Tíminn - 07.04.1973, Page 11

Tíminn - 07.04.1973, Page 11
Laugardagur 7. apríl 1973. TÍMINN 11 ADAX rafmagnsþllofnarnir hafa fenglS æðstu verðlaun, sem veltt eru Innan norsks Iðnaðar ,,Bjórinn er okkar stóra vandamól" Klp-Reykjavik. — Um þessa helgi halda heildarsamtök ung- templara á tslandi, IUT, svo og ungtemplarafélagið Hrönn i Reykjavik sameiginlega upp á 15 ára afmæli sitt. t því tilefni verður haldin afmælishátið og afm ælisdansleikur auk ráð- stefnu aðildarfélaganna og annarra æskulýðsfélaga hér á landi. Flóa- markaður í dag laugardag, gengst Pólyfðnkórinn fyrir Flóamarkaði að Hallveigarstöðum og hefs'i hann kl. 14. Flóamarkaðurinn er til ágóða fyrir fyrirhugaða plötuútgáfu kórsins, en ætlunin er að gefa út 12 laga plötu með kórnum og verður hún tekin upp út i Sviþjóð i vor. Það var á Sumardaginn fyrsta árið 1958, sem þá bar upp á 24. april, sem samtökin íslenzkir ungtemplarar voru stofnuð, og stóðu að þvi átta ungmenna- stúkur. 16 dögum áður hafði verið stofnað félag i Reykjavik, sem hlaut nafnið Hrönn, en það félag er nú einn aðalburðarásinn i IUT. Forráðamönnum þessara tveggja félaga þótti þvi rétt, að slá saman þessum tveim 15 ára afmælishátiðum, og gera þær vel úr garði. IUT er aðili að norræna ung- templarasambandinu og i tilefni afmælisins komu hingað nokkrir fulltrúar frá hinum Norðurlönd- unum, m.a. frá Færeyjum, og munu þeir taka þátt i hátiðinni og jafnframtflytja erindi á ráðstefn- unni, sem haldin verður i dag. Sú ráðstefna verður haldin á Hótel Esju og hefst kl. 13,30. Þar verða flutt stutt erindi um þau vandamál, sem ung æska á við að glima i dag. Tala þar hinir er- lendu gestir svo og aðrir, sem boðið hefur verið á þessa ráð- stefnu. Um kvöldið verður haldið afmælishóf Hrannar i Templara- höllinni. Verður þar margt til skemmtunar og dans stiginn fram á rauða morgun. A sunnudeginum kl. 14.30 verður svo sett afmælishátið UIT i Templarahöllinni. Þar verða ræður fluttar og minnzt kafla úr 15 ára sögu samtakanna. 1 sam- bandi við hátiðina verður haldin heimildarsýning á vegum Hrannar i kjallara Templara- hallarinnar. Þá gefa bæði félögin út blöð i tilefni dagsins. IUT blaðið Sumarmál, þar sem er að finna margar greinar og myndir og Hrönn gefur út blaðið Þerri- pappifinn, þar sem eru m.a. myndir og viðtöl við félagsmenn. Formaður IUT er Gunnar Þorl- áksson. Formaður Hrannar er Höskuldur Frimannsson. Húsbyggjendur! — segir formaður sænsku ungtemplarahreyfingarinnar Steinþór Eiríksson i Hamragörðum — Ég hef aldrei séð málara halda á pensli, en samt hef ég málað frá 1926, sagði Steinþór Eiriksson á Egilsstöðum við blaðamann Tim- ans á föstudaginn, en Steinþór var þá önnum kafinn við að hengja upp 23 oliumálverk i Hamragörðum. Steinþór opnar sýningu i Hamragörðum i dag, laugardag, en Hamragarðar er félagsheimili samvinnumanna að Hávallagötu 24, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu bjó i mörg ár. — Þótt ég hafi málað meira og minna frá ellefu ára aldri, hef ég sýnir aldrei sýnt fyrr, sagði Steinþór sem nú er 57 ára gamall. Steinþór þekkja áreiðanlega margir, þvi hann rak bilaverkstæði á Egils- stöðum um árabil. Málverkin eru flest frá Austur- landi, og bregður Dyrfjöllum oft fyrir. Myndirnar eru málaðar meðoliulitum á masonitplötur, og eru frá þrem siðustu árum. Sýningin verður opin frá tvö til átta á virkum dögum en til tiu um helgar, fram til 23. april. Steinþór Eiriksson við verk sln, sem nú eru til sýnis I Hamragöröum (Timamynd G.E.) að Espilundi 3 í Garðahreppi er hitað upp með _ zrrjx rafmagnsþilofnum Það eru stórar upphæðir, sem þér sparið með ADAX RAFHITUN • Lágur stofnkostnaður • Enginn kyndiklefi, enginn skorsteinn • Engin hætta á vatnsskemmdum • Sáralítill viðhaldskostnaður • Ódýr, innlend orka — Örugg orka • Og þá ekki sízt: Létt og auðveld þrif, termostat á hverjum ofni — Þægilegur hiti og. þriggja ára ábyrgð Leitið nánari upplýsinga um þessa norsku ofna Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10 A — Simí 2-15-65 Klp-Reykjavik. — t sambandi við 15 ára afmælishátið íslenzkra ungtemplara og Ungtemplara- félagsins Hrönn, sem haldin er um þessa helgi, eru staddir hér á landi nokkrir forráðamenn ungtemplara á honum Norður- löndunum. Við náðum tali af einum þeirra, Kalle Gustafson frá Sviþjóð, sem er formaður samtakanna þar, en það eru jafnframt stærstu sam- tökin á Norðurlöndum. Hann sagði okkur, að á Norðurlöndum væruum lOOþúsund félagsmenn i ungtemplarafélögunum. Öll ynnu þau að sama takmarkinu, að fræða unglinga um skaðsemi áfengis og eiturlyfja. Starfs- aðstaða væri misjöfn i hinum ýmsu löndum og vandamálin einnig. Tvöföld hótíð hjó ungtemplurum „Hjá okkur er það bjórinn, sem er mesti skaðvaldurinn fyrir unglingana” sagði Kalle. „Þar komast þau á bragðið og siðan koma sterkari drykkir og eitur- lyfin á eftir. Þetta sama er upp á teningnum hjá Dönum, Finnum og Norðmönnum. En mér skilst að hér sé engan bjór að hafa a.m.k. ekki opinberlega, og þar eruð þið heppin. Hjá okkur og einnig hjá hinum nágrönnum okkar, hefur notkum eiturlyfja meðal unglinga minnkað mikið á undanförnum mánuðum. Astæðan fyrir þvi er sú, að verðið á þessu hefur stigið svo, að þeir hafa ekki efni á að kaupa það. 1 stað þess hafa þeir snúið sér í auknum mæli að sterku áfengi og bjór, sem er litið Formenn Hrannar og IUT ásamt erlendum gestum, sem sækja afmælishátfðina um helgina. Talið frá vinstri: Gunnar Þorláksson fonnaður IUT, Kalle Gustafson Svíþjóð, Jörn I. Christensen Danmörku, Jeggvan A. Skale Færeyjum, Heðin Michalsen Færeyjum og Höskuldur Frlmannsson formaður Hrannar. (Tímamynd: Róbert) betra. Vandamálin eru þvi áfram hin sömu, en við teljum okkur samt hafa orðið mikið ágengt með upplýsingastarfsemi i skólum. Það var komið svo i Sviþjóð, að ekki var hægt að halda skóladan- sleiki án þess, að hafa til taks fileflda karlmenn til að halda aftur af drukknum unglingum. Þetta er nú eitthvað á batavegi enda er eins og ég sagði áðan, mikil áherzla lögð á að fræða skólabörn á skaðsemi áfengis”. Við spurðum Kalle Gustafson að þvi hvort hann hefði séð nokkuð til islenzkra ungmenna þá daga, sem hann hefði dvalið hér. Hann kvaðzt hafa farið með nokkrum tslendingum á Þórskaffé og Röðul og þar séð nokkuð til þeirra. Sér hefði komið mikið á óvart að sjá þau draga flösku af áfengi upp úr buxnastrengnum eða töskunum þegar þau komu inn á dansstaðinn. En sjálfsagt væri sinn siðurinn i hverju landi. Annars hefði sér fundizt unglingarnir vera bæði prúðir og kurteisir og fæstir ofurölvi. Þetta væri mikið verra i Sviþjóð, en hann hefði nú sjálfsagt ekki séð allt, þóhann hefði skroppið þarna út eina kvöldstund.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.