Tíminn - 07.04.1973, Page 20

Tíminn - 07.04.1973, Page 20
20 TÍMINN Laugardagur 7. apríl 1973. Þróttmikið starf HSÞ á síðasfa óri: SETT VORU 29 HÉRAÐS- MET í FRJÁLSÍÞRÓTTUM, ÞAR AF 5 ÍSLANDSMET Stjórn og framkvæmdastjórn HSÞ 1972. Fremri röö frá vinstri: Arnaldur Bjarnason, Óskar Ágústsson og Sigurður Jónsson. Aftari röð: Arngrimur Geirsson, Indriði Ketilsson og Vilhjálmur Pálsson. DAGANA 24.-25. marz 1973, var 60. ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga haldið I Hafra- lækjarskóla í Aðaldal I boði umf. Geisla. Mættir voru 34 fulltrúar frá 12 félögum auk gesta. Þing- forsetar voru kjörnir Dagur Jóhannesson, Haga og Þormóður Ástvaldsson, ökrum og þingritar- ar þeir Gunnlaugur Fr. Gunnars- son, Kasthvammi og Viknir Valtýsson, Nesi. Formaður HSÞ Óskar Agústson, Laugum setti þingið með ávarpi og bauð þing- fulltrúa og gesti velkomna, en gestir þingsins voru Hafseinn Þorvaldsson formaður UMFl og Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri UMFÍ. Á þinginu var lögð fram prentuð starfsskýrsla HSÞ 1972 og auk þess fjölrituð, skýrlsa um iþróttastarfsemi HSÞ 1972. Verður nú getið helztu atriða úr skýrslum þessum: Blómlegt iþróttastarf Félagar í HSÞ voru um áramót samtals 1148 i 13 félögum. A veg- um HSÞ störfuðu lengri eða skemmri tima 10 iþróttakennar- ar. Haldið var sumarbústaða- námskeið á Laugum með 45 nemendur. Ráðinn var fram- kvæmdastjóri, Arnaldur Bjarna- son, Fosshóli, fyrst yfir sumar- mánuðina en siðan áfram um óákveðinn tima. Sambandið tók þátt i bindindismóti i Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina. Sambandið seldi jólakort til fjár- öflunar. íþróttir voru mikið stundaðar innan HSÞ og verður nú getið þess helzta: Iþróttafólk HSÞ tók þátt 1133 mótum og voru þátttak- endur i þeim 1730. Alls iðkaðar 12 iþróttagreinar á sambandssvæð- inu, með 1366 iðkendum. — Frjálsiþróttafólk HSÞ tók þátt i 23 mótum, 7 innan héraðs og 16 utan héraðs og voru þátttakendur i þeim 290. Sett voru 29 héraðsmet, þar af 5 tslandsmet. Sendir voru keppendur á helztu mót utan héraðs, m.a. Norðurlandsmót i frjálsum fþróttum, sem við unn- um með 118 st., meistaramót ís- lands, unglingakeppni FRl og fl. — Glima er iðkuð hér af 33 mönn- um og tóku þeir þátt i 7 mótum, m.a. Norðurlandsglímu, lands- flokkaglimunni, — Islandsglim- unni og Sveitarglimu GLt, sem hófst hér á Laugum. — Skiða- Irþóttin er mest stunduð á Húsa- vik og iðka hana 98 karlar og kon- ur. Ekkert skiðamót var haldið á sambandssvæðinu vegna snjó- leysis. If. Völsungur tók þátt i 9 skiðamótum utan héraðs, þar á meðal bæði tslandsmótunum á skiðum. — Knattspyrnan var mikið iðkuð á sambandssvæðinu og voru iðkendur hennar 286. Haldið var héraðsmót I knatt- spyrnu i tveimur flokkum og tóku 10 flokkar þátt I þvi, auk þess tók If. Völsungur þátt i II. deild Is- landsmótsins og öllum flokkum Islandsmótsins, og ennfremur tók Magni þátt i III. deild tslands- mótsins. — Handknattleikur er ekkert iðkaður, nema á Húsavik af Völsungi — og iðka hann 236 karlar og konur. Varð Völsungur meðal annars tslandsmeistari i III. deild karla, auk þess sendi Völsungur þátttakendur i flesta flokka tslandsmótsins. — Sund var þó nokkuð iðkað á sambands svæðinu. Þátttakendur i norrænu sundkeppninni voru 1646 og syntu þeir 31.882 sinnum. Haldið var 1 sundmót á Húsavfk. Sett var 1 tslandsmet I sundi. — Lið frá HSÞ keppti á Islandsmóti I blaki, Norðurlandsriðli á Akureyri. Unnið að landgræðslu Verður nú litillega getið starf- semi sambandsfélaganna: Eignir félaganna voru um kr. 3.115.265.00. Rekstrarreikningar félaganna voru um kr. 1.832.020.00. Tekjuafgangur hjá félögunum öllum var um kr. 145.600.00. Unnið var mikið á vegum félaganna að landgræðslu og var dreift 1,8 tonnum af fræi og 33,7 tonnum af áburði. Eitt félagið háfði sumarbúðastarfsemi og voru þátttakendrur 45 á aldrinum 5-13 ára. Tvö félög sáu um þorra- blót annað ásamt kvenfélagi sveitarinnar. Talsvert var spilað innan félaganna. Eitt félagið efndi til vikulegrar sundferðar til Lauga, sem gafst mjög vel. Fjáröflun er með ýmsu móti hjá félögunum, seld voru páskaegg hjá einu félaginu, annað félag fékk aðstöðu i steinaverksmiðju til að steypa steina um helgar og fékk þar kr. 7.00 á hvern stein, ennfremur selja sum félögin get- raunaseðla og hafa sæmilegt upp úr þvi, ennfremur eru haldnir dansleikir, bingó og spilakvöld bæði til fjáröflunar og skemmtun- ar. Reikningar Arngrimur Geirsson, gjaldkeri HSÞ, lagði fram reikninga sam- bandsins. Niðurstöðutölur rekstrarreikningsins voru kr. 604.845.18. Helztu tekjuliðir voru þessir: Ska .tar og félagsgjöld kr. 48.500.00, styrkir kr. 268,760.00, iþróttamót og samkomur kr. 92,602.00, aðrar tekjur kr. 192.653.60. Helztu gjaldliðir voru þessir: Kennsla og þjálfun kr. 123.084.20, þátttaka i mótum kr. 81.420.00, iþróttamót og sam- komur kr. 41,895.00, stjórunar- kostnaður kr. 173.611.00, styrkir og félagsgjöld kr. 164.008.00, ýms- ir reikningar kr. 37.883,50. Rekstrarhalli varð kr. 46.416.52. Eignir sambandsins voru kr. 413.230.19. Ályktanir Verður nú getið nokkurra til- lagna, sem samþykktar voru á þinginu: 60. ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga haldið i Hafralæknarskóla 24.-25. marz 1973, litur svo á, að allt starf HSÞ árið 1974, eigi að bera sérstök einkenni 60ára afmælis HSÞ, t.d. með þvi að allir þátttakendur i iþrótamótum það árið, fái sérstakt skjal eða oddveifu með afmælisletrun. Stefnt verði að þvi, að haldin verði almenn hátlðarsamkoma, eða samkomur, þar sem allir félagar HSÞ fái aðstöðu til að vera þátttakendur og þar verði meðal annars fyrrnefnd afmælis- kort eða oddveifur afhentar og aðrar viðurkenningar veittar. Þingið kýs þriggja manna afmælisnefnd til að vinna að framkvæmd afmælisins með stjórn HSÞ. Um leið og 60. ársþing þakkar þeim aðilum, er veitt hafa sam- bandinu fjárstuðning á undan- förnum árum, felur það stjórninni að leita eftir frekari framlögum frá Menningarsjóði KÞ, Sýslu- sjóði og fleiri aðilum. 60. ársþing HSÞ beinir þeirri áskorun til forráðamanna sveitarfélaga á sambandssvæð- inu, að þær auki framlag sitt til sambandsins, t.d. með kr. 50.00 á hvern ibúa. 60. ársþing HSÞ beinir þvi til sambandsstjórnar, að samstarfi við félagssamtök i Eyjafirði um bindindismót i Vaglaskógi verði haldið áfram. Jafnframt beinir þingið þvi til viðkomandi stjórn- ar, að fara þess á leit við forráða- menn skógarins, að bæta eftir föngum aðstöðu til gestamóttöku i Vaglaskógi, svo þar megi með góðu móti efna til samkomuhalds, með sönnu menningarsniði. Þingið skorar á þau sveitar- félög á sambandssvæðinu, er standa að byggingu félagsheimila aðgera salina þannig að hægt verði að nýta þá til sem fjöl- breytilegastrar iþróttastarfsemi. Þingið fagnar þvi að sundlaug- um muni væntanlega fjölga á sambandssvæðinu i sumar og næstu ár, og beinir þvi til félag- anna að efla áhuga á sundiþrótt- inni og stefna að góðri þátttöku i næsta héraðsmóti, jafnframt fagnar þingið árangri Sigurðar Hróarssonar og felur stórn og framkvæmdastj. að stuðla að þátttöku hans i mótum við hans hæfi. 1 starfsskýrslu HSÞ 1972 kemur fram, að allmikið hefur verið unnið að landgræðslu á sam- bandssvæðinu. Skorar ársþingið á félögin að halda ótrauð áfram á þessari braut, að gærða landið og hindra gróðureyðingu. I þvi sam- bandi bendir það á, að æskilegt væri að koma á melskurði til fræ- söfnunar. Einnig að athuga möguleika á aukinni tækni við áburðar- og frædreifingu t.d. með flugvélum. Stjórnarkjör Úr stjórn sambandsins áttu að ganga Óskar Agústss., Sigurður Jónsson, og Vilhjálmur Pálsson, og voru þeir allir endurkosnir. Stjórn Héraðssambands Suður-Þingeyinga skipar nú: Óskar Agústsson, Laugum for- maður, Vilhjálmur Pálsson, Húsavik varaformaður, Sigurður Jónsson, Yztafelli ritari, Arn- grimur Geirsson, Laugum gjald- keri, og Indriði Ketilsson, Ytra- fjalli meðstjórnandi. Fréttatilkynning frá HSÞ. Guðni Halldórsson, margfaidur methafi 1972. Veljið yður í hag — Nivada OMEGA ©ina JUpina. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 úrsmíði er okkar fag Okkar vinsæla — ítalska PIZZA slær i gegn — Margar tegundir Opið frá kl. 08-21.30. Laugavegi 178 Simi 3-47-80

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.