Tíminn - 07.04.1973, Síða 18
18
TÍMINN
Laugardagur 7. apríl 1973.
sem þutu fram og aftur um vatn-
ið. — Hraðbátarnir voru allir frá
Malcesine. — Einn stefndi f suð-
ur, en annar til norðurs. — Það er
Salvatore meö bátinn sinn. — Sá
þriðji fór þvert fyrir vatnið til
Limone. Celestina sagði aö fleiri
bátar mundu leggja af stað frá
Riva. — Senda menn, bjarga
menn siðan leita i hellum. Fann-
ey skalf.... — Hún fékk einu sinni
boö um að koma á hótelið. Rob
var i simanum. Hún var þurr i
kverkunum og með hjartslátt,
þegar hún tók viö simtólinu af
Untermayer, en Rob sagði að-
eins: — Lögreglan vill fá að vita
hvernig þau voru klædd. Geturðu
skrifað það, sem ég sagði? Þær
stóðu enn á grasflötinni og rýndu
út á vatnið. — En það er orðið of
dimmt, sagði Fanney og fingur
hennar krepptust svo fast um öxl-
ina á Caddie, að Caddie fannst
hún kremja sig. Caddie reyndi að
hughreysta hana. — Ef til vill eru
allir að leita á skökkum stað.
Hugh og Pia eru kannske alls ekki
á vatninu. Ef til vill hefur þau
rekið að landi. Það getur vel átt
sér stað.
— Bátarnir sáust greinilegar
en i rökkrinu. Það voru komnir
stærri bátar út á vatnið. Sumir
voru eins og ferjur með rauð og
græn ljós. Leitarljós sendu frá sér
hvita geisla i allar áttir. — Klukk-
an var að verða tiu, þegar þær
heyrðu fótatak Robs. Þegar
Fanney heyrði, hvað hann steig
hægt og þungt til jarðar, stóð hún
upp og studdi sig við stólinn.
Caddie var viö hliðina á henni.
Rob birtist i dyragættinni. Hann
var álútur og andlitið þreytulegt
og torkennilegt. — Já? hvislaði
Fanney spyrjandi. — Já? — Það
er búið að finna Fortunu. Fann-
ey reyndi að tala, en kom engu
orði fram á varirnar. —
Fortuna var á reki rétt hjá
Campagne, en það er þorpið fyrir
neðan Limone. Hugh hefur ekki
getað náð seglinu niður. Siglutréð
hlýtur að hafa brotnaö, þvi að það
lá á hliðinni. Bátnum hefur hvolft.
— Og þau? — Þau sáust hvergi og
ekkert af þeim. Þeim hefur
kannske verið bjargað. Þau hafa
ef til vill komizt i land einhvern
veginn. — Hugh var syndur, sagði
Caddie. — Hann gat bjargað úr
lifsháska. Hann hefur bjargað
Piu.En hún sagði þetta af barna-
skap. — Það gat enginn synt i
sliku roki. Ef þau sökkva þrisvar,
skýtur þeim ekki upp aftur.
Undiraldan tekur þau með sér.
Hellar á þrjú hundruð metra
dýpi. En Caddie sagði: — Hann
mundi bjarga Piu. Ég er viss um
það. — Við skulum vona það,
sagði Rob við Fanneyju. En ég er
hræddur um, að þeir vilji tala við
þig á lögreglustöðinni, elskan. Ég
er kominn til þess að sækja þig.
Börn fengu aldrei að taka þátt i
neinu, hugsaði Caddie. Hvenær
sem voði var á ferð eða sorg bar
að höndum, var farið með börn
eins og óviðkomandi fólk. Þau
fengu engar fréttir, og þeim var
aldrei sagt neitt.Rob hafði varla
litið á hana, þegar hann fór með
Fanneyju til Malcesine. Caddie
var aftur skilin ein eftir á gras-
flötinni. — Ef Hugh hefði lofað
henni með, þegar hann tók far-
þega i fyrsta sinn, eins og hann
var búinn að heita henni, hefði
hún verið i sviðsljósinu i stað Plu.
Hún hefði verið hetjan. Ég vildi
óska, hugsaði Caddie meðan hún
barðist við grátinn, ég vildi
óska,....en jafnvel þótt hún óskaði
þess, fann hún, að það var ekki
rétt. Það var betra að vera lif-
andi. Þó hún væri orðin einstæð-
ingur, en aö drukkna i þessu
stóra vatni. Einu sinni þegar hún
var aö synda i lauginni i skólan-
um, hafði hún farið of djúpt, og
hún mundi, hvernig hún barðist
við að ná andanum. — Henni
fannst, eins og brjóstið væri að
springa, og hana kenndi til i nef-
inu, munninum og eyrunum. Þaö
var betra að vera á lifi, jafnvel
þótt henni fyndist hún hálfdauð.
Hún dró næsturn á eftir sér fæt-
urna, þegar hun gekk ein inn i
mannlausa dagstofuna og horfði
út um gluggann á ljósdeplana á
vatninu. — Celestina færði henni
súpu á bakka og „pasta” er
hún hafði næstum tröllatrú á,
en hún staldraði ekki við, þvi að
það var mikið um að vera i
eldhúsinu. Þar var skrafað og
skeggrætt. Þú reyna að borða,
sagði hún uppörvandi. Hún klapp-
aði Caddie á öxlina, áður en hún
fór. Caddie hefði getað farið með
henni. í eldhúsinu mundi hún hafa
nálgast það aö vera hetja, en hún
var of þreytt. Henni fannst þessi
óendanlegi dagur hafa verið slit-
andi eins og öldurnar, sem mola
bergið smátt og smátt. Hún var
örmagna. Allt i einu stóð henni á
sama um allt, og skyndilega þoldi
hún ekki brosið i andliti engils-
ins. Hún fór upp á stól og sneri
andliti englanna að veggnum.Sið-
an borðaði hún tvær eða þrjár
skeiðar af súpu, lagði að svo búnu
skeiðina frá sér, reikaði að legu-
bekknum og hallaði sér þar.
Giulietta fann hana þar, þegar
hún kom til þess að sækja bakk-
ann. Hún reyndi að vekja hana,
þvi að hún ætlaði með hana upp á
loft, en Caddie svaf svo fast, að
hún gat ekki vakið hana. Giulietta
tók af henni sandalana, setti
svæfil undir höfuð hennar, sótti
siðan ábreiðu og lagði ofan á
hana. „Poverina. Poverina”,
tautaði Giulietta, meðan hún
hlúði að Caddie. Ailt i einu tók hún
eftir englunum. Giuliettu ofbauð.
Hún sótti stól og sneri þeim við
aftur.
Caddie vaknaði, af þvi að allt
var öðru visi en hún átti að venj-
ast. Ef til vill var það af þvi að
legubekkurinn hennar maddömu
Menghini var harður — hana
hafði dreymt, að hún væri aftur i
lestinni. — Eða kannske var það
vegna kuldans. Hún hafði aðeins
þunna ábreiðu ofan á sér, og hnén
voru ber. Ég hef sofnað i öllum
fötunum, hugsaði hún hálfsof-
andi, ég er i sparijakkanum min-
um . Pilsið hafði bretzt upp og var
i göndli um mittið, og fellingarnar
allar krumpaðar. Hvað skyldi Pia
hugsa, datt henni ósjálfrátt i hug.
Hún nuddaði saman fótunum og
fann þá, að sokkarnir voru komn-
ir niður á ökla. Það var engin
furða, þótt henni væri kalt á hján-
um. Siðan áttaði hún sig á þvi, að
hún var i dagstofunni. Það
glampaði á englavængina i daufri
skimunni. En ég sneri andlitinu á
þeim að veggnum. Hver hefði
snúið þeim við aftur? Var þetta
fyrirboði? — En allt i einu
streymdu minningarnar frá
kvöldinu áður fram i hugann.
Hvernig gat ég sofnað? — Hvað
gerðist meðan ég svaf? — Hún
settist upp. Hún hafði óbragð i
munninum, og hún vissi, að það
stafaði af þvi, að hún hafði ekki
burstað tennurnar. Einhver hafði
lagt sandalana hennar hlið við
hlið, breitt teppi ofan á hana,
slökkt ljósið og snúið englunum
fram. — Var það Celestina? Eða
Giulietta? Fanney? Caddie
sveiflaði fótunum fram af legu-t
bekknum, fór úr sokkunum og
stóð á fætur. Gólfið var svo kalt,
að hún kreppti tærnar. Það var
eins og þegar hún steig á tigul-
steinagólfið forðum daga, en það
var orðið svo langt siðan, að henni
fannst næstum eins og það hefði
verið einhver önnur stúlka. Hún
lét sandalana eiga sig, hristi til
pilsið sitt. — Pia mundi áreiðan-
lega hafa orðið hneyksluð, ef hún
hefði séð, hvað fellingarnar voru
aflagaðar — togaði i jakkann
sinn, sléttaði hárið og stóð siðan
kyrr og hlustaði. Allt var kyrrt i
húsinu. Fuglarnir hennar
Celestinu voru meir að segja ekki
vaknaðir. Ekkert hljóð heyrðist
néma öldugljáfur, sem nú var
milt. Caddie læddist á tánum inn i
borðstofuna. — Klukkuna vantaði
tuttugu minútur i sex. Hlerarnir
voru fyrir gluggunum, en dyrnar
út á grasflötina voru opnar, svo
að Caddie gekk út. — Úti var orðið
albjart, þó að sólin væri enn á bak
við Monte Baldo. Fjöllin voru
dökk og klettatindarnir ekki tekn-
ir að roðna. Hún gekk niður i
garðinn. Grasið var þurrt undir
berum fótum hennar. Hún gáði að
vatnasnákunum sinum, sem
henni var farið að þykja vænt
um, en þeir skriðu ekki gjarnan
upp á klettana, fyrr en veðrið var
orðið heitara. Þeir voru allir niðri
i vatninu, og Caddie hugsaði með
skelfingu um Hugh og Piu. Hún
sá þau fyrir hugskotssjónum sin-
um á reki og snákana syndandi
allt i kring, og hún mundi, hve Piu
hafði alltaf hryllt við þeim.
Hvernig getur þér þótt gaman að
þeim? var Pia vön að segja með
viðbjóði. Nú geta þeir skriðið eftir
henni allri, hugsaði Caddie. Þaö
var auðvelt að gera sér i hugar-
lund, hvernig Pia liti út látin.
Litla andlitið hennar blautt, aug-
un lokuð, svárta hárið klistrað
niður. En Hugh... Caddie gat ekki
imyndað sér annað en Hugh væri
lifangi og sjálfum sér lfkur „þinn
faðir hvilir á fimm feta dýpi”,
reyndi Caddie að segja, meðan
1379
Lárétt
1) Lafi,- 6) Pest.- 8) Hnöttur,-
10) Tunna.- 12) Efni,- 13)
Timi,- 14) Skel - 16) Fugl,- 17)
Fitl,- 19) Bæn,-
Lóðrétt
2) Máttur,- 3) Komast,- 4)
Þungbúin,- 5) Dýr.- 7)
Krakka.- 9) Blöskrað.- 11)
Fugl- 15) Gróða,- 16)
Kraftar - 18) Afa,-
Ráðning á gátu No. 1378.
Lárétt
1) Litun,- 6) Læsing.- 8) Kám,-
10) Akk,- 12) Ra,- 13) La,- 14)
óra,- 16) Hóf,- 17) Una,- 19)
Brokk.
Lóðrétt
2) Ilm,- 3) Tá,- 4) USA,- 5)
Skróp,- 7) Skafl.- 9) Asar,- 11)
K1Ó.-15) Aur,-16) Hak,-18)
No,-
Þetta er ein stærstæ
efnaverksmiðja á -
Medusa, Geiri.
Við höfum gengið úr
skugga um, að þeir^
smygla ekki út J
óiöglegum lyfjum^C
J beint til )
stjarnstoðvanna
foringi?- ^
Hausaveiðararnir.
Við getum heldur ekki' "N
ráðizt að honum i frum J
skóginum. Dvergarnir, j
eiturfólkið, halda
ívörð um hann.
lllí II
Laugardagur
7. april.
:j:ÍÍ 7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
£•: 12.25 Fréttir og veðurfregnir.
ijijij Tilkynningar.
jijiji 13.00 óskalög sjúklinga
i:i;i 14.40 islenzkt mál.Dr. Jakob
jijij Benediktsson flytur þáttinn.
15.00 Gatna minJökull Jkobs-
ijiji son gengur um Dunhaga i
jijij Reykjavik með Gunnari
:i;ij Gunnarssyni.
;jiji 15.30 A flækingi . Vignir
i;i;i Guðmundsson blaðamaður
jijij spjallar við tvo visna-
ijii; höfunda á Akureyri, Jakob
ijijij Ó. Pétursson og Jón Bjarna-
jijij; son frá Garðsvik, sem fara
jijij; með nokkrar af visum
;j:j;j sinum.
Sji; 16.00 Fréttir
jijiji 16.15 Veðurfregnir.Stanz
jijij 16.45 Sfðdegistónleikar
jijij 17.40 Ctvarpssaga barnanna:
;;i; „Nonni og Manni fara á
ijiji fjöll” eftir Jón Sveinsson
;;; Hjalti Rögnvaldsson les (7).
jijij 18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
ijiji 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
i;i;j kvöldsins.
jijij 19.00 Fréttir. Tilkynningar.
;;; 19.20 Frá Norðurlöndum.
;;i 19.40 Bækur og bókmenntir
jijiji Hjálmar Arnason, Bergljót
;ijij; Kristjánsdóttir og Einar
jijij Ólafsson tala um skáld-
Sí; söguna „Gunnar og
ijiji Kjartan” eftir Véstein Lúð-
jijij. viksson.
jijij 20.00 Hljómplöturabb
;;; 20.55 „Strangheiðarlegur
j:jj; náungi”, smásaga eftir
:;; Damon Runyon. Óli Her-
jjjjj mannsson islenzkaði. Jónas
;S Svafár les.
?;; 21.25 Gömiu dansarnir.
j;j;j 22.00 Fréttir
;i;;j 22.15 Veðurfregnir Lestur
jiji Passiusálma (41).
22.25 Danslög
ijij; 23.55 Fréttir i stuttu máli.
;;í Dagskrárlok.
illliill
LAUGARDAGUR
7. apríl 1973
:;; 17.00 Þýzka i sjónvarpi.
;j;j; Kennslumyndaflokkurinn
jjjj: Guten Tag. 19. pg 20. þáttur.
j;jj 17.30 Naprir eliidagar. Brezk
jjjj; kvikmynd um slæman að-
j;j búnað aldraðra þar i landi
j;?j og tilraunir til úrbóta. Þýð-
:j;j andi og þulur Ellert Sigur-
j;j björnsson. Þáttur um störf
:j:j Alþingis. Umsjónarmenn
;j;j Björn Teitsson og Björn
;; Þorsteinsson.
:;; 18.30 Iþróttir. Umsjónarmað-
>5 ur Ómar Ragnarsson.
;j;j nié.
j;j; 20.00 Fréttir.
*; 20.20 Veður og auglýsingar.
í;j 20.25 Brellin blaðakona.
S Brezkur gamanmynda-
jS flokkur. Lát eigi upp um þig
S komast. Þýðandi Jón Thor
j;j Haraldsson.
;j: 20.50. Norrænt skemmtikvölo
$ til styrktar Vestmannaey-
j;j ingum. Upptaka var gerð 1.
j;j april i Háskólabiói. Stjórn-
;j; andi Erik Bye. Gunnar
;ji Thoroddsen flytur inn-
j;j; gangsorð. Bæði erlendir og
S; innlendir listamenn koma
;j;j fram og skemmta. Komu
;; eingöngu til landsins til
j$ styrktar Vestmannaeying-
;j; um.
:j; 21.45 Cartouche. Frönsk
j;j ævintýramynd frá árinu
j;j 1961. Leikstjóri Philippe
$ Broca. Aðalhlutverk Jean-
;j; Paul Belmondo, Claudia
j:'j Cardinale og Odile Versois.
j;j: Þýðandi Sigrún Helgadóttir.
5; Æ vintýramaðurinn Car-
;ji touche hefur alizt upp á
j| strætum borgarinnar og
fyrr en varir hefur hann um
;j;j sig hirð götulýðs og ræn-
?; ingja, sem tigna hann eins
j;j; og konung. En það er ekki
;jí aðeins iausingjalýður göt-
j;j unnar, sem tilbiður hann,
jj; heldur lika konur af öllum
§ stéttum.
j;j 23.40 Dagskrárlok.