Tíminn - 07.04.1973, Síða 15
14 TÍMINN Laugardagur 7. apríl 1973. Laugardagur 7. aprfl 1973. TÍMINN _______________________15
HEIMSATBURÐIR í LJÓSI LIÐINS TÍMA
,,Þeir þoröu ekki aö drepa
hann.....”
„Aldrei vissi ég til, aö hann léti
skjóta nokkurn mann....”
„Evlta var sannkallaöur
þjóöardýrölingur. Hún starfaöi
mjög I þágu verkalýösins, og var
meö athafanasömustu konum
heimsins á þessum tlma. Og hún
var lika meö þeim fegurstu......
„Peron leysti verkalýöinn úr
hálfgeröum þrælafjötrum, — aö
vlsu meö einræöi. Má segja að
hann hafi veriö fyrsti stjórn-
andinn I S-Amcriku, sem reyndi
að gera eitthvaö fyrir þá
snauðu.”
(Timamyndir GE)'
ÞEIR, SEM EITTHVAÐ
hafa fylgzt með heims-
fréttunum undanfarna
daga og vikur, hafa
vafalaust veitt athygli
hinum fjölmörgu kosn-
ingum, er fram hafa far-
ið viðs vegar um heim.
Slik mál, jafnvel þótt er-
lend séu, vekja jafnan
athygli manna. Um
svipað leyti fóru fram
þingkosningar i Frakk-
landi og Chile, kosning-
ar i írska lýðveldinu,
kosningar i Bangla
Desh, þjóðaratkvæða-
greiðsla á Norður-ír-
landi og vafalaust enn
fleiri kosningar ef betur
er að gáð. Ein er sú álfa,
er blóðheitt fólk hýsir og
titt er i fréttum vegna
valdaskipta i einstökum
löndum hennar, blóð-
ugra byltinga, byltinga-
tilrauna og uppreisna
hvers konar . Hér er að
sjálfsögðu átt við
Suður-Ameríku.
Sunnudaginn 11. marz s.l. fóru
fram kosningar i Argentinu.Fóru
fram þrennar kosningar samtim-
is, forsetakjör, kjör til fylkisþinga
og þjóðþingskosningar. Eru þetta
allmjög sögulegar kosningar, þó
að ekki væri fyrir annað en það,
að þær eru hinar fyrstu i landinu i
heilan áratug. Hernaðareinræði
hefur verið rikjandi frá 1966, og
siðustu tvö árin hefur hershöfð-
inginn Lanousse
verið forseti landsins. En fleira er
athyglisvert við þessar kosning-
ar. Ber þar fyrst að nefna, að
þetta var i fyrsta sinn i 17 ár, eða
frá 1955, sem flokkur Peronista,
Justisialistaflokkurinn, fékk að
taka þátt i kosningunum á jafn-
ræðisgrundvelli.
Flestum mun minnistætt, er
Peron kom á siðasta ári aftur til
Argentinu eftir 17 ára útlegð. Við
heimkomuna var honum fagnað
af hinum fjölmörgu stuðnings-
mönnum sinum, Peronistum.
Vildu þeir ólmir fá hann til for-
setaframboðs fyrir sinn flokk við
nýliðnar kosningar, en til þess
var hann ófáanlegur og valdi þess
i stað Hector nokkurn Campora
til þess hlutverks. Úrslit kosning-
anna eru nú kunn, en i þeim hlaut
Campora brautargengi til for-
setaembættis, hlaut tæp 50% at-
kvæða. A kjörskrá voru um 10
milljónir. Helzti keppinautur
Campora um forsetaembættið,
frambjóðandi róttæka flokksins,
Richardo Balbin, hlaut nær helm-
ingi færri atkvæði. Peron hefur
lýst þvi yfir, að hann beri fullt
traust til Campora og má þvi
vænta að andi Perons svifi yfir
vötnunum næstu árin, en
kjörtimabil forseta i Argentinu er
sex ár.
Argentina lýsti sig hlutlaust
riki i fyrri heimstyrjöldinni og
lýsti fyrst yfir striði á hendur
Þjóðverjum i siðari heimstyrjöld-
inni i marz 1945. Juan Peron hers-
höfðingi varð verkalýðsmálaráð-
herra i Argentinu árið 1943, og
vann sér i þvi embætti brátt óbil-
andi traust og hylli verkamanna,
— einkum og sér f lagi. Arið 1946
varð hann forseti landsins og hélt
þvi embætti til 9. september 1955,
er honum var steypt af stóli i
átakalitilli byltingu. Við forseta-
embætti tók þá Pedro Eugenio
Aramburu. 1 stjórnartið sinni tók
Peron sér i rauninni einræðisvöld
i hendur. Naut hann fyrst og
fremst stuðnings verkalýðshreyf-
ingarinnar og Peronistaflokksins.
Og ekki má gleyma konu hans,
Evu Peron, sem varð nánast að
þjóðardýrðlingi meðal verkafólks
Argentinu og er enn. Vinsældir
þeirra hjóna voru geysilegar,
sem sést ekki hvað sizt á þvi, að
samherji og vinur Perons hefur
nú verið kjörinn forseti, 17 árum
eftir að hann fór sjálfur frá völd-
um.
Hann var á staðnum
Þetta er orðinn alllangur inn-
gangur að þvi efni, sem hér var
ætlunin að birta. Og enda þótt
hann sé næsta ónógur, hvað upp-
lýsingar snertir, gefur hann þó
nokkra punkta, sem nota má til
stuðnings og viðmiðunar við það,
er hér kemur á eftir.
Svo er mál með vexti, að við
komumst að þvi nýlega, að hér i
bæ býr maður nokkur, er búsettur
var i Argentinu, i höfuðborginni
Buenos Aires, um nokkurra ára
skeið eftir siðari heimstyrjöld, og
raunar einmitt i stjórnartið Juan
Peron. Umræddur maður heitir
Jón Alexandersson. Frá öndverðu
hafa tslendingar litið þá menn i
mistri ævintýraljóma, sem „lent
hafa i ferðalögum”, og löngum
unað við^ð hlýða á litríkar frá-
sagnir þeirra. Fleira kom til i
þessu tilfelli. Kosningaúrslitin i
Argentinu kunna að hafa i för nýj-
an og stormasaman kafla i sögu
landsins, ef til vill mjög litað-
an Peronismanum gamla. Og
ekki er óliklegt, að Peron gamli,
sjálfur snúi heim til föðurlandsins
fyrir fullt og allt, ef allt fer, sem
horfir. Vænta má, að á næstu
mánuðum og árum verði Argen-
tina oftar en einu sinni á forsiðum
heimsblaðanna.
Við höfðum þvi mikinn hug á
þviað hitta Jón Alexandersson að
máli og fræðast af honum um
ástandið eins og það var i raun á
þessum árum i Argentinu. Ekki
þótti okkur það spilla fyrir, að Jón
þekkti forsetahjónin, Juan Peron
og Evu Peron (eða Evitu, eins og
hún var almennt kölluð, en Evita
merkir eiginlega „Eva litla”,
gæluorð), nokkuð persónulega.
Það liggur i augum uppi, að ef
gera ætti efninu fullnægjandi skil,
myndi það vafalaust fylla bók og
bækur. Brátt varð ljóst, að Jón
hafði frá geysimörgu fróðlegu að
segja, og ef til vill fá lesendur að
lesa eitthvað nánar um það
seinna.
— Ég kom út til Argentinu árið
1949. Þá hafði Peron um nokkurn
tima setið i forsetastóli. Skömmu
áður en hann varð forseti, hafði
honum verið varpað i
fangelsi, vegna ákveðins máls.
Var sagt að Evita, kornung og
nokkuð þekkt leikkona i Argen-
tinu (þau Peron voru þá ekki enn
gift) heföi ásamt mönnum úr
verkalýöshreyfingunni náð Peron
úr fangelsi, sem lyktaði með þvi,
að Peron varö forseti. Evita hafði
verið mjög ötull stuðningsmaður
Peronista, og nokkru eftir að
Peron varð forseti, giftust þau.
Svo við höldum áfram að ræða
vitt og breitt um þetta timabil, þá
lauk stjórnartið Perons með þvi,
aö hann var tekinn til fanga af
andstæðingum sinum haustið
1955. En þeir þorðu ekki að drepa
hann af ótta við, að hinir fjöl-
mörgu stuðningsmenn hans gerðu
allt brjálað. Og Peron sjálfur kom
i veg fyrir blóðuga byltingu með
áskorun til stuðningsmanna
sinna. Eins og kunnugt er, var
hann siöan gerður útlægur.
Stefna Perons og ííokks hans
var sambland af kommúnisma og
nazisma. En maður var þó mjög
litið var við kommúnista i Argen-
tinu á þessum árum, kommú-
nistaflokkurinn taldi vart meira
en nokkur hundruð manns. En
Peron byggði allt sitt á verka-
lýðnum og verkalýðshreyfing-
unni. Peron og kona hans Evita,
sem var hans aðalmáttarstólpi og
mest áberandi, gerðu hreina bylt-
ingu i verkalýðsmáium á þessum
tima, það held ég að sé óhætt að
fullyrða. Svo eitthvað sé nefnt, þá
sáu þau til þess, að byggðir voru
allgóðir verkamannabústaðir,
sem verkafólkið fékk mjög ódýrt
og borgaði af með hagkvæmum
skilmálum. Slika bústaði hafði
aldrei verið um að ræða áður og
þetta fólk hafði búið i verstu
hreysum. t þessu sambandi má
og nefna, að Peron setti löggjöf
um, að ekki mætti hækka hús-
leigu, og það stóðst alla hans
stjórnartið. Þetta er aðeins eitt
dæmi. Það yrði of langt mál að
fara að telja upp öll þau stór-
virki, sem þau hjónin gerðu i
þágu verkalýðsins.
Evita Peron var mjög elskuð og
dáð af fátæklingunum. Þegar hún
kom fram meðal fólks, sem hún
gerði oft, voru fagnaðarlætin slik,
að maður hafði aldrei heyrt ann-
að eins. Hún beitti sér eins og áð-
ur segir fyrir fjölmörgum málum
i þágu verkalýðsins og stofnaði
meðal annars öflugan sjóð i þeim
tilgangi. Þær aðferðir, sem hún
beitti til aðkoma upp þessum
sjóði, skulum við hins vegar láta
liggja milli hluta, en þar notfærði
hún sér m.a. stórfelld skattsvik
auðjöfranna til að þvinga þá til
fjárútláta.
Hún var kölluð
Evita Peron
— Var Peron harður og óvæg-
inn sem einræðisherra?
— Það held ég, að sé alls ekki
hægt að segja. En engu að siður
var hann einræðisherra i eigin-
legri merkingu. Aldrei vissi ég til
þess, að hann léti skjóta nokkurn
mann. Hann lét jú varpa mönnum
i fangelsi, og einnig veitti hann
mönnum leyfi til að yfirgefa land,
ef þeir kusu það.
Er Peron var varpað i fangelsi,
eins og ég minntist á áðan, þarna
rétt áður en hann tók völdin, var
það einkum vegna skoðana hans
sem ráðherra á Bandarikja-
mönnum. A þessum árum höfðu
Bandarikjamenn mjög mikil itök
viðast i S-Ameriku. Peron var
mjög andvigur Bandarikjamönn-
um, og eftir að hann settist i for-
setastól, tók hann fyrirtæki þeirra
i Argentinu og þjóðn. þau allan
sinn valdatima. Englendingai
áttu járnbrautakerfið i landinu,
og það þjóðnýtti Peron einnig.
Ég kom til Argentinu haustið
1949 og þá var Evita Peron þegar
orðin mjög sterk i stjórnun lands-
ins. Hún hafði þá stofnað hjálpar-
stofnunina, „Evita Peron”, sem
ég er búinn að minnast á, en sú
stofnun var geysiöflug um alla
S-Ameriku. Ef slys bar að hönd-
um eða náttúrhamfarir, stóð
aldrei á Evitu að veita fé úr sjóði
hjálparstofnunarinnar. Það er
óhættaðsegja, að hún var þegar i
lifanda llfi hálfgerður dýrðlingur
I augum Argentinumanna, — og
er það enn. Hún dó kornung, að-
eins þritug að aldri, árið 1954. Er
fréttist um lát hennar, þyrptist
fólk út á götur Buenos Aires með
logandi kerti og bað fyrir henni og
Peron. Það var áhrifamikil sjón.
— Átti hún í raun meira fylgi
meðal almennings en Peron?
— Já, hún átti i rauninni aðal-
fylgið. Hinu verður aldrei neitað,
að Peron gerði geysimikið fyrir
verkalýðinn á þessum árum. Það
sést glögglega i dag, að verkalýð-
ur Argentinu minnist hans sem
sins frelsara, ef svo má segja.
Fólkið er ekki blindað af ljóman-
um yfir þeim hjónum, heldur
voru lifskjör þess raunverulega
betri en nokkru sinni á þessum
tima, — og fólkið minnist þess
enn. Annars hefði það ekki kosið
Peronistaflokkinn nú fyrir
skömmu. Peron leysti verkalýð-
inn úr hálfgerðum þrælafjötrum,
— að visu með einræði.
Þeir vildu koma honum
á kné
Ef til vill voru mistök Perons
fólgin i þvi, að hann iðnvæddi
Argentinu einum of fljótt á sinum
stutta valdatima. Argentina var
öflugt landbúnaðarriki á þessum
tima, Peron vildi gera það að
öflugu iðnaðarriki. Einnig verður
að taka með i reikninginn, að á
þessum tima (eftir striðið) var
allur heimurinn andvigur ein-
ræðisherrum, þannig að hvert
rikið af öðru hætti viðskiptum
sinum við Argentinu. Siðan voru
það Rússar, sem héldu upp við-
skiptum við „Perons Argentinu” I
lengstu lög. En það var sam-
komulag allra i heiminum, og þá
sérstaklega Bandarikjamanna,
Rætt við Jón Alexandersson um
Argentínu ó dögum Perons, en Jón
dvaldi þar í landi ó órunum
1949 — 1954. Peron var við völd
ó órunum 1946 — 1955
Juan Peron og Evlta (Eva) Peron. Myndin er tekin einhverntlma á forsetaárum (einræöisherraárum)
Perons 1947-1955. Og sýnilega leikur hér allt I lyndi.
Buenos Aires er fögur borg. Hér sést Avenido 9 de Julio, sem er eitthvert breiðasta stræti i heimi.
að koma þessum manni á kné. Og
það tókst að lokum.
Þegar Peron var tekinn fastur
haustið 1955, voru fylgismenn
hans á leiðinni til að frelsa hann,
komu i stórum hópum t.d. frá
Cordoba og Rosario. Þeir hefðu
hæglega getað frelsað hann, með
miklum átökum þó, en Peron
vildi koma i veg fyrir allar blóðs-
úthellingar og ekki sizt vildi hann
hlifa gömlu borginni sem honum
var svo kær, Buenos Aires, frá
eyðileggingu. Hann gafst þvi upp,
og flúði land.
— Voru ekki vinsældir Perons
eitthvað farnar að dvina, er kom-
ið var fram á árið 1955? Kona
hans, Evita, var þá látin og má
þvi ætla að hann hafi ekki átt eins
sterk itök i fólkinu.
— Það má segja, að eftir i?
Evita lézt, hafi Peron ekki haft
eins góð tök á stj.taumunum.
Fram að þessu hafði hann beitt
sér mest fyrir vinstri mennina og
verkalýðinn, en nú vildi hann fara
að gera eitthvað fyrir hægri
mennina lika. Hann fór að gerast
meira „liberal” og gaf verzlunar
mönnum og öðrum lausari taum-
inn, en áður hafði verið. Þessi
ráðabreytni hefur að likindum
stuðlað að falli hans. Fylgi hans
hefur vafalaust minnkað eitthvað
og jafnframt efldust andstæðing-
ar hans — að minu áliti fyrir til-
stilli Norður-Amerikumanna.
Skömmu áður en hann missti
völdin, var hann settur i bann af
páfanum. Aðdragandinn
var þessi: 1 Argentinu er eins og
kunnugterrómversk-kaþólsk trú,
enda megnið af ibúunum innflytj-
endur frá Spáni og Italiu.
Kaþólska kirkjan var afar sterk
þarna i Argentinu og réð mjög yf-
ir fólki, allt frá barnæsku til full-
orðinsára. Það er ef til vill erfitt
fyrir Islendinga að skilja þetta
ástand, en þetta er samt stað-
reyndin. Meðal annars réð kirkj-
an lögum og lofum I skólum
landsins. Alitið var að spilling
væri mikil innan skólakerfisins, og
* jafnframt var skólaganga ekki
almenn. Peron vildi breyta til og
láta rikið taka við stjórn skóla-
kerfisins. Og þar með var hann
kominn i ónáð hjá páfanum og
kaþólsku kirkjunni almennt. En
þetta hefur að líkindum fallið i
góðan jarðveg meðal almennings,
fólk hefur séð, að hverju stefndi.
Og ef til vill minnist fólk þessara
breytinga enn i dag.
Eitt af afrekum Perons,sem féll
i mjög góðan jarðveg, var það,
að hann kom á ókeypis lækna-
þjónustu fyrir almenning. Slik
þjónusta hafði verið geypidýr i
Argentinu, en eftir hinum nýju
lögum Perons gátu menn nú
gengið inn á ríkisspitalana og
fengið bót meina sinna án nokk-
urs gjalds. Frægir skurðlæknar
voru skyldaðir til að veita ókeypis
þjónustu, en áður hafði kostað
tugi þúsunda aðeins að tala við
þá.
Ég hef hér minnzt á nokkrar
umbætur af mörgum sem Peron
kom á I þágu almennings. Má
segja, að Peron hafi verið fyrsti
stjórnandinn I S-Ameriku, sem
reyndi að gera eitthvað fyrir þá
snauðu.
Sambland af nasjónal
sósialisma og kommú-
nisma
— Þú sagðir hér áðan, að
stjórnmálastefna Perons hefði
verið sambland af nazisma
(„national socialism”) og
kommúnisma. Vitað er, að
Argentina var hæli fjölmargra
flóttamanna úr rfkjum nazis-
mans. Væri þvi ekki úr vegi, að þú
segir okkur eitthvað frá kynnum
þinum af þessum málum þar
syðra eftir striðið.
—. Peron var i herforingjaskóla
i Þýzkalandi á árunum fyrir
heimstyrjöldina (siðari) og e.t.v.
var hann þar eitthvað, eftir að
striðið var skollið á. Hann hefur
orðið hrifinn af nazistahreyfing-
unni i Þýzkalandi og ætlað sér að
koma henni á i einhverri mynd i
Argentinu. Eftir að hann tók
Framhald á bls. 23
Þessi mynd var tckin fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 12. janúar 1972, er
Juan Peron kom til Argentlnu eftir 17 ára útlegö. Slöustu árin dvaldi
hann á Spáni og þar dvelur hann enn.
Þingkosningar i Argentinu 14. marz 1965. Mikill órói var meöal
Peronista aö kvöldi þessa kosningadags sem olli truflunum I mörgum
hinna stærri borga landsins.
Juan Domingo Peron ásamt þriöju konu sinni tsabel. Myndin var tekin
áriö 1966 i Madrid á Spáni.