Tíminn - 07.04.1973, Side 19
Laugardagur 7. apríl 1973.
TÍMINN
19
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson
Liðin mætast á heimavígstöðvum d mánudagskvöldið
ÍSLANDSMÓTINU i handknatt-
leik er nú að ljúka. Aðeins eru
eftir sjö leikir i 1. deild karla. Á
morgun leika Vikingur —
Ármann og Fram — KR i Laugar-
dalshöilinni. Þá verður einn
leikur leikinn i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði á mánudagskvöldið.
Þar mætast erki fjendurnir úr
Firðinum Haukar og FH. Undan-
farin ár hafa leikir liðanna verið
æsispennandi og tvisýnir. Það má
reikna með þvi, að svo verði
einnig á mánudaginn.
Stðan i 1. deild er nú þessi:
Valur 12 10 9 2 243:176 20
FH 12 9 1 2 241:214 19
Fram 11 7 1 3 209:195 15
1R 12 6 1 5 236:219 13
Vikingur 13 5 2 6 278:278 12
Haukar 13 4 2 7 218:235 10
Armann 12 3 2 7 203:232 8
KR 13 0 1 12 208:290 1
Markhæstu menn:
Einar Magnússon, Viking.......91
Geir Hallsteinsson, FH ........82
Brynjólfur Markússon, 1R......69
Bergur Guðnason, Val........67
Haukur Ottesen, KR..........64
Eftir að leiknum um helgina er
lokið, þá eru eftir fjórir leikir i 1.
deildinni.
Miðvikudagur 11. april:
tR — Fram
Valur — Armann.
Sunnudagur 15. april:
Valur — IR
Fram — FH
Ekki allt fengið með
dýrum útbúnaði
Skiðafólk horfir vonglatt til
páskanna, sem eru á næsta
leiti, en skiðaiðkanir
tslendinga hafa löngum verið
tengdar þessum helgidögum.
Um mest allt land er gott
skiðafæri um þessar mundir,
og er óskandi, að það haldist
fram yfir páska.
Það hefur stundum heyrzt,
að skiðaiþróttin sé ,,dýrt
sport” Ástæðan er fyrst og
fremst sú, að almenningur
hefur keypt allt of dýran
skiðaútbúnað, m.ö.o. fyrsta
flokks búnað fyrir alpa-
greinar, sem kostað hefur of-
fjár. En sem betur fer, virðist
um einhverja hugarfars-
breytingu að ræða i þessum
efnum upp á síðkastið, ma.
hafa sumir sportvöru-
kaupmenn iagt áherzlu á að
flytja inn ódýrari skiðavörur
og gert sér far um að leiðbeina
almenningi meira úm kaup á
þessum vörum en áður. Er.
það góðra gjalda vert.
Það eru ekki aðeins
tslendingar, sem glimt hafa
við þetta vandamál. Kunnur
alpaskiðamaður i Noregi
sagði nýlega i viðtali, að þetta
sé áberandi vandamál i Nor-
egi, að það séu fyrst og fremst
framleiðendur skiðavarnings
og sportvörukaupmenn, sem
eigi sök á þróuninni. Vék hann
sérstaklega að þeirri öfugþró-
un, sem á sér stað i sambandi
við skiðaútbúnað barna og
unglinga. Framleiðendur gera
sér far um að setja á markað-
inn rándýr skiði og skiðaskó
handa þessum aldursflokkum,
vitandi það, að unglingar eru
mjög áhrifgjarnir og kröfu-
harðir i þessum efnum sem
öðrum. Ef einn fær slfkan út-
búnað, litur sá næstu ekki við
öðru. Kostnaðurinn getur farið
upp i 30-40 þús. (fsl. króna),
þegar allt er talið.
Norski skiðamaðurinn, sem
gagnrýndi þetta, benti á, að
þetta væri óheyrilegur
kostnaður, ekki sizt, þegar á
það er litið, að unglignarnir
vaxa tiltölulega fljótt upp úr
þessum búnaði og þyrfti þá að
kaúpá annan. Enn fremur
benti hann á, að i mörgum til-
fellum væri hinn dýri út-
búnaður beinlinis skaðlegur
börnum og unglingum. Benti
hann sérstaklega á skiðaskóna
i þvi sambandi, en þeir eru
fyrst og fremst sniðnir fyrir
keppnisfólk með stælta vöðva
en ekki fyrir óharðnaða ungl-
inga. Þessi norski skiðamaður
veit vel hvað hann er að segja.
Hann talar af reynslu um
þessi mál, bæði sem
skiðamaður og læknir, en
hann starfar i sjúkrahúsi i
Osló.
Þvi er vakin athygli á
þessum málum nú, að i hönd
fara páskar, hátið skiðafólks,
og margir munu kaupa sér
skfðaútbúnað. Er sjálfsagt að
ihuga vel kaup á skfðavörum.
Það er ekki allt fengið með
dýrum útbúnaði. — alf.
Skiðafólkið vonar, að skiðafærið haidist gott fram yfir páska.
Malcolm MacDonald, einn
marksæknasti leikmaður enskrar
knattspyrnu.
Arsenal kemst ekki
til íslands, en
möguleiki á Ips-
wich eða Newcastle
íslenzkir knattspyrnudhugamenn fd því e.t.v. að sjd marga
70 þátt-
takendurí
unglinga-
móti í
badminton
UM sjötiu þátttakendur eru i
unglingameistaramóti Reykja-
vikur í badminton, sem hefst i
KR-húsinu i dag klukkan 13.30.
Þeir eru frá KR, TBR og Val.
Mótinu verður haldið fram á
morgun, sunnudag, kl. 14 á sama
stað, en þá fara úrslitaleikir
fram.
þekkta enska knattspyrnumenn d Laugardalsvelli
EINS og skýrt var frá á
iþróttasiðunni nýlega,
hafa knattspyrnudeildir
Fram og Ármanns, sem
rétt eiga á vorheimsókn
erlends liðs í ár, gert til-
raun til að fá Arsenal
hingað um mánaða-
mótin maí-júni. M.a
ræddi Gunnar Eggerts-
son, formaður Ármanns,
við forráðamenn
Arsenal nýlega, þegar
hann var á ferð i
London.
Nú mun hins vegar útséð með
það, að Arsenal getur ekki komið
hingað á þessum tima. Verður
félagið á ferðalagi með lið sitt i
Suður-Ameriku á sama tima.
Hins vegar er e.t.v. von til þess,
að annað hvort Ipswich eða New-
castle, sem eru mjög ofarlega i 1.
deildar keppninni á Englandi um
þessar mundir — i 4. og 5. sæti —
komi hingað i staðinn. Fæst mjög
fljótlega úr þvi skorið.
Meðal þekktra leikmanna
Ipswich má nefna Mick Mills, en
hann hefur leikið með enska
landsliðinu og er talinn sterklega
koma til greina í HM-lið Eng-
lands. Einnig má nefna sóknar-
manninn Trevor Whymark og
tengiliðinn Mike Lambert, en þeir
hafa leikið með unglingalandsliði.
Lið Ipswich er eitt skemmtileg-
asta knattspyrnulið Englands og
er talið eiga mikla framtið fyrir
sér á næstu árum.
Þekktasti leikmaður Newcastle
er án efa Malcolm MacDonald, en
hann er einn skæðasti sóknar-
maður enskrar knattspyrnu i dag
og skorar jafnan mörg mörk á
hverju keppnistimabili. Þá má
nefna Tony Green, Terry Hibbet
og John Tudor. Sömuleiðis Bobby
Moncur, fyrirliða skozka lands-
liðsins.
Þess má að lokum geta, að
Newcastle bar sigur úr býtum i
UEFA-keppninni 1968-69.
Mick Mills, einn efnilegasti
bakvörður Englands.
Litla bikar-
keppnin
í dag
TVEIR leikir verða háðir i Litlu
bikarkeppninni i dag. A Akranesi
mæta heimamenn Keflvikingum
kl. 15 og verður án efa um mjög
spennandi keppni á ræða, en Kefl-
vikingar eru þó taldir sigur-
stranglegri. Á sama tima leika i
Kópavogi lið Breiðabliks og FH,
sem keppir fyrir hönd Hafnar-
fjarðar.
Hvað gera Haukar gegn FH?