Tíminn - 07.04.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
Kjarvals-
sýning og
dagskrár
um lista-
manninn
á Héraði
Dælurnar á Básaskersbryggju ganga nótt og dag, og alls þurfa dælurnar I Vestmannaeyjum um tlu þúsund lltra af bensini á sólarhring.
—Tlmamynd: Hákon)
200 metra lengjur, og eru þær
dregnar upp I bæinn og upp á
hraunið. Einn stór kostur við
plastleiðslurnar er, að þær
svigna, ef einhver hreyfing er á
hrauninu, en brotna ekki, og eins
er mjög auðvelt að taka þær i
burtu, ef við skyldum þurfa aö
hörfa með þær vegna nýs
áhlaups.
Auk 4.7 km af plastleiöslum
erum við meö 1 km af 12 tommu
stálleiðslum og tvo og hálfan kíló-
metra af sex tommu ál- og stál-
leiðslum. Verksmiðjan á Reykja-
lundi er i fullum gangi við að
framleiða leiðslur handa okkur,
og hafa þeir verið mjög hjálplegir
og látið okkur ganga fyrir með
framleiöslu. Alls *framleiða þeir
250-260 metra á dag.
— Þið eruð alltaf að færa ykkur
ofar og ofar við kælingu
hraunsins?
— Já, það er ætlunin, að þegar
búiö er aö kæla austur af Sólhlið-
inni að færa leiðslurnar ofar, en
Þorbjörn Sigurgeirsson, sem var
upphafsmaðurinn að kælingu
hraunsins, er stöðugt i Eyjum og
segir fyrir um, hvar á að kæla. En
við skipuleggjum siðan
Plastpipurnar frá Reykjalundi hafa reynzt vel við hraunkælinguna I
Eyjum. Myndin var tekin á Reykjalundi i gær þar sem veriö var aö
framleiða plastpipur handa þeim I Eyjum.
—(Tlmamynd: G.E.)
kælinguna eftir ábendingum
hans.
— Ertu trúaður á að dælingin
geri gegn?
— Já, ég trúi þvi statt og
stöðugt, að með nógu öflugri
kælingu sé hægt að hafa áhrif á
rennsli hraunsins, eins og þegar
hefur sýnt sig austur af Sólhlið-
inni, þar sem tekizt hefur að
hægja á hraunstraumnum og
hlaða honum upp. Það er ekki
fyrr en við höfum tækifæri til þess
að komast með leiðslurnar upp að
þeim staö, sem hraunið kvislast i
tvær meginkvislar austur og
vestur, að viö getum ráðið ein-
hverju um hvert hraunið stefnir.
— Telur þú ekki að dýrmæt
reynsla fáist viö þessa
kælingu?
-Jú, það tel ég. Mjög lítiö er
vitað um áhrif hraunkælingar,
þar sem þetta er I fyrsta
skipti, sem þetta er gert I svo
stórum stíl. Þessi reynsla og
sú þekking, sem við öölumst,
hefur óinetanlega þýðingu, ef
til þess kæmi I framtlðinni að
breyta þyrfti stefnu hraun-
rennslis, sem ógnaði byggðar-
lögum. Við búum I miklu eld-
fjallalandi og þurfum að geta
beitt öllum hugsanlegum
ráðum til að verja byggð, ef til
þess kæmi, sagði Valdimar að
lokum.
Undralyfið penisillín
að verða gagnslaust
ÞEGAR penisillin var tckiö I
notkun, ásamt fúkalyfjum, fyrir
um það bil þrjátiu árum, trúöu
menn þvl statt og stööugt að
fundin væri óbrigðul aðferö til
þess að ráða niöurlögum sýkla og
bakteria. Svo mikil var aðdáun á
þessu nýja undralyfi, að það var
um skeið notað i mesta óhófi af
litlu tilefni, til dæmis vegna lítil-
fjörlegrar bólgu.
Nú er öldin önnur. Fjölmargir
sýklastofnar hafa fyrir löngu
brynjað sig vörnum gegn þessum
lyfjum. Þau vinna ekki lengur á
þeim. Hvernig hefur þetta gerzt?
Lengi vel héldu menn, að upp
hefðu komið sýklastofnar með
arfgengt þol gegn áhrifum pensil-
lins, annað tveggja vegna stökk-
breytingar eða úrvals og þó öllu
helzt hvort tveggja. Svona hefði
þessu einnig getað verið varið. En
nú er sannað, að fleira kemur til.
Sýklanir geta gert hver annan
ónæman gegn áhrifum þess eðlis,
sem átti að tortima þeim. Þetta
hefur verið sannað i tilrauna-
stofum.
Þetta getur gerzt á ýmsan hátt.
Til dæmis geta veirur,
sem ásækja bakteriur, borið á
milli erfðaefni frá einni bakteriu
til annarrar. Það er meira,að
segja ekki ævinlega nauðsynlegt,
að þetta erfðaefni komizt i erfða-
visa bakterianna i frumkjarn-
anum, heldur nægir, ef það nær
að mynda hringa i fryminu.
Hinir ónæmu sýklastofnar hafa
þegar fært læknum mikinn vanda
að höndum, til dæmis i baráttunni
við maga- og þarmabólgu i
ungbörnum. Orðugastir verða þó
ef til vill kynsjúkdómarnir. Þar
eru þegar komnir til sögu sýkla-
stofnar, sem þola niu tegundir
fúkalyfja. Þess vegna er hafin
áköf leit að nýjum lyfjum, sem
geta unnið á sýklunum. Þau
finnast við og við og duga
skamma hrið. En þegar fram liða
stundir, mynda sýklarnir einnig
varnir gegn þeim.
Raunar er sannað, að til eru
sýklastofnar, er aldrei hafa
komizt i snertingu við penisillin,
en eru þó ónæmir gegn þvi. En
þeir munu aldrei hafa verið út-
breiddir fyrr en nú i seinni tið, að
mikil lyfjanotkun útrýmdi þeim,
sem ekki voru neinum vörnum
búnir. Þetta gildir auðvitað ekki
aðeins um sýkla, sem hrjá menn,
heldur einnig búpening. Að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt að nota
penisillin við lækningar á
búfenaði, til dæmis júgurbólgu i
kúm, en aftur á móti er það stór-
háskaleg braut, sem farið hefur
verið út á, þegar farið er að nota
penisillin i fóður, svo að skepnur
vaxi hraðar. Þó tekur fyrst i
hnúkana, þegar penisillini er
blandað i geymsluefni á mat, svo
sem gert er i sumum löndum, þar
sem lækningamáttur fúkalyfja
verður þeim mun minni, þegar til
þarf að taka, sem meira er notað
af sliku, án brýnnar nauðsynjar.
JK—Egilsstöðum. — Kjarval á
Austurlandi nefnist myndlistar-
sýning, sem opnuð var i Vala-
skjálf i gærkvöldi. Er sýningin
haldin á vegum Menningarsam-
taka Héraðsbúa. Myndirnar eru
eingöngu af stöðum og fólki á
Austurlandi, mest frá Borgarfirði
eystra. Á sýningunni eru 30 and-
litsmyndir af fólki i héraðinu.
Samtals eru sýndar 80 myndir.
Mannamyndirnar eru i eigu
Listasafns íslands en aðrar
myndir eru i einkaeign.
Sýningin verður opin fram á
sunnudagskvöld.I gærkvöldi er
hún var opnuð flutti Magnús Torfi
'Qlafsson, menntamálaráðherra,
ávarp. Tónkórinn á Egilsstööum
flutti lagið „Kjarval” eftir
Sigvalda Kaldalóns og Björn Th.
Björnsson fluti erindi um lista-
manninn, en han sá um uppsetn-
ingu sýningarinnar.
1 dag, laugardag, verður sér-
stök dagskrá um Kjarval i Vala-
skjálf.Guðbrandur Magnússon
flyturerindi, Björn Th. Björnsson
ræðir við Þórð Jónsson á Borgar-
firði um kynni hans af Kjarval og
einnig flytur Björn Guttormsson,
bóndi á Ketilsstöðum erindi, og
segir frá Kjarval i sumarbústað,
en listamaðurinn átti bústað i
túnjaðrinum hjá Birni á Ketil-
stöðum. Einnig verður lesið upp
úr bókum Kjarvals. Lesið verður
úr bókunum Grjót, Meira grjót,
Enn grjót og Ljóðagrjót.
Þessi sýning og dagskrár er
þáttur i i Héraðsvöku, sem haldin
er á vegum Menningarsamtaka
Héraðsbúa. Næstkomandi föstu-
dag verður áframhaldandi dag-
skrá á vegum samtakanna. Þá
mun Tónlistarfélag Fljótsdals-
héraðs sjá um dagskrá, skólarnir
á Héraði sjá um dagskrá á
laugardag og Egilsstaðahreppur
sér um dagskrá á sunnudag og
ætlunin er að Leikfélag Fljóts-
dalshéraðs endi vökuna með þvi
að frumsýna „Hart i bak” eftir
Jökul Jakobsson.
SÝNINGUM Á ATÓM-
STÖÐINNI AÐ LJÚKA
ATÖMSTÖÐIN eftir Halldór Laxness hefur nú verið leikin I nærri heilt
ár hjá Leikféiagi Reykjavlkur, en leikurinn var meöal þeirra islenzku
verka, sem frumsýnd voru I fyrra á afmælisári félagsins. i kvöld er 65.
sýning á leiknum og er þaö jafnframt næst slðasta sýning á þessu vin-
sæla verki. Nú er þvl hver slðastur að sjá eftirminnilegar persónur
sögunnar á leiksviði og njóta skemmtilegra orðaræðna og tiltækja
þeirra. i húsi organistans er margt spjallaö. Þar eru þau saman
komin Feimna lögreglan (Pétur Einarsson), guöirnir benjamin' og
blilliantin (Harald G. Haraldsson og Borgar Garðarsson), Ugla
(Margrét Helga Jóhannsdóttir) og organistinn (Steindór Hjörleifsson).