Tíminn - 04.05.1973, Page 16
16
TÍMINN
Föstudagur 4. maí 1973
vtÐAR TIL
FÆREYJA?
Þjálfar þar meistaraliðið Kyndil og
leikur með því næsta vetur
ÍÞRÓTTASÍÐAN hefur
frétt að hinn kunni hand-
knattleiksmaður úr FH,
Viðar Simonarson muni
dveljast i Færeyjum
næsta vetur. Þar sem
hann mun þjálfa og leika
með Færeyjameisturun-
um Kyndli, i handknatt-
leik. Verður þvi mikil
blóðtaka hjá FH-liðinu i
handknattleik, þvi að
það missir tvo af sinum
beztu leikmönnum, þá
Viðar og Geir Hall-
steinsson, sem mun
leika með danska 1.
deildarliðinu Stadion.
Einnig hefur siðan frétt um
fleiri félagsskipti og má búast við
að það verði nokkur hreyfing á
leikmönnum og þjálfurum 1.
deildarliðanna i handknattleik.
Karl Benediktsson, landsliðs-
þjálfari og hinn kunni þjálfari
Fram, hefur skrifað undir samn-
ing hjá Vikingsliðinu.
ÞRÓTTUR STÓÐ SIG
VEL í FÆREYJUM
Handknattleiksmenn Þróttar sigruðu Færeyjameistarana
í knattspyrnu. Þá lék liðið átta leiki í handknattieik, sigruðu sjö
Unnu einnig veglegan bikar til eignar
2. deildarlið Þróttar i
handknattleik heimsótti
Færeyjar fyrir stuttu.
Liðið fór utan i boði
Stjörnunnar frá Klakks-
vik og dvaldist i
Færeyjum i viku.
Þróttur lék tvö leiki
gegn Stjörnunni og tók
þátt i tveimur hrað-
keppnismótum, einu i
Klakksvik og einu i
Þórshöfn. Leikið var í
nýjum iþróttahöllum á
báðum stöðunum.
Fyrsti leikur Þróttar i ferðinni
var gegn Stjörnunni og lauk
honum með sigri Þróttar 31:21.
Þá tók liðið þátt i hraðkeppnis-
móti, sem Stjarnan og Neistinn
tóku þátt i. Þrottur sigraði mótið
og vann veglegan bikar til eignar.
Leikir Þróttarliðsins fóru þannig:
Þróttur — Stjarnan 22:6
Þróttur — Neistinn 12:6
Leikirnir stóðu yfir i 2x20
minútur.
Þróttur tók einnig þátt i hrað-
keppnismóti i Þórshöfn, þar sem
fjögur iið tóku þátt i K.I.F.
Neistinn, Kyndill og Stjarnan.
Kyndill sigraði mótið, en þess má
geta að þeir eru Færeyja-
meistarar i handknattleik.
Leikir Þróttar fóru þannig:
Þróttur — K.F.l. 8:6
Þróttur — Neistinn 8:5
Þróttur — Kyndill 4:9
Þróttur — Stiarnan 17:6
Leikirnir i þessu móti stóðu yfir
i 2x12 1/2 min.
Siðasti leikurinn i ferðinni var
svo leikinn gegn Stjörnunni og
lauk honum með sigri Þróttar
35:12.
Þá má geta þess, að leikmenn
Þróttar léku einn knattspyrnuleik
i ferðinni gegn Færeyja-
meisturunum - Klakksvik, liðinu
sem Sölvi Óskarsson, þjálfaði sl.
sumar. Þróttur sigraði leikinn
4:2, sem má teljast góður
árangur, þar sem sumir leikmenn
Þróttar hafa gert litið að þvi að
leika knattspyrnu.
Stjarnan .liðiðsem bauð Þrótti
til Færeyja, mun koma hingað i
águst i sumar. Það verður
Þróttur sem sér um heimsókn
liðsins.
Músik-samkeppni til
kynningar trimminu
17-20 manna hljómsveit ásamt söngvurum mun flytja verkin
Þá verða verðlaunalögin gefin út á hljómplötu
i.S.í. og Félag isl. hljómlistar-
manna efna til Músiksamkeppni
til kynningar og stuðnings trimm-
starfseminni. Keppni þessari er
komið á til að auka skilning og
glæða áhuga meðal almennings
um nauðsyn þess að trimma.
Í.S.i. og F.Í.H. auglýsa sameigin-
lega eftir lögum i keppnina.
Skilafrestur er til 1. júni n.k. og
ber að senda lögin með cða án
texta, skrifuð eða leikin og sungin
á segulband, til skrifstofu F.I.H.
Laufásvegi 40, Box 1238. Lögin
skulu merkt dulnefni og einnig
skal fylgja ineð i lokuðu umslagi,
inerkt sama dulnefni, en i þvi
nöfn og heimilisföng höfunda.
Eftirtaldir aðilar munu annast
um útsetningu laganna: Arni
Elvar, Björn R. Einarsson, Jón
Sigurðsson, Magnús Ingimars-
son, Magnús Pétursson, Ólafur
Gaukur Þórhallsson og Reynir
Sigurðsson.
17-20 manna hljómsveit ásamt
söngvurum mun flytja verkin.
Útsetjarar annast hljómsveitar-
stjórn i þeim lögum sem þeir út-
setja.
Undanrásir keppninnar fara
fram i Súlnasal Hótel Sögu og
hefjast 27. júní. Siðan halda þær
áfram i miðri viku og á sunnu-
dagseftirmiðdögum i júli og
ágúst. Eru sunnudagstónleikarnir
einkum ætlaðir þeim sem ekki
sækja dansleiki. (Fjölskyldutón-
leikar). Útvarpað verður frá
sunnudagstónleikunum.
Atkvæaðagreiðsla fer þannig
fram, að gestir i Súlnasal Hótel
Sögu fá afhenta atkvæðaseðla um
leið og aðgöngumiðann. . Auk
þess verða atkvæðaseðlar i dag-
blöðunum þá sunnudaga, sem út-
varpað verður, og geta þvi lands-
menn um land allt tekið þátt i at-
kvæðagreiðslunni.
Höfundar þriggja vinsælustu
laganna hljóta vegleg verðlaun,
en þau eru:
1. verðlaun: Radionette-út-
varps og hljómburðartæki frá E.
Farestveit & Co. Verðmæti 72.
þús. krónur.
2. verðlaun: Pioneer-hljóm-
burðartæki frá Karnabæ. Verð-
mæti 50. þús. krónur.
3. verðlaun: Philipps-hljóm-
burðartæki frá Heimilistæki h.f.
Verðmæti kr. 24.000.00 krónur.
Dregið verður úr nöfnum
þeirra, sem getið hafa rétt um
vinningslagið, og hljóta þeir sér-
stök aukaverðlaun. Það verða
þannig 10 einstaklingar úr röðum
almennings, sem fá hæggengar
(long playing) S.G.-hljómplötur
eftir eigin vali.
Að músikkeppninni lokinni
áskilur F.I.H. sér rétt til að gefa
út hljómplötur með verðlaunalög-
unum og Trimm-merkinu á plötu-
umslagi.
'í \ : f—;—i Æ
r ; 1 \m\ M Hk
r.r 1 í i (
|v j ; í W-Wí'TÍ • 'm
t 4i4itri ' i ■ S 1
• £
H
1 ■ JHSHP9 ■ W' ,. ^
Hér á myndinni sést hljómsveitin, sem leikur lögin I múslk-samkeppninni. Hún æfir þrisvar i viku, enda áhugi hljóðfæraleikaranna mjög mikill.
Hvað skeður
í íslands-
glímunni?
Verður háð í fim-
leikasal Vogaskóla
á sunnudaginn kl. 2
NÚ MUN fara fram ein tvisýn-
asta keppni i íslandsglimunni um
árabil, þar sem þátttakendur
verða m.a. Jón Unndórsson K.R.
glimukóngur frá 1972, Sigurður
Jónsson Vikverja, skjaldarhafi úr
Skjaldarglimu Armanns og hinn
nýbakaði Islandsmeistari úr
Landsflokkaglimunni 1973 Ingi
Yngvason H.S.Þ. Auk þessara
kappa má búast við að Pétur
Yngvason Vikverja, bróðir Inga,
blandi sér hressilega i keppnina,
þar sem hann hefur ætið veitt
bróður sinum einna harðasta
keppni. Þá munu Ómar Úlfarsson
K.R. og Hjálmur Sigurðsson
Vikv. blanda sér i keppnina um
efstu sætin.
1 ár mun vera einna mesta
breidd i glimunni eins og sjá má á
þvi að nú skipar ekki sami
maðurinn efsta sætið i öllum
glimunum eins og undanfarandi
ár.