hann á morgun, sunnudaginn 8. april. Eins og endranær fer meginhluti ágóöans af merkjasölunni I Vil- borgarsjóö. f Vilborgarsjóði eru 115 þúsund krónur, og verður þessu varið til kaupa á þvi, er sárast vantar og brýnust þörf verður á, er nýja fæðingardeildin tekur til starfa. En hún er nú vel á veg komin. Ljósmæðrafélag Reykjavikur gaf fyrstu fjárhæðina til deildar- innar, þrjátiu þúsund krónur. Hún var ekki mikil að vöxtum, en hún hratt af stað landsöfnun sem nú nemur milljónum króna. Mesta gleði vekur að sjá þessa byggingu risa, og stöðug vinna við framkvæmdir er okkur fyrir- heit um það, að stofnunin taki senn til starfa fullbúin. Við þökkum þeim fyrirfram, sem kaupa merkin okkar, og leggja þar með blóm i þann kærleikssveig, sem á að likna þeim, er lifa. Mæður! Leyfið börnum ykkar að selja merkin, en klæðið þau vel. Merkin verða afhent klukkan tiu árdegis i eftirtöldum stöðum klukkan tiu árdegis, og fá börnin góð sölulaun: Alftamýrarskóla, Arbæjarskóla, Breiðagerðis- skóla, Breiðholtsskóla, Mela- skóla, Langholtsskóla, Vogaskóla og safnaðarheimili Hallgrims- kirkju að Rauðarárstig 40. Fyrir hönd stjórnarinnar. Heiga Nielsdóttir. 1 dag, laugardag kl. 2.30 i Háskólabíói veröa haldnir tónleikar, þar sem Hijómsveit Tónlistarskólans leikur undir stjórn Björns ólafssonar. Einleikari á tónleikunum er Edda Eriendsdóttir, en hún lykur einleik- araprófi frá skólanum i vor. Myndin er af Eddu og Birni ólafssyni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.