Tíminn - 04.05.1973, Qupperneq 1
101. tbl. —Föstudagur4. mai—57. árgangur
WOTEL miæifí
Hotel Loftleiöir býöur gestum
sinum að veiia á milli 217 herbergia
með 434 rúmun — en gestum
standa líka tbúðir til boða.
Allur búnaður miðast við strangar
kröfur vandiétra.
LOFTLEIÐAGESTUM LIOUR VEL.
NIXON OG POMPIDOU
í REYKJAVÍK 31. MAÍ
SB—ÞÓ—Reykjavik — Eftirfarandi tilkynning var
birt kl. 3 i gær, samtimis i Washington, Paris og
Reykjavik: „Forseti Bandarikjanna, Richard M.
Nixon og forseti Frakklands, Georges Pompidou
hafa komið sér saman um að hittast á íslandi i boði
islenzku rikisstjórnarinnar dagana 31. mai og 1.
júni 1973.” Það var Hannes Jónsson, blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar, sem las tilkynninguna á fundi
með fréttamönnum.
Allt er enn óljóst um nánari at-
riöi i sambandi við þessa heim-
sókn forsetanna, en fundurinn er
fyrst og fremst til þess að þeir
ræðist við sin á milli. Að sjálf-
sögðu munu þeir hitta islenzka
ráðamenn, en ekki eru fyrir-
hugaöar við þá neinar formlegar
viðræður.
Ekki er vitað, hvort forseta-
frúrnar verða með i förinni, né
heldur utanrikisráðherrar land-
anna, þeir Rogers og Joubert.
Gert er ráð fyrir að fylgdarlið for-
setanna verði tugir eða jafnvel
nokkur hundruð manna, þar af
herskari blaðamanna. Lauslega
er áætlað að i fylgd Pompidous
verði um 80 blaðamenn frá
Frakklandi og Evrópu. A fundin-
um sagði Hannes Jónsson, að vist
mætti telja, að komið yrði á fót
sérstakri miðstöð fyrir frétta-
menn af þessu tilefni.
f stuttri frétt frá NTB-frétta-
stofunni segir, að fundur forset-
anna á tslandi sé liður i viðræðum
Nixons við æöstu menn Evrópu.
Hvar búa þeir?
Að sögn Hannesar Jónssonar
hefur enn ekki verið ákveðið,
hvar forsetarnir munu búa i
Reykjavik, meðan á viðræðum
stendur, en veriö væri aö undir-
búa það.
Timinn hafði samband við hótel
borgarinnar og kannaöi, hvort
eitthvaö af hópnum myndi þegar
hafa fengið inni um mánaðamót-
in.
Erling Aspelund, hótelstjóri á
Loftleiðum, sagði að einmitt i dag
hefði borizt afturköllun á pöntun á
50 tveggja manna herbergjum
vegna meinatæknaþings og utan-
rikisráðuneytið hefði pantað þau
um leið. Þá sagði hann erlendar
fréttastofnanir vera farnar að
spyrja um herbergi.
A Hótel Esju. var okkur tjáð aö
þar hefði utanrikisráðuneytið
þegar látið bóka herbergi fyrir
um 100 manns og þar myndi
annar forsetinn að öllum likind-
um búa.
Konráð Guðmundsson á Hótel
Sögu sagði að þar hefðu veriö
bókuð 20-30 herbergi, en ekki vissi
hann hvort annar forsetinn yröi á
Sögu, né hvort viðræðufundirnir
færu fram þar.
A Hótel Holti hafa verið pöntuð
12 eins manns herbergi fyrir
blaðamenn og á Hótel Borg 12
tveggja manna herbergi. Þetta er
alls tæplega 300 manns, sem
verður á hótelumi sambandi við
heimsóknina.
Auka talrásir og
telextæki
Aðalsteinn Norberg ritsima-
stjóri sagði I gær, að vitað væri að
Flugmenn boða verkfall
FÉLAG islenzkra atvinnuflug-
manna hefur boðað til 48 stunda
verkfalls kl. 6.00 8. mái n.k. ef
samningar nást ekki fyrir þann
tima. Ef það dugir ekki til, er
ætlun okkar aö hef ja ótimabundiö
verkfall frá og með 14. mai n.k.,
sagði Björn Guömundsson for-
maöur félagsins i viðtali við
blaöið i gær. Við settum fram
kröfur okkar með góðum fyrir-
vara þ.e.a.s. i nóvember á sl. ári,
en þær samningaviðræður sem
siðan hafa farið fram hafa næsta
litinn árangur borið.
Flugmenn gengu siðast frá
kjarasamningum sinum við flug-
félögin fyrir þremur árum siðan,
en þeir samningar urðu lausir 20.
janúar sl. Telja flugmenn sig hafa
tapaö gifurlega i launum vegna
þessa langa samningstimabils,
þvi kaupgjaldsvisitalan, en laun
flugmanna hækkuðu samkvæmt
henni, hafi hvergi nærri gefiö
sanna mynd af verðbólgunni i
þjóðfélaginu. Hafi þannig laun
flugmanna rýrnað verulega á
samningstimabilinu og þeir
dregizt langt aftur úr miðað við
aðrar starfsstettir i þjóöfélaginu.
Að þessari reynslu fenginni, er
þaðein af kröfum flugmannanna,
aö samningstimabil næstu kjara-
samninga verði aðeins eitt ár.
Eins og áður greinir settu flug-
menn fram kröfur sinar I
nóvember. Þar fara þeir fram á
u.þ.b. 50% kauphækkun lengt
orlof og ýmsar breytingar á
vinnutlmafyrirkomulagi og
auknar slysa- og liftryggingar.
Viðræður deiluaðila hófust þó
ekki að marki fyrr en eftir
áramótin, en frá þeim hafa veriö
haldnir milli 20 og 30 fundir deilu-
aðila. Arangur þessara viðræðna
er óverulegur að áliti flugmanna
og var deilunni visað til sátta-
semjara i siðustu viku. Er þá
kannski nokkur von til að skriöur
komist á málið.
Eitt atriði enn eru flugmenn
óángæðir með, en það er hinn
skammi uppsagnarfrestur og þar
af leiöandi hið litla atvinnu-
öryggi, sem þeir búa við.
Uppsagnarfrestur hjá flug-
félögunum er aðeins þrir
mánuðir, en flugmenn gera
kröfur um að hann verði lengdur i
eitt ár.
Eins og sjá má, ráðgera flug-
menn verkfall sitt á þeim tima
þegar mesti annatimi flugfélag-
anna gengur i hönd. Þarf þvi ekki
neinum blöðum um þaðaðfletta,
hversu gifurlega alvarlegt ástand
gæti skapazt ef samningar nást
ekki. Kannski er jafngott að þeir
félagar Nixon og Pompidou hafa
yfir einkaþotum að ráða, en
þurfa ekki aö treysta á áætlunar
flug islenzku flugfélaganna.
—G.J.
vegna komu þeirra Nixons og
Pompidous þyrfti að koma fyrir
aukatalrásum og telextækjum,
þann tima sem fundir þeirra
stæðu yfir. Hann sagði, að sem
stæði hefði Island 19 talrásir til
útlanda, og þeim þyrfti að fjölga
aðmun. Bjóst hann við, að komið
yrði upp þjónustumiðstöð við
blaðamenn, eins og gert var er
skákeinvígið fór fram og á meðan
siðasti fundur Norðurlandaráðs
var i Reykjavik.
Þá má geta þess, að sæstreng-
urinn, sem liggur á milli Islands
og Kanada Ice-Can er nú kominn i
lag, eftir að hafa verið slitinn i
marga mánuði. Tilkoma hans að
nýju, auðveldar allan fréttaflutn-
ing vestur um haf.
Öryggisráðstafanir?
Við spurðum Sigurjón Sigurðs-
son, lögreglustjóra, hvort farið
væri að undirbúa öryggisráðstaf-
anir vegna komu forsetanna og
hvernig þær yröu. Hann sagði, að
koma Pompidous og Nixons
krefðist að sjálfsögðu mikilla
öryggisráðstafana. Þetta mál
væri svo nýtilkomið, aö undir-
búningur væri ekki byrjaður en
þegar yrði hafizt handa.
Alltaf þegar þjóöhöfðingjar
koma I heimsókn til Islands, er
allt lið lögreglunnar haft til taks,
og svo verður einnig að þessu
sinni. Jafnvel er gert ráð fyrir, að
leita þurfti til lögreglunnar i ná-
grannabyggðarlögunum.
Þá veröur einnig haft samband
viö bandarfska og franska sendi-
ráðið, þegar öryggisráðstafanirn-
ar verða undirbúnar, en heill
skari af öryggisvörðum fylgja
forsetunum, hvert fótmál sem
þeir fara.
Richard Milhous Nixon, forseti Bandarikjanna er
fæddur 9. janúar 1913 I Kaliforniu. Menntun slna
hlaut hann við Duke-háskólann I N-Karólinuriki.
Hann stundaöi lögfræðistörf 1937-1942, um tima sem
málflytjandi á vegum hins opinbera. Þá gekk hann i
Bandariska flotann og var I honum til 1946. Nixon
var þá kjörinn til setu I fulltrúadeild Bandarikja-
þings sem republikani fyrir Los Angeles.
Arið 1950 var hann kjörinn I öldungadeiidina og
útnefndur varaforseti 1952. Hann var endurkjörinn i
varaforsetaembættiö 1956, en i forsetakosningunum
1960 er hann var i framboöi á móti John F. Kennedy,
beiö hann nauman ósigur. Nixon reyndi aö ná kjöri
sem rikisstjóri Kaliforniu i nóv.1962 en beiö þá
ósigur fyrir Brown, frambjóöanda demókrata.
Nixon var kjörinn Bandarikjaforseti 1968, er hann
fékk nauman sigur yfir Hubert Humphrey. Þessar
kosningar voru sérstaklega eftirtektarveröar,
vegna þess aö þriöji frambjóöandinn, George
VVallace, náöi talsveröum árangri.
A stjórnarferli Nixons hafa átökin í Vietnam, Laos
og Kambódiu veriö ofarlega á baugi, svo og til-
raunir hans til að bæta sambúðina viö Kina og
Sovétríkin.
Georges Jean Raymond Pompidou forseti Frakk-
lands fæddist I Montboudif áriö 1911. Faöir hans var
kennari, en sjálfur stundaöi Pompidou kennslustörf
I Marseilles og Paris. Hann starfaöi I andspyrnu-
hreyfingunni og var ráöunautur de Gaulles hers-
höfðingja i kennslumálum 1944-1946. Siöar gegndi
hann ýmsum störfum á sviöi tækni og stjórnsýslu,
þ.á.m. sem varaforstjóri feröamála.
Arið 1954 gekk hann I þjónustu Rotchildættar-
innar og varö þá aðalforstjóri fyrirtækja hennar.
Þegar de Gaulle tók viö völdum 1958, útnefndi hann
Pompidou formann ráðuneytis og forseta ráöhcrra-
nefndarinnar. Hann átti sæti I stjórnlaganefndinni
1959-1962. Hann átti mestan þátt I samningaviö-
ræöunum I Evian, sem leiddu til þess aö friöur var
saminn viö alsirska þjóðernissinna.
Pompidou tók viö embætti forsætisráðherra i
april 1962. Ari siöar var samþykkt vantraust á
stjórnina og kosningar fóru fram. Gaullistar
sigruöu og Pompidou varö aftur forsætisráöherra
til 1968. Forseti Frakklands var hann kjörinn 1969
og hlaut þá 58% greiddra atkvæöa i siöari umferö.
Hann var kjörinn forseti til sjö ára.