Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. júni 1973. TÍMINN 9 Reynt er að kenna öllúm að sjá fyrir sér sjálfir, eignast sjálfs- traust og sjálfsvirðingu og traust á sigur hins góða. Að siðustu má svo minna á starf Móður Teresu fyrir holdsveika fólkið. En þar er ástandið sýnu verst. Ótal þúsund þessara vesalinga, sem telja má aumasta allra mannsbarna jarð- ar flakka og reika um lönd og borgir, sem flóttafólk aðrir sem „viðurkenndir” ölmusumenn. Þarna biður þetta fólk, að þvi er virðist, rólegt aða stirðnað i ör- væntingu alls eftir þvi að einhver fleygi i það eyri, eða bita. Vissu- lega er holdsveikin eins og nú er komið viðráðanleg, samanber okkur hér á Islandi, sem vorum á þessu stigi fyrir einni öld eða minna. Má þvi segja, að þetta ástand Austurlanda og viðar sé einn svartasti bletturinn á heimilis- haldi mannsbarna á jörð. En einnig á þessu sviði hefur Móðir Teresa komið til hjálpar óteljandi mörgum, með skipulagðri dreif- ingu matar, lyfja, klæðnaðar og hjálpargagna, opnun lyfjabúða, hjúkrunarstöðva og leiðbeininga- stöðva. Sumum hefur þegar, und- ir lækniseftirliti verið gert kleift að flytja heim til fjölskyldna sinna, eignast vonir og sjálfsvirð- ingu að nýju. En hver er þá Móðir Teresa, þessi dularfulli engili, sem fetar svo fagurlega i fótspor „konunnar með lampann”, svo eitthvað sé nefnt til að likja henni viö. Um það vita fáir. Hún er ekki margorð um sina fyrri ævi. Seinna verða sjálfsagt skrifaöar um hana heilar bækur. Og nú þeg- ar hefur verið gjörð kvikmynd um starfsemi hennar. Sú mynd hefur verið sýnd i islenzka sjón- varpinu. Móðir Teresa er fædd i Albaniu árið 1910. Aðeins 18 ára að aldri kom hún til Indlands og gekk þá i fræðsluregluna i Loretto i Cal- cutta. Þar var hún i 20 ár. En þá ákvað hún að vigja lifsstarf sitt hinum allslausu og þjáöu. Árið 1950 stofnaði hún Missionaries of Charity, eins og áður er sagt, en hefur farið viða um heim siðan og stofnað til sams konar starfsemi eða hjálparsveita i mörgum lönd- um og borgum i Afriku, Suður- Ameriku og Astraliu auk Asiu, sem má telja hennar heimalönd. Systur og bræður, sem ganga i reglu Móður Teresu er yfirleitt hámenntað fólk með sérmenntun i hjúkrun, læknisfræði, samfé- lagshjálp, sálfræði og félagsráð- gjöf. Það lifir við sparsemi, nægju- semi og fatækt, en er auðugt að- hamingju. Hversem er getur ver- ið með, aðeins ef fúsleiki og fórn- arlund er fyrir hendi til liknar- starfa. Ekki er spurt um trúar- brögb, þjóðerni eða kynþáttu. — „Þetta er Guðs verk”, segir Móð- ir Teresa. „Hann vill það”. Þessi grein er skrifuð hér i Danmörku á „barnadaginn” 10. mai 1973. Og sannarlega er mikið um að vera, þó allt sé það kyrrlátt i þessu landi, sem öðrum fremur má telja Paradis hinna smáðu, hrjáðu og þjáðu, minnihlutahópa samfélagsins. Samt eru helztu torgin þakin söluskálum og happdrættishillum þar sem lukkuhjólin snúast enda- laust og ótrúlega morgum til happs. Nú er verið að safna til að senda til barnahjálpar um allan heim: Terra des Hommes, UNIDO, Missionaries of Charity og fleira og fleira með útlendum nöfnum. Fjölbreytnin og fundvis- in i starfsaðferðum er satt að segja undur út af fyrir sig: Blaðasafnanir, flóamarkaðir, hreingerningar, garðþrif, bóka- uppboð, leikfangauppboð, nem- endur selja ljóð sin, myndir og málverk, Indlands-sýning, kirkjukonsertar, kvikmyndasýn- ingar, skólasýningar, sala jóla- korta, jólatrjáa, jólaskreytinga, handboltakeppni, knattspyrnu- keppni, issala, pylsubúðir, á- vaxtasala, kökubazarar, tomból- ur, sparibaukar, föstudagar, fisk- veiði (einn dag)fskólasafnanir og kirkjudagar. Það er um ýmislegt að velja. En eigum við nokkurn slikan alls- herjarbarnadag á Islandi? Þegar búið er að byggja kirkjurnar i Reykjavik, mætti mikið senda til „sveitanna hennar Móður Tere- siu” eða Terra des Hommes til hjálpar „Mannsbarni jarðar”. 10/5 '73 Árelius Nielsson. Móðir Teresa er stolt af börnunum, sem hún getur sýnt gestum, þegar þeir koma tii heimilisins Shishu Bhavan. Þetta eru börn, sem fundizt hafa i öskutunnum, almenningsvögnum og lestúm, og sem foreldrarnir hafa skilið þar eftir af ásettu ráði en af ýmsum ólikum ástæðum. Börnin i Shishu Bhavan eru falleg og glöð, og viröist ekkert að vanbúnaöi Bjarni sýnir á ísafirði BJARNI JÓNSSON listmálari opnar málverkasýningu i gagn- fræðaskólanum á Isafirði fimmtudaginn 7. júni klukkan sex siðdegis. Bjarni fæddist 15. september 1934. Ungur var hann mikið á vinnustöðum margra af okkar þekktustu málara eins og Asgeirs Bjarnasonar, Asgrims Jónssonar, Kjarvals o.fl.. Seinna stundaði hann nám i skóla hinna svonefndu Fristundamálara og slöar í Handiðaskólanum. Bjarni tók fyrst þátt i samsýn- ingu Félags isl. myndlistar- manna árið 1952 og hefur tekið þátt i flestum þeirra siðan. Fyrsta sjálfstæða sýning hans var i Sýningarsalnum i Reykjavik 1957, en alls hefur hann haldið sex sjálfstæðar sýningar, siðast á Akureyri 1970. Einnig hefur hann tekið þátt I sýningum erlendis, m.a. Paris Biennale 1961. Sem stendur á Bjarni 3 myndir á farandsýningu i Bandarikjunum á vegum American people encyclopedia. Auk þess að hafa stundað málaralist hefur Bjarni m.a. myndskreytt fjölda námsbóka og kennsluspjöld fyrir Rikisútgáfu námsbóka og bækur margra út- gáfufyrirtækja. Þá hefur hann gert leikmyndir m.a. við kvik- myndina Gilitrutt. —Stp Bjarni Jónsson lislmálari Nýr ráðu- neytisstjóri Forseti tslands hefur i dag skipað herra Hallgrím Dalberg ráöuneytisstjóra i félagsmála- ráðuneytinu frá 1. júli n.k. Reisa ekki sögualdarbæ t I)AG barst þjóðhátiðarnefnd bréf frá forsætisráðqneytinu, þar sem skýrt er frá þvi, að ákveöið hafi verið i samráði viö þing- flokka að hverfa frá fyrirhuguð- um hugmyndum um byggingu sögualdarbæjar i sambandi við þjóöhátið 1974. Kcmur þvi ekki til samninga viö Arnessýslu eða aðra aðila um þetta efni. Framlag til Eyja frd ísrael SENDIHERRA Israel, Moshe Leshem, afhenti utanrikisráð- herra i dag framlag til Vest- mannaeyjasöfnunarinnar, sem nemur 1.380.000 islenzkum krónum. Við þetta tækifæri lét sendi- herrann i ljós virðingu sina fyrir þeim baráttuvilja og dugnaði, sem Islenzka þjóðin hefir sýnt gagnvart náttúruhamförunum i Vestmannaeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.